Morgunblaðið - 10.10.1978, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
15
ksins Skipulagsmál Sjálfstædisflokksins Skipulagsmál Sjálf
RagnhOdur
Helgadóttir:
Veltur ekki á
mynstri heldur
mönnum
Ragnhildur Helgadóttir, al-
þingismaöur, Reykjavík.
„Framtíð Sjálfstæðisflokksins
veltur ekki á mynstri heldur
mönnum."
Ólína Ragnarsdóttir:
Menn sneiöa hjá
því að líta í
eigin harm en
gagnrýna aðra
Ólína Ragnarsdóttir, Grinda-
vík, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksinst
„Allar nýjar hugmyndir, sem
koma til með að auka tengsl hins
almenna kjósenda við flokksfor-
ystuna, eru til góðs. Eg tel að
hugmyndin um sérstakan formann
og varaformann miðstjórnar gæti
þarna verið til góðs, því ég held að
miðstjórnin hafi ekki skilað því
hlutverki, sem henni er ætlað. Ég
vil sérstaklega undirstrika, að
þarna vantar tengiliði milli fólks-
ins, sem starfar innan félaga
Sjálfstæðisflokksins, og foryst-
unnar og í því efni væri embætti
ritara flokksins til bóta. Það komu
einnig margar mjög góðar bug-
myndir um breytingar á starfs-
háttum og skipulagi Sjálfstæðis-
flokksins frá aukaþingi Sambands
ungra sjálfstæðismanna. En það
er einmitt það sem mér finnst
vanta, að menn séu óhræddir við
að koma með ferskar og nýjar
hugmyndir, sem gætu laðað ungt
fólk að flokknum í meira mæli.
Ég er ekki viss um, að það væri
til bóta að kjósa formann og
varaformann flokksins sameigin-
lega, því í svona stórum flokki eru
alltaf mismunandi skoðanir á
mönnum og málefnum og menn
því kannski ekki sammála um,
hvaða menn þeir vilja í embætti
formanns og varaformanns. Og ég
held, að það væri ekki til að lægja
þessar öldur að kjósa þá sameigin-
lega.
Það er eitt, sem mér finnst of
áberandi í sambandi við allar
þessar umræður um Sjálfstæðis-
flokkinn, en það er, að menn
sneiða hjá því að líta í eigin barm
en gagnrýna þess í stað forystulið
flokksins og innri uppbyggingu
hans. Raunin er hins vegar sú, að
hjá okkur almennum flokksmönn-
um hefur ríkt almennt áhugaleysi
á því, sem er að gerast innan
Sjálfstæðisflokksins. Þessu þurf-
um við að breyta áður en við
förum að gagnrýna störf annarra.
Sverrir Hermannsson:
••
Oll útideyfa og
svona uppfitjun á
prjónaverki
ekki það sem
við þurfum
Sverrir Hermannsson, alþingis-
maðuri
„Ég er ekki reiðubúinn að taka
afstöðu til þessara tillagna út af
fyrir sig, nema hvað ég tel aö með
þessu séu menn frekar að sýnast
heldur en menn vilji takast á við
þau vandamál, sem eru fyrir hendi
í okkar flokki. Og það að formaður
flokksins eigi ekki að vera fyrir
miðstjórn — hvar á hann að vera?
Einhvers staðar út í horni. Ég skil
ekki slíkar tillögur. Hins vegar tel
ég að varaformaður flokksins eigi
að vera við því búinn að taka við
störfum formanns, þegar formað-
ur flokksins tekur sæti í ríkis-
stjórn.
Ymsir þykjast hafa mikinn
áhuga á breytingum á skipulagi
flokksins en ég tel að það, sem við
þurfum umfram allt, sé að móta
hvassari og ákveðnari stefnu í
öllum helstu þáttum þjóðmála. Ég
held að þetta með skipulagsmálin
skipti engu máli. Við í forystu
flokksins verðum hins vegar að ná
betur saman, þannig að stefna
flokksins verði heilsteyptari og
trúverðugri. Öll útideyfa og svona
uppfitjun á prjónverki er ekki það
sem við þurfum og hana nú. Menn
eru þar að sýnast og láta það ógert
að takast á við þann vanda, seni
flokkurinn á við að glíma.
Um síðasta atriðið vil ég aðeins
segja það, að ég skipti mér ekkert
af því.“
Jón Þorgilsson:
Breytingarnar
mega ekki veikja
forystu flokksins
Jón Þorgilsson. Hellu, formað-
ur Kjördæmisráðs sjálfstæðis-
manna í Suðurlandskjördæmii
„Þegar ég las þessar hugmyndir
yfir sló það mig fyrst, að mér
fannst, að formennirnir í flokkn-
um gætu kannski orðið heldur of
margir. Mér finnst hins vegar
hugmyndin um kosningu ritara
athyglisverð og tel að hún geti vel
komið til greina. En hugmyndir
um að skipta formennskunni í
flokknum þannig, að einn sé
formaður flokksins og annar sé
formaður miðstjórnar, tel ég að
þurfi meiri athugunar við og ég
held, að það sé vafasamt, hvort
það er heppilegt að dreifa æðsta
valdi flokksins svo mikið þar sem
þá væri hætta á því að staða
formannsins innan flokksins væri
óljós, þegar hann þarf skyndilega
að taka mikilvægar ákvarðanir.
Hins vegar sé ég ekkert athuga-
vert við að kjósa formann og
varaformann sameiginlega.
Þessar umræður um breytingar
á skipulagi flokksins hafa komið
til í kjölfar fylgistaps flokksins í
kosningunum í vor en ég tel hins
vegar að ástæða þessa fylgistaps
sé ekki að skipulagsreglur flokks-
ins séu út af fyrir sig slæmar.
Aðrir telja að í því efni sé við
forystu flokksins að sakast. Hún
sé ekki nógu öflug eða forystu-
menn flokksins, en ég er ekki viss
um að fylgistapið megi rekja til
þess að það sé forysta flokksins,
sem hafi brugðist. Ég held, að það
séu allt aðrar ástæður, sem ollu
fylgistapi flokksins.
Ég tel eðlilegt, að formaður
flokksins sé jafnframt formaður
miðstjórnar en varðandi þing-
flokkinn, þá er þar um að ræða það
sjálfstæðan aðila, að ég sé ekki að
nauðsynlegt sé að formaður
flokksins sé jafnframt formaður
þingflokksins enda er það ekki nú.
En ég vil aðeins ítreka það, aö ég
er ekki viss um, að það sé
sérstaklega heppilegt að dreifa
þessu valdi mjög mikið vegna þess
að ég tel að það verði jafnan að
hafa í huga, að slíkar breytingar
veiki ekki forystu flokksins um of,
því flokksmenn þurfa að vera sér
þess meðvitandi á hverjum tíma
hvaða menn það séu, sem eru í
forystu flokksins. Ég held, að það
sé alveg nauðsynlegt, að allir
flokksmenn og raunar allir lands-
menn viti það alveg ákveðið og það
fari ekkert á milli mála hvaða
menn það séu, sem eru í forystu
Sjálfstæðisflokksins á hverjum
tíma.“
Albert Guðmundsson:
Vil engar breyt-
ingar, hvorki á
skipulagi né for-
ystu flokksins
Albert Guðmundsson. alþingis-
maður. Reykjavíki
„Ég vil engar breytingar, hvorki
á skipulagi flokksins né forustu.
Skipulag Sjálfstæðisflokksins er
gott — stefna flokksins er líka góð
og allt tal um skipulagsbreytingar
og annað, sem átt hefur sér Stað að
undanförnu er eingöngu vegna
þess, að flokkurinn tapaði nokkru
fylgi í síðustu kosningum, bæði til
sveitarstjórna og Alþingis.
Ég tel það veikleikamerki og
hringlandahátt að ætla að hlaupa
til og gera r.óttækar breytingar í
flokknum af ofangreindum ástæð-
um. Nú er tími til þess að vinna
betur en áður eftir því skipulagi,
sem er á flokknum, og að þeim
stefnumarkmiðum, sem flokkur-
inn hefur, og það er flokknum og
þjóðinni fyrir þestu."
V etraráætlanir
innanlandsflugs
Litlu flugfélögin tengjast áætlun Flugleiða
VETRARÁÆTLUN innanlands-
flugs Flugleiða hófst hinn 1.
október og er nú viðameiri en
nokkru sinni. Alls verða farin frá
Reykjavík 82 flug á viku. Til
samanburðar má geta þess að
brottfarir frá Reykjavík voru 78 á
viku samkvæmt áætlun í fyrra.
Áfangastaðir eru hinir sömu og
áður, þ.e.a.s. Reykjavík, Patreks-
fjörður, Þingeyri, Isafjörður,
Sauðárkrókur, Akureyri, Húsavík,
Egilsstaðir, Hornafjörður, Fagur-
hólsmýri og Vestmannaeyjar. Með
þessari upptalningu er þó aðeins
hálf sagan sögð, þvi í framhaldi af
innanlandsfluginu frá Reykjavík
flýgur Flugfélag Norðurlands til
staða á norður- og austurlandi og
Flugfélag Austurlands frá Egils-
stöðum til margra staða austan-
lands. Flugfélag Norðurlands flýg-
ur nú í fyrsta sinn áætlunarflug
milli Akureyrar og Siglufjarðar en
aðrir áfangastaðir eru ísafjörður,
Grímsey, Húsavík, Kópasker,
Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopna-
fjörður og Egilsstaðir. I sambandi
við innanlandsflug Flugleiða til
Egilsstaða flýgur Flugfélag Aust-
urlands til sjö áfangastaða. Nú er í
fyrsta sinn tekið upp áætlunarflug
til Breiðdalsvíkur, en aörir áætl-
unarstaðir eru Bakkafjörður,
Borgarfjörður eystri, Djúpivogur,
Vopnafjörður, Hornafjörður og
Norðfjörður. Frá Reykjavík verður
flogið með Fokker Friendship
skrúfuþotum Flugleiða, Flugfélag
Norðurlands flýgur Twin Otter
skrúfuþotum og Chieftain flugvél,
Flugfélag Austurlands flýgur Pip-
er Navajo og Islander flugvél.
Ferðir frá Reykjavík verða sem
hér segir: Til Akureyrar verða
fimm ferðir á föstudögum, fjórar
ferðir mánudaga, fimmtudaga og
sunnudaga, en þrjár ferðir aðra
daga, samtals 26 ferðir í viku. Til
Vestmannaeyja verða tvær ferðir
á dag, samtals 14 ferðir í viku. Til
ísafjarðar verða tvær ferðir á
þriðjudögum, fimmtudögum,
föstudögum og sunnudögum, en
ein ferð aðra daga. Samtals 11
ferðir á viku. Til Egilsstaða verða
tvær ferðir á þriðjudögum, mið-
vikudögum og föstudögum, en ein
ferð aðra daga, samtals 10 ferðir.
Til Hornafjarðar verður flogið á
þriðjudögum, miðvikudögum,
fimmtudögum, föstudögum og
sunnudögum. Til Húsavíkur
verður flogið á mánudögum, mið-
vikudögum, fimmtudögum, föstu-
dögum og sunnudögum. Til Sauð-
árkróks verður flogið á mánudög-
um, miðvikudögum, fimmtudögum
og föstudögum. Til Norðfjarðar
verður flogið á mánudögum og
fimmtudögum. Til Patreksfjarðar
á mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum og á fimmtudögum í
desember. Til Þingeyrar á mánu-
dögum og fimmtudögum og til
Fagurhólsmýrar á þriðjudögum.
Sem fyrr segir er allt þetta flug
framkvæmt með Fokker Friend-
ship flugvélum.
Samkvæmt vetraráætlun Flug-
félags Norðurlands verða ferðir
frá Akureyri sem hér segir: Til
Egilsstaða á mánudögum, mið-
vikudögum og föstudögum. Til
Grímseyjar á þriðjudögum og
laugardögum. Til Húsavíkur á
þriðjudögum og föstudögum. Til
Isafjarðar á þriðjudögum og laug-
ardögum. Til Kópaskers á mánu-
dögum, þriðjudögum og fimmtu-
dögum. Til Raufarhafnar mánu-
daga, fimmtudaga, föstudaga og
þriðjudaga. Til Siglufjarðar
þriðjudaga, fimmtudaga og sunnu-
daga. Til Vopnafjarðar mánudaga,
þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtu-
daga og föstudaga. Til Þórshafnar
mánudaga, þriðjudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga og föstudaga.
Flugfélag Austurlands flýgur
frá Egilsstöðum sem hér segir: Til
Bakkafjarðar á þriðjudögum, mið-
vikudögum og föstudögum. Til
Borgarfjarðar eystri daglega nema
laugardaga og sunnudaga. Til
Breiðdalsvíkur þriðjudaga, mið-
vikudaga og föstudaga. Til Djúpa-
vogs mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga. til Hornafjarðar mánu-
daga og fimmtudaga. Til Norð-
fjarðar þriðjudaga, miðvikudaga,
föstudaga, laugardaga og sunnu-
daga. Til Vopnafjarðar þriðju-
daga, miðvikudaga og föstudaga.
Eins og undanfarin ár verða
ferðir langferðabíla frá flugvöllurn
til nærliggjandi byggðarlaga í
sambandi við ýmsar flugferðir þar
sem að framán greinir.
Almennur bændafundur í Ölfusi:
„Nauðsynlegt að út-
rýma riðuveiki í sauðfé”
ALMENNUR fundur bænda og
fjáreigenda i Ölfusi, Hveragerði og
Selvogi um riðuveiki í sauðfé var
haldinn í félagsheimili Ölfusinga
7. og 8. október 1978.
Kjartan Blöndal framkvæmda-
stjóri sauðfjárveikivarna, setti
fundinn og stjórnaði honum.
Sigurður Sigurðsson dýralæknir,
sérfræðingur sauðfjárveikivarna,
lýsti veikinni, útbreiðslu hennar
og einkennum. Sagði hann m.a. að
riðuveiki hefði þekkst hér í mörg
ár og heldur væri útbreiðsla
hennar að færast í vöxt. Smitefni
er óþekkt, talið vera veira minni
og lífseigari en áður hefur þekkst.
Einkenni veikinnar eru ákaflega
misjöfn og jafnvel breytileg eftir
landshlutum. Meðgöngutími sýk-
innar hefur verið kannaður og
reyndist við rannsókn frá 8—30
mánuðir. Helstu sýkingarsvæði
eru Mið-Norðurland, Barðaströnd-
in, Akraneshreppur, Reykjavík,
Ölfus, Kelduhverfi, Mývatnssveit,
Tjörnes og einnig hefur veikin
fundist í Aðaldalnum og er algeng
á Austurlandi.
Margar fyrirspurnir bárust frá
fundarmönnum er Sigurður,
Kjartan og Jón Guðbrandsson
dýralæknir á Selfossi gáfu greið
svör við. í lok fundarins var
samþykkt svohljóðandi ályktun:
Almennur bændafundur um
riðuveiki í sauðfé haldinn 7/10 ’78
í félagsheimili Ölfusinga telur
nauðsynlegt að hefja þegar með
öllum tiltækum ráðum aðgerðir til
að hefta útbreiðslu og útrýma
riðuveiki í rauðfé bæði hér á þessu
svæði og annars staðar og skorar á
stjórnvöld að útvega fjármagn til
þessara aðgerða.
b.e.s.