Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 25 fMtogu Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstrœti 6, sími 22480. Askriftargjald 2200.00 kr. ó mánuói innanlands. 1 lausasölu 110 kr. eintakió. Hagalín Guðmundur G. Hagalín er áttræður í dag. Hann er einn mesti sagnamaður í bókmenntasögu þjóðarinnar, fjölhæfur, afkastamikill og stefnumótandi. Það er enginn vafi á því, að Guðmundur G. Hagalín hefur haft mikil áhrif á samtíð sína með mótandi afstöðu, ekki sízt þeirri köllun sinni að hlúa að fornum menningarrótum íslenzku þjóðarinnar, kristnu siðgæði, bræðralagi og andstöðu við einræði. I ljóðinu Svefneyjarbóndinn, sem Guðmundur orti heldur ungur að árum, er í fáum dráttum fjallað um líf hans sjálfs, afstöðu og hugsjón. Það er eðli hans að rífa sig upp úr því, sem hrellir og hrjáir og hlúa að því, sem getur gróið og ilmað. Þetta hefur hann ávallt sýnt í vefki, ekki sízt með einarðri afstöðu sinni alla tíð fyrir frelsi og sjálfstæði Islands, samstarfi þess við aðrar lýðræðisþjóðir um öryggi sitt, hatrammri baráttu gegn einræði og alræði, fasisma og kommúnisma, og ^rjálshyggju, sem hann sjálfur telur í ætt við jafnaðarstefnu, en ýmsir aðrir frjálshyggjumenn mundu fremur telja, að væri í ætt við þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar, enda mun Hagalín á löngum ferli sínum hafa stutt hugsjónir og markmið beggja þessara flokka, enda þótt hann beri nú sem stendur rós jafnaðarstefnunnar í barminum. Ungir rithöfundar — og raunar starfsbræður Hagalíns yfirleitt — hafa notið góðs af köllun þessa mikilsverða frumherja í íslenzkri ævisagnaritun og heimildaskáldskap með ýmsum tilbrigðum. Þeir hafa fundið skjól í samfélaginu við hann og hann hefur átt mikinn þátt í því að koma þeim til nokkurs þroska, vinna verkum þeirra spöl í landi samtíðar, sem er hávaðasöm og einatt afvegaleidd og þannig hefur hann hlúð að þeim vaxtarbroddi, sem mikilsverðastur hefur verið með þjóðinni frá fyrsta fari. Þessi köllun á rætur í starfi íslenzkra manna á 12. og 13. öld, sem rituðu sagnir með þeim hætti. að enn hvílir yfir verkum þeirra einhver dulmögnuð kynngi óviðjafnanlegra meistara, sem enginn hefur komizt í hálfkvisti við, hvorki fyrr né síðar. Úr þessum bókmenntum hefur Hagalín sjálfur vaxið, sótt afl, þrek og næringu, svo að verk hans sjálfs gætu borið dýrmæta ávexti í samtímanum. En hann hefur ekki síður tileinkað sér erlenda menningu — og þá ekki sízt merkar bókmenntir þessarar aldar — og kynnt þær á þann hátt, að menn hafa lagt við hlustir og tekið mið af því, sem markverðast er. Þannig má segja, að Hagalín sé í senn einn þjóðlegasti höfundur Islendinga og jafnframt einhver alþjóðlegasti hornbjargsviti, sem sögur fara af í samanlagðri bókmenntasögu okkar. Lífsstarf hans er mikið að vöxtum og þar er að finna sum helztu bókmenntaverk þessarar aldar á íslenzku. Sum yerka Hagalíns eru svo sérstæð og íslenzk að efni og málfari, að erlendum mönnum hefur í raun og veru verið ofraun að þýða þau. Þannig hafa Islendingar að mestu einir notið eldsins frá arni þessa vestfirzka fullhuga. En þó má geta þess hér, að nú er þvílík alhæfing orðin í heiminum, að menn eru farnir að sækjast eftir því, sem er einstætt og öllu öðru ólíkt, svo að listaverk á borð við Virka daga, Sturlu í Vogum, Kristrúnu í Hamravík, Márus á Valshamri og merkustu smásögur Hagalíns eiga áreiðanlega eftir að fara víðar, áður en margar kynslóðir hafa komið við sögu og sér þess þegar merki. Og þá munu ekki íslendingar einir, heldur einnig erlendir menn sjá, að það er mikils vert, sem Guðmundur G. Hagalín hefur haft fram að færa með lífsstarfi sínu og hugsjón. En íslenzkir höfundar eiga þó fyrst og síðast.erindi við þjóð sína. „Það sem mest er um vert,“ hefur Hagalín sagt í samtali við annan ritstjóra Morgunblaðsins, „er ekki það, að yfirborðið sé glæsilegt, heldur að kjarninn sé heill og sterkur. Glæsileikinn er því aðeins æskilegur, að hið innra sé að sama skapi frjótt og veigamikið." Eins og Kristrún í Hamravík er hann sjálfur persónugervingur seiglunnar, viðnámsins, lífstrúarinnar og þeirrar ódrepandi hörku íslenzkrar alþýðu, sem barðist við örbirgð, kúgun og óblíða náttúru, en endurnærðist á sögusögnum og rímum og biblíulegum vísdómi. Guðmundur G. Hagalín hefur um langt skeið skrifað um bókmenntir og menningu hér í blaðið. Um leið og þau störf eru þökkuð af alhug, sendum við kempunni óbilandi heillaóskir á heiðursdegi. Erlendur Jónsson: Skáld lífs og starfs Guðmundur Gíslason Hagalín Hamingjusöm kynslóð og það sem er meira en hugdetta Á áttræðisafmæli Hagalíns Eftir Jóhann Hjálmarsson Þegar Guðmundur G. Hagalín rithöfundur stendur nú á áttræðu er verðugt að horft sé í sjónhend- ing yfir farinn veg og það rifjað upp alls fyrst að á fermingaraldri hafði hann samið skáldsögu sem hefði orðið um þrjú hundruð blaðsíður ef hún hefði verið prentuð. Hagalín mun þá þegar hafa verið ákveðinn að fara ritlistarbrautina. í þá daga voru skáld og rithöfundar í hávegum hafðir og bækur voru sá andlegi munaður sem flestir leyfðu sér að njóta, það er að segja þeir sem höfðu tíma til að lesa bækur. Eigi að síður voru skáldin yfir fjöldann hafin. Þau trúðu á innblástur. Og alþýðan leit á skáldskap sem ávöxt snilligáfu. Það var ekki fyrr en síðar að vinnuþátturinn var tekinn inn í dæmið. Arin frá því að Hagalín var í heiminn borinn og allt til fyrra stríðs — sextán ár samtals — voru bjartsýnis- og framfaraskeið, svo hér á Fróni sem í heiminum yfirleitt. Þess má til að mynda geta að á fyrsta áratug aldarinnar tvöfaldaðist íbúatala Reykjavíkur. Bæir eins og Isafjörður, sem Hagalín hefur nefnt »Tangakaup- stað« í sögum sínum, áttu ekki síður uppgangi að fagna. Atvinnu- hættir við sjávarsíðuna voru að gerbreytast. Þar var nýi tíminn að halda innreið sína. Hagalín ólst upp á fjölmennu framfaraheimili við sjóinn þar sem mikið var unnið og mikið lesið. Hann tók þátt í öllum störfum sem vinna þurfti og stundaði sjóinn af kappi, var jafnvel formaður á bát. Þjóðin var að fara í gegnum iðuköst stór- breytinga og það fór ekki framhjá drengnum. Breytingarnar leiddu at sér kynslóðabil þó í öðrum skilningi væri en nú á dögum, enda mun það orð ekki hafa verið fundið upp þá. Hagalín horfði á gamla tímann hverfa og nýja tímann koma. Ósjálfrátt saknaði hann þess sem var að hverfa jafnframt því sem hann fagnaði því sem koma skyldi. Hvort tveggja skyldi haft í huga þegar skáldverk hans eru lesin. Þau standa á mótum þessara aldahvarfa — þegar gamli maðurinn er að leggja frá sér árina en ungi maðurinn stígur um borð á sinni nýju, vélknúnu fleytu. Lesendur gera þá kröfu til rithöf- undar að hann þekki efni það sem hann skrifar um, helst að hann hafi prófað það á sjálfum sér. Flestar sögur Hagalíns gerast við sjó. Og þar gjörþekkir hann allt. Hendur hans hafa sýslað við flest sem handfjalla þurfti á venjuleg- um fiskibáti. Það var því ekki ófyrirsynju að sjómenn heiðruðú Hagalín fyrir nokkrum árum sem væri hann einn úr þeirra hópi. I rauninni hefur enginn íslenskur höfundur lýst atvinnuvegi jafn- ýtarlega í skáldverkum sem Haga- lín sjómennskunni í sögum sínum frá sjónum. Sveitarlífssögur okkar segja gjarnan frá bjartleitri heimasætu og biðlum hennar og gerast því að verulegum hluta í draumaheimi, ofar amstri dag- anna. Reykjavíkursögurnar eru margar ummyndað pólitískt dægurþras. Af sögum Hagalíns er saltur keimur, þar rýkur löðri um rá og reiða. Hagalín er skáld daglega lífsins, skáld hins svita- storkna og sigggróna athafnalífs. Eitt smásagnasafn hans heitir Barningsmenn. annað Við Maríir menn. »Við« — þannig finnur höfundurinn sig vera einn af áhöfninni. Hann stendur ekki utan og ofan við það sem hann er að lýsa eða segja frá heldur svo sem þátttakandi í rás viðburðanna. Hagalín getur þess í ævisögu sinni, þar sem hann segir frá sínum yngri árum, að hann hafi snemma einsett sér að láta skáld- skapinn ekki ná slíkum tökum á sér að hann lokaði augunum fyrir því sem væri að gerast í þjóðlífinu. Við það hefur hann staðið. Hann .gerðistfyrstaskáld atvinnub'fsinsá íslandi. Hann fagnaði framförun- um. En hvers var þá að sakna? Var þá nokkur eftirsjá að gamla tímanum? Hafði ekki erfiöið beygt margan manninn svo hann náði aldrei að standa uppréttur í lífinu? Buðu ekki vélarnar, sem strituðu fyrir manninn, upp á sælli daga, ljúfara líf? Að vísu. En hvað um manngildið? Víst hafði eldri kyn- slóðin hert manndóm sinn við áhættu og erfiði. Sonur Kristrúnar í Hamravík, sem ferðast hafði um útlönd, kom ekki betur innrættur heim úr þeirri ferðareisu. Hins vegar reyndist gamla konan gædd nægu brjóstviti og viljastyrk til að beina sonum sínum inn á þær brautir sem hvorum um sig hæfði. Hún stendur báðum fótum í gamla tímanum en horfir þó fordóma- laust á nýja tímann og hlúir í rauninni betur að honum en aðrir sem þykjast þó standa honum nær. Márus á Valshamri lítur með ágirnd til komandi tíðar og hyggst stytta sér leið til ríkidæmis og heldrimennsku. Þá tekur konan hans í taumana — og raunar einnig meistari Jón. Márus lærir þá lexíu að góss og auður séu guðs gjöf ef menn hafi unnið fyrir því með afli handa sinna, annars ekki., Ég. minnist þess frá bernsku að fólk ræddi mikið um stíl Hagalíns og kallaði vestfirsku. Fjölmiðlun var þá á frumstigi og kynni af fjarlægum landshlutum takmörk- uð. Niðurstaðan af öllum umræð- um og vangaveltum um stil Hagalíns varð því þessi: Fólkið fyrir vestan talaði þá svona! Síðan hafa margir ritað og rætt um »vestfirsku« Hagalíns og ekki orðið á eitt sáttir. Án þess að vera öðrum dómbærari um efnið leyfi ég mér þó að efast um réttmæti þess að kenna stíl Hagalíns óskorað og eindregið við heima- haga hans. Áður en Hagalín hóf ritstörf sín fyrir alvöru (þó hann væri að vísu búinn að senda frá sér bækur áður) hafði hann numið í skóla í Reykjavík, verið ritstjóri austur á Seyðisfirði og síðan dvalist árum saman úti í Noregi við fyrirlestrahald og ritstörf. Hann hafði því orðið víðan sjón- hring fyrir augum þegar Kristrún í Hamravík og hennar líkar urðu til og komu fyrir almenningssjón- ir. Víst leitaðist Hagalín við að ná sem best málblæ þess fólks sem hann lýsti. Eigi að síður færði hann málfar þess í stílinn. Stíg- andi skáldsögu skyldi að nokkru leyti felast í stílbrögðum. í stað þess reyfaralega efnisþráðar, sem gerði skáldsögur nítjándu aldar að æsiefni, voru rithöfundar nú teknir að lýsa hversdagslífi al- þýðufólks. í því fólst þó síður en svo tilhneiging til að gera ein- staklinginn að svipbrigðalausu múgmenni. Þvert á móti var eitt markmið þeirra að draga fram sérkennni. Emil Zola, sá mikli natúralisti, benti á að ógerlegt væri að taka veruleikann óbreytt- an upp í skáldverk, höfundur yrði að ýkja, stílísera. Þess skyldi minnst þegar skáldsögur Hagalíns eru lesnar, þær eru færðar í stílinn, »vestfirskan« er hömruð og meitluð í smiðju skáldsins sjálfs. Og víst báru hetjur gamla tímans sín auðkenni framar ein- staklingum nútímans, harka lífs- baráttunnar risti dýpri rúnir í persónuleikann. Kristrún var gerð úr hörðu efni, slík persóna verður ekki til í fjölmenni þar sem allir lifa eins. Væri skáldSaga Hagalíns til — sú sem hann skrifaði þrettán til fjórtán ára — mætti sjálfsagt finna í henni hvata að ýmsu sem síðar varð kveikja að skáldsögum hans. Þær eru margvíslegar en þó hver með sínu sterká höfundarein- kenni. Sumir líta á Kristrúnu í Ilamravík sem tindinn á skáld- verkum Hagalíns. Það álit kann að vera réttmætt. En sé grannt í sakirnar farið er mér nær að álíta að mörg önnur skáldrit Hagalíns jafnist á við hana. Ég minni sérstaklega á smásögurnar sem eru orðnar bæði margar talsins og fjölbreytilegar að efni — Einn af postulunum, Sætleiki syndarinn- ar. Strandið á heiðinni, Staddur á Lágeyri. Mannleg náttúra, Móðir barnanna. Vond ertú veröld og Jólagjöfin hennar mömmu svo örfá dæmi séu tekin. Hitt er svo Guðmundur Gíslason Hagalín sem er áttræður í dag er af þeirri hamingjusömu kynslóð íslendinga sem alist hefur upp við þann draum að menning og skapandi list eigi sér hlutverk nátengt lífi þjóðar í harðbýlu landi. Þennan draum hefur Hagalín látið rætast í fjölda bóka, ritgerða og fyrir- lestra, óhagganlegur eins og goð- sögnin sjálf um ísland. Hlutverk listar er margþætt. Ekki verður þrætt fyrir að stund- um er skáldskapur því marki brenndur að höfundur leggur megináherslu á að hann sé eitt- hvað annað en fögur og vönduð smíð. Gríska skrautkerið hans Keats virðist þá ekki lengur eftirsóknarvert, en í staðinn er komin boðun, áminning um sið- ræna skyldu, það sem mætti á hátíðisdegi leyfa sér að kalla mannlega reisn. Hagalín er einn þeirra höfunda sem vill leiðbeina lesanda sínum, bækur hans eru eins konar heil- ræði, af efni þeirra eigum við að draga ályktanir sem við getum haft gagn af í lífsbaráttunni. Hvað þetta varðar er það Hagalin jafn mikið kappsmál að við förum að dæmi konunnar góðu í Móður barnanna og hyggjum að varn- aðarorðum meistara Jóns eins og þau eru túlkuð í Márusi á Vals- hamri og meistara Jóni. Ég býst við að það sem verði að telja veikleika sumra skáldsagna Hagalíns (og reyndar fleiri þátta ritverka hans) sé mórölsk viðleitni höfundarins. í skáldskap verður list og boðun Hagalíns, til dæmis Kristrúnu í Hamravík (1933) og Márusi á Valshamri og meistara Jóni (1967). Hagalín er fyrst og fremst snillingur í þeirri- list að segja frá. Ilann er ekki síðri í óskráðum sögum en þeim sem festar hafa verið á bækur. Margir inir hans geta vitnað um þær ýrmætu stundir þegar hann eys úr sagnasjóði sínum og leikur allar persónurnar jafnóðum. annað mál að fleira en gæðamatið eitt hefur áhrif á viðtökur þær sem skáldverk hlýtur. Með Kristrúnu í Hamravík kynnti Hagalín nýja frásagnarað- ferð, nýjan stíl, nýja gerð af skáldsögu. Og það bar upp á þann tíð er allur almenningur las ný skáldverk um leið og þau komu út. Fólk ræddi um nýjar bækur heima og heiman eins og veðrið. Þetta var skáldsagnatíminn mikli. Les- endur afmörkuðu Hagalín sinn vettvang og mátu síðari verk hans eftir því sem þeir töldu vera sérsvið hans í skáldskapnum. Höfundur lifir það ekki nema einu sinni og að koma fram óþekktur og verða þekktur — eftir það má hann hvort tveggja: njóta þess og gjalda! En Hagalín átti eftir að koma fram með aðra nýjung, sá öðru fræi sem átti eftir að skila sýnu margfaldari uppskeru, og á ég þá við Virka daga. ævisögu Sæmund- ar Sæmundssonar skipstjóra. Það er eins og með Kólumbusareggið — kannski þykir það ekki lengur frásagnarvert að rithöfundur setj- ist niður andspænis sögumanni og skrái eftir honum. Eigi að síður er það staðreynd að þetta verk Hagalíns var hið fyrsta sinnar tegundar. Margar fleiri slíkar hefur Hagalín síðan skráð. Og svo er nú þessi ritunaraðferð orðin almenn að engar bókmenntir hafa orðið gróskumeiri hér hin síðari ár. Hagalín er, má ég segja, af- kastamestur íslenskra rithöfunda fyrr og síðar. Kynslóð hans er vinnukynslóð, afkastakynslóð — bók á ári — það var lágmarkið! Við bækur hans, sem munu vera milli fimmtíu og sextíu talsins, bætist mikill fjöldi blaða- og tímarita- greina. Pilturinn, sem sá dagsins ljós að Lokinhömrum vestra fyrir áttatíu árum og byrjaði að skrifa skáldsögur af því að læknirinn bannaði um stundarsakir að hann erfiðaði, ólst ekki upp við dag- drauma, heldur vinnu, mikla vinnu. Þeim háttum að vinna — og vinna mikið hefur hann síðan haldið. Og er enn sívinnandi. Hann er líka sívökull og fylgist manna best með því sem gerist frá degi til dags í þjóðfélaginu. Freistandi er fyrir höfund, sem kominn er á efri ár, að taka þá að njóta ávaxtanna af erfiði sínu, setjast í eins konar hefðarsæti, forðast að blanda sér í dægurmál og heyra um sig rætt og ritað eins og hann sé genginn og Til eru þeir sem finnst Hagalín margorður. Én þeir hinir sömu ættu að lesa samásögur hans sem einkennast af listrænni hnitmiðun og þeim eiginleika sem smásaga og ljóð eiga sameiginlegan: að gefa meira í skyn en það sem sagt er berum orðum. Smásagan er vand- meðfarin, en á henni náði Haglín tökum snemma, samanber sögur eins og Tófuskinnið og Barómetið sem birtust í Strandbúðum (1923). Ævisögur Hagalíns eru merkur þáttur á ferli hans. Ég minnist þess að þegar ég las Hér er kominn hoffinn (1954) og Hrævareldar og himinljómi (1955) þótti mér það hlyti að vera eftirsóknarvert að verða skáld. Um samferðamenn sína hefur Hagalín fjallað af skilningi og umburðarlyndi laus við þá vanmetakennd sem háir mörgum ævisagnahöfundum Bækur eins og Stóð ég úti í tunglsljósi (1973) og Ekki fæddur í gær (1976) eru dæmigerðar fyrir hinn rómantíska lífsskilning Hagalíns og framar öllu eru þær skemmtilegur lestur vegna hinnar leiftrandi frásagnargáfu og mann- þekkingar sem þær einkennast af. Á framhaldi þessara bóka megum við eiga von. farinn. Slíkt mun aldrei hafa hvarflað að Hagalín. Hann stend- ur einatt í miðju atburðarásarinn- ar og starfar með sér miklu yngri mönnum á þann hátt að enginn man eftir aldursmuninum. Sem bókmenntagagnrýnandi hefur Hagalín þótt fremur mildur og það hefur hann vissulega verið þegar hann hefur fjallað um verk sem hann hefur talið unnin af einlæg- um vilja og eftir bestu getu, þá hefur hann farið mjúkum höndum u» vankantana. En þyki honum sem einhver ætli að falsa steðjann, beita sjónhverfingum, sýnast meiri en hann er eða hreykja sér hátt á annarra kostnað sýnir Hagalín enga miskunn. Og vitan- lega eru áfellisdómar svo sann- gjarns dómara alvarlegri en hinna sem eru sí og æ sveiflandi refsivendi. Starfsdagur Hagalíns er orðinn langur og viðburðarrík- ur. Skipst hafa á skin og skuggar. Pólitískra sviptinga undanfarinna áratuga hafa fáir goldið meir en rithöfundar almennt og er Haga- lín þá síst undanskilinn. Að standast slíkar og þvílíkar gern- ingahríðar ókalinn á hjarta er ærin raun. Sú var tíðin að Guðmundur G. Hagalín galt veru- lega afskipta sinna af stjórnmál- um, bækur hans voru vegnar af andstæðíngunum og léttvægar fundnar. Hagalín tók hressilega á móti en lét aðra höfunda, sem voru honum andstæðir í stjórnmálum, aldrei gjalda þess þegar hann sem gagnrýnandi lagði að sínu leyti 'mat á verk þeirra. Það var í anda sægarpanna gömlu sem formæltu hvorki sjó né vindi en lögðust þeim mun þyngra á árar þegar á móti blés. I Lokinhömrum var mál- frelsi, þar mátti hver og einn segja sína skoðun. Hagalín hefur alltaf verið andstæðingur ofstækis, hvort heldur í trúarefnum eða stjórnmálum, og alltaf verið harð- snúinn mótstöðumaður stjórn- málastefna sem vilja berja niður frelsi manna til að tala og rita og yfirhöfuð tjá sig eins og þeim sjálfum sýnist. Enn er vinnubjart í ranni skáldsins. Um leið og Hagalín er óskað til lukku á stórafmælinu vonast örugglega margir til að dagsbirtan eigi enn um sinn eftir að lýsa rithöfundinum svo vinnu- dagurinn geti orðið lengri — vonandi heldur Hagalín áfram að skrifa greinar og senda frá sér bók á ári og mun hann þá verða eldri en Metúsalem. Ég sagði í upphafi að Hagalín væri af hamingjusamri kynslóð. Það er kynslóð sem ekki þekkir efann nema af afspurn. Takmark og tilgangur þessarar kynslóðar var að stækka Island, gera draum- sjónina að veruleika. Hugsun um fallvaltleik, breytt viðhorf til mannlegs lífs í heimi þar sem stefnur fæðast til þess eins að deyja, sneyddu hjá garði flestra þessara óskabarna. I blekkingum sjálfs síns maðurinn ferðast og fer^t, voru einkunnarorð nýrra matina. Til þess að standa við þau orð þurfti líka þrek. Það var fólgið í þvi að bíða ósigur sem leiddi til sigurs, kveða hina aldagömlu vísu öfugt eins og Steinn Steinarr gerði. í grein sem Hagalín skrifaði nýlega um Islenzkt ljóðasafn Kristjáns Karlssonar (Mbl. 15. júlí 1978) minnir hánn á orð Matthías- ar Jochumssonar: Land og stund í lifandi myndum og spyr hvort þessar ljóðlínur eigi ekki enn við um íslenska ljóðagerð „þrátt fyrir innri og ytri formbyltingu". Þegar á allt er litið er niður- staða Hagalíns rétt, samhengi bókmenntanna er meira en hug- detta. Þessa mynd teiknaði Brynjólfur Þórðarson listmálari af Guðmundi G. Ilagalfn rithöfundi árið 1918, en Morgunhlaðið hefur fengið leyfi eiganda myndarinnar til þess að birta hana á 80 ára afmæli skáldsins í dag. Sjálfsævisaga Hagalíns endurútgefin í tilefni áttræðisafmælis hans í TILEFNI af áttræðisafmæli Guðmundar G. Hagalíns hef- ur Almenna bókafélagið gefir út að nýju fimm fyrstu bindin af sjálfsævisögu hans sem öll hafa verið ófáanleg í langan tíma. Þessar bækur heita: Ég veit ekki betur, Sjö voru sólir á lofti, Ilmur liðinna daga, Hér er kominn hoffinn, Hrævareldar og himinljómi. Þessar bækur komu út á tímabilinu 1951 — 1955 og seldust allar upp á skömmum tíma. Þessi bindi ævisögunnar segja frá bernsku og æsku höfundarins vestur í Arnar- firði og Dýrafirði og námsár- um hans, blaðamennsku o.fl. sem höf. sá til og kynntist og af atburðum sem urðu honum minnisstæðir. Síðasta bindið segir t.d. einkum frá kynnum Hagalíns af skáldum og öðrum menntamönnum á hans reki og síðar hafa margir hverjir komið mjög við íslenzka sögu og bók- menntir. Eftir að þessi umræddu bindi eru komin út eru fáanleg 7 bindi af sjálfsævi- sögu Hagalíns, því að enn fást bækurnar Stóð ég úti í tunglsljósi, sem kom út 1974 og Ekki fæddur í gær sem kom út 1976. Þau fimm bindí ævisög- unnar sem nú koma út eru alls um 1300 bls. að stærð. Gert er ráð fyrir að sjálfs- ævisaga Guðmundar Haga- líns verði samtals 9 bindi, þ.e. til viðbótar við hinar um- ræddu bækur kemur Fflabeinshöllin, sem kom út 1959 og er ófáanleg, og það bindi sem höfundur er nú að rita — það fjallar um ísa- fjarðarár hans o.fl. — og kemur væntanlega út á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.