Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
23
FRAM OG VALUR I ÚR-
SLIT REYKJAVÍKURMÓTS
ENN IIAFA ekki fengist úrslit í Reykjavíkurmótinu í
körfuknattleik, en síöasta umferð mótsins var leikin á
sunnudaginn. Voru þá þrír leikir á dagskrá. Mesta athygli
vakti að Fram og Valur unnu sína leiki og urðu því efst og jöfn
með 8 stig. Leika þau til úrslita í kvöld í Laugardalshöllinni
klukkan 20.00. En víkjum nú að leikjum helgarinnar.
Fram - IS 116-102
(54—41)
Leikurinn var jafn í upphafi,
en Framarar, sem allan leikinn
virtust sterkari aðilinn, náðu
góðu forskoti um miðjan fyrri
fialfleik, sem stúdentum tókst
aldrei að ógna. Leikur þessi
einkenndist þó mest af óöryggi
stúdenta og verða þeir aldeilis
að taka sig saman í andlitinu
ef þeir ætla sér að vinna
KR-inga í íslandsmótinu um
næstu helgi.
Framarar geta þakkað þjálf-
ara sínum og leikmanni John
Johnson, þær framfarir sem
þeir hafa tekið. Johnson dreif
þá áfram í vörninni og skoraði
sjalfur 57 stig í leiknum.
Heyrðist á sumum Frömurum
að þeim ofbyði kröfuharka
Johnsons, en óhætt er þó að
fullyrða að Framarar hafa nú
Glentoran dæmt
AGANEF'ND UEFA hefur dæmt norður-frska liðið Glentoran í
sekt. sem nemur 740.000 íslenskra króna. í kjölfarið á óeirðum
er brutust út meðal áhorfenda að loknum leik Glentoran og
Vestmannaeyja, í UEFA-keppninni fyrir skömmu. Eins og
menn rekur eflaust minni til. tókst nokkrum æstum
smátöffurum að ná til leikmannanna áður en þeir hurfu af
leikvellinum. Sló einn þeirra Friðfinn Finnbogason í höfuðið
með lítilli flaggstöng við það tækifæri og var það rothögg.
Ekki varð þó Friðfinni frekar meint af högginu, en nú verður
knattspyrnufélagið Glentoran að gjalda fyrir fávitana í
áhorfendastæðunum.
Landinn rak lestina
ÍSLENSKA landsliðið í blaki reið ekki feitum hesti frá NM sem
fram fór í Danmörku um helgina. íslendingar höfnuðu í 5. og
síðasta sætinu, unnu ekki eina hrinu, töpuðu öllum leikjum
sínum með núlli. Finnar unnu mótið eins og vænta mátti, Svíar
urðu í 2. sæti. Danir í þriðja, Norðmcnn í fjórða og loks
íslendingar.
Rangur skilningur,
staðlaus
í síðasta þriðjudagsblaði
Morgunblaðsins birtist á íþrótta-
síðu grein frá stjórn Handknatt-
leiksdeildar Þórs á Akureyri um
kæru Handknattleiksdeildar
Breiðabliks vegna seinni leiks
þessara félaga umsæti í 2. deild,
sem fram fór á Akureyri 4. maí
s.l., og málsmeðferð og dóm
dómstóls H.S.Í. En leikur þessi var
dæmdur ógildur, svo að nýr leikur
verður nú að fara fram.
Um dómaramál og málsmeðferð
dómstóls H.S.I. höfum við tjáð
okkar skoðanir á hliðstæðum
vettvangi áður. Og raunar sýnist
svo, að allir séu sammála um það,
að ekki hafi tekist að koma þessum
málefnum handknattleiksins í
eðlilegt horf. Þar þurfi að bæta um
betur og það stórlega og strax.
En grein Þórs snérist ekki
aðeins um þetta. I henni gera
höfundarnir óvænta atlögu að
íþróttaheiðri Breiðabliks, sem
óhjákvæmilegt er að ansa, þótt
leitt verkefni sé.
Alger misskilningur
Fyrst verður þó að víkja að því,
að í grein Þórs kemur fram sá
algeri misskilningur, að kæra
okkar hafi verið gegn Þór, eins og
sagt er berum orðum í greininni:
. . . „Það hefði því ekki verið til
mikils mælst að Þór fengi að
leggja orð í belg, því málið var
höfðað gegn Þór.“
Það var auðvitað deginum ljós-
ara frá upphafi, að það var
framkvæmd leiksins, sem kærð
var, en hún var í höndum H.S.I.
Þetta mál var því alls ekki höfðað
gegn Þór, heldur H.S.Í. AUar
bollaleggingar í grein Þórs, sem
byggjast á þessum algera mis-
skilningi þeifra, falla þannig um
sjálfar sig.
Gersamlega staðlaus ásökun
Þessi framangreindi mis-
skilningur er afsakanlegur, þótt
hann sé annars næstum óskiljan-
legur. Hinu þykir okkur þyngri
þraut að kyngja, þegar við erum í
grein þessari ásakaðir um óheiðar-
lega framkomu gagnvart Þór,
bornir þeim sökum að hafa fyrir
umræddan leik samþykkt dómar-
ann, sem kæran síðan spratt af, og
þetta jafnvel fullyrt með stuðningi
af sögu þar um og að viðlögðum
drengskap stjórnar Handknatt-
leiksdeildar Þórs, sem ritar grein-
ina.
Þetta er svo gersamlega stað-
laus ásökun, að engu tali tekur, og
sagan þar um tilbúningur frá
rótum. Nákvæmlega ekki neitt
kom fram fyrir þennan leik, sem
kallaði á efa um að skipan
dómaramálanna væri með eðlileg-
um hætti, enda höfðum við ítrekað
fyrir ferðina norður óskað eftir því
við þáverandi framkvæmdastjóra
H.S.I., að vandað yrði til dóm-
gæslu, og á leikstað fyrir leikinn
var ekki vikið einu orði að því við
okkur að ekki væri allt með feildu.
Sagan í grein Þórs um hið
gagnstæða er skáldsaga, sem við
vonum að greinarhöfundar þeirra
séu ekki sjálfir höfundar að. Nógu
bölvað er að leggja drengskap sinn
við slíkan söguburð, þótt sagan sé
ekki líka heimabökuð.
Það væri hægt að skýra þetta
• Ármenningar og ÍR-ingar riðu ekki feitum hesti frá Reykjavíkur-
mótinu í körfuknattleik. En bæði liðin eiga þó leikmenn, sem eiga
framtíðina fyrir sér. Tveir þeirra sjást hér að ofan, þeir Jón
Steingrímsson Ármanni og Stefán Kristjánsson IR.
mál allt lið fyrir lið og nefna þar
til fjölmörg nöfn, svo að ljóst
mætti verða, að engar líkur gátu
legið til þess að við samþykktum
eða hefðum samþykkt hinn ólög-
mæta dómara. Það er hins vegar
efni í lengra mál en ástæða er til
að hafa um þetta hér að sinni.
Enda er sjálfsagt að óska eftir því
fyrst, að undirritaður, sem skrifar
þessar athugasemdir fyrir hönd
Handknattleiksdeildar Breiðabliks
og var jafnframt ábyrgðarmaður
deildarinnar í umræddum leik, að
ég fái að sjá framan í þann, sem
vill standa við söguna um sam-
þykki mitt eða einhvers okkar við
dómgæslu hins ólögmæta dómara.
Það hlýtur að vera merkur maður,
en þó af öðrum toga en ég hef
hingað til kynnst á Akureyri. Sá
hinn sami á ef til vill eftir að
reyna að sannfæra mig og aðra um
að hvorki ég né aðrir úr Breiðablik
hafi verið á staðnum, heldur
einhverjir allt aðrir. Það væri
álíka gáfulegt.
Heiðarlegt og réttlátt
En enda þótt svo hrapallega hafi
til tekist af hálfu Þórs að blanda
skáldsagnagerð í þetta mál allt,
sem var þó nógu leitt fyrir, og
þannig orðið til þess að vega að
íþróttaheiðri okkar, nennum við
með engu móti að reiðast því. Við
erum fyrst og fremst undrandi, og
þar til annað kemur í ljós ætlum
við að líta á söguburð og dreng-
skaparheit Þórsara þar um sem
mistök, að vísu alvarleg mistök í
íþróttasamskiptum okkar og innan
handknattleiksstarfsins almennt.
Nei, við áttum í allan fyrravetur
undir högg að sækja, að fá notið
heiðarlegrar og réttlátrar þátt-
töku í íslandsmóti fyrir þann
keppnisflokk, sem mætti Þórsur-
um á Akureyri 4. maí sl. Agnúarn-
ir í því sambandi voru orðnir
okkur allt of kunnir til þess okkur
hefði til hugar komið, að fara að
hampa þeim. Við höfðum þvert á
móti gert ráðstafanir til þess, að
þeir skytu ekki upp kollinum
þarna enn á ný. Og að ætla okkur
þá ósvinnu, eftir allt, sem á undan
var gengið, að við yrðum síðan til
þess að beita fláttskap og sækja
rétt með röngu, er of langt gengið.
Það sem vakti fyrir okkur með
kæru okkar út af umræddum leik,
var það eitt, að láta ekki enn einu
sinni fara með okkur eins og
ómerkinga, einmitt það. Enda er
ljóst, að í leik af þessu tagi, um
deildarsæti, hefði slík framkvæmd
aldrei komið til greina, sem þarna
varð raunin á, ef t.d. hefði verið
keppt um 1. deildarsæti. Það getur
hver maður hengt sig upp á. Og við
eigum einfaldlega sama rétt og
vildum standa á því.
Hitt er svo annað mál, að eins og
leikurinn var framkvæmdur, gat
hann til viðbótar við ólöglegan
dómara aldrei skorið réttlátlega
úr um það, hvort liðið væri betra í
þessum leik. Því að hinn ólögmæti
dómari var einnig óhæfur með öllu
til starfsins, og það svo, að
dómgæslan í heild var í algerum
molum, sem nefna mætti um hin
furðulegustu dæmi. Þetta er þó
ekki sagt viðkomandi dómurum til
lasts, sem persónum, þeir hafa
efalaust gert sitt besta við erfiðar
aðstæður, sem annar þeirra réði
ekkert við af hreinu þekkingar-
leysi um verkefni sitt. Hann á
einfaldlega eftir að afla sér
þeirrar þekkingar, sem lög gera
ráð fyrir. Og enginn þarf að halda
að reglur um dómara, þekkingu
þeirra, reynslu og aldur til mis-
jafnlega erfiðra verkefna, séu
settar hreint út í bláinn. Þetta mál
staðfesti einmitt að svo er ekki.
Þessar reglur á að halda en ekki
hundsa, sem og aðrar grundvallar-
reglur í skipulegu handknattleiks-
starfi.
Fh. Handknattleiksdeildar
Breiðabliks,
Herbert Guðmundsson,
formaður.
fengið þann leikmann, sem
lyftir þeim upp úr meðal-
mennskunni og yfir slíku er
ekki hægt að kvarta. Þótt
Johnson sé lofsunginn, þá eiga
Framarar allir hrós skilið og
þá sérstaklega Símon Ólafsson,
sem skoraði 32 stig og gerði
Dirk Dunbar lífið leitt í
vörninni.
Dunbar var langbestur stúd-
enta og skoraði 47 stig þrátt
fyrir að Símon gætti hans
mjög vel. Sýnir það e.t.v. best
hvað maðurinn getur. Næstur
Dunbar kom svo Jón Héðins-
son með 12. stig.
Valur - KR 89-85
(44-40)
Leikur þessi fór mjög rólega
af stað og virtist sem leikmenn
beggja liða væru í hinu besta
sunnudagsskapi. Liðin skoruðu
jafnt á báða bóga. Aðeins 4
stig skildu liðin í fialfleik.
Valsmönnum í vil, og þegar
upp var staðið var munurinn
enn sá sami. Körfuknattleikur-
inn, sem leikinn var í þessum
leik, var hinn ágætasti, en það
var ekki fyrr en í lok leiksins
að örlaði á þeirri baráttu, sem
einkennt hefur leik liðanna
áður. KR-ingar hafa e.t.v. eytt
allri sinni baráttu í seinni
hálfleiknum gegn Fram á
dögunum, en einnig virkar
liðið þyngra en í fyrra. Vals-
menn hins vegar hafa nú
breytt talsvert um leikstíl með
tilkomu Tim Dwyers og reynir
URSLITALEIK-
URINN í KVÚLD
í KVÖLD klukkan 20.00 leika saman í Laufrardalshöll Fram og
Valur. en eins og fram kemur annars staðar í blaðinu urðu
liðin efst og jöfn í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik.
HvoruKU liðanna hefur áður tekist að vinna þetta mót þannÍK
að til mikils er að vinna.
Við höfðum samband við John Johnson þjálfara Fram og var
honum sama hverjum Framarar mættu í úrslitunum, en kvaðst
helst hafa viljað hefna sín á KR-ingom. Hins vegar ætluðu
Framarar að sigra í þessum úrslitaleik, sem yrði vafalaust mjög
spennandi.
Leikur I'ram og Vals í Reykjavíkurmótinu lyktaði með 10 stiga
sigri Framara, 81—71, en segja má að Valsmenn hafi þá vart
verið búnir að ná sér eftir hina óvæntu burtför Hockenosar. Nú
tefla Valsmenn fram Tim nokkrum Dwyer og er óhætt að segja
að munurinn í leikslok verður ekki 10 stig á hvorn veginn sem
leikurinn fer.
• Valsmenn hafa nú tryggt sér aukaleik gegn Frömurum í Reykjavíkurmótinu. Á myndinni sést Tim
Dwyer renna sér í gegnum vörn KR-inga, en John Hudson reynir án árangurs að fiska boltann af honum.
(Ljósm. gíg).
nú meir á liðið í heild en áður.
Ekki er annað að sjá að þessi
aukna pressa falli Valsmönn-
um vel í geð, því að langt er
síðan þeir lögðu KR að velli
síðast.
Bestir Valsmanna voru þeir
Tim Dwyer og Kristján
Ágústsson. Tim, sem e.t.v. er
enginn stjörnuleikmaður, fell-
ur vel inn í Valsliðið og skoraði
24 stig. Kristján skoraði 18 stig
af sinni einstöku harðfylgni.
KR-ingar hafa oft leikið af
meiri sannfæringu en í þessum
leik og e.t.v. var það aðeins
vegna þess að Valsmenn leyfðu
þeim ekki að leika betu En
það er víst, að liðin eiga eftir
að reita stigin hvort af öðru í
íslandsmótinu, þannig að þetta
er aðeins forleikurinn. Stiga-
hæstir KR-inga voru Jón Sig-
urðsson og John Hudson
ÍR—Ármann 81-74 (36-28)
Þetta var án efa slakasti
leikur dagsins enda ekkert í
húfi fyrir liðin. Ármenningar
léku án Stew. Johnsons, en
Ir-ingar voru með sitt sterk-
asta lið. Þrátt fyrir það tókst
þeim aldrei að losna almenni-
lega við Ármenninga heldur
leiddu Ieikinn með 6 til 14 stiga
mun.
ÍR-ingar virðast einhvern
veginn ekki nógu sannfærandi,
en slíkt breytist vonandi þegar
Islandsmótið hefst. Vantar
helst baráttu í liðið og þann
sigurvilja, sem prýddi liðið hér
á árum áður. Bestir ÍR-inga
voru þeir Paul Stewart, sem
skoraði 31 stig og Kristinn
Jörundsson, sem skoraði 14
stig.
Bestir Ármenninga voru
Hallgrímur „prúði“ Gunnars-
son, sem skoraði 16 stig og
Guðmundur Sigurðsson, sem
skoraði 12 stig, en einnig var
Atli Arason sprækur, þótt oft
hafi hann verið betri. gíg.
STAÐANOG
STIGAHÆSTU
Fram 5 4 I 474-
Valur 5 4 1 421-
KR 5 3 2 423-
ÍS Ármann 5 2 3 461-
5 1 4 447—'
ÍR 5 1 4 419-
115 6 stig
160 1 stig
2 stig
2 stig
Aths: Ka'rumál stúdonta gogn Armonningum or onn óútkljáð.
Stigahæstu monm Dirk Dunbar ÍS 211 stig
John Johnson Fram 210 stig
Paul Stewart ÍR 166 stig
Stew Johnson Árm. 164 stig
John Hudson KR 147 stig
Víkingur og Valur unnu létt
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í hand-
knattloik var f fullum gangi um
helgina. Á laugardag voru leiknir
fjórir leikir í meistaraflokki karla.
Þróttur sigraði Fylki 20—17, Vík-
ingur vann yfirburðasigur á slöku
liði ÍR-inga 26—17. Og Armenning-
ar lögðu lið Leiknis af velli með tíu
marka mun, 26—16. Var lið Leiknis
mjög slakt og ætti að sjá sóma sinn
í því að taka iþróttina alvarlegar en
þeir gera.
Síðasti leikurinn á laugardaginn
var á milli KR og Fram. Réð hann
úrslitum um hvort liðið léki í
úrslitakeppninni um fjögur efstu
sætin í mótinu. Var leikur KR og
Fram nokkuð góður á köflum og
líflegur. KR-ingar höfðu yfir í
leikhléi 15—11, og héldu forystunni
út leikinn og sigruðu Fram með 28
mörkum gegn 22. Sigurinn tryggði
þeim þátttöku í lokakeppninni ásamt
Víkingi, Val og Ármanni.
Úrslitakeppni fjögurra efstu lið-
anna hófst á mánudagskvöldið er
það nýmæli í Reykjavíkurmóti að
leikið sé um efstu sætin með þessu
fyrirkomulagi. Fyrri leikurinn á
sunnudag var milli Víkings og
Ármanns en hinn síðari milli KR og
Vals.
Víkingur — Ármann
25-18(13-7)
Víkingar voru ekki í vandræðum
með að vinna góðan sigur á
Ármanni. Sigruðu þeir með sjö
marka mun, 25—18. Staðan í
leikhléi var 13—7. Það er greini-
legt að hinn pólski þjálfari hjá
Víkingi er að gera mjög góða hluti
• Páll Björgvinsson er í góðri aefingu um þessar mundir.
Ilann átti góðan leik á móti Ármann og skoraði átta
mörk.
með liðið. Allir léikmenn virðast
vera í mjög góðri líkamsæfingu, og
draga hvergi af sér í leiknum. Þá
hefur hann lagt ríka áherslu á
hröð upphlaup og tókust þau mjög
vel hjá Víkingi í þessum leik. Er
allt annað að sjá lið vera jafn fljót
í sóknina eins og Víkingar voru í
leiknum við Ármann. Þau voru og
ekki ófá skiptin sem þeir skoruðu
úr hraðaupphlaupum og komu
vörn Ármanns úr jafnvægi.
Þá notuðu Víkingar breidd
vallarins vel í leiknum og skoruðu
lagleg mörk úr hornunum og lika
af línunni. Að vísu var veikasti
hlekkur Ármenninga í þessum leik
vörnin og því fengu Víkingar oft
. stórar glufur tii að skjóta gegnum.
Vantaði allan kraft og baráttu í
vörn Ármanns. Sóknarleikur Á-
rmenninga var allþokkalegur í
leiknum en þó voru leikmenn full
bráðir í skotum, sóknirnar hefðu
mátt standa lengur. Bestu menn
Ármenninga í leiknum voru þeir
Björn Jóhannsson og Pétur
Ingólfsson.
I liði Víkings átti Páll Björg-
vinsson góðan leik og Kristján í
markinu var ágætur í fyrri hálf-
leiknum. Einnig komu þeir vel frá
leiknum Viggó, Árni og Ólafur
Jónsson.
Mörk Víkinvs. Páll BjörxvinKson 7,
Olafur Jónsson 5. Erlendur Hermannsson 4,
Víkbó Sigurflsson 3, Árni Indriðason 3.
Skarphéðinn Óskarsson 2. Steinar Tómas-
son 1.
Mörk Ármanns, Björn Jóhannsson 8,
Pétur InKÓIfsson 4, Einar Þór 2, Friðrik
Jóhannsson 2, Grétar Árnason 1, Ragnar
Gfslason 1.
Valur - KR
23-18(10-12)
KR-ingar komu mjög á óvart í
• Valsmaðurinn Þorbjörn Jensson kemur á fullri ferð á
KR vörnina.
byrjun leiks síns á móti Val. Var
mikill kraftur í varnarleik þeirra
og í sóknarleiknum skoruðu þeir
hvert markið öðru fallegra. Náðu
þeir í upphafi forystu og héldu
henni út fyrri hálfleikinn. Höfðu
tvö mörk yfir í leikhléi 12 gegn 10.
I fyrri hálfleiknum átti Björn
Pétursson góðan leik og skoraði
mörg mörk með erfiðum undir-
skotum gegnum vörn Vals. Vals-
liðið var seint í gang, og léku fyrri
hálfleikinn undir getu.
I síðari hálfleiknum var ekki
eins mikil stemmning í leik KR og
Valsmenn létu nú meira að sér
kveða. Á 20. mínútu síðari hálf-
leiksins ná þeir að jafna metin, 13
mörk gegn 13. Og eftir það gáfu
þeir aldrei neitt eftir og sigruðu
með 23 mörkum gegn 18. Kom vel í
ljós í síðari hálfleiknum hvort liðið
hafði yfir meiri reynslu að ráða.
Það keniur oft fyrir hiö ágæta lið
KR að bötninn dettur úr leik þess.
Erfitt er að gera upp á milii
leikmanna í liði Vals, liðið getur
mun meira en það sýndi í þessum
leik. Þorbjörn Guðmundsson sýndi
góðan leik og skoraði grimmt með
þrumuskotum langt utan af velli. I
lok leiksins var Jóni Pétri Jónssyni
vísað af leikvelli og fær eins leiks
bann fyrir grófa framkomu að
mati dómara leiksins. Þess má
geta, að dómgæsla í báðum leikj-
um kvöldsins var slök.
Mörk Valsi borbjörn Guðmundsson 8.
Gísli Blöndal 5. Steindór Gunnarsson 3, Jón
Pétur Jónsson 2. Bjarni Gunnarsson 2. Jón
Karlsson 1, Þorbjörn Jensson 1. Stefán
Gunnarsson 1.
Mörk KRi Björn Pétursson 4. Simon
Unndórsson 5. ólafur Lárusson 1. Jóhannes
Guójónsson 1, FriÓrik Guðmundsson 1.
Kristinn óskarsson 2, Sigurdur óskarsson
4. i>r.