Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 23

Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 27 í endataflinu er Korchnoi sterkari í FYRSTA sinn síðan að Anatoly Karpow varð hcims- meistari í skák árið 1974 varð hann að bíta í það súra cpli að tapa tveim skákum í röð. því að á sunnudag þvingaði Korchnoi hann til þess að gefa 29. einvígisskákina eftir alls níu klukkustunda baráttu. Horfur Korchnois í einvíginu hafa því hcldur betur batnað. en fyrir tíu dögum var staðan 5—2 heimsmeistaranum í vil. En á þessum tíu dögum heíur Korch- noi sýnt öllum heiminum fram á ótrúlegan baráttuvilja sinn og minnkað muninn niður í einn vinning gegn sér 20 árum yngri manni eftir að hafa teflt næstum hvfldarlaust í þrjá mánuði. Á meðan þrek Korchnois virðist aukast við hverja viður- eign virðist sjálfstraust Karp- ovs að sama skapi fara þverr- andi. Eftir að hafa haft sigur- inn næstum í hendi sér er Karpov skyndilega kominn í mjög erfiða aðstöðu og ef hann hristir ekki af sér slenið von bráðar er hætt við að áratuga reynsla Korchnois í löngum og erfiðum mótum og einvígjum geri út um einvígið áskorand- anum í vil. Korchnoi hafði hvítt í 29. skákinni og mætti til leiks á laugardag fullur af kvefi og sólbrenndur eftir baðstrandar- ferð sem hafði augljóslega ekki verið nægilega vel undirbúin. Margir bjuggust því við að áskorandinn myndi tefla rólega og sætta sig við jafntefli, sérstaklega þar sem staða hans eftir byrjunina virtist ekki hafa upp á neina sérstaka möguleika að bjóða. En engar sáttaumleit- anir fóru fram og um síðir fór skákin í bið. Hún virtist þá mjög jafnteflisleg, fáir menn voru eftir á borðinu og þó að lið Korchnois væri virkara hafði Karpov mjög trausta stöðu. En fljótlega eftir að biðskákin hófst á sunnudag lagðist Korchnoi í djúpa þanka og tók síðan allmikla áhættu, þrátt fyrir að aðeins einn afleikur af hans hálfu hefði gert út um einvígið. Skák Margeir Pétursson skrifar um 29. ein vígisskákina Og áskorandanum tókst hið ótrúlega, þrátt fyrir að hann væri naumur á tíma, útreikning- arnir stóðust og eftir mistök Karpovs var Korchnoi sigurinn vís. Karpov skipti litum áður en hann gafst upp, en að vonum var Korchnoi mjög ánægður. „Ég hef enn dálitla flenslu, auk þess sem ég er dauðþreyttur," kvart- aði áskorandinn, en engu að síður var hann í sjöunda himni. Sovétmenn voru hins vegar þungbúnir. Meðal áhorfenda á 29. skákinni var Vitaly Se- bastionov, fyrrum geimfari og núverandi forseti sovézka skák- sambandsins. Hann var við- staddur setningarathöfnina og kom síðan aftur til Baguio eftir að Karpov hafði unnið sinn fimmta sigur, enda talið að nú væri stutt í lok einvígisins. Það er vafalaust rétt, en hins vegar getur brugðið til beggja vona hver fagnar sigri í lokin. 29. skákini Ilvítti Viktor Korchnoi Svart. Anatoly Karppv. Enski leikurinn. 1. c4 - Rff. 2. Rc3 - ef. 3. e4. (Þetta er í fyrsta skipti i einvíginu sem Korchnoi beitir þessu hvassa afbriðgi, en hann hefur oft notað það áður, að vísu með misjöfnum árangri. c5 (Tízkuleikurinn um þessar mundir. Áður léku menn 3... d5 4. e5 — d4 5. exf6 — dxc3 6. bxc3 - D.xf6 7. d4 - c5 8. Rf3 - h6 9. Bd3 — Rc6, en nýlega uppgötvr uðu menn peðsfórnina 10. 0—0 sem gefur hvítum mjög þægi- lega stöðu). 4. e5 - Rg8 5. d4. (Að undanförnu hefur peðsfórn- in 5. Rf3 - Rc6 6. d4 - cxd4 7. Rxd4 — Rxe5 mjög verið í brennidepli, en oftast hefur svörtum tekist að halda sínu. Korchnoi velur því örúggara framhald). cxdl 6. Dxd4 — Rc6 7. De4 — d6 8. Rf3 - dxe5 9. Rxe5 - Rff. (í athyglisverðri skák á milli þeirra Vdovins og Korunskis í Sovétríkjunum í fyrra lék svart- ur hér 9... Bd7!? og fékk vinningsstöðu eftir 10. Rxd7 — Dxd7 11. Bg5?! - Bb4 12. Hdl - Dc7 13. Bd2 - Rf6 14. Rd5?? 0-0—0! 15. Rxf6 — Hxd2! Heimsmeistarinn velur hins vegar öllu rólegri leið) 10. Rxc6 — Db6 (En tæplega 10... Rxe4 11. Rxd8 - Rxc3 12. Rxf7 - Kxf7 13. bxc3 og hvítur hefur unnið peð) 11. DÍ3 - bxcf. 12. Be2 - Bb7 13. 0-0 c5 14. Dh3 - Be7 15. Bf3 - 0-0 16. b3 - Hfd8 17. Be3 - Bc6 18. Ral - Dc7 (Hvítur hefur nú greinilega betri möguleika vegna traustari peðastöðu sinnar, en hann á erfitt með að gera sér mat úr þessu vegna ágætrar stöðu svörtu mannanna. I endatafli ætti þó hvítur að standa betur að öllu óbreyttu. Korchnoi hugsaði sig nú um í 35 mínútur). 19. Bxc6 — Dxc6, 20. Iladl — IIac8. 21. Dg3 - Bd6. 22. Dh4 - Be7. 23. f3 - Kf8 (Dæmigerður leikur fyrir Karpov. Eins og Capablanca byrjar hann ávallt snemma að undirbúa endataflið) 24. Df2 - Ilxdl. 25. Hxdl - Dc7, 26. Dg3 (Mjög eðlileg ákvörðun. Hvítur skiptir upp i endatafl sem hlýtur að vera hagstæðara vegna veikleikans á c5. Karpov tekur áskoruninni, enda er mjög erfitt að benda á leið fyrir hvítan sem eykur stöðuyfirburði hans). Dxg3. 27. hxg3 - h5!. 28. Kf2 - Ke8. 29. Ke2 - gfi. 30. Rc3 - a6. 31. Ral - IIc6. 32. Ilhl - Bd6. 33. Bf2 - Rd7 (Öruggara var 33. — Ke7 og líklega gerir hvorugur meira en að halda í horfinu) 34. g4! (Með þessum leik tekur Korchnoi að vísu á sig stakt tvípeð, en nú fær hann yfirráð yfir opinni línu og það gefur honum visst frumkvæði). hxgl. 35. Hh8+ - Ke7. 36. Íxg4 - g5. 37. Be3 - f6. 38. Rc3 - Kf7. 39. Hh7+ - Ke8. 40. Re4 - Be7 (Hér fór skákin í bið. Korchnoi íhugaði biðleik sínn í 36 mínút- ur, hann ætlaði greinilega ekki að kaupa köttinn í sekknum. Hvítur hefur töluvert frum- kvæði í biðstöðunni og tvípeð hans virðist fullgott til þess að halda peðameirihluta svarts á kóngsvæng niðri). 41. Ilhf. - KÍ7. 42. Hh7+ - KÍ8. 43. IIh8+ - Kf7. 44. Bd2 (Hér bjuggust flestir við 44. Ha8, en í heimsmeistaraeinvígi vinnast tvísýnar biðstöður ekki á því að fara þá leið sem liggur beint af augum). Rf8. 45. Hhl - Kg6,46. Hdl - Í5?! (í þessari viðkvæmu stöðu var vafalítið betra að bíða átekta, því að í skák eru freistingarnar aðeins til þess að standast þær). 47. Rf2 - Bd6. 48. Bc3 - Rd7. 49. gxf5+ - exf5.50. g4! - Rb6 (Eftir 50. — f4?, 51. Re4 fær hvítur' bráðlega óskoruð yfirráð yfir d-línunni). 51. Kf3 - Be7. 52. Ba5 - Hf6, 53. Kg2 - fxg4. 54. Rxg4 - He6. 55. KÍ3 - BÍ6.56. Rxff. - IIxf6+. 57. Kg l (Hvítur hefur nú sterkan biskup gegn máttlitlum riddara svarts, auk þess sem öll peð svarts eru stök. Aðstaða svarts er því þegar orðin mjög erfið, jafnvel þó að ekki sé öll nótt úti). Rc8. 58. Bd8 - Hf4+. 59. Kg3 - IIf5. 60. al - KÍ7. 61. IId3 - He5 (Hér átti Korchnoi aðeins 11 mínútur eftir fyrir næstu 11 leiki, það kom honum þó heldur til góða en hitt, því að Karpov hóf nú að leik^ mjög hratt, en ekki að sama skapi vel. í síðustu leikjunum sannar Korchnoi enn yfirburði sína í endatafli). 62. Kg4 - Kg6. 63. a5 - Hcl+. 64. Kf3 - HÍ4+. 65. Ke3 - IIh4? (Afgerandi mistök, svartur varð að reyna 65. — Hf8 og svara 66. Hdðmeð Hf5) 66. Hd5! - Ilh3+. 67. Kd2 - IIxb3. 68. Hxc5 - IIb8. 69. IIc6+ - Kf5. 70. Ilxaf. - gl. 71. IIÍ6+! - Kc4 (Eftir 71. - Ke5, 72. Bc7+ - Kxf6, 73, Bxb8 á svartur ekkert svar við framrás a-peðsins) 72. Bc7 - IIb2+. 73. Kc3 - IIb7. 74. Bh2 - IIh7. 75. Bb8 - IIb7. 76. Bg3 - Hbl. 77. IIÍ4+ - Ke3. 78. II f8 - Re7. 79. a6! Karpov gefst upp. 79. — Rc6 yrði svarað með 80. a7 — Hxa7, 81. Bf2+. Liðsauki sendur Karpov frá Sovétríkjunum eftir að Korchnoi hafði unnið 29. skákina BaKÍuo. 9. októhor. VIKTOR Korchnoi hafði hvítt í 29. skákinni og beitti enskri b.vrjun og svaraði Karpov með því að leika athyglisvert af- brigði af Nimzo-indverskri vörn. Þetta leiddi til þess að hann eyddi alllöngum tíma en tryggði honum allgóða stöðu. Hann varöist ágæta vel sem skákin var tefld fram og líkur á því að hún yrði jafntefli blöstu við. En f 29. leik lék heimsmeistarinn Karpov leik sem leiddi til þess að hann tapaði peði. Enda þótt Korchnoi væri kominn í nokkur vandræði vegna tímahraks fann hann frábæran leik, þótt áhættusamur verði að teljast, til að hagnast á vafasömum leik Karpovs, og á kostnað tvípeðs á kóngsvæng hóf hann nú árás á þeim vængnum. Skákin fór í bið eftir fjörutíu leiki og virtist staðan vera nokkuð Korchnoi í hag, en ekki eygðu menn vinn- ingslíkur þótt skákin væri síðan könnuð. Korchnoi notaði 36 mínútur í að hugsa biðieikinn og þetta spáði ekki góðu fyrir næstu lotu þegar tekið yrði til við skákina að nýju á sunnudeg- inum. Satt að segja komst hann tvisvar í erfiðleika vegna tímans og þótt furðulegt megi telja varð það honum fremur til fram- dráttar en hitt. í bæði skiptin sem þetta kom upp á lék Karpov alltof hratt þótt hann hefði nægan tíma og gerði þá skyssur sem gáfu Korchnoi tækifæri til að neyða fram vinningsstöðu sér til handa í óvenjulegu endatafli. Sennilega gerði Karpov síðustu vitleysuna í 64. leik þegar hann lék Hf4 í staðinn fyrir Kf5. Þegar Karpov gafst upp í 79. leik var niðurstaðan að hann var einum vinningi hærri en Korch- noi og hafði fimm vinninga en Korchnoi fjóra og tuttugu skák- ir hafa orðið jafntefli. Þessi 29. skák reyndist því hinn mesti sigur fyrir áskorand- ann, Korchnoi, og hefur hann nú unnið tvær skákir í röð ög sýnt að hann er sannkallaður meistari í endatafli. Það er og merkilegt að honum skuli takast þetta þegar haft er í huga að hann þjáist af slæmum sólbruna og kvefi og er vissulega glæstur vitnisburður um þol og líkams- hreysti hans, sem er rösklega 20 árum eldri en keppinauturinn. Á hinn bóginn er ekki að neita að frammistaða heimsmeistarans Karpovs hefur valdið miklum vonbrigðum og svo virðist sem það sé fremur hann sem er þreyttur en ekki áskorandinn. Nú hefur einvígið staðið yfir í áttatíu daga og þegar 30. skákin verður leikin á morgun, þriðju- dag, mun einvígið hafa náð því að verða næst lengsta keppni slíkrar gerðar á þessari öld, en fram til þessa hefur einvígið 1935 milli Alekhines og Euwes verið næstlengsta. Og ekki er óhugsandi að heimsmeistaraein- vígið á Filippseyjum nú verði lengra en keppnin milli þeirra Alekhine og Capablanca árið 1927 en þeir tefldu 34 skákir. Augljóst er af öllu að Sovét- menn eru kvíðnir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í einvíginu og hafa nú sent liðsauka til Karpovsendinefnd- arinnar sem ætlað er að aðstoöa hann tæknilega og ekki síður siðferðilega og stappa í hann stálinu. Hefur til þess síðara nú komið á vettvang hinn frægi geimfari Vitaly Sebastianov sem er forseti Sovézka skáksam- bandsins. Hann þykir hinn mesti sómamaður, hógvær og af hjarta lítillátur og þó hreinskil- inn og auk þess eins og skák- sambandsforseta sæmir hefur hann nokkuð gott vit á skák. Með Sebastianov kom stór- meistarinn Evgeny Vasiukov sem nýlega vann til fvrstu verðlauna á alþjóðaskákmóti í Nýju-Delhi og skákaði þar filippínska stórmeistaranum Torre. Augljóst er að Vasiukov er ætlað að veita aðstoð við að ránnsaka biðskákirnar og hann gaf mér það reyndar í skyn þegar við ræddum hér saman í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.