Morgunblaðið - 10.10.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 10.10.1978, Qupperneq 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 Um tónlistarsöfn á Islandi: Dómur kvedinn upp í „prófmáli” „Tónlistarmenn á Islandi er höfuðlaus her” „Embætti tónlistarfulltrúa er valda- og ábyrgðarlaust að því er virðist” Tónhvísl MorKunblaðsins fagnar smásigri þessa daganai Ilaldin var umræðufundur á vegum bókafulltrúa ríkisins, Kristínar II. Pétursdóttur, 3. október gagngert vegna áskorana er birtst hafa af og til í dálkum Morgunblaðsins undanfarna 10 mánuði. Kristín sinnti fyrirspurnum sem aðrir létu sem vind um eyru þjóta. Kristín undirbjó fundinn sjálf, skipaði fundarstjóra og framsögumenn og boðaði fundarmcnn persónulega. Fyrir þetta fær hún prik eins og maðurinn sagði í Svíþjóð. Rétt er að taka eftirfarandi fram< Samkvæmt viðtali við hinn nýskipaða bókafulltrúa mun hugmyndin að fundinum, frumkvæðið sjálft, hafa komið beint frá Kristínu en ekki öðrum í menntamálaráðuneytinu. Tíu mánaða dagblaðaraus þurfti til að vekja einhvern til umhugsunar um skort á tónlistarsafni á Islandi. Tónlistarfulltrúaembættið er ekki vaknað enn. Skæruhernaður F'undur um stöðu ténlistarsafna á Islandi var fjölsóttur, setinn stórmennum í hólf ofí KÓlf. Einhufjur ríkti. Allir virtust á þeim buxunum að við hefðum vanrækt úr hófi fram tónlistar- söfn hverskortar. Allir virtust þeirrar skoðunar að þrátt fyrir virðinKarverða viðleitni einstaka stofnana væri um að ræða sólund- un á peninKum ok kröftum hvað tónlistarsöfn áhrærir, — að við þyrftum að samræma aðgerðir, hufimyndir, drauma, fjármuni, silfíreininfíar, hljómplötur, bækur, nótur, starfskrafta og þrýstiöfl. Að við þyrftum að taka höndum saman um að raska ró þess framláfía, hugmyndasnauða og dauða fyrirbæris er við höfum kallað yfir okkur í nafni lýðræðis 0); nefnt „hið opinbera“. Fundur- inn komst einnif; að þeirri niður- stöðu að ekki væri nóg að skrifa æsifíreinar í daKblöð mánuðum saman til að vekja skrifstofubákn- ið af svefni. Að ekki væri nÓK að framámenn bókasafna- ok tónlist- armála sameinuðust á hálfKerðum mótmælafundi. Heldur þyrfti að stÍKa enn eitt skref, ok kannski fleiri, áður en báknið rankaði við sér: Að skipa þyrfti starfshóp, einskonar skæruliðanefnd, kaup- lausra áhuKamanna um tónlistar- söfn til að halda málinu á lofti enn um sinn. Að nauðsynleKt væri að skaka vÍKorða-veifum framaní svefndrunKafulla ásýnd kontórista enn um hríð. Óþarft er að taka fram að allt þetta umstang er einstakleK „spennó“, gefur lífinu gildi, ok þar fram eftir troðninK- um. Um verkahring embætta Þetta hlutverk skæruliðanna er æði stór ok aÍKerandi. Sumir eru nÓKU miklir enKlarassar til að halda að það sé fremur í verka- hrinK eins ákveðins embættis að veita ráðamönnum ráðKjöf um tónlist. Sumir halda að það sé í verkahrinK embættis tónlistarfull- trúa menntamálaráðuneyti.sins að Kan^a á undan í þessu þýðingar- mikla máli sem öðrum; að hlúa að tónmenninKu í iandinu ok mennt. Sumir halda að tónlistarfulltrúi menntamálaráðuneytisins þyKK> laun skattKreiðenda einmitt til að stunda skæruhernað í frumskógi tónlistarleKrar vanþekkingar. Sumir halda að það sé hlutverk embættisins að eiga frumkvæði, að koma af stað umræðum, að skara eldi að katli skoðanaskipta. Þeim skjátlast. Kristín H. Pétursdóttir er bóka- fulltrúi, ekki tónlistarfulltrúi, og nýgræðingur í embætti sínu. Kannski þess vegna tók hún það á sínar herðar í lok umræðufundar- ins, ásamt þeim Stefáni Edelstein og Friðriki Guðna Þórleifssyni, að sitja í kauplausri skæruhernaðar- nefnd áhugamanna um tónlistar- söfn. Embættisskyldur hennar ná án efa ekki svo langt. Misskilningur? Að fundi loknum heyrði blaða- maður Morgunblaðsins á tal ný- kjörinna skæruliða. Á því mátti skilja að kauplaus störf nefndar- innar yrðu að eiga sér stað utan venjulegs vinnutíma þeirra þriggja, þ.e. að kvöldlagi. Svona vinnum við ekki að opinberum tónlistarmálum á Islandi, er það? Auðvitað ættu skipaðir embættis- menn að taka mál sem þetta á sínar herðar, á skrifstofum ráðu- neyta, í nafni embætta, í dag- vinnu. Tónlist með þjóðinni er ekkert prívatmál. Með hliðsjón af þessu héldu sumir að embætti tónlistarfulltrúa menntamálaráðuneytisins, sem átti fulltrúa á umræðufundinum margnefnda, myndi taka af skarið í lok hans. Tilkynna, að embættiö myndi taka málið í sínar hendur þótt því bæri kannski ekki beinlín- is skylda til þess. Sumir héldu að tónlistarfulltrúinn myndi til- k.vnna, að embættið ætlaði að setja tónlistarsafnamál á dagskrá, vinna að þeim, hliða til í hvers- dagsstörfum, gefa þeim rúm í huga, á skrifstofum, í símtölum, í bréfaskiptum, á fundum. Þeim skjátlaðist. Nú að fundi loknum, hafa verið tekin af öll tvímæli: Það er ekki í verkahring embættis tónlistarfull- trúa menntamálaráðuneytisins að hafa forgöngu um tónlistarsöfn á íslandi. Hitt er að vísu fræðilegur möguleiki að tónlistarfulltrúinn, sá góðkunni tónlistarmaður, hafa brugðist embættisskyldu sinni. En slíkt er ólíklegt. Fulltrúinn er tónlistinni hliðhollur eins og lífstarf hans ber ljósan vott. Emha'tti tónlistarfulltrúa gerir hara ekki ráð fyrir að hann hafi afskipti af máli sem þessu! Vinnubrögð í hnotskurn En af hverju svo mörg orð hér og nú um tónlistarsafnamálið? Svarið er þetta: Undirritaður lítur á tónlistarsafnamálið, aðdraganda fundar áhugamanna um tónlistar- söfn og fundinn sjálfan, sem prófmál. Hér sjáum við vinnu- brögð menntamálaráðuneytisins í hnotskurn. Hér sjáum við hvernig menntamálaráðuneytið hyggst vinna að framgangi annarra stór- mála í tónlistarlífi okkar sem óunnin eru: Ráðuneytið hyggst bíða éftir frumkvæði utanaðkom- andi „þrýstihópa“ þar til allt er í óefni komið. Lækna á meinið þegar það hefur komið sjúklingn- um á kné. Við sjáum sæng okkar útbreidda, og við sættum okkur ekki viö hana. Við sættum okkur ekki við doða og status quo á íslandi á tuttugustu öld. í þessu samhengi öllu kemur möguleiki númer tvö til greina, sem er sá, að embætti tónlistar- fulltrúa menntamálaráðuneytisins sé svo drekkhlaðið skriffinsku, ritvélapoti og öðrum handverkum, að ekki sjáist útfyrir borðrendur hvað þá fram um veg. Ef svo er, þá er tími til kominn að skipa fleiri tónlistarfulltrúa ellegar aðstoðar- fólk þeim til handa sem fyrir er. „Prófmálið“ segir þessa sögu. Okkur ber skylda að taka mið af því. Viljalaus skrifstofuvél? Þriðji möguleikinn er fyrir hendi, og þeirra mestur að um- fangi og alvöru. Kannski koma tónlistarmál landsins emhætti tónlistarfulltrúa menntamála- ráðuneytisins ekkert við. Kannski er fulltrúinn ráðinn sem viljalaus skrifstofuvél. Kannski er þetta embætti án nokkurra valda og ábyrgðar, eins og Sigurður Björns- son, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Islands sagði hálf- vegis um eigið embætti. Kannski er ekki gert ráð fyrir að tónlistar- fulltrúinn hefji máls á neinu. Kannski á hann bara að sitja í nefndum og svara útvöldum fyrir- spurnum. Svo hlýtur að vera. Tónbókasöfn koma embættinu ekki við. Hljómplötu- og nótnasöfn koma embættinu ekki við. Tónleikasalir koma embættinu ekki við. Og það sem verra er, fulltrúinn veit ekki hvaða embætti annað á hlut að máli. Hvort hljóðfæraleikarar, kórar, hljóm- sveitir, tónlistarfræðimenn og tónlistarunnendur hafa aðgang að nótum, hljómplötum, segulbönd- um, bókum, uppsláttaritum, tíma- ritum, indexum o.s.frv. kemur embættinu ekki við. Hvort lögboð- in tónmenntakennsla fari fram í landinu án þess þó að kennarar, leiðbeinendur og nemendur hafi aðgang að sjálfsögðustu kennslu- gögnum kemur embættinu ekki við. Tónlistarfulltrúinn svaraði á þessa leið í hlaðaviðtali fyrir skömmu, er hann var spurður að því í hvers verkahring það væri að marka stefnu í tónlistarsafnamál- um íslendinga: „Það veit ég satt að segja ekki. í ráðuneytinu er starfandi bóka- safnsnefnd. Þetta er kannski hennar verk. Annars held ég aö frumkvæðið verði að koma frá einstaklingi, og hann síðan að ýta við hinu opinbera. Þá fyrst mynd- ast samstaða um hlutina...“ í framhaldi af þessu var spurt: Ber engum ákveðnum aðila skrifstofu- báknsins að hafa frumkvæðið að svo veigamiklum aðgerðum sem stofnun tónbókasafns á Islandi? Og svarað: „Nei, það held ég ekki.“ Þá var spurt: Gæti það hugsan- lega verið í verkahring tónlistar- fulltrúa menntamálaráðuneytis- ins? Og svarað: „Nei, það er af og frá.“ Niðurstaða prófmálsins Niðurstaða „prófmálsins" er þá sú, að menntamálaráðherra beri nú þegar að koma á fót alvöru tónlistarfulltrúastöðu í mennta- málaráðuneytinu. Fulltrúastöðu sem ekki gerir ráð fyrir að unnin séu almenn skrifstofustörf, svo sem að reikna út laun, vélrita bréf, sundurgreina póst, væta frímerki — heldur fremur ráðgefandi stöðu til hjálpar við mótun þeirra hugmyndafræða sem lögð séu til grundvallar framtíðarskipulagi og framkvæmda á tónlistarsviði. Slíkur tónlistarfulltrúi á að vera eins manns þrýstihópur. Hann á ekki bara að tala þegar á hann er yrt. Hann á að láta til sín taka óbeðinn. Hafa forgöngu og frumkvæöi í þýðingarmiklum málum. Ergó: Tónlistarfólk á Islandi er höfuðlaus her. Áhuga- menn um tónlist hafa ekki með sér heildarsamtök eða formælenda. Atvinnumenn ekki heldur. Aðferð- ir ríkis á tónlistarsviði eru stjórn- lausar. — Varla er við miklu að búast af slíku fyrirkomulagi. Þriöja skrefiö erfiðast Ur því skæruhernaðar-nefndin hefur axlað byrði sem embætti tónlistarfulltrúa menntamála- ráðuneytisins virðist ekkert hafa með að gera, verður orðum nú beint til hennar: Fundurinn var fyrsta skrefið. Ályktun fundarins þess efnis, að skora á mennta- málaráðherra að hafa forgöngu um gerð heildarúttektar á stöðu tónlistarsafna í landinu og vinnu að heildarskipulagi þeirra, er skref númer tvö. Þriðja skrefið er að halda háttvirtu ráðuneyti við efnið, að tryggja það að tónlistar- safnamálið dagi ekki upp í skrif- borðsskúffu. Það virðist ærið verkefni. Framundan eru einnig mikil- vægar spurningar sem nefndin þarf að leita alíslenskra svara við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.