Morgunblaðið - 10.10.1978, Page 30
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
Guðmundur Arnfinns-
son — Minningarorð
Fæddur 2G. desember 1906
Dáinn 1. oktúber 1978.
Að morf;ni 1. október s.l. barst
niér sú sorf'arfreí'n að Guðmundur
móðurbróðir minn væri látinn.
Arnfinnur Guðmundur, eins og
hann hét fullu nafni, var fæddur í
Lambadal í Dýrafirði, sonur hjón-
anna Arnfinns Jónssonar bónda
þar. og síðar að Drönf{um í
Dýrafirði ofí Ingibjargar Sigur-
línadóttur. Arnfinnur var sonur
Jóns Arnfinnssonar bónda á
Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundar-
firði, af hinni kunnu Grafarætt í
Gufudal. Infíibjörf; var dóttir
Sif;urlína Kristjánssonar er bjó í
Botni í Dýrafirði. Börn þeirra
Arnfinns Of; Inf;ibjarf;ar urðu alls
sextán, fimm dóu unf;, hin ólust
upp í foreldrahúsum til fullorðins
ára.
Strax ok kraftar leyfðu fór
Guðmundur að taka til hendi við
marj;s konar störf, er inna þurfti
af hendi á hinu stóra heimili. Þar
fór saman vinnusemi ok hagsýni í
öllum hlutum innan höss sem
utan. Aldrei var þar skortur í búi,
heldur voru þau Arnfinnur ok
Ingibjörf; ávallt veitendur. Þau
höfðu oftast í heimili sínu ein-
hverja þá, sem höllum fæti stóðu í
lífinu, aldna sem unga. Þetta fólk
vann þessu stóra heimili, allt sem
það mátti, átti þar allt sitt til
æviloka.
Guðmundur ólst upp í glöðum
systkinahópi, en jafnframt með
öldruðum og lasburða, skyldum og
vandalausum, sem hann lærði að
umgangast og hjálpa ef með
þurfti. Eftir fermingaraldur fór
hann í skólann á Núpi í Dýrafirði,
er sr. Sigtryggur Guðlaugsson
veitti forstöðu. Varð sú dvöl hans
þar honum til gagns, naut hann
þeirrar skólagöngu síðar á ævinni
og bætti við með heimanámi og
lestri góðra bóka. Hann vann síðan
við bú foreldra sinna um nokkurra
ára skeið, þar til hann hleypti
heimdraganum og fór til Reykja-
víkur árið 1938. Þar réð hann sig á
skip til síldveiða í tvö sumur, en
vann ýmis störf á milli er til féllu.
Hinn 5. október árið 1940 steig
Guðmundur mikið gæfuspor er
hann gekk að eiga eftirlifandi
konu sína Ester Sigfúsdóttur frá
Leiti í Suðursveit. Var hjónaband
þeirra einstaklega hamingjusamt
og auðnaðist þeim að lifa sem í
tilhugalífi væru í nærfellt fjörutíu
ár. Var afar gott að sækja þau
heim og njóta gestrisni þeirra. Þar
sameinaðist gott viðmót húsráð-
enda og notalegt andrúmsloft
fallegs heimilis.
Arið 1941 réðst Guðmundur
húsvörður við gamla Iðnskólann
við Vonarstræti. Var hann hús-
vörður þar í 12 ár, eða til ársins
1953, er þau hjón keyptu húsið á
Baldursgötu 32 hér í borg. Það
sama ár hóf hann störf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Hann starfaði þar til ársins 1976,
er hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Þau Guðmundur og Ester eign-
uðust þrjá syni, Sigfús Þór,
bifvélavirkja og verkstæðisfor-
mann hjá Fíatumboðinu, kvæntan
Stefaníu Jóhannsdóttur fóstru,
þau eiga fimm dætur, og Helga
Knút, sem er við rafvirkjanám.
Yngsta soninn misstu þau nýfædd-
an. Sonarson sinn, Gunnar, tóku
þau kornungan og hafa alið hann
upp. Var hann þeim báðum mjög
kær. Barnabörnin veittu Guð-
mundi mikla gleði, var hann aldrei
glaðari en er þau komu í heimsókn
eða dvöldu á heimili hans. Hann
var mikill heimilisfaðir og ástrík-
ur eiginmaður, sem sá heimili sínu
vel farborða.
Guðmundur var hár maður vexti
og herðabreiður og samsvaraði sér
vel, kvikur í hreyfingum og sópaði
af honum hvar sem hann fór,
ræðinn og vinmargur. Hann var
hreinskiptinn og fór ekki í laun-
kofa með hlutina. Lagði hann
hverju góðu máli lið, jafnt innan
fjölsk.vldunnar sem meðal starfs-
bræðra sinna. Tók hann á sig mörg
aukasporin og sparaði hvorki tíma
né fjármuni til margs konar
fyrirgreiðslu ef með þurfti.
Fyrir hálfu öðru ári kenndi
hann þess sjúkdóms er leiddi hann
til bana. Hann vissi að hverju dró
og æðraðist ekki. Eiginkonan létti
honum sjúkdómsstríðið og vakti
yfir velferð hans til hinstu stund-
ar.
Mér er Ijúft að þakka honum
umhyggju hans fyrir móður minni
og okkur systrum, er við nutum við
fráfall föður okkar. Vakti hann
yfir velferð okkar allt til fullorðins
ára. Ég bið guð að launa honum
ríkulega. Við ættingjar og vinir
kveðjum hann með söknuði og
þökkum guði minninguna, sem
aldrei gleymist.
Ester og sonum hennar, tengda-
dóttur og barnabörnum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Blessuð sé minning hans.
Karen Guðmundsdóttir.
Góður frændi er látinn. Andlát
hans kom ekki að óvörum, dauðinn
leysti hann frá þjáningum ólækn-
andi sjúkdóms. Sjúkdóm sinn bar
hann með mikilli karlmennsku.
Hann og móðir mín voru systk-
ini og voru tíðar komur Guðmund-
ar á bernskuheimili mitt. Lét hann
sér ákaflega annt um systkini sín
og systkinabörn og var ávallt
reiðubúinn að liðsinna þeim og
Minning:
Guðmundína Arndís Guðmunds-
dóttir var fædd 20. september
1911. Hún lézt 28. september sl.
Hún var dóttir hjónanna Önnu
Jóhannsdóttur og Guðmundar
Torfasonar, sem þá voru til
heimilis í Hrafnhólum á Selströnd
við Steingrímsfjörð. Lífsbaráttan
var hörð hjá þeim hjónum, for-
eldrum Guðmundínu. Parturinn
var rýr sem þau höfðu og grasnyt
lítil enda var Guðmundur einn
þeirra sem sótti björg í búið á
sjónum. Fór hann á hverju ári til
sjóróöra að Djúpi sem kallað var.
Hann reri með föður mínum haust
og vor frá Drangsnesi. Að Hrafn-
hólum reistu þau sér lítið hús.
Þeim hjónum varð 7 barna auðið.
Síðast voru það tvær stúlkur og er
það önnur þeirra sem ég minnist
hér í dag.
Erfiðleikar þeirra Önnu og
fjölskyldum þeirra. Var hann afar
frændrækinn og vinafastur. Hann
var jafnan hress og kátur og
sérlega hjálpsamur og úrræðagóð-
ur.
Guðmundur var sonur hjónanna
Arnfinns Jónssonar bónda að
Dröngum í Dýrafirði og konu hans
Ingibjargar Sigurlínadóttur. Áttu
þau 16 börn og þar af komust 11 til
fullorðinsára. Var frændgarðurinn
því stór og lét Guðmundur sér
mjög annt um sitt fólk.
Árið 1940 kvæntist Guðmundur
Ester Sigfúsdóttur. Varð hjóna-
band þeirra afar hamingjusamt.
Hún bjó honum og sonum þeirra,
Sigfúsi Þór og Helga Knúti, og
sonarsyninum Gunnari fallegt
heimili á Baldursgötu 32 hér í
borg. Voru þau ákaflega gestrisin
Guðmundar urðu svo miklir og
óyfirstíganlegir að svo fór, að þau
urðu að láta aðra stúlkuna frá sér
til fósturs hjá heiðurshjónunum
Guðrúnu Guðmundsdóttur og Jó-
hanns Jónssonar, sem þá sátu
Kleifa á Selströnd.
í reynsluskóla lífsins lærist
margt. Þar varð hlutverk Guð-
mundínu mikið. Hún giftist eftir-
lifandi eiginmanni sínum, Andrési
Guðbirni Magnússyni árið 1932.
Þau byggðu ofan á hús foreldra
Guðmundínu. Andrés var dugmik-
ill sjómaður og stundaði sjó-
mennsku. Þeim varð 15 barna
auðið. Eru þrjú þeirra látin, tvær
dætur, Anna 7 ára og Hulda 11
ára. En Harald son sinn misstu
þau er hann var tvítugur orðinn.
Drukknaði hann. Var hann öllum
mikill harmdauði.
Auk hins stóra barnahóps voru
og góð heim að sækja. Annaðist
Ester mann sinn frábærlega vel í
veikindum hans.
Að leiðarlokum þakka ég Guð-
mundu samveruna, vináttu hans
og hjálpsemi í minn garð og
fjölskyldu minnar.
Ester og sonum votta ég samúð
mína.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjörg Eggertsdóttir
Ííveðja til afa
I dag fer fram útför afa á
Baldursgötu.
Við vissum hversu þreyttur
hann var orðinn, en eigum samt
bágt með að skilja að hann skuli
þurfa til Guðs til að vera frískur. I
sumar þegar birtir aftur og sólin
skín, förum við allar með mömmu
í Ölfusborgir. Þá byggjum við með
mömmu stóran kastala handa
honum: háan og stóran, eins og afi
okkar var, og höfum hann með
mörgum gluggum. Hann fær eng-
inn að eyðileggja. Og þá vitum við
allar að hann klappar saman
lófunum, hlær og segir: „Svona vill
afi hafa það.“
Þegar við horfum á bílinn hans
standa einan í portinu hans, þá
hugsum við: Nú er afi hress og
glaður hjá Guði.
Við munum hjálpa Gunna eins
og við getum. Hann var afadreng-
ur. Okkur kallaði hann drottning-
arnar sínar.
Megi afi okkar sofa rótt. Hafi
hann hjartans þökk fyrir allt.
Elsa, Erna. Inga. Arna.
Hildur og mamrna.
gömlu hjónin á neðri hæðinni sem
fyrr segir. Sjálfsagt var það ungu
hjónunum lystistöng fyrstu árin.
En er aldur færðist yfir gömlu
hjónin nutu þau hlýju og umönn-
unar Guðmundínu og Andrésar
allt til hinztu stundar.
Guðmundína og Andrés voru
harðgerð og dugmikil hjón. Hinn
stóri barnahópur, sem þau komu
upp, er til marks um það.
Öll eru þau vel metin og hið
mesta dugnaðarfólk. Hefur þessi
harðgerði stóri hópur lagt drjúgan
skerf til þjóðarbúsins.
Þegar fregnir berast af láti þess
fólks, sem hefur lifað og starfað á
sama tíma og maður sjálfur, setur
mann hljóðan. Minningarnar
flykkjast að, ein af annarri koma
þær fram í hugann.
Guðmundína var aðeins 7 ára er
hún lagði mér lið ásamt móður
sinni. Það var á erfiðri stund í lífi
mínu. Hún var síðan hjá okkur
hjónum þrjú sumur í röð.
Alla tíð vorum við í nágrenni
hvor við aðra, allt til þess að við
fluttumst 1929 að Gautshamri, en
þá var ein bæjarleið sem skildi
okkur að.
Nú er jarðvist Guðmundínu
lokið. Allt til enda var hún hin
glaða og kraftmikla kona.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég mína kæru vinkonu hinztu
kveðju. Og við trúum því að, við
hittum ástvini vora, sem komnir
eru yfir landamærin á undan
okkur. — Kristur sagði: Ég lifi og
þér munuð lifa.
Andrési og öllum niðjum Guð-
mundínu og hans bið ég blessunar
Guðs, svo og systkinum hennar.
A Hrafnistu.
Þuríður Guðmundsdóttir
frá Ba“ á Selströnd.
+
Faöir okkar,
JÓNAS GUNNAR GUÐJÓNSSON,
andaöist 27. september s.l. Útförin fór fram í kyrrþey þann 6. október.
Viö viljum nota þetta tækifæri til aö þakka öllum þeim, sem önnuöust hann í
hans langvarandi veikindum.
Elísabet Jónasdóttír, Emil Jónasson,
Guðjón Jónasson, Siguróur Jónasson.
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
HJÖRTUR M. HJARTARSON,
frá Hellisholti, Vestmannaoyjum,
Hvannhólma 2, Kópavogi,
andaöist í Landakotsspítala 8. október.
Jaröarförin auglýst síöar.
Sólveig Hróbjartsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Stjúpfaðir minn,
SIGFÚS GRÍMSSON,
tróamíóameiatari,
Reynimel 23,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 11. október kl. 13.30.
Jón Sigurósson.
+
Maöurinn minn, faöir, stjúpfaöir okkar og sonur minn,
ÞORSTEINN EIRÍKSSON,
yfirkennari,
Langholtsvegi 116 B,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 11. október kl. 1.30.
Solveig Hjörvar,
Jóhann Þorsteinsson,
Helgi, Róaa og Guórún Haraldsbörn,
Eiríkur Þorsteinsson.
Eiginkona mín, + SESSELJA VILHJÁLMSDÓTTIR,
Laugarásvegi 7,
er látin. Helgi Bjarnason.
+
Fööurbróöir okkar og mágur,
JOHANNES GEORG GUOMUNDSSON,
viatmaóur á Hrafnistu,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövlkudaginn 11. október kl. 3.
Guörún Ág. Janusdóttir, Jensína S. Janusdóttir,
Jóhanna Ásgeirsdóttir.
+
Systir okkar,
GRÓA SIGMUNDSDÓTTIR,
Lönguhlíð 23,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 11. okt. kl. 10.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö. .. .
Systkmin.
Guðnumdma AmcUs
Guðmundsdóttir