Morgunblaðið - 10.10.1978, Side 36
40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
MORtfdK/-
kafr/Nu
2p>v-
---
S=2.
V (Nl1
k-;:
825
1 'JS/r
■.. og ég se>fi hér með upp hjá ykkur!
t
I þessu fyrirtæki erum við eins
og haminnjusöm fjölskylda ok
ég langsamlega hamingjusam-
astur!
Halda þeir
jöfnum hlut?
BRIDGE
Umsjón: Páfí Bergsson
í úrspilsæfinjfu vikunnar virð-
ast ojí eru örugjfir tapslagir
aðeins tveir. En lítið má út af
bera ojf það er alls ekki sama
hvernijf að spilinu er staðið.
Norður er jyafari og allir á
hættu.
Norður
S. Á52
H. G83
T. 9752
L. K52
Suður
S. K8643
H. ÁK4
T. Á
L. DG109
Lokasögnin er fjórir spaðar,
spilaðir í suður, en austur og
vestur hafa alltaf sagt pass. Útspil
tíguldrottning og hverjir eru
upphafsleikir þínir, lesandi góður?
Hjartagjafaslagur vofir vfir auk
slaganna tveggja á spaða og lauf.
En liggi trompin 4—1 gefum við
þar tvo slagi og megum þá ekki
gefa á hjartadrottninguna. Ráðið
gegn því er að spila strax lauf-,
unum. Búast má við, að andstæð-
ingarnir gefi fyrsta laufið en við
erum trú okkar sannfæringu og
spilum aftur laufi. Að vísu er
hætta á, að sá andstæðinganna,
sem á eitt eða tvö tromp eigi
einnig aðeins tvíspil í laufinu og
geti þá trompað þriðja laufið. En
til þess þarf laufásinn að vera á
hinni hendinni og þar að auki er
mun líklegra, að sá sem á fá lauf
eigi fleiri tromp. Sá andstæðing-
anna, sem valdið hefur á trompinu
má nefnilega trompa. Það verða
aðeins eðlilegir tapslagir.
Við reiknum með höndum and-
stæðinganna þessu líkum.
7776
« PIB
COSPER
Hann Lilló datt í sjóinn!
pylsu?
Má ég þá ekki fá hans
„Sagnfræðin kennir okkur að
Islendingar séu búnir að lifa í
þessu landi árið 1978 sem ein
þjóðarheild í 1104 ár og hefur
þjóðin á þessu tímabili yfirstigið
ótrúlega margar erfiðar þrautir á
umliðnum árum og öldum. Nefna
má t.d. mannskæðar drepsóttir,
hungur og hordauða og náttúru-
hamfarir af hæstu gráðu af
völdum íss og elda, þannig að um
hádegisstað í sólmánuði sjálfum
byrgði alla útsýn vegna myrkurs
þess er féll og reyndist banvænt
öllu lífi, — mönnum og málleys-
injyum og jarðargróðri öllum á
stórum svæðum. Já, þetta eru
aðeins örfá atriði í upprifjun á
Móðuharðindum 18. aldarinnar og
vonandi endurtaka þau sig ekki
aftur í neinni mynd í jarðsögunni
á næstu áratugum eða öldum.
Þjóðskáldið frá Fagraskógi
hveður svo fast að orði í ljóði sínu
„Að Þingvöllum 930—1930“ um
hina hörðu lífsbaráttu íslenzku
þjóðarinnar í aldanna rás „og
hennar líf er eilíft kraftaverk", og
mun það álit skáldsins vera
óbrigðult sannyrði.
Jæja, ef maður svo snýr sér
beint að nútíðinni þá er þar
ýmislegt á ferð sem vert væri
nánari athugunar. T.d. hafa tvenn-
ar kosningar farið fram í landinu
á þessu ári bæði til sveitarstjórnar
og Alþingis og hafa þessar kosn-
ingar valdið allmikilli röskun á
fylgi flokka frá því sem áður var.
Mest er fylgistapið hjá Framsókn-
arflokknum, hann hefur nú aðeins
12 þingsæti, en hafði fyrir kosn-
ingar 17 þingmenn. Þess má líka
geta til gamans að frá árinu 1931
til dagsins í dag hefur Framsókn
tapað 11 þingsætum. Aftur á móti
vann Alþýðuflokkurinn stórsigur í
vorkosningunum og hefur nú 14
þingmenn en hafði 5 áður. Nú
vaknar sú spurning hvort Alþýðu-
flokkurinn hefur næga einbeitni
og kraft til að halda jöfnum hlut
við kommana og fylgja þannig
kosningasigrinum eftir?
Margir eru vantrúaðir á að það
muni takast. En að sjálfsögðu sker
reynslan úr um slikt, það er að
segja berji pólitískur skyndidauði
Vestur
S. DG107
H. 952
T. DG108
L. Á4
Austur
S. 9
H. D1076
T. K643
L. 8763
Við spilum því laufunum alls
óhrædd við trompanir. Með tíman-
um fær vestur trompslagina tvo.
En á meðan fer hjarta úr borði í
fjórða laufið og við getum trompað
hjarta í borðinu og verður það
tíundi slagurinn.
JOL MAIGRETS
Framhaldssaga eftir Georges Simenon.
Jóhanna Kristjónsdóttir islenzkaði.
kynna að hann hefði ekki veitt
því eftirtekt.
— ftg ætlaði að flýta mér
yfir til Colette með smáglaðn-
ing vegna þess að það er svo
ömurlegt fyrir hana að liggja í
rúminu yfir jólin. Colette er
litla stúlkan.
— Ilvað er hún gömul?
— Sjö ára. Er það ekki rétt
frú Martin?
— Hún verður sjö ára í
janúar.
— Klukkan átta barði ég að
dyrum hjá þeim.
- Ég var ekki komin á
fætur, sagði Ijóshærða konan.
— Ég sef stundum fram úr.
— Eins og ég sagði bankaði
ég upp á og varð að bíða góða
stund áður en frú Martin ísom
fram og opnaði fyrir mér. Ég
beið sem sagt sem svarar því
sem það tók hana að fara í
morgunslopp. Ég haíði fangið
fullt og spurði hvort ég mætti
fara með gjafirnar inn til
Colette.
Hann fann að Ijóshærða
kunan horfði iiðru hverju f
kringum sig og augnaráð henn-
ar lýsti t<>rtryggni.
Við opnuðum saman dyrnar
að herberginu hennar.
— Hefur hún sérherbergi?
— Já. í íhúðinni eru tvö
svefnherbergi. baðherbergi,
borðstofa og svo eldhúsið ...
En ég verð að segja ... Nei. Það
verður að bíða ögn. Ég var
komin þangað að við vorum að
opna dyrnar hjá telpunni. Þar
sem dimmt var í herberginu
kveikti frú Martin ljós.
— Var Colettc vakandi?
— Já. Ég fann strax að hún
hafði legið vakandi góða stund
og beðið. Þér vitið hvernig er
með böm á jólunum. Ef hún
hefði getað farið fram úr hefði
hún ugglaust farið að skoða
gjafirnar. Sum börn hefðu líka
kallað. En Colette er fjarska
þæg og prúð lítil stúlka. Það er
auðfundið að hún hugsar mikið
og hún er óvenjuiega þroskuð
miðað við aldur.
Nú var komið að frú Martin
að horfa út um gluggann og
Maigret reyndi að reikna út
hvar íbúð hennar vari. Senni-
lega sú til ha gri, yzt í húsinu á
móti þar sem Ijós lifði í tveimur
gluggum.
Fröken Doncoeur hélt áfram.
— Ég bauó henni gleðileg jól
og sagði svo orðrétti „Sjáðu hér
litla vinkona hvað jólasveinn-
inn hefur komið með.“
Gremjusvipurinn var nú aug-
Ijós á andliti frú Martin.
— En þér getið ekki ímynd-
að yður hverju hún svaraði án
þess svo mikið sem að líta á það
sem ég var með í fanginu —
það var auðvitað bera smotterí.
„Ég er búinn að hitta hann.“
„Hvern hefurðu hitt?“
„Jólasveininn“.
„Jæja, sástu hann? Og hvar
var hann?“
„Hérna. í nótt. Ilann kom inn
í herbergið mitt.“
— Það var nákva-mlega
þetta sem hún sagði, ekki satt
frú Martin? Ef það hefði verið
annað barn en Colette hefði ég
bara brosað. En Colette er eins
og ég sagði óvenjulega þroskuð
eftir aldri. Þetta var ekki
spaug.
— En hvernig ga/.tu séð
jólasveininn? Það var dimmt í
herberginu.
„Hann var með lukt.“
„Var kveikt á luktinni?“
„Það var rafmagnslukt. Og
sjáðu Mamma Loraine ...
— Því að ég glcymdi að
segja að telpan kallar frú
Martin mömmu og það er
ósköp eðlilegt, því að hún á
enga móður lengur og frú
Martin hefur gengið henni í
móður stað...
I eyrum Maigrets rann þetta
allt saman í stöðugt söngl.
Ilann hafði ekki fengið seinni
bollann. Og nú var dautt í
pfpunni.
— Uafði hún í raun og veru
séð jólasveininn? sagði hann