Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 38
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978
Myndin var tekin nokkru áður en Kainbow Warrior lajfði upp frá Orkneyjum. David McTaggart með
áhöfn sinni.
Greenpeace á stúf-
ana að gæta sela
Kirkwall 9. okt. Reuter
UM IIELGINA iöRðu Green-
peacemenn upp frá Kirkwall á
Orkneyjum og var nú adlunin
að freista þess að stöðva dráp á
fimm þúsund seium og var til
fararinnar notaður ferkostur-
inn Kainhow Warrúir sem þcir
friðunarmenn voru á við ísland
sl. sumar. Þeir munu láta á
iand sjálfhoðaliða á óbyKKðri
eyju. Kona. 50 mfium norður af
Skotlandsströnd. þar sem seia-
siátrunin mun hefjast. Brezka
stjórnin hefur fyrirskipað sela-
slátrun til að reyna að vcrnda
fiskstofna á þessum sióðum en
selir éta Kríðarmikið af fiski.
Greenpeacemenn hafa hugsað
sér að reyna að komast á milli
selanna og norskra selveiði-
manna sem ráðnir hafa verið til
að drepa 900 urtur og fjögur
þúsund kópa. Þeir hafa einnig í
hyggju að tefja ferðir báta
selveiðimannanna eftir föngum.
Skip Norðmanna, Kvitingen,
er komið til Hjaltlandseyja og
um borð er um tugur selveiði-
manna sem eiga að framkvæma
seladrápið. Samkvæmt upplýs-
ingum sérfræðinga munu selir á
þessum svæðum éta 112 þús.
tonn af fiski árlega, jafnvirði
um 15—20 þús. sterlingspunda í
týndri veiði. Greenpeacemenn
mótmæla þessum tölum og
draga í efa að rannsóknir á
þessu séu marktækar.
Billy Graham
í krossferð
um Pólland
Varsjá — 9. október — AP.
UM TVÖ þúsund manns
flykktust á fyrstu samkomu
bandaríska prédikarans
Billy Grahams í Póllandi,
og komust mun færri að en
vildu í baptistakirkjunni í
miðborg Varsjár þar sem
hann prédikaði í fyrsta sinn
á laugardaginn var. Á sam-
komunni var fólk frá öðrum
söfnuðum í Póllandi og
víðar að í Austur-Evrópu.
Biblían er fáanleg víða í
Póllandi, og minntist Billy
Graham á það í ræðu sinni,
að þrjár bóka hans hefðu
komið út þar, enda voru þær
til sölu að samkomunni
lokinni.
Graham flutti kveðju frá ung-
verska fríkirkjuráðinu, en Ung-
verjaland er fyrsta kommúnista-
ríkið, sem Graham hefur veriö í á
krossferð. Einnig flutti hann
kveðjur frá kristnum söfnuðum í
Svíþjóð, þar sem hann var nýlega.
Ekki hefur verið minnzt á
Graham og samkomuhald hans í
ItómaborK 9. okt. Routrr.
VARLEGAR hefur verið farið en
áður í að spá um eftirmann
Jóhannesar Páls páfa I og hafa
menn þá væntanlega í huga
hversu mjög allir spádómar fyrir
kjiir hans reyndust fullkomin
marklcysa. Ifins vegar virðist þó
álit manna. að sá páfi sem vcrður
kosinn skuli vera svipuð mann-
gerð og hinn látni páfi og cinnig
hafa þær raddir orðið áleitnari að
ítalskur kardináli verði nú ekki
fyrir valinu.
Haft var eftir erkibiskupnum í
Sao Paulo í S-Ameríku í viðtali við
blaðið La Republica, Paulo Ev-
aristo Arns kardinála, að honum
fyndist nú tímabært að kosinn
yrði fulltrúi frá þriðja heiminum
og kirkjan myndi eflast að virð-
ingu ef næsti páfi yrði ekki hvítur.
Sonur Bokassa stað-
festir brottvlsunina
París 9. okt. Reuter
ELZTI sonur Bokassa keis-
ara í Miðafríkulýðveldinu
sagði í París í dag, að hann
og fjölskylda hans hefðu
verið rekin úr landi að
skipan föður hans. Georges
Bokassa prins sagði í viðtali
við franska blaðið Journal
Du Dimance, að hann, kona
hans og tvö börn hefðu
verið handtekin í septem-
ber. Gerðu það hermenn
föður hans og bar handtök-
una upp á kvöldið sem faðir
hans kom í heimsókn til
Frakklands.
Georges prins sem er elztur
þrjátíu keisarabarna sagði að
hermennirnir hefðu gert húsleit og
síðan hefði fjölskvldan verið í
stofufangelsi í sáutján daga sen
síðan ekið út á flugvöll og sett um
borð í vél til Parísar. Hann sagði
að þau hefðu lítið fengið að borða
meðan þau voru í varðhaldi og
ekki fengið læknishjálp handa
veiku barni þeirra.
Ekki kvaðst prinsinn vita hvers
vegna hann hefði verið rekinn úr
landi en sagði að hann hefði haft
leyfi til að kaupa og selja fílabein
og það hefði föður hans gramizt
vegna þess að hann hefði talið sig,
keisarann, hafa einkaleyfi á slíku.
Prinsinn kveðst telja sennilegt
að hann sæki um hæli sem
pólitískur flóttamaður fyrir sig og
sína i Frakklandi.
Belgískur kardináli, Leo Gius-
eppe Suenens, hefur einnig spáð
því að kardináli utan Ítalíu verði
nú kosinn.
Corrado Ursi, erkibiskup í Nap-
oli, sem nefndur hefur verið
hugsanlegur páfi sjálfur, sagði í
dag, að næsti páfi yrði að feta í
fótspor Jóhannesar 'Páls og vera
gæddur hlýleika þeim og mildi
sem á örfáum vikum hefði aflað
honum svo mikils trausts.
Alossio Lorscheider, kardináli
frá Brazilíu og náinn vinur
Jóhannesar heitins Páls, sagði í
dag að hann byggist ekki við að
neinn þeirra kardinála, sem eru í
innsta hring Vatikansins verði
fyrir valinu.
Kardinálasamkundan mun setj-
ast á rökstólana á sunnudaginn
kemur að því er nú hefur verið
tilkynnt. Vonast er til að atkvæða-
greiðslan taki ekki langan tíma.
Nýr páfi þarf tvo þriðju atkvæða
plús eitt.
Jóhannes Páll — hver íetar i
hans.
spor
Þetta gerðist
1071 — Verkamannaflokkur
Wilsons sigrar naumlega í
þingkosningum í Bretlandi.
1073 — Spiro Agnew varafor-
seti segir af sér.
1070 — Verkamálaráðherra
Quebecs, Pierre Laporte, rænt í
Montreal.
1007 — Staðfest að kúbanski
bvltingarmaðurinn Che
Guevara hafi fallið í bardögum
við bólivíska hermenn.
1038 — Nazistar ljúka við að
hertaka Tékkóslóvakíu.
1013 — Gamboa-stíflan á
Panama skurði sprengd upp og
Atlantshaf og Kyrrahaf samein-
ast.
1011 — Byltingarmenn undir
forystu Sun Yat-sen kollvarpa
Manchuættinni í Kína.
1850 — Borgarastyrjöld brýzt
út í Argentínu.
1812 — Bretar lýsa yfir sigri í
öðru stríðinu við Afghani.
1733 — Frakkar segja Karli
keisara VI stríð á hendur vegna
stuðnings hans við Agúst III
kjörfursta af Saxlandi.
Afmæli dagsinst Giuseppe
Verdi, ítalskt tónskáld
(1813—1901) — Helen Ha.ves,
bandarísk leikkona (1900 —)
InnicnL Norræn eldfjallastöð
opnuö 1974 — Hannes Hafstein
sleppur naumlega lífs af úr klóm
enskra landhelgisbrjóta sem
verða þremur Dýrfirðingum að
bana 1899 — Djúpmenn drepa
13 spænska hvaíveiðimenn í
Æðe.v og á Sandeyri 1615 — D.
Bogi gamli Benediktsson 1803 —
Jón Olafsson flýr land 1870 —
Barnaskóli Reykjavíkur vígður
1898 — Nýr sjómannaskóli
vígður 1945 — F. Guðmundur G.
Hagalín 1898 — Skúli Guð-
mundsson ráðherra 1900.
Orö dagsinsi Sá sem s.vngur
fælir frá sér böl sitt — Cervant-
es, spænskur rithöfundur (1547
- 1616).
pólskum fjölmiðlum, sem allir eru
undir stjórn hins opinbera, eins og
tíðkast í kommúnistaríkjunum.
Graham verður í Póllandi í tíu
dage, og mun meðal annars
prédika í fjórum kaþólskum kirkj-
um. Er þetta í fyrsta skipti sem
Graham prédikar fagnaðarerindið
í kaþólskum kirkjum. Pólverjar
eru upp til hópa kaþólskir, en
baptistasöfnuðir þar telja um 6
þúsund manns.
Auknar líkur á að næsti
páfi verði ekki ítalskur
Glasabam-
ið Durga
braggast
kalkútta 9. okt. Rcutcr.
N/EST fyrsta „tilraunaglass-
barn“ heimsins. sem fæddist í
Kalkútta á Indlandi í sl. viku
hefur verið neínt Durga. sem
er gyðjunafn í llindúatrú. að
því er afi barnsins. Pur-
shottam Agarwal. sagði í dag.
Hann sagði einnig að barnið
dafnaði vel og væri á brjósti.
Hins vegar hermdu fréttir í dag
að móðirin hefði skyndilega
verið yfirkomin af þunglyndi og
liði illa, en því var bætt við að
það væri algengt hjá konum
eftir keisaraskurð. Afinn sagði,
að tvívegis áður hafi verið gerð
tilraun á móðurinni af sömu
læknum, en mistekizt og missti
hún fóstrin á meðgöngutíman-
um. Móðirin heitir Bela Agar-
wal og er 31 árs. Læknar þeir,
sem í hlut eiga hafa ekki viljað
staðfesta orð afa barnsins.
Konan hefur verið gift í nítján
ár og gat ekki eignast barn
vegna stíflu í eggjaleiðurum.
Jacques
Brel
er látinn
Briisscl. 9. okt. Rcutcr.
JACQUES Brel, hinn þekkti
belgíski vísnasöngvari, lézt
í sjúkrahúsi í París í dag, 49
ára að aldri. Brel hefur
lengi átt við alvarleg veik-
indi að stríða. Hann hætti
að syngja opinberlega fyrir
fimm árum, og hefur síðan
lengstum dvalizt á eyju
einni í Suður-Kyrrahafinu.
Brel hefur átt miklum vinsæld-
um að fagna í frönskumælandi
löndum síðustu tvo áratugi, en
ádeilusöngvar hans um ósveigjan-
leika flæmskra Belga og smáborg-
arahátt þeirra hafa gert það að
verkum, að þeir hafa yfirleitt ekki
kunnað að meta söng hans, en Brel
var af flæmsku bergi brotinn.
Meðal þekktustu laga Brels eru
„If You Go Away“, „The Flat
Country", „The North Wind“ og
„Amsterdam".