Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 40

Morgunblaðið - 10.10.1978, Síða 40
ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 AH.I.YSINÍ,ASIMINN KR: 22480 Mikið tjón varð á bænum Vötnum í Ölfusi um helgina er Kripahús og hlaða á bænum brunnu með þeim afleiðingum að 17 kýr drápust og einn hestur. Á myndinni sést yfir rústir * fjóssins ok hlöðunnar. Sjá hls> 19. I.jósm. Emilía. Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Ríkisstjórninni láðist að leita eftir samkomu- lagi við stuðningsflokka „1>AÐ ER alveg augljóst. að ri'kisstjórninni láðist að leita eftir samkomulagi við sína stuðnings- flokka um meginstefnuna í fjár- „KOSTNAÐUR ríkissjóðs af kröf- um kennarasamtakanna. I.SFK og SGK. nemur 197 milljónum króna á ársgrundvelli miðað við gildandi laun." sagði Þorsteinn Geirsson skrifstofustjóri fjár- málaráðuneytisins er Mhi. spurði hann um þetta atriði í gær. lagafrumvarpinu." sagði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðu- handalagsins í samtali við Mbl. í gær. Þorsteinn sagði að kostnaðurinn við að færa „réttindamennina" til samkvæmt kröfunum væri 184 milljónir króna og einnig hefði Landssamband framhaldsskóla- kennara gert svipaðar kröfur til handa réttindalausum kennurum og væri kostnaðurinn við þær tilfærslur 13 milljón krónur á ári. Lúðvík sagði, að af Alþýðu- bandalagsins hálfu hefði það verið talið eðlilegast eins og á stóð að ríkisstjórnin notfærði sér það fjárlagafrumvarp sem til var í fjármálaráðuneytinu og legði það fram með almennri athugasemd þar um og síðandiefði verið fyllt út í frumvarpið á Alþingi. Þetta hefði þó ekki orðið, því fjármálaráð- herra hefði viljað leggja fram frumvarp sem bæri merki stefnu núverandi stjórnar og því væri nú unnið að því að ná samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna um megin- atriöi þess til þess að flokkarnir gætu allir staðið að frumvarpinu, þegar það verður lagt fram. Sagði Lúðvík að búið væri að halda tvo fundi um fjárlagafrum- varpið, en hann kvaðst engu vilja spá um það, hvenær þessari vinnu lyki.“ En þessir fundir hafa verið alveg eðlilegir," sagði Lúðvík. Kröfur kennara kosta ríkissjóð 197 milljónir kr. á ári Valur fékk 700 þúsund Fékk Víkingur 4 millj? MORGUNBLAÐIÐ íékk það staðfest í gær hjá formanni knattspyrnu- deildar Vals. Pétri Sveinbjarnarsyni. að Val hefði borist ávísun frá belgíska félaginu I.okaren að upphæð 1500 þúsund krónur vegna félagaskipta Skotans James Bett frá Val yfir í Lokaren. Ekki mun þó öll þessi upphæð hafa runnið til knattspyrnudeild- arinnar. Það, sem í hlut hennar kom, voru 700 þúsund krónur. Lokaren hafði gengið í ábyrgð fyrir James Bett vegna skuldar hans hér á landi, og var það gert að skilyrði af hendi Vals, að hún yrði greidd samhliða þeirri greiðslu sem átti að renna til knattspyrnudeildar Vals. Pétur Sveinbjarnarson sagði í viðtali við Mbl., að hann liti svo á málið, að Valur væri að fá greiddan útlagð- an kostnað vegna þjálfunar og fleira í sambandi við félagaskipti Betts. Full samráð voru höfð við James Bett um allar hliðar máls- ins. Framkoma Lokaren í , málinu var ekki til fyrirmyndar og hefði Valur átt að fara fram á verulegar skaðabætur vegna hennar, sagði Pétur. Mbl. hafði í gær samband við formann knattspyrnudeildar Vík- ings, Þór Símon Ragnarsson, og innti hann eftir því hvað hann hefði að segja um félagaskipti Arnórs Guðjohnsens. Sagði Þór, að væntanlega kæmi yfirlýsing frá knattspyrnufélaginu Víkingi um málið. Mbl. hefur fregnað eftir áreið- anlegum heimildum, að Lokaren hafði greitt Víkingi rúmlega fjórar milljónir króna vegna félagaskipta Arnórs, en upphaflega mun Vík- ingur hafa farið fram á 7 milljón- ir. Sjá nánar um málið á íþrótta- síðu. Fer Flókalundur undir hamarinn? Verð- og gengistryggt lán sligar reksturinn IIORFUR eru á því að hinn gla'silegi gististaður. Flókalund- ur í Vatnsíirði. verði seldur á uppboði einhvern næstu daga sakir þess að ekki hefur reynzt unnt að standa í skilum með afborganir lána. sem fengin voru þegar staðurinn var reistur fyrir fáeinum árum. Það er hlutafélagið Gestur á Patreksfirði sem stendur fyrir rekstri Flókalundar og Bjarka- lundar. Reksturinn hefur alla tíð verið erfiður en þó tekizt að halda í horfinu, þrátt fyrir að staðirnir séu aðeins opnir yfir sumartím- ann. Reynt hefur þó verið að halda þeim opnum lengur en gerist og gengur um aðra sumargististaði eða allt fram í október eða nóvember. Ástæðan fyrir því hvernig kom- ið er með Flókalund mun vera sú, að þegar gistitaðurinn var reistur árið 1972 var tekið lán hjá ferðamálasjóði, samtals að fjár- hæð 8.5 milljónir króna. Lánið var hins vegar með þeim skilmálum, aö það var í senn verðtryggt og vísitölutryggt, og heildarfjárhæð þess nú er þannig orðin um 70 milljónir króna. Rekstrartekjur Flókalundar hefðu ekki nægt til þess að standa undir þessum stofnkostnaði. Ferðamálasjóður á allar veð- ! skuldir í Flókalundi og er búizt við að hann eignist staðinn. Barð- strendingum mun hins vegar þ.vkja mikil eftirsjá í Flókalundi því að langt er á milli áningar- staða þarna um slóðir ef hann hverfur úr sögunni og mun verið að kanna í héraði hvað sé til ráða. afbrot 24 ARA gamall Ilafnfirðingur var úrskurðaður í ailt að 16 daga gæzluvarðhald um helg- ina vegna meintra kynferðisafbrota. Maðurinn var kærður til Rann- sóknarlögreglu ríkisins á laug- ardaginn vegna afbrigðilegrar hegðunar gagnvart litlum drengjum. Var maðurinn hand- tekinn samdægurs og þótti rétt að úrskurða hann í gæzluvarð- hald á meðan rannsókn málsins fer fram. í gæzlu fyrir kyn- ferðis- Þórunn Ashkenazy: „Erum flutt frá fslandi — í biir „JÁ, ÞAÐ er rétt að við erum flutt frá íslandi. — í bili," sagði Þórunn Jóhannsdóttir Ashken- azy þegar Morgunblaðið ræddi við hana í síma f gærkvöldi á heimili þeirra Vladimirs’Ashken- azys í Luzern í Sviss. „Ástæðan var fyrst og fremst sú, að við Vladimir sáum varla börnin okkar. Á árinu 1977 vorum við ekki nema 30 daga í allt heima á íslandi, og þegar við höfðum jafnmikið á íslandi hér eftir sem hingað til. Þau hygðust eiga hús sitt í Reykjavík áfram og dveljast þar í leyfum, eins oft og aðstæður leyfðu. Þau yrðu hér um næstu jól og páska væntanlega líka. Hún sagði að lokum, að þegar fjöl- skyldan settist að hér á íslandi hefðu þau hjónin gert sér vonir um að flugsamgöngur ættu eftir að fara batnandi. Sú hefði ekki orðið raunin, og þau væru þannig Vladimir og Þórunn Ashkenazy í flugvél á leið til Bretlands nýlega. komizt að raun um það að elzti strákurinn, sem er í skóla í Englandi, var það barnanna, sem við sáum mest, var ekki um annað að ræða en að gera róttækar ráðstafanir til að ráða bót á þessu. Þess vegna erum við búin að taka hús á leigu hér og börnin eru komin í enskumælandi skóla. Þetta er allt annað líf. Sviss er svo miðsvæðis og samgöngur greiðar í allar áttir. Héðan fara til dæmis átta flugvélar á dag til London og þaiígað er ekki nema eins og hálfs tíma flug.“ Þórunn bætti því við að senni- lega mundu þau hjónin verða stödd í tilverunni að það væri þeim meiriháttar hagsmunamál að búa þar sem hægt væri að komast á milli landa á fljótlegan hátt. Þórunn bætti því við að endingu að fjölskyldunni hefði bætzt nýr meðlimur, Sankti Bernharðshund- ur. Væri þetta hvolpur, sem þegar væri orðinn svo mikilúðlegur að Sonja litla dóttir þeirra, sem er fjögurra ára, væri eins og peð við hliðina á honum. „Okkur hefur alltaf langað til að eiga hund, en gátum ekki látið það eftir okkur fyrr en nú, því að í Reykjavík var ekki hægt að vera með hund.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.