Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 á K jarvalsstöðum Allt fjetur nú skeð í henni Reykjavík á seinustu og verstu tímum. Frænir listamenn staldra hér við oft láta til sín heyra, aðrir halda jafnvel námskeið til að miðla af snilli sinni, of? það þarf ekki Listahátíð til, að einn af þekktustu málurum veraldar sýni verk sín á hinum róstusöhiu Kjarvalsstöðum. Grafík eftir sjálf- an SALVADOR DALI er þar til sýnis og sölu um þessar mundir. Já, er það nokkur furða, þótt manni verði,að orði: Allt fjetur nú skeð í henni Reykjavík. Þetta er auðvitað merkur atburður í lista- lífi borgarinnar Of; fíerir bæði íslendinfja of? sjálft landið að alþjóðlefíra fyrirbrifíði en hugsan- legt var fyrir eins og tíu árum. Kjarvalsstaðir væru stórkostlegir, ef þeir væru rétt notaðir, en því miður, það er önnur og verri saga. Einu sinni enn ætla ég að vitna í vinkonu mína Gertrude Stein, en hún segir frá því í einni af bókum sínum, að hún hafi komið í vinnustofu Picassos einn sunnu- dag og þar hafi verið margt um manninn. Þetta var 1924 eða 25 og þár hafði hún meðal gesta tekið eftir fallegum ungum manni, sem var afar hlédrægur og var þarna ásamt unnustu sinni, sem hann hafði ekki augun af allan þann tíma, er heimsóknin stóð yfir. Hún segist hafa spurt Picasso, hver þessi ungi maður hefði verið og hann hafði þá sagt henni, að þetta væri ungur landi sinn, nokkuð efnilegur málari, en dálítill sér- vitringur og svo óframfærinn, að til vandræða horfði. En tíminn átti eftir að leiða annað í ljós og mikið vatn rann til sjávar, áður en Björn Th. kallaði hann í formála sýningarskrár á Kjarvalsstöðum „Brellukónginn mikla". Nú er hann hvorki ungur og ástfanginn, heldur gamall og lúinn, orðinn sjötíu og fjögurra ára, og hefur hamast allt sitt líf við myndgerð og fjölmargt annað, ekki hvað síst við að gera sig frægan á sinn einstaka hátt. Svo einstakan hátt, að enginn veit með vissu, hvort hann er leikari af guðs náð eða hvort hann er alvöru geðsjúkling- ur. Hann sjálfur segir aðeins: Hver er normal og hvað er að vera normal? Ég er það ekki, og guði sé þökk. Já, það má skrifa langt mál um Dali og allt, sem hann hefur sagt, og allt, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur á langri ævi. Hann hefur til dæmis skrifað nokkrar bækur, og þær, sem ég hef lesið, eru bæði skemmtilegar og fróðlegar á köflum, en fyrst og fremst frumlegar. Honum er það mjög lagið að koma fólki á óvart, brjóta almennan vana og blanda kímni í mál sitt. Hann hefur haldið feiknin öll af fyrirlestrum, og þeir hafa margir verið nokkuð sögulegir. Á unga aldri hélt hann einn slíkan um listir í heimabæ sínum, Figueras. Þegar hann sagðist hafa lokið máli sínu, hné borgarstjórinn örendur niður, þar sem hann sat á fyrsta bekk. Það gerðist um leið og ég sagði FINITO, sagði Dali löngu seinna. I annað sinn brann samkomuhúsið til kaldra kola, þar sem Dali ætlaði að halda fyrirlestur eftir tvo tíma. í þriðja sinn gerðu anarkistar uppreisn, eftir að meistarinn hafði stigið í stólinn, og þar með var sú samkunda úr sögunni. Ég ætla að segja enn frá einum fyrirlestri hjá Dalí, en þar var ég viðstaddur, og er sú saga nokkuð á annan veg en þær, sem ég hef hér sagt frá. Stuttu eftir að ég kom til Bandaríkjanna árið 1944 varð ég fyrir því happi að kynnast mið- aldra konu, sem var vel efnum búin og sér til hugarfróunar rak Gallery í Boston, þar sem mikið var sýnt af verkum eftir listamenn frá Evrópu, sem voru landflótta í Bandaríkjunum vegna ástandsins í Evrópu á því herrans ári. Þessi heiðurskona hafði opið hús einu sinni í viku fyrir skrítið fólk og listamenn. Þar var oft skemmti- legt að koma, og þar hitti maður ótrúlegasta fólk á stundum, en það er önnur saga og á ekki heima hér. Eitt var það, sem mér þótti merkilegast, við þetta heimili, og það voru málverk eftir Dali, sem héngu þar á veggjum. Það voru olíumálverk og voru með því besta, sem þessi spaugsami snillingur frá Figueras hefur gert. Svo sterkt brenndust þessar myndir í huga minn, að ég man þær enn að mestu, þrátt fyrir öll þau ár, sem tíminn hefur gleypt síöan. Svo var það einn góðan veðurdag, að þessi kona hringdi til mín og bauð mér hátíðlega að vera viðstaddur erindi, sem meistari DALI ætlaði að halda fyrir nokkra aðdáendur sína. Ég held ég hafi borið því við, að ég mundi ekki skilja spænsku Indriði G. Þorsteinssont Sjötíu og níu af stöðinni (1955). — Land og synir (1963). — Norðan við stríð (1917). Útgefandi* Almenna bókafélagið, Reykjavík 1978. Það er vissulega tímabært, að út eru komnar enn á ný þær skáld- sögur Indriða Þorsteinssonar sem hann hefur nú valið það sameigin- lega heiti, sem er fyrirsögn þessa greinarkorns. Hann lýsir þar sínum tíma með eigin sjón og reynslu að veganesti, gerir það á allsérstæðan og persónulegan hátt og um leið nokkuð nýstárlega, án þess að misbjóða skáldeðli sinu og hæfni sinni til mótunar efni og stíl og ennfremur án þess að virða að vettugi getu almennra skynbærra lesenda til skilnings og nautnar með torrætt táknrænu heildar- formi, efnisflækjum, útúrdúrum og stílbrögðum, sem verði efnis- lega ofviða og afskræmi samfellda hugsun og tjáningarform íslenzkr- ar tungu og menningarerfða. Hins vegar er hann djarfmæltur og hispurslaus í orðfæri og lýsingum á ýmsu miður geðslegu úr samtíð sinni, án þess þó að velta sér í göturæsum eða grafa göng inn í daunilla sorphauga. Indriði varð fyrst þjóðkunnur af smásögunni Blástör. sem hann hlaut verðlaun fyrir í smásagna- keppni Samvinnunnar. Og 1951, þegar hann var maður hálfþrítug- ur, kom út fyrsta bók hans, safn smásagna, sem hann kallaði Sæluviku. eins og fyrstu söguna í bókinni, enda er Indriði Skagfirð- ingur. Bezt sagnanna er Blá.stör. en þó að höfundurinn hefði ekki þegar náð ýkjahnitmiðuðu taum- haldi á skáldafáknum í þennan tíma, er eitthvað í frásagnarhætti ög gerð sagnanna alrra, sem ber sömu einkenni og hinar síðari skáldsögur þessa gagnmerka höf- undar. Árið 1955 kom út sagan Sjötíu og níu aí stiiðinni. sem skar skýrt og skilmerkilega úr um það, að þarna væri á uppsiglingu óvenju gáfaður og snjall rithöfundur, sem hefði gert sér fyllstu grein fyrir örlögþrungnu áhrifavaldi þeirrar skyndibreytingar á lífsháttum og viðhorfum manna í höfuðstaðnum, sem voru í himinhrópandi mót- sögn við það líf og þau sjónarmið, í lífí þjóðar sem hann hafði kynnzt í bernsku og æsku. Ymsir vildu kynna þekkingu sína og skarpskyggni með því að benda á og telja til stórlýta, að skáldið hafði auðsjá- anlega að nokkru gengið í stílskóla Hemingways, en ég las bókina af engu minni ánægju, þó að ég yrði þess vís, að Indriði hefði ekki lesið bækur Hemingwa.vs án þess að læra þar eitthvað, enda vissi ég, að hinn ameríski kynjamaður hafði haft meiri og minni bein eða óbein áhrif á fjölda skálda víðs vegar um heim, enda mun áhrifa hans gæta að vissu leyti um langan aldur. Eg fékk heldur ekki betur séð en að áhrif Hemingsways fSjötíu og níu af stöðinni samræmdust með ágætum íslenzku málfari og því efni, sem um er fjallað. Hjá mér drógu þau engan veginn úr raunar auðsæjum persónulegum einkenn- um hins skarpskyggna, djarf- mælta og í senn hrjúfa og launviðkvæma höfundar. Síðan Indriði G. Þorsteinsson. hef ég að minnsta kosti tvílesið söguna, og er engu síður hrifinn af henni en eftir fyrsta lestur. Aðalpersónunni lýsir Indriði af djúpum skilningi og snilli. Hinn ungi sveitamaður hefur fengið í hendur eitt af töfratækjum tækn- innar og lifir státinn í andrúms- lofti þrungnu bensínþef, angan ilmvatna og áfengisdaun og leggur áherzlu á að gerast samgróinn því tali og þeim háttum, sem ríkja hjá ökufélögum hans — og honum finnst vissulega, að hann sé orðinn ærið „kaldur kall“ og fær í ekki flestan, heldur allan sjó, enda tekinnn góður og gildur af starfs- bræðrum sínum, þó að ef til vill hafi hinn eini sanni vinur hans, Guðmundur, lúmskan grun um, að hann megi gjalda aukinn varhug við ýmsu, sem kynni að mæta honum í þeirri hryðju peningasýki, lostabruna, óheilinda og yfirborðs- mennsku, er hefur dunið svo til allt í einu yfir hinn raunar frumstæða og að ýmsu fátæklega höfuðstað kotþjóðar, sem hefur sáralítið fram að þessu haft af að segja meinskæðri rnengun af hálfu villtrar og æsilegrar veraldar. Hinum unga sveitamanni fer svo álíka og mörgum fleiri hans líkum á þessum ti'mum í lífi þjóðarinn- ar. Hann hyggst leika háróman- tískan ástaleik við kvinnu, sem er í hans augum hefðarfrú, hikar hvergi vakinn til stolts af sínum manndómssigri — og að fullu trúandi á sig sem heillandi heimsmann. Og hver verður svo raunin? Innst inni er hann hinn einlægi, tilfinninganæmi og sár- viðkvæmi sveitapiltur, sem hefur kannski pukrast við að láta vel að stúlku að loknu sveitaballi, lífgað- ur af nokkrum sopum af landa, en vissi varla, að til væri háskaleg tálbeita í öllum mannheimum. Og svo hlaut þá hinn margliti, fljót- glæsilegi, en nauða brothætti Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN gervihiminn að fara í mola og hrynja yfir hann. Og þá... þá verður hann litli drengurinn, sem óvænt hefur orðið fyrir misþyrm- ingum í gráum lífsleik, — og allt... allt innra með honum hrópar: Heim, heim, heim, þangað sem fyrst alls og nú sem síðasta kveðja átthaga og heimilis blasir við honum hvítur, sólglitaður snæhestur í tignum hnjúk undir vorhimni, sem ekki hrynur. Það verður svo táknrænt, að söguhetj- an reynist ekki einu sinni hafa ósjálfrátt á tilfinningunni, hvar valdi hans á hinu vélræna trylli- tæki eru takmörk sett. Gerð þessarar ágætu sögu sýnir ljóslega það, sem síðán hefur orðið varanlegt og oft heillandi einkenni á tjáningarlist Indriða, — sem sé að móta þannig stíl sinn, að blær hans í frásögn og orðaskiptum sé ekki aðeins samræmdur sögusvið- inu, heldur beinlínis birti oft og tíðum svo til einn saman gerð persónanna og erindi þeirra — án þess að þar komi til skýringar eða málalengingar. I mörgum smásög- um hans frá síðustu áratugum gætir þessa svo mjög, að vel verður að lesa til þess að ekki fari fram hjá lesandanum, hvers virði þær eru sem list og persónuleg tjáning. Ég nefni til dæmis: Að cnduöum löngum degi, og Gamla sögu. báðar í safninu Þeir, sem guðirnir elska. — Dagsönn við ána. Lífið er aldrei eitt á ferð og Ilófadynur um kvöld. — allar úr safninu Mannþing. Þessi dulrammi og um leið Tímar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.