Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Staðan og stigahæstu STAÐAN í úrvalsdeildinni í köríuknattleik og stigahæstu leikmenn. stÍK 3 3 0 281.213 6 3 2 1 281.261 1 1 KR ÍR UMFN Valur ÍS Þór 2 2 372.384 2 2 353.378 4 3 1 369.473 2 0 2 143.183 StÍKahæstir. Dirk Dunbar ÍS 140 Paul Stewart ÍR 100 Theodor Bee UMFN 97 Þórir Magnússon Val 93 John Iludson KR 87 Kristján Ágústsson Val 82 Þorsteinn Bjarnason UMFN 71 Tim Dwyer Val _ 60 Kristinn Jörundsson IR 57 Jón SÍKurðsson KR 55 Gunnar Þorvarðarson UMFN 53 Körfuknattleikur 1. deild: Ármann og Fram unnu • Reykjavíkurliðin Fram ok Ármann unnu leiki sína örugglega um helsina í 1. deildinni. Hér sést John Johnson þjálfari Framara smeygja sér fram hjá einum Grindvíkinjíi <>K skora öruKKlega. (Ljósm. GI). FRAM-UMFG 116-80 (49-39). ÞAÐ FÓR sem marga grunaði, að Grindvíkingar yrðu Frömurum engin hindrun, í leik liðanna á laugardag. Unnu Framarar stór- sigur, sem hefði þó getað orðið enn stærri. Framarar voru þó heldur lengi að komast í gang og fyrri hálfleikurinn af þeim sökum nokkuð jafn, en í seinni hálfleik tóku þeir af skarið og gerðu á nokkrum mínútum út um leikinn. Sýndu þeir oft á tíðum ágæt tilþrif í síðari hálfleik og var John Johnson að vanda þar fremstur í flokki. Grindvíkingar hafa fengið til liðs við sig Bandaríkjamanninn Mark Holmes og átti hann ágætan leik á laugardag, og var raunar sá eini í liði þeirra, sem eitthvað kvað að. Er hann ágætlega hittinn og hefur auk þess mikinn stökkkraft. Stigahæstir hjá Fram voru John Enn tapa stúdentar ÍR-INGAR unnu sigur á liði stúdenta í leik liðanna í úrvalsdeildinni á sunnudag. Dreg ég í efa að leiks þessa verði getið í annálum körfuknattleiks á íslandi, til þess var hann einfaldlega of slakur, ef frá eru taldir ágætir kaflar í upphafi beggja hálfleikja. Leiknum lyktaði með STIGIN FYRIR ÍR, Paul Stewart 28. Jón Jörundsson 18, Kolbeinn Kristinsson 12. Stefán Kristjánsson og Kristinn Jörundsson 10 hvor. sigri ÍR-inga 78-75, stúdentum í vil. en í hálfleik var staðan 40-48 STIGIN FYRIR ÍS. Jón Héðins- son 20. Ingi Stefánsson 16, Bjarni Gunnar og Steinn Sveinsson 12 hvor. Dunbar 9 og Jón Oddsson 6. Ágætir dómarar þessa leiks voru þeir Ingi Gunnarsson og Erlendur Eysteinsson. - G.I. Johnson með 31 stig, Símon Ólafsson 26, og Þorvaldur Geirs- son 19. Mark Holmes skoraði mest hjá Grindvíkingum eða 36 stig, aðrir mun minna. ÁRMANN-ÍBK. 90-58 (40-41). Að loknum leik FRAM og UMFG léku Ármann og ÍBK. Kom frammistaða Keflvíkinganna mér nokkuð á óvart, en liðið er nær eingöngu skipað ungum leikmönn- um, sem margir hverjir eru mjög leiknir og ættu þeir að geta náð langt, ef vel er á málum haldið. Var fyrri hálfleikur nokkuð jafn, en í þeim síðari náðu Ármenning- ar öruggu forskoti og juku stöðugt við það til loka leiksins. Stewart Johnson var stigahæstur Ármenn- inga með 34 stig, en beitti sér engu að síður mjög lítið. Virtist hann geta skorað þegar honum líkaði, en þess ber þó að geta, að Keflvíking- ar hafa nær engum hávöxnum mönnum á að skipa og áttu því ekki hægt um vik að gæta hans. Atli Arason kom næstur með 28 stig og Jón Björgvinsson með 10. Bestir í liði Keflvíkinga voru þeir Björn Skúlason og Ágúst Líndal og voru þeir einnig stigahæstir, Björn með 18, en Ágúst með 14 stig. G.I. Stúdentar hófu leikinn af mikl- um krafti og vildu greinilega leggja allt í sölurnar til að ná fram sigri. Hittu þeir ágætlega í byrjun og það sem kannski er mest um vert, að af 48 stigum stúdenta í fyrri hálfleik, skoraði snillingur- inn Dirk Dunbar aðeins 6. ÍR-ing- ar beittu svæðisvörn að þessu sinni, sem var greinilega ætlað að hafa hemil á Dunbar, en við það losnaði nokkuð um aðra. Sannast sagna er svæðisvörn orðin heldur sjaldséð í íslenskum körfubolta; liðin beita nú nær eingöngu pressuvörn, þar sem sérhver varnarmaður gætir ákveðins sóknarmanns. IR-ingar voru ekki ýkja sprækir í fyrri hálfleik, hittu illa, einkanlega þó Paul Stewart, en hann átti eftir að bæta um betur í þeim síðari. Staðan í hálfleik var, eins og áður segir, 40-48 stúdentum í hag. Á tveimur fyrstu mínútum seinni hálfleiks náðu ÍR-ingar að vinna upp forskotið og gott betur, því að um miðjan hálfleikinn var staðan orðin 64-48 þeim í vil, þ.e.a.s. stúdentum hafði ekki tekist að skora eina einustu körfu eftir rúmlega níu mínútna leik. Virtist stúdentum með öllu fyrirmunað að koma boltanum í körfuna og var þar sama hver í hlut átti. Þarf ekki að orðlengja, að stúdentar náðu aldrei að vinna upp þennan mun. IR-ingar léku ágætlega á þessum kafla og tókst að framkvæma nánast allt, sem þeir ætluðu sér. Undir lokin varð leikurinn heldur leiðinlegur á að horfa og var engu líkara en leikmönnum fyndist einungis formsatriði að Ijúka honum. ÍR-ingar geta verið ánægðir með að hafa halað inn tvö stig í þessum leik, en betur má ef duga skal. Bestir þeirra að þessu sinni voru Paul Stewart og þeir bræður Kristinn og Jón Jörundssynir. Lið stúdenta veldur mér síaukn- um heilabrotum. Aðra stundina leika þeir prýðilega, en hina er leikur þeirra hvorki fugl né fiskur. Hafa stúdentar nú tapað þremur af fjórum leikjum sínum í úrvals- deild, en þess ber þó að geta, að þeir hafa áður hafið íslandsmót illa, en sótt sig þegar liðið hefur á mótið. Um miðjan síðari hálfleik meiddist Dirk Dunbar og munu gömul meiðsli hans í hné hafa tekið sig upp. Ekki er mér kunnugt um hversu alvarleg þau eru og get því aðeins vonað, að þessi viðkunn- anlegi Bandaríkjamaður sjáist í leik innan tíðar. Vakti það mikla furðu mína, að íþróttahúsið hafi ekki undir höndum neitt það, sem veitt getur íþróttamönnum fyrstu hjálp, og ætti þó öllum að vera ljós nauðsyn þess. Mun slíkt ekkert einsdæmi í íþróttahúsum hérlendis. ■ ■ Oruggur sigur KR í úrvalsdeildinni ÞÓRSARAR léku sinn fyrsta heimaleik í érvalsdeildinni á sunnuleik. Það voru KR-ingar sem ko nu norður og skemmst frá þ því að segja að heim snéru KR-ingar með tvö stig, sigruðu Þór örugglega með 82 stigum gegn 54. í hálfleik leiddu KR-ingar, höfðu skorað 37 stig gegn 24 Þórsara. KR-ingar hófu leikinn af krafti og áður en langt var liðið höfðu KR-ingar skorað átta stig gegn VALURi Jóhannes Magnússon 2, Kristján Ágústsson 3, Lárus Hólm 1. Ríkharður Ilrafnkelsson 1, Sigurður Iljörleifsson 1, Torfi Magnússon 3. Þórir Magnússon 4. UMFNi Árni Lárusson 1, Brynjar Sigmundsson 2, Geir Þorsteinsson 1, Gunnar Þorvarðarson 3, Guðsteinn Ingimarsson 2. Jón V. Matthíasson 2, Júlíus Valgeirsson 1, Stefán Bjarkason 3, Þorsteinn Bjarnason 3. ÞÓRi Eiríkur Sigurðsson 1, Jón Indriðason 1, Birgir Rafnsson 3, Þröstur Guðjohnssen 1. Hjörtur Einarsson 1, Sigurgeir Sveinsson 1, Karl Ólafsson 1. Ágúst Pálsson 1. KRi Jón Sigurðsson 2, Einar Bollason 4, Kolbeinn Pálsson 2, Gunnar Páll 1, Eiríkur Jóhannsson 1. Kristinn Stefánsson 2, Birgir Guðbjörnsson 1, Björn Björgvinsson 1, Ásgeir Hallgrfms- son 1. ÍRi Erlendur Markússon 1. Jón Jörundsson 3, Kolbeinn Kristinsson 2. Kristinn Jörundsson 3,- Kristján Sigurðsson 1, Stefán Kristjánsson 2, Steinn Logi Björnsson 1. ÍSi Bjarni Gunnar Sveinsson 2. Ingi Stefánsson 2. Ingvar Jónsson 1, Jón Héðinsson 2, Jón Oddsson 2, Steinn Sveinsson 2, Þorleifur Guðmundsson 1. engu. Þennan mun tókst Þórsurum að vinna upp, náðu að jafna 13—13 og komust raunar yfir en eftir það dró sundur með liðunum, og forskot KR-inga jókst jafnt og þétt og sigri þeirra varð ekki ógnað, 82 stig gegn 54 fyrir KR. Leikur þessi var ekki sérlega vel leikinn. Einkum var hittni slök í fyrri hálfleik en í þeim síðari hristu KR-ingar af sér slenið og léku oft mjög góðan körfuknatt- leik. Einar Bollason átti stórleik að þessu sinni og var bestur KR-inga ásamt John Hudson, sem er gífurlega sterkur leikmaður. Ann- ars liggur styrkur KR-ingá fyrst og fremst í því að kjarninn í liðinu er afar sterkur og menn á bekknum sem geta gripið inn í án þess að liðið veikist hið minnsta. Mark Cristenssen Bandaríkja- maðurinn í liði Þórs er gífurlega snjall leikmaður. Mark vantar hins vegar í lið sitt leikmann með mikla knatttækni sem getur leikið hann uppi. Það sem fyrst og fremst háir Þórsliðinu, er hversu breiddin í liðinu er lítil. Einn afgerandi leikmaður hefur þó bæst liðinu frá því í fyrra; er það Birgir Rafnsson sem áður lék með Tindastól frá Sauðárkróki. Birgir er sterkur leikmaður og átti mjög góðan leik gegn KR. Og undirrituðum segir svo hugur að Birgir eigi eftir að láta mikið að sér kveða þegar reynslan og sjálfstraustið aukast. Leikinn dæmdu Kristbjörn Albertsson og Hörður Tulnius og gerðu það mjög vel. STIG ÞÓRSi Mark 18, Birgir 13. Jón Indriðason 10. Þröstur Guðjónsson 6, Hjörtur Einarsson 4, Sigurgeir Sveinsson 3. STIG KR. Einar Bollason 25, Iludson 19, Kolbeinn Pálsson 11, Jón Sigurðsson 10, Gunnar Páll 6, Kristinn Stefánsson 5, Eiríkur Jóhannsson, Birgir Guðbjörnsson og Björn Björgvinsson 2. Sigb. G. • Einar Bollason var erfiður fyrri félögum sín- um í Þór. Hann skoraði 25 stig í leiknum og var stigahæstur KR-inga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.