Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Samningar og svikabrigzl IIÉR A EFTIR for Kroin or Rat;nar Halldórsson forstjóri ÍSALs ritar í nýútkomiö fróttalvróf fyrirta'kisins. Þar sem hann komur fram með sjónarmið sem vort or að gefa gaum að fékk Viðskiptasíðan leyfi höfundar til að hirta sreinina hór Samningar eru svik. Þetta slag- orð hefur dunið yfir þjóðina undanfarna tvo áratugi, hvenær sem Islendingar hafa átt í samn- ingaviðræðum við erlenda aðila. Gildir einu hvort samið er við nágrannaþjóðir um lausn land- helgisdeilu, við Atlantahafsbanda- lagsríkin um samvinnu í varnar- málum, Fríverziunarsamtök Evr- ópu um fríverzlun, Svisslendinga um álverksmiðju eða Norðmenn um járnblendi. Olíukaupsamning- ar við Sovétríkin hafa hinsvegar verið undanþegnir svikabrigzlum. Er þó vitað, að mörg undanfarin ár eða a.m.k. til ársins 1975 sættu íslendingar afar óhagstæðu olíu- verði Ragnar Halldórsson. Þessi tortryggnisviðhorf ganga í berhögg við þá staðreynd, að lýðræði hlýtur að byggjast á samningum, svo og vinsamleg samskipti þjóða í millum. Skoðan- ir í hverju þjóðfélagi hljóta ávallt að vera mjög skiptar um ýmsa hluti, en þegnarnir verða að koma sér saman um einstök mál eða málaflokka með samkomulagi eða einhverskonar sáttargerð. Annað kann ekki góðri lukku að stýra. Sama gildir um þjóðasamfélagið. Hver er þá ástæðan fyrir síðunni. þessum svikabrigzlum? Hún hlýt- ur að vera sú, að þeir sem bregða samningamönnum um svik, séu haldnir geigvænlegri minnimátt- arkennd um hæfni íslenzkra samningamanna. Þeir hljóta að telja þá bæði heimska og barna- lega og eigi því erlendir samninga- menn auðveldan leik að svíkja þá og pretta að vild. Samningarnir séu því þegar upp er staðið svik. Til þess að komast hjá þessu sé öruggast og bezt að gera enga samninga, þ.e. hafast ekki að. Hætt er við að lítið kæmist í framkvæmd yfirleitt í þjóðlífinu með slíkum vinnubrögðum. Ýmsir opinberir starfsmenn hafa með réttu eða röngu verið gagnrýndir fyrir að halda að sér höndum og framkvæma sem minnst, enda séu þeir æviráðnir og öruggir með að halda sínum embættum, nema því aðeins að þeim verði á alvarleg mistök í starfi. Til þess að koma í veg fyrir það er sagt að þeir veifi fremur öngu tré en röngu. Það er nárujst furðulegt, þegar sagt er að það séu svik að semja, t.d. um fríverzlun, þar sem margir sem þannig tala þykjast einnig vera málsvarar launafólks. Niður- felling verndartolla er ekkert annað en viðleitni til þess að bæta lífskjörin með lækkuðu vöruverði. Þegar ríkið tekur til sín allt upp í tvöfalt innkaupaverð ýmissa vara, sem fluttar eru til landsins mun ekki veita af, að eitthvað sé úr því dregið. Nú stefnir hinsvegar í aðra átt um sinn og er það önnur saga. Það er því fjarstæða að halda því fram, að samningar séu svki. Samningar bera þvert á móti vott um þroska og hæfileika til að koma auga á rök viðsemjenda þannig að niðurstaða verði báðum í hag. Við skulum vona, að lýðræðis- hefð Islendinga sé nægilega sterk til þess að hafna slíkum firrum. Um kjaramál í NÝÚTKOMNU fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar er m.a. að finna yfirlit yfir próun launa frá 2. ársfjórðungi 1977 til annars ársfj. 1978. í fréttabréfinu segir svo um hækkun launa verkamanns á Þessu tímabili. „Samkvæmt Þessu er ætlað að hækkun kauptaxta verkamanna hafi verið um 65% frá 2. ársfj. 1977 til 2. ársfj. 1978. Á pessu sama tímabili hækkaði greitt tímakaup verka- manna í úrtaki Kjararannsóknar- nefndar úr kr. 577,34 í kr. 915,95 eða um 58,7%. Hækkun greidds tímakaups er um 4% minni en áætluö hækkun taxtakaupsins. Munurinn stafar einkum af minni hækkun greidda kaupsins á 2. og 3. ársfj. 1977 en áætlun benti til.“ Um vinnutíma verkamannsins er pað að segja að á 2. ársfj. 1977 var dagvinnan 83,2% vinnu- tímans en var 74,5% á sama tímabili pessa árs. Til viðmiðunar má geta pess að petta hlutfall var á bilinu 68.4% til tæp 72% á árunum 1972 til 1974. Samanveg- ið tímakaup verkamanna var 915,95 fyrir dagvinnu og 1090.68 ef tekið er tillit til yfir og helgidagvinnu. Samsvarandi tölur yfir iðnaðarmenn eru 1172,07 og 1393,45 og fyrir afgreiðslumenn í matvöruverzlun 993,06 og 1104,97. Allar miðast tölurnar við 2. ársfj. á pessu ári. Kaupmáttur hefur aukist hjá verkamanninum úr 113.6 stigum (1971= 100) 1977 í 124.2 stig á pessu ári og er pá eingöngu miðað við dagvinnu. Aukning þjóðarframleiðslunnar Hér má sjá hvernig Þjóðarframleiðslan hefur aukist á Norðurlöndunum eftir 1970. Kemur þar fram að eina landið sem ekki hefur fengið bakslag á bessu tímabili er Noregur. Utboðin tryggja aukna sam- keppni og lægra vöruverð Johan Rönning var stofnað árið 1933 og þá sem raftækja- vinnustofa en eftir að innflutn- ingsverzlunin var gcfin fráls um 19fi0 sneri fyrirtækið sér ein- göngu að því að sinna þeim viðskiptasamböndum sem það hafði erlendis, aðallega í Svíþjóð. Áður var öll rafmagnsvara lands- manna að langmestu lcyti flutt inn frá Austur-Evrópu. Til að fræðast lítt um starfsemi umboðs- og heildverzlunar sem selur rafmagnsvörur eingöngu til framleiðenda ræddi Viðskiptasíð- an við þá Jón Magnússon for- stjóra og Guðna Daghjartsson ta'knifræðing hjá Johan Rönning h.f. Þeir sögðu að þegar fyrirtækið hóf að hagnýta sér frjálsræðið í inn- flutningsverzluninni var rekstri rafmagnsverkstæðisins hætt. Voru þeir sammála um að þetta hefði verið rétt enda sýnt sig að með aukinni sérhæfni var mögulegt að auka alla hagræðingu í rekstri fyrirtækisins. Sem dæmi um þá hagræðingarþætti sem teknir hafa verið upp hjá fyrirtækinu má nefna að nú er lagerinn opinn fyrir viðskiptavini og er hann um leið verzlun með sjálfsafgreiðslufyrir- komulagi. Einnig má geta þess að allt bókhald fyrirtækisins er nú tölvustýrt. Annað atriði sem vert er að gera sér grein fyrir er rætt er um sérhæfingu og hagræðingu er menntun starfsmanna fyrirtækja. I þessu tilviki er um að ræða vöru á mjög háu stigi tæknilega og er því mikilvægt að starfsfólkið sé vel menntað en sú menntun nýtist að sjálfsögðu betur eftir því sem markaðurinn er afmarkaðri. Mark- aðssvæði fyrirtækisins má m.a. greina í þrennt þ.e.a.s. orkuver, almenna rafverktaka og svo ýmis önnur fyrirtæki. Æ meira er um það að útboð fari fram þegar opinberir aðilar kaupa inn. Sem dæmi um það má nefna að vélar og rafbúnaður í Hrauneyjarfossvirkjun var boðinn út í júlí 1977. Alls bárust 17 tilboð úr öllum heimshornum í verk þetta og er þau voru opnuð í febrúar s.l. kom í Ijós að 5 tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun hinna verkfræði- legu ráðunauta Landsvirkjunar. Hagstæðasta tilboðið reyndist vera frá þremur sænskum fyrirtækjum Tengivirki við Korpúlfsstaði. ASEA, BOFORS NOHAB og KMW, upp á um 3600 milljónir ísl. kr. en það var um einum milljarði lægra en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á, eða um 22% frá kostnaðaráætlun. Þetta var dæmi um einn stærsta samning sem gerður hefur verið um rafbúnað hérlendis og sýndi það vel áhrif mikillar samkeppni á vöru- verðið. Til fróðleiks má geta þess að öll tilboðin í rafbúnað fyrir Búrfells- og Sigölduvirkjanir voru yfir kostn- aðaráætlun. En hvernig haga raforkufyrirtæk- in almennt innkaupum sínum í dag? Þeir Jón og Guðni sögðu að stærsti þáttur þeirra viðskipta væri boðinn út og ættu innkaupastofnanir þá oftast hlut að máli. Þetta fyrirkomu- lag á að efla samkeppnina og lækka vöruverðið fyrir kaupandann þ.e. rafveiturnar og virkjanirnar eða með öðrum orðum fólkið í landinu. En forsenda þess að hagkvæmni sé af stærfrækslu innkaupastofnana er sú að til þurfa að vera í landinu aðilar sem kynna þeim hagkvæm- ustu vörurnar í hverri grein á hverjum tíma. Þó svo innkaupa- stofnanir leituðu beint til fyrirtækja erlendis þá liði ekki á löngu þar til hið erlenda fyrirtæki leitaði sér að umboðsmanni hérlendis til að gæta hagsmuna sinna. Einnig eru til dæmi þar sem íslenskir aðilar hafa kynnst vörum erlendis að þeir hafa beðið heildverzlanir um að hafa þær á boðstólum. Hvorttveggja sýnir að hinn svokallaði milliliður er nauð- synlegur og gætir hagsmuna beggja aðila þ.e. kaupenda og framleiðenda. Er það þá hagur heildverzlana að útboð fari fram? Já alveg tvímæla- laust og þá miða ég að sjálfsögðu við að þau séu vel undirbúin og að tæknilega sé vel úr þeim unnið, sagði Jón. Eins og áður hefur komið fram efla þau samkeppnina og lækka vöruverðið en þau sýna einnig fram á það hversu nauðsynlegt er að hafa í landinu öfluga verzlunarstétt sem getur boðið almenningi þá vöru sem hagkvæmust er hverju sinni, sagði Jón að lokum. Lagerinn hjá Johan Rönning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.