Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 12 Fréttaskýring: Verzlunarmenn bíta í skjaldarrendur Sérstaða verzlunarmanna á sviði kjaramála er ótvíræð. Þeir hafa allt frá Því í fyrra háð baráttu fyrir Því að fá með samningum viðurkennd hliðstæö kjör og hið opinbera veitti opinberum starfsmönnum, sem vinna hliðstæð störf, með undirritum kjarasamninga BSRB hinn 25. október 1977. Þessi barátta hefur enn sem komið er ekki borið árangur. Nú hefur stærsta félagið innan Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, tilkynnt aö hafí ekki Þokazt verutega í samkomulagsátt fyrir 9. nóvember, muni félagið grípa til „frekari aögeröa“. • Forsagan Forsaga málsins er sú, að í aðalkjarasamningum milli Al- þýðusambands íslands og vinnu- veitenda, sem undirritaðir voru hinn 22. júní 1977 og Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, nefndi „sólstöðusamningana", áttu verzlunarmenn fulla sam- stöðu með ASÍ og fengu því sambærileg kjör og um samdist þá. Síðan hófst samningagerð ríkisins og Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, sem lyktaði með því að bandalagið boðaði til verkfalls 26. september. Sam- kvæmt lögum var sú heimild notuð að fresta verkfallinu um hálfan mánuð og kom það því til framkvæmda 11. október og stóð í hálfan mánuð. Niðurstaða samningagerðarinnar urðu tals- verðar kaupgjaldshækkanir um- fram það sem um samdist í samningum ASÍ og vinnuveit- enda. Einnig sömdu bankamenn um hliðstæðar hækkanir og BSRB. Að afloknum þessum samningum kom síðan á daginn að kaupgjald opinberra starfs- manna, sem unnu hliöstæð störf og verzlunarmenn var 10 til 59% hærra en textar verzlunarmanna. • Ekkert svigrúm til kjarabóta Sjónarmið verzlunarinnar, að því er Hjörtur Hjartarson, formaður Kjararáðs verzlunarinnar, skýrir frá, eru þau að verzlunin hafi ekkert svigrúm til kjarabóta. „Það er alveg rétt,“ sagöi Hjörtur, „að verzlunarmenn hafa orðið aftur úr í launum. Það er dæmigert, að tvær stéttir þjóðfé- lagsins, í iðnaði og verzlun, hafa orðið áberandi verst úti miðað viö aðrar stéttir. Báðar þessar stéttir eru hins vegar tengdar atvinnugreinum, sem eru háðar verðlagsákvæðum. Flestar aðrar stéttir eins og sjómenn, bændur og fleiri, búa við allt önnur kjör. Verðlagsákvæðin og þau höft, sem þeim fylgja, endurspeglast í kjörum þessara stétta á mjög greinilegan hátt.“ Forystumenn verzlunarinnar viður- kenna fúslega aö verzlunarmenn hafi orðið aftur úr, en svigrúmið til kjarabóta í verzlun hefur ekki verið hið sama hjá þeim atvinnu- vegi sem öðrum. Þetta lága kaup hækkar þó árlega um 40—50% vegna verðbólgu og vísitölu, en gerir þó ekki nema rétt að halda í viö hækkanir — mismunurinn verður áfram hinn sami. Er það þó — eins og Hjörtur Hjartarsson sagði, gífurlegum erfiðleikum bundið að halda í við verðbólg- una vegna þess að sífellt eru álögur á atvinnuveginn þyngdar. „Það hefur í raun aldrei staöið á okkur að bæta kjör verzlunar- fólks, viljann hefur ekki vantað, því að þetta ástand bitnar auðvitað einnig á okkur. Smátt og smátt fáum við sífellt lélegra starfsfólk, því að við erum ekki samkeppnisfærir. Að því leyti fara saman áhugamál okkar í verzlun og launþeganna." • Óformlegar viöræöur Rétt eftir að gerðir voru kjara- samningar við opinbera starfs- menn hélt Landssamband ís- lenzkra verzlunarmanna 11. þing sitt. í kjaramálaályktun þingsins var vikið að könnun Hagstofunn- ar á raunverulegum launagreiösl- um stærstu fyrirtækja innan samtaka vinnuveitenda til verzl- unar- og skrifstofufólks og að á grundvelli þeirrar hafi verið gerðír samningar við opinbera starfs- menn. Síðan sagði í ályktuninni: „Með tilliti til þess er það skoðun þings 11. L.Í.V. að taka eigi launataxta verzlunar- og skrif- stofufólks til endurskoðunar þeg- ar í stað og þeir færðir til samræmis við raunverulega framkvæmd þessara mála. Verzl- unarfólk krefst jafnréttis á viö aðrar stéttir í þessum efnum. Við samning launataxta verði tekiö tillit til takmarkaðs atvinnuörygg- is, sem jafnan ríkir á hinum almenna vinnumarkaði. Þingiö telur eölilegt að viöræður eigi sér stað við viðsemjendur verzlunar- og skrifstofufólks vegna þeirra sérstöku aðstæðna, sem skapast hafa í þessum efnum. Þingið leggur áherzlu á þýðíngu þess, að flokkaskipan samning- anna verði endurskoöuð eins og samið hefur veriö um, m.a. með það markmiö í huga að allra starfa verzlunar- og skrifstofu- fólks sé getið." Umrætt landssambandsþing var haldiö dagana 4. til 6. nóvember 1977 en mánuði síðar rituðu formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Guömundur H. Garðarsson, og formaður samn- inganefndar félagsins, Magnús L. Sveinsson, Hirti Hjartarsyni, for- manni Kjararáðs verzlunarinnar, þar sem þeir óskuðu eftir viöræð- um við kjararáðið „vegna mjög breyttra aðstæðna í kjaramálum frá því að við undirrituðum kjarasamning við yður þann 22. júní sl.“ Óskuðu þeir félagar eftir að viðræður gætu hafizt sem fyrst. • BSRB-samningar breyttu okkar aðstæöum Afleiðingar þessara breyttu að- stæðna, sem sköpuðust við gerð BSRB-samninganna, varð röskun hlutfalls milli taxta verzlunar- manna og raunverulegra launa- greiðslna. Frá sjónarhóli forystu- manna verzlunarmanna er ekki nema gott eitt um það að segja að yfirborganir eigi sér stað, en verði þær almennar, þannig að í raun eru vinnuveitendur farnir að ákveöa kaupgjald einhliöa, er einhver maökur í mysunni að þeirra dómi. Verður aö fást viðurkenning þessarar stað- reyndar í launatöxtum, enda tapar launþeginn á slíku, þar sem öll launatengd gjöld eru yfirleitt tengd taxtalaunum. Talið er þó að þessar yfirborganir yfir taxta séu mun almennari meðal skrifstofufólks en almenns af- greiðslufólks. Óformlegar viðræður fóru fram við vinnuveitendur síðla í janúarmán- uöi, þar sem fjaliaö var um kjaramál verzlunarfólks og í lok þess fundar var gert ráð fyrir aö formlegar viöræður hæfust innan tíðar. I febrúar voru sett lög um ráðstafanir í efnahagsmálum, sem riftu veröbótaákvæðum kjarasamninga og gjörbreytt staöa myndaðist í samningamál- unum og 28. febrúar eða um það bil mánuöi eftir að óformlegu viöræðurnar hófust, sagði Verzl- unarmannafélag Reykjavíkur upp kaupgjaldsákvæðum samning- anna frá og meö 1. marz 1978. • Formlegur samninga- fundur 14. apríl Formlegur samningafundur var síðan haldinn 14. apríl og urðu aðilar þar sammála um skipan undirnefndar, sem ynni að til- lögugerð um breytingar á flokka- skipan samninganna. Var þá höfö í huga flokkaskipan opinberra starfsmanna og bankamanna vegna starfshópa, sem vinna hliöstæð störf og verzlunarmenn. Hinn 20. júní komu samninga- nefndir síðan aftur saman, eftir aö undirnefndir höfðu unnið úr ýmsum hugmyndum og lögðu þá fulltrúar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands verzlunarmanna fram ítarlegar tillögur, sem m.a. fólu í sér, að í stað 10 launaflokka, kæmu 23 launaflokkar. Þessar tillögur sköpuðu meiri breidd og full- nægja betur því markmiði, að samningurinn nái betur til alls þess fjölda, sem honum er ætlað aö spanna. Verzlunarmenn hafa rökstutt þess- ar tillögur sínar með því að á síðuastu árum hafi orðið gífurleg breyting á verkaskiptingu innan félaga verzlunarmannafélaganna. Störf verzlunarfólks hafa oröið sérhæfari með árunum og nú hafa t.d. myndast fjölmargar stöður, sem hvergi er getið í samningum. Þá hefur með sér- hæfingu eðli og vægi hinna ýmsu starfa breytzt með aukinni vél- tækni og tilkomu tölva og stærri rekstrarheilda. • Verzlunarmenn hafna óbreyttu grunnkaupi Þegar verið var að mynda núver- andi ríkisstjórn voru uppi hávær- ar raddir um að hún ætlaði sér að lögbinda grunnkaupið út árið 1979. Málið var tekið fyrir á miðstjórnarfundi ASÍ og for- manna landssambandanna og greiddu fulltrúar verzlunarmanna þar atkvæði gegn þessum áform- um og mikill fjöldi fundarmanna sat hjá. Síðar fylgdu í kjölfariö fleiri hópar launþega, sem mót- mæltu lögbindingu grunnkaups, svo sem eins og farmenn og fiskimenn og háskólamenntaðir menn. Þetta varð til þess að ríkisstjórnin heyktist á áformum sínum og þótt í lögunum sé nokkuö ótvírætt orðalag um óbreytt grunnkaup, hefur félags- málaráðherra lýst því yfir opin- berlega, að lögin bindi ekki kaupgjald og að heimilt sé aö semja um launahækkanir. En verzlunarmönnum er farið aö leiöast þófið. Síöasti samninga- fundur þeirra með viðsemjendum þeirra var haldinn 9. október. Hann varð árangurslaus og strax á eftir var haldinn fundur í trúnaðarmannaráði V.R. Þar var rætt um málin og samþykkt að hafna áskorun Alþýðusambands íslands um að afturkalla uppsögn kaupgjaldsákvæða samninga og samninganefnd félagsins falið að tjá vinnuveitendum, að trúnaðar- mannaráðið muni „grípa til frek- ari aðgerða hafi málinu ekki þokað verulega í samkomulags- átt fyrir 9. nóvember næstkom- andi“. Þá var haldinn sambands- stjórnarfundur í Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna hinn 14. október síðastliðinn og þar samþykkt áskorun til allra aðild- arfélaga sambandsins að hverfa ekki frá uppsögn kaupgjalds- ákvæða samninganna. • Færist harka í leikinn? Allt virðist því benda til að nú sé harka að færast í samningaviö- ræður verzlunarmanna og við- mælenda þeirra. Forystumenn verzlunarinnar hafa lýst því að ekkert svigrúm sé til hækkaðs kaupgjalds eftir að stjórnvöld hafi nú enn einu sinni höggvið í þann knérunn, að skerða álagningu Frá undirritun kjarasamn inga verzlunarmanna. verzlunarinnar. Hafa þeir jafnvel haft á orði, að verzlunarmenn þurfi að leita til verðlagsstjóra til þess að fá hækkaða álagningu, sem sé forsenda hækkaðs kaup- gjalds. Forystumenn verzlunar- innar hafi enn ekki faliö verzlun- armönnum forsjá sinna mála — hvað sem síðar kunni að veröa. Þetta sé því ekki þeirra höfuð- verkur. Eitt er Ijóst, aö lausn þessarar deilu verður vandfundin og ef til vill þurfa einhverjar aögeröir verzlunarmanna að koma til. Hvort það verður allsherjarverk- fall eða skærur, er ekki Ijóst, en undarlega hljómar í eyrum, þegar einn forystumanna verzlunarinnar lýsir því opinberlega, að komi til verkfalls verzlunarmanna, komi í Ijós, hversu mikilvæg þessi þjón- ustugrein er. Um það má segja aö fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuö gott. — mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.