Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 13 Þórður Jónsson: Samrunakiarnorka í ágústmánuöi síðastliðnum barst sú frétt um heimsbyggðina, að líklega vaeri hagnýting sam- runakjarnorku á næstu grösum, þar eð vísindamönnum við Princetonháskóla hefði tekizt að yfirstíga ýmsar tæknilegar hindr- anir. Hljótt hefur verið um þetta afrek síðan í ágúst, sem ekki er að furða, því að í ljós hefur komið, að fréttin um mikilvægi Princetontil- raunanna á við lítil rök að styðjast, og var að mestu tilbún- ingur bandarískra blaðamanna. Hvað er samrunakjarnorka, og hver er mismunur hennar og venjulegrar kjarnorku? Unnt er að nýta kjarnorku á tvo vegu. I fyrsta lagi má kljúfa atómkjarna þannig, að tveir léttari myndist og saman- lagður massi léttu kjarnanna sé minni en massi upprunalega kjarnans. Massamunurinn breyt- ist í orku. Þessari aðferð er beitt í öllum starfandi kjarnorkuverum, því að tiltölulega auðvelt er að hafa hemil á hraða kjarnaklofn- inganna. I öðru lagi geta tveir léttir atómkjarnar runnið saman og myndað einn þyngri kjarna, sem þó er léttari en hiniar tveir upprunalegu til samans. I vetnis- sprengjum renna saman tveir þungir vetniskjarnar og mynda helíumkjarna. Sams konar ferli er meginaflgjafi sólarinnar. Helzti örðugleikinn við beizlun samrunakjarnorku er, að vetnis- kjarnar hrinda hverjir öðrum frá sér og eru ákaflega ófpsir að renna saman. Það gerist ekki fyrr en við tugmilljón gráða hita. Venjuleg kjarnorkusprengja er notuð í vetnissprengjur til að koma vetn- issamrunanum af stað. Má því ljóst vera, að erfitt er að hafa vetnissamruma í gangi í tilrauna- stofu eða raforkuveri, því að hvaða ílát megnar að geyma tugmilljón gráða heitt efni? Þetta vandaniál hafa vísindamenn þó glímt við með nokkrum árangri undanfarna áratugi, þótt enn sé langt í land. Kostir samrunakjarnorku eru hins vegar ótvíræðir. Vetnisbirgðir jarðar eru því sem næst ótak- markaðar, og enginn geislavirkur úrgangur myndast við vetnissam- runa. Eðlisfræðingar hafa hannað áhafd, er þeir nefna tokamak, til að lata vetnissamruna fara fram í. Tokamakinn er í laginu eins og kleinuhringur. Holrúm kleinu- hringsins er lofttæmt, og þar er framkallað sterkt segulsvið. I þessu segulsviði er vetni, eða réttara sagt vetnisplasma, komið fyrir. Plasma nefnist ástand efnis við mjög hátt hitastig. I venjulegu atómi hafa hinar neikvætt raf- hlöðnu elektrónur ekki nægilega orku til að losna úr rafsviði kjarnans, sem hefur jákvæða rafhleðslu. Sé efni hitað mjög mikið, verða elektrónurnar svo orkumiklar að þær losna úr áhrifasviði atómkjarnanna og efnið breytist í hrærigraut raf- hlaðinna agna. Þetta ástand nefn- ist plasma. gegulsvið hefur áhrif á hreyfingu rafhlaðinna agna, og sviðið í holrúmi tokamaksins kemur í veg fyrir, að plasmið snerti veggi kleinuhringsins og bræði þá. Að sjálfsögðu er sú aðferð, sem lýst hefur verið, ekki fullkomin, og hafa innveggir tokamaka reynzt fremur ending- arlitlir. Utan við kleinuhringinn er komið fyrir kælikerfi, sem flytur á brott þann varma, er myndast við vetnissamrunanna. Eins og geta má nærri um, þarf mikla orku til að hita vetni svo mikið, að samruni komist af stað. í öllum þeim tilraunum, er gerðar hafa verið til þessa, hefur þurft meiri orku til að koma vetnissam- runanum af stað og halda honum gangandi, en losnað hefur úr læðingi. Samrunakjarnorka er því vægast sagt ákaflega óhagkvæm með núverandi tækjabúnaði. Tokamakar voru fundnir upp í Sovétríkjunum árið 1968. Um þessar mundir halda bandarískir samrunasérfræðingar því hins vegar fram, að þeir standi mun framar sovézkum starfsbræðrum sínum. Sá tokamak, sem næst ■•hefur komizt að framleiða jafn ■mikla orku og hann notar, er á Massachusetts Institute of Technology. Princetonmönnum tókst síðastliðið sumar að fá hærra hitastig við vetnissamruna en áður hefur þekkzt, eða u.þ.b. 50 milljón gráður, og þetta kom öllum blaðafréttum af stað. A hinn bóginn er nýtni tokamaksins í Princeton mjög slæm. Það er ekki hitastigið eitt, sem ákvarðar nýtnina, heldur jafnframt þétt- leiki plasmans og sá tími, sem unnt er að hafa samrunann gangandi í einu. Ekki er ástæða til að ætla, að samrunakjarnorka verði hagkvæm á næstu áratugum. Um það eru flestir sérfræðingar samdóma. Til dæmis má nefna, að í spám orkuráðuneytis Bandaríkjanna, er ekki gert ráð fyrir nýtingu sam- runakjarnorku fyrr en eftir 50 ár. Þrátt fyrir orkukreppu hafa fjár- veitingar til rannsókna á þessu sviði heldur farið lækkandi þar í landi undanfarið, þótt enn séu þær að vísu verulegar. Stærsta yísindaafrek mannkyns í burðarlið? Princeton, Washington, 14. ágúst. AP. Reuter. I -t>AÐ ERU ekki þittaskil heldur aöeins mikilvsegt skref. sem staö- I festir fyrri spár“ var haft eftir talsmanni handaríska orkumála- ráöuneytisins. er spuröist aö handa rískum visindamönnum við Prince- i ton hiskóia heföi nýlega tekizt aö hita vetni f 26 milljón stig á rannsóknastofu. Að sOgn fréttastofu Reuters tókst vísindamónnunum að framleiða 60 milljón stiga hita, fjórfaldan þann hita; .sem talinn er vera í kjarna sólar, en þetta hefur talsmaöur rannsóknastofunnar ekki viljað staö- festa. Vísindamenn hafa nú um áratuga bil reynt aö finna leiö til að stjórna kjarasamruna og leysa þannig úr læöingi orku líkt og gerist í kjarna sólar eða þegar sprengd er vetnis- sprengja Hefur longum verið vitað að meö þessum hætti má framleiða eða svo .vissulega við lok aídarinn- ar“. E.t.v. sagði hann „yrði þaö mesta visindaafrek mannkyns. þar sem þaö myndi opna okkur ótæman- lega orkulind". Efni breytt í orku Við kjarnasamruna tengjast kjarnar tveggja atóma og mynda þriðja þyngra atóm. Atómin tvo eru hituð við gifurlegt hitastig. þar til árekstrar verða sem á endanum leiða til l>«*ss að þau falla sundur la>snar við það hin mikla orka, sem áður hélt atómunum saman við það ítð atóm- efnið leysist upp í orku, Er það 9 DAGARTILSTEFIMU. KRAKKAR: Stundaskrárkeppninni hjá olivetti lýkur 10. nóv. n.k. Verið með. 3 VEROLAUN I BOÐI: 1. verðlaun kr. 60.000 2. verðlaun kr. 45.000 3. verðlaun kr. 30.000 „MR. TOUGH" blður eftir því að verða sklrður íslenzku nafni. | Keppnin er fyrir „börn á öllum aldri." Skrifstofutækni hf. (v. hliöina á pylsuvagninum) Tryggvagötu - Reykjavfk. Vestur-þýzk bókagjöf til Vestmannaeyja Nýlega var Bókasafni Vest- mannaeyja afhent mjög vegleg bókagjöf frá v-þýska félaginu Martin Behaim Gesellschaft, sam- tals 110 bindi. Er hér um að ræða mjög gott úrval þýskra bók- mennta, auk rita um hin margvís- legustu efni. Allar eru bækurnar í afar fallegu bandi og góðu, og bera þýskum bókagerðarmönnum fag- urt vitni. Fyrir Bókasafn Vest- mannaeyja kemur þessi bókagjöf sér mjög vel því að þýskar bækur í safninu voru fremur fáar fyrir og svöruðu engan veginn eftirspurn. I fjarveru Kurts Schleuchers, for- seta Martin Behaim Gesellschaft, afhenti Karlheinz Krug sendiráðs- ritari gjöfina við stutta athöfn í safninu. Á meðfylgjandi mynd, sem þá var tekin, eru (t.v.): Ilse Guðnason bókavörður, Haraldur Guðnason fyrrv. bókavörður, Áki Haraldsson, frá safnanefnd, Guð- rún Sveinbjörnsdóttir, Gísli Gísla- son ræðismaður, Gerður Guð- mundsdóttir, Karlheinz Krug sendiráðsritari, Sigurgeir Krist- jánsson forseti bæjarstjórnar, Helgi Bernódusson bókavörður og frú Krug. (Ljósm. -Guðm. Sigfús- son). Það er eins með osta og ástir - það tekur langan tíma að kynnast þeim í öllum sínu fínu þlæþrigðum. Nægur tími og rétta umhverfið hefur líka sitt að segja. Komið á ostavikuna í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Þar eru næg tækifæri til osta. Ostar, salöt og Ijúfar veigar. Auk þess þýður hótelið uþþ á sérstakan matseðil af tilefninu. Eigið ostaævintýri á Hótel Loftleiðum, því lýkur 2. nóvemþer. Borðpantanir í síma 22321 HOTEL LOFTLEIÐIR AlT.LVSIMiA- SIMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.