Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 1978 31 Bráðabirgðalögin ganga gegn réttlætistilfínningu þjóðarinnar — sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins er lögin voru til umræðu í neðri deild Alþingis UMRÆÐUM um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar var haldið áfram í neðri deild Alþingis á fimmtudaginn. Matthías Bjarnason (S) kvaðst vilja gera að umtalsefni þann hluta hinna nýju laga sem fjallaði um niðurfærslu og verðlagseftirlit, og sagði Matthías meðal annars, að auknar niðurgreiðslur kostuðu ríkissjóð hvorki meira né minna en 3350 milljónir króna fram til áramóta. Að óbreyttu kostuðu niðurgreiðslurnar ríkissjóð 12 milljarða og 800 milljónir á árinu 1979. Þá lýsti Matthías þeirri skoðun sinni, að þessar auknu niður- greiðslur kæmu þeim alls ekki við góða sem lægst væru settir í þjóðfélaginu, mun líklega væri að þeir, sem meira mættu sín, gætu notið góðs af. Barnmargar fjölskyldur eða þeir sem lægst hafa launin eiga ekki frystikistur til að geyma í kjarabótakjötið, og jafnvel ekki handbæra fjármuni til að kaupa það, það geta hins vegar þeir sem eiga stórar frysti- kistur og gnægð peninga, sagði Matthías. draga úr viðleitni manna til að afla sér og samfélaginu hárra tekna. Tómas Árnason (F) fjármálaráðherra tók næstur til máls. Sagði hann, að þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hefði um það stór orð, hvernig að hefði verið farið með setningu þessara bráða- birgðalaga, þá mætti hverjum manni vera það ljóst, að þau hefðu verið sett af illri nauðsyn. Jafn- framt sagði ráðherrann, að þó deilt væri um lögmæti þess að leggja á afturvirka skatta, þá hölluðust flestir fræðimenn að því að það væri fyllilega lögmætt, enda mætti finna forsendur þess í lagasetningu frá því fyrr á árum. Sagði hann að frá þvi árið 1932 hefðu verið sett hvorki meira né minna en 30 lög um skatta, sem hefðu verið ýmist íþyngjandi eða afturvirk, þó flest þessara laga hefðu að vísu verið birt fyrir birtingu skattálagningar. Ekki væri að finna nein dæmi þess að þessum lögum hefði verið hrundið fyrir dómstólum, og því kvaðst ráðherrann vilja vara fólk við því að leggja út í kostnaðarsöm málaferli til að hnekkja þessum nýju lögum. Að lokum sagði fjármálaráð- herra, að þrátt fyrir að rætt væri um að skattlagning hér á landi væri mikil, þá væri það staðreynd að skattar væru mun lægri hér á landi en hjá mörgum nágranna- þjóðum okkar, svo sem Norður- löndunum, Bretlandi og Vestur-Þýskalandi. Albert Guðmundsson (S) sagði, að ekkert atriði í ræðu fjármála- ráðherra hefði staðist, ekkert af því væri rétt. Kvað Albert það skoðun sína, að enginn dómstóll í landinu gæti dæmt um réttmæti hinna nýja bráðabirgðalaga, þar sem ekki væri unnt að finna þann dómstól sem ekki ætti hagsmuna að gæta í málinu, til dæmis væru allir dómarar landsins launþegar. Því ætti þjóðin sjálf að dæma í þessu máli, og hefði sá dómur raunar þegar fallið. Fólkið í landinu teldi þessa lagasetningu óréttláta og ranga. Sagði þingmaðurinn að fyrstu spor þessarar ríkisstjórnar hefðu vakið ótta, einkum hvað varðaði lög um afturvirkni skatta og eignaskattsauka. Slíkt gengi gegn réttlætistilfinningu þjóðarinnar. Lagði Albert síðan fram breytingartillögu við lagafrum- varpið til staðfestingar bráða- birgðalögunum, þar sem gert er ráð fyrir því að í stað aukaskatt- lagningar komi skyldusparnaður. Nemi sk.vldusparnaðurinn sömu fjárupphæð og gert er ráð fyrir að hin aukna skattheimta nái til, en endurgreiðist á næstu tveimur árum. Sagði Albert að þessi tímalengd miðaðist við þann tíma sem ríkisstjórnin ætlaði sér til að koma fjárhag ríkissjóðs á réttan kjöl. Svavar Gestsson (Abl) viðskiptaráðherra sagði að laga- frumvarpið væri flutt af tillits- semi við fólkið í landinu, og væri hrein staðfesting á úrslitum kosninganna í vor. Með setningu laga þessara væri raunverulega verið að setja kjarasamningana í gildi. Sagði ráðherrann að bráða- birgðalögin hafi vaidið því, að kaupmátturinn væri nú hærri en nokkru sinni á síðasta áratug, og jáfnhár því sem hann var hluta árs 1974. Sagði hann að gott samband hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna um þessi mál. Aukaskattlagningin hefði Samstaða um 18 ára kosningaaldur — en höfðað til samkomulags um meðferð stjórnarskrármála Sagði Matthías að varla hefði verið unnt að fara klaufalegar og óskynsamlegar að þessum niður- færslum en gert hefði verið. Þá gerði Matthías að umræðu- efni þann kafla bráðabirgðalag- anna sem fjallar um eignaskatts- auka og sérstakan tekjuskatt og sérstakan skatt af atvinnurekstri til að standa undir kostnaði af niðurfærslu vöruverðs. Sagði Matthías að hér væri um að ræða mjög rangláta skattmeðferð, til dæmis mætti benda á að eigna- skattsaukinn kæmi hart niður á þeim sem sáralitlar tekjur hafa. Þar væri meðal annars um að ræða aldrað fólk, ellilífeyrisþega. Kvaðst þingmaðurinn vera alfarið á móti bráðabirgðalögunum, sem nú lægju fyrir Alþingi til stað- festingar, en þar sem hann byggist ekki við því að frá því yrði horfið að leggja á þessa ranglátu og óheilbrigðu skatta, þá vildi hann freista þess að taka af þeim verstu agnúana. Lagði Matthías síðan fram breytingartillögu við laga- frumvarpið, þar sem ekki er gert ráð fyrir því að eignaskattsauki verði lagður á þá menn sem orðnir voru 67 ára fyrir 1. janúar 1978. — Jafnframt kvaðst Matthías ætlast til að hið sama gilti um örorkulíf- eyrisþega, þannig að þeir þyrftu ekki að bera skarðan hlut frá borði frekar en ellilífeyrisþegar. Undir lok ræðu sinnar ræddi Matthías síðan um álagningu beinna skatta almennt, og sagði hann það skoðun sína, að fyrir löngu væri tímabært að setja reglur um það hve langt mætti ganga í álagningu beinna skatta. Víst væri, að þegar skattheimtan væri orðin svo há sem raun ber vitni, þá væri það til þess fallið að Kosningarétt við kosning- ar til Alþingis hafi allir sem verða 18 ára á því ári sem kosning fer fram, eða eru eldri, hafa fslenzkan ríkis- borgararétt og eiga lög- heimili hér á iandi, hafa óflekkað mannorð og hafa ekki verið sviptir lögræði. Þetta var megininntak frumvarps, sem Gunnlaugur Stefánsson (A) mælti fyrir í neðri deild Alþingis fyrir nokkru síðan. GSt. taldi þetta gamalt baráttumál Alþýðuflokksins, bæði utan þings og innan. Hins vegar hefði Alþýðubandalagið fyrst hreyft þessu máli á þingi sl. vetur, 12 árum eftir að Alþýðuflokkurinn tók málið upp (1965). Það væri og táknrænt að eftir að þingmenn Alþ.fl. í neðri deild legðu fram frv. um þetta efni, tæki einn af þingmönnum Alþýðubanda- lagsins það nær orðrétt upp í efri deild. • Lúðvík Jósepsson (Ab) sagöist ætíð hafa stutt lækkun kosningaaldurs í 18 ár, hver sem flutt hefði, og Alþýðubandalagið hefði ákveðið að taka málið upp, bæði á síðasta þingi og nú. Hins vegar væri rétt að minna á samkomulag þingflokka um með- ferð mála, sem snertu stjórnar- skrá og kosningarétt, þ.e. um skipan stjórnarskrárnefndar, er skila eigi tillögum um þessi efni innan 2ja ára. Nefnd þessi yrði skipuð næstu daga, og myndu þá mál af þessu tagi þar rædd í samræmi við samþykkt Alþingis. • Sighvatur Björgvinsson (A) sagði stjórnarskrárnefnd hafa lengi starfað án þess að binda hendur einstakra þingmanna um tillöguflutning. Alþýðuflokkurinn hefði talið rétt að vekja enn einu sinni athygli á þessu réttlætismáli ungs fólks. • Gunnar Thoroddsen (S) sagði fyrri stjórnarskrárnefnd ekki hafa borið gæfu til að skila niðurstöð- umeða tillögum um athugunarefni sín. Þess vegna hefði nýrri stjórnarskárnefnd verið sett ákveðin tímamörk um tillögugerð. Efnislega væri hann fylgjandi þeim tveimur frv., sem fram hefðu komið um þessi mál, lækkun kostningaaldurs og að Alþingi yrði gerð ein málstofa. Þess væri að vænta að stjórnarskárnefnd, sem skipuð yrði næstu daga, tæki þessi mál og önnur hliðstæð til tafar- lausrar meðferðar. • Halldór E. Sigurðsson (F) sagði þingflokk framsóknarmanna taka afstöðu til þess væntanlega í dag, hver yrði fulltrúi hans í nýrri stjórnarskárnefnd, skv. samkomu- lagi þingflokka þar um, og stað- festingu Alþingis. Ekki væri sér kunnugt um andstöðu í Fram- sóknarfl. við þau mál, er hér hefðu verið borin fram. Væri þess að vænta, að breytingar í þessa átt yrðu gerðar á kjörtímabilinu. • Matthías Bjarnason (S) sagði að nú sæi í lausn þessara mála með nýrri stjórnarskrárnefnd, sem sett hefðu verið ákveðin tímatakmörk. Þar af leiddi að menn þyrftu að vera snöggir um tillöguflutning „til að missa ekki af glæpnum", eins og stundum væri komizt að orði. Alþingi sem ein málstofa og 18 ára kosninga- aldur væru tímanna tákn. Aðal- atriðið væri að manna hina nýju stjórnarskrarnefnd svo, að hún sinnti viðfangsefnum sínum í tæka tíð, í samræmi við samkomulag þingflokka. Ekki væri eðlilegt að kosningaréttur væri hér þrengri en annars staðar, jafnvel í verið lögð á til þess að greiða niður verð á lífsnauðsynjum til al- mennings, og staða láglaunafólks hefði því styrkst eftir lagasetning- una. Sagði ráðherrann það skoðun sína, að það væri brýnt réttlætis- mál að draga úr óbeinum sköttum, og það hefði því verið spor í rétta átt að fella niður söluskatt af matvælum, það væri mikilvægur pólitískur áfangi fyrir verkalýðs- reyfinguna, og nú væri fyrir hendi grundvöllur til að skapa nýja efnahagsstefnu. Geir Ilallgrímsson (S) sagði, að með setningu bráðabirgðalaganna, , sem nú lægju fyrir til staðfesting- »ar, væri verið að brjóta gegn réttlætistilfinningu landsfnanna. Lögin væru siðleysi að því leyti. Sagði Geir, að þrátt fyrir að því væri lýst yfir, að iögin ættu að ná til verðbólgubraskaranna, þá væri augljóst að það gerðu þau ekki. Verðbólgubraskarar eigi ekki skuldlausar eignir, heldur séu þeir aðilar sem mest skulda. Því sé raunverulega verið að halda verndarhendi yfir þessum mönn- um, og þar sé formaður Alþýðu- bandalagsins í fararbroddi. Verið sé að fratnkvæma skattastefnu Alþýðubandalagsins sem lögð var fram síðast liðinn vetur. Með tilliti til þess hve langt er síðan hún kom fram, og með tilliti til þeirra átta vikna sem fóru í að ræða stjórnar- myndun í sumar, þá sagði Geir að þess hefði mátt vænta að betri lög yrðu samin en raun varð á. Varðandi kaupmátt launa árið 1974, þá sagði Geir að hann hefði aðeins verið „pappírskaupmáttur“, sem ekki hefði staðist og launþeg- ar því raunverulega ekki notið góðs af. tilgreindum austantjaldsríkjum í greinargerð með frv. • Einar Ágústsson (F) lagði áherzlu á að kosningaréttar- og stjórnarskrármál yrðu tekin til meðferðar í samstarfsnefnd þing- flokka, skv. samkomulagi þar um. Rétt væri að fylgja málum fast eftir á þeim samstarfsvettvangi. • Páll Pétursson (F) vakti athygli á því að flutt væru tvö frv. um sama efni — í sitt hvorri þingdeild. Það væri e.t.v. vinnu- sparnaður að endurflytja mál annarra þingmanna, sem þegar væru fram komin. Þá kynni að fara vel á því að rannsóknarglaðir nýir þingmenn settu á fót eina rannsóknarnefnd til að ganga úr skugga um, hverjir hefðu átt frumkvæðið í þessu efni: Alþýðufl. eða Alþýðubandalag. Sér hefði á sínum tíma þótt sárt að fá ekki að kjósa tæplega tvítugur en nú væri „18 ára kosningaaldur að breiðast út í landinu“, eins það væri orðað í grg. með frv. • Sverrir Hermannsson (S) sagðist sammála efnisatriði frv. þótt hann setti fyrirvara um, hvort miða ætti við afmælisdag eða ár. Hann kvaðst hafa útbúið fyrirspurn um riðuveiki en hætt við, er önnur um sama efni hefði fram komið. Óþarfi væri að prenta mál í belg og biðu, hvert á eftir öðru. GSt. segði og Alþýðubanda- lag enga forystu eiga í þessu máli, þótt aökominn maður úr framliðn- um flokki endurprentaði frumvarp hans. SvII. sagðist þeirrar skoðun- ar að núverandi stjórnarskrá væri um flesta hluti góð, en fyrst Alþingi hefði á annað borð tekið ákvörðun um endurskoðun hennar, yrði það að fylgja málinu betur eftir en gert hefði verið í fyrri stjórnarskrárnefnd. Kríttmann Guömundason Elnn af víölesnustu höfundum landsins. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö mlnnsta kostl á 36 tungumál. Skáldverk Kristmanns Guðmundssonar Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Vildís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Almenna Bókafélagiö, Auaturstrmti 16, Sksmmuvegur slmi 16707 aimi 73055 36. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.