Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTÓBER 19f8 Teheran: Miklar hreinsanir í leynilögreglunni Þessi „skemmtilegi“ árekstur varð í bandarísku borginni Lynnwood. Efri bíllinn flaug um 30 metra fram af hraðbraut og út stigu tveir bræður, 2xh árs og 3V2 árs, ómeiddir, en móðir þeirra hafði fallið út úr bflnum um leið og hann tók „flugið“. Tcheran. 30. október. AP. ÞRJÁTÍU og fjórum hátt- settum mönnum innan leyni- lögreglu írans var vikið úr starfi í gær, að því er segir í frétt frá dómsmálaráðuneyti landsins. Engin ástæða var gefin fyrir þessum skyndilegu „hreinsunum“, en meðal þeirra, sem vikið var frá, er Parviz Sabeti, aðstoðarfram- kvæmdastjóri lögreglunnar. Fyrr á árinu var aðalfram- kvæmdastjóra leynilögregl- unnar, Nematullah Nasiri, vikið úr starfi af keisaranum og í hans stað settur í starfið Nasser Moghadam, sem þekktur er fyrir að vera mjög andvígur ofbeldi í starfi lögreglunnar. í kjölfar þessa hafa farið fram miklar umræður á þinginu í Teheran þar sem komið hefur fram almennur vilji fyrir því að afnema Berlín, 30. október — AP. FLUGMENN PAN AM-flug- félagsins bandaríska, sem starfa í Vestur-Þýzkalandi og Vestur-Berlín og fá þar greidd laun sín í dollurum, hafa hafið mótmælaaðgerðir gegn minnkandi verðgildi dollarsins. Hafa flugáhafnarnirnar Rússneskur tog- ari bjargadi áhöfn eftirlitsvélarinnar Moskvu, 30. október, AP. SOVÉSKUR togari kom í dag til hafnar í Petropavlosk með áhöfn handariskrar eftirlits- flugvélar sem hrapaði í Kyrrahaf á fimmtudag. að því er sendiráð Bandaríkj- Flúðu um jarðgöng Murcia. Spáni. 30. okt.. Reuter. LÖGREGLA leitaði í dag að 12 föngum sem grófu sig út úr fangelsinu í Murcia á Suð- austurSpáni á laugardags- kvöld. Leitað var á svæði í kringum borgina með spor- hundum, án árangurs. I gær voru handteknir þrír fanganna 15 sem sluppu. Leið- togi þeirra var handtekinn við vegartálma 75 kílómetra frá Murcia. Fangarnir flúðu um göng sem grafin voru út frá einum fangaklefanum. Læddust þeir einn af öðrum út úr sjónvarps- herbergi fangelsisins og vakti háttalag þeirra engar grun- semdir fangavarðanna. Þetta var í annað sinn á fimm mánuðum að upp kemur meiri háttar strok úr fangels- um á Spáni. anna í Moskvu tilkynnti í dag. Togarinn bjargaði 10 af 15 flugliðum og einnig voru lík þriggja meðferðis. Leit var hætt í dag að þeim tveimur sem enn er saknað. Flugvélin sem fórst var Orion p-3 kafbátaleitarvél bandaríska sjóhersins, en hún varð að nauðlenda á úfnum sjó vegna bilunar. „farið sér hægt“ að undan- förnu, þannig að vélar félags- ins hafa tafist um 15—30 mínútur á stuttum flugleið- um innan Vestur-Þýzka- lands. Hefur þetta valdið félaginu töluverðum vand- ræðum. Þeir sem harðast ganga fram í þessum hægfara aðgerðum eru 170 flugmenn Pan Am í Berlín, en laun þeirra eru á ári á bilinu 75.000 til 130.000 bandaríkja- dollarar, sem sífellt verða verðminni með stöðugu falli dollars gagnvart vest- ur-þýzkamarkinu. Pan-Am-flugfélagið hefur lagt til við flugmennina að mál þeirra verði lagt fyrir bandarískan gerðardóm og að sögn talsmanna flugmanna verður fjallað um þessa til- lögu á fundi þeirra fljótlega. Þetta gerðist 1972 — Stjórn Allendes í Chile segir af sér. 1967 — Thieu tekur viðembætti forseta Suöur-Víetnams. 1962 — Krishna Menon, land- varnaráöherra Indlands, segir af sér. 1956 — Brezkar og franskar loftárásir á egypzka flugvelli. 1955 — Margrét prinsessa tilkynnir aö hún giftist ekki Townsend. 1925 — Valdarán Reza Khan í Persíu — Grikkir ráöast, inn í Búlgaríu. 1918 — Tisza greifi, forsætis- ráðherra Unjíverjalands, ráðinn af dögum. 1876 — Tyrkir fallast á úrslita- kosti Rússa um vopnahlé. 1818 — Windischgrátz tekur Vín. 1813 — Bretar taka Pampeluna, Spáni. 1731 — Brottrekstur mótmæl- enda frá Salzburg hefst. 1639 — Skozka þingið rofið. 1517 — Upphaf siðbótar. Lúther neglir kenningar sínar í 95 liðum á kirkju Witten- burg-hallar. Afmadi dagsins. Chiang Kai- shek, kínverskur forseti (1887-1975) - John Evelyn, enskur dagbókahöfundur (1620—170(1) — Jan Vermeer, hollenzkur listmálari (1632-1675) - John Keats, brezkt skáld (1796—1821) — Norodom Sihanouk, kambódísk- ur fursti (1922—). Innient. íslenzka stjórnardeild- in gerð að deild í dómsmála- ráðuneyti (flutt frá innanríkis- ráðuneyti) 1855 — F. Einar Benediktsson 1864 — L'). Sigurð- ofbeldisaðgerðir lögreglunn- ar gegn pólitískum föngum sem eru fjölmargir í landinu. Að því er áreiðanlegar fréttir í Teheran herma er þessi hreinsun aðeins einn liður í áætlun þarlendra stjórnvalda til að minnka verulega vald leynilögreglu landsins. Mótmæla minnkandi verðgildi dollarans Sagt frá til- urð „Piltdown- mannsins. London, 30. okt. Reuter FUNDUR „Piltdown- mannsins,“ sem sagður var vera tengiliður apa og manna, var gabb sem átti rætur sínar að rekja til ágreinings tveggja nafn- togaðra jarðfræðinga, að því er fram kemur á segulbandsupptöku eins aðstoðarmanna jarðfræð- inganna. Á segulbandinu sagði aðstoðarmaðurinn, prófessor James Douglas við Oxford-háskóla, að William Sollas, prófessor í jarðfræði við Ox- ford-háskólann á árunum 1897—1937, bæri ábyrgð á gabbinu. Sagði prófessor Douglas að Sollas hefði ttíkið upp á gabbinu vegna biturs ágreinings við Sir • • Arthur Smith Woodward fyrrverandi yfirmann jarðfræðideildar British Museum. Höfuðkúpa Pilt- down-mannsins fannst árið 1912 í kalknámu í Piltdown í Sussex-héraði og hélt Sir Arthur allt fram til dauða- dags, að höfuðkúpan væri ófölsuð. Sir Arthur lézt árið 1944 og því var haldið leyndu til 1953 að hún hefði verið fölsuð, þ.e. samsett úr kjálkabeini úr apa og mannskúpu. Að sögn prófessor Douglas lék Sollas margsinnis á Sir Arthur eftir að ágreiningur þeirra varð opinskár. Douglas lézt fyrr á þessu ári, 93 ára að aldri, en hann talaði inn á segulbandið skömmu fyrir andlát sitt. Jarðskjálftar ollu skelfingu Istanbul. 30. október. AP. TVEIR jarðskjálftakippir fyrir dögun í morgun urðu þess valdandi að þúsundir íbúa tyrknesku borgarinnar Aydin þustu út á götur í skelfingu, að því er fréttir þaðan herma. Jarðhræringar þessar ollu engu manntjóni og ekki telj- andi skemmdum á mannvirkj- um. Fyrri skjálftinn mældist um 3 stig á Richterskvarða en sá seinni 2 stig. Allmargar klukkustundir liðu þangað til fólkið, sem var ur próf. Jónsson á Hrafnseyri 1855 — Guðm. próf. Einarsson 1882 — „Þjóðviljinn" hefur göngu sína 1936 — Dananum Schierbeck veitt landlæknisem- bættið 1882 — Bíll kemur tíl Reykjavíkur frá Ilornafirði eftir fjögurra daga ferð 1932 — Forn silfursjóður finnst á Skatja 1952 — D. Jón SÍKurðsson frá Kald- aðarnesi 1957 — F. Ólafur Dan Daníelsson 1877 — Sr. Jón Thorarensen 1902 — Hersteinn Pálsson 1916 — Þorsteinn Valdimarsson skáld 1918 — Hjörleifur Guttormsson 1935. Orð daysinsi Lýðræði er síðasta athvarf lélegrar óstjórnar — George Bernard Shaw, írskt leikritaskáld (1856—1950). skelfingu lostið, þorði að fara aftur inn í hús sín. Borgin Aydin er á miðju því svæði í Tyrklandi, þar sem jarðskjálftar «u hvað tíðastir. MIG-23 í flugher Kúbu Washin«:ton, 30. október. AP. RÚSSAR hafa afhent Kúbu- mönnum hinar háþróuðu hljóðfráu MIG-23 orrustuþot- ur sínar og þannig endurbætt loftvarnir Kúbu verulega, að því er heimildir í bandarísku leyniþjónustunni skýrðu frá í dag. Talið er að MIG-23 orrustu- þoturnar geti skotið kjarn- orkusprengjum og hafa Kúbu- menn nú yfir að ráða 18—20 slíkum flugt'élum, að sögn heimildamanna. Eru þessar nýju orrustuþotur talsvert fullkomnari en MIG-21 og aðrar sovéskar orrustuþotur. Geta þær borið meira af sprengjum og hafa meira flugþol en eldri gerðir. Sovétmenn hafa áður aðeins selt þessar orrustuþotur til nokkurra Varsjárbandalags- ríkja og Arabaríkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.