Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. OKTOBER 1978 29 Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák — Skák Fide-þingið í Buenos Aires: Mál Korchnois og Spasskys talin ganga forsetakjörinu næst hvað hitann snertir Bucnos Aires. 29. oklóber. Frá Ilönna Torfasyni „EG VAR hér fyrir átján árum og mér finnst þetta að ýmsu leyti falleg borg þótt hún sé á margan hátt frábrugðin því, sem við eigum að venjast í Evrópu,“ sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari, er Morgunblaðið ræddi við hann á Sheratonhótel- inu hér í Buenos Aires. Allir íslendingarnir búa á þessu hóteli við góðan kost, en við erum ekki jafn ánægð með mótstaðinn sjálfan. „Ég held að á mínum ferli," sagði Friðrik, „að minnsta kosti á Ólympíumótum, hafi ég aldrei teflt við jafn slæmar aðstæður og hérna. Bæði er skipulagið ekki nógu gott og aðbúnaðurinn er fyrir neðan allar hellur: loftleysi og þrengsli. Ég býst við,“ hélt Friðrik áfram, „að þetta mót nú sé eitt sterkasta Ólympíuskákmót sem haldið hefur verið. Fyrri mót hafa verið fjölmennari, eins og til dæmis í Nizza 1974, en hér eru flestir sterkustu skákmenn- irnir mættir til leiks. Af þeim vantar aðeins Karpov, Larsen, sem aldrei hefur teflt á Ólympíuskákmóti og Hort, en Tékkar senda ekki skáksveit hingað. Kortsnoj er að vísu ekki mættur í fyrstu umferðirnar en hann er væntanlegur.“ — Hver er skýringin á tapi okkar gegn Kínverjum í fyrstu umferðinni? „Þetta var heldur slæm byrj- un hjá okkur að fá þennan skell á móti Kínverjunum. Það er sjálfsagt erfitt að skýra þetta. Kínverjar eru að vísu óþekkt stærð á sviði skákarinnar og því vissum við ekki um styrkleika þeirra. En við höfðum fréttir af því, að þeir gætu reynzt hættu- legir andstæðingar, sem við þyrftum að vara okkur á, en engu að síður held ég að visst vanmat hafi veriö meginorsök ósigursins." — Hver er staðan í fram- boðsmálunum á þessu stigi? „Ég hef nú verið að kynna mér hana og það virðast líkur á því að ég sé öruggur með 30 atkvæði, sem þýðir að ég á að komast áfram eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna. Hvor þeirra Gligoric eða Mendez kemst áfram er erfitt að segja til um nú, en mér sýnist þó Gligoric hafa vinninginn. Ef ekkert óvænt kemur upp á síðustu dagana fyrir kjörið og ekki verða miklar hreyfingar á af- stöðu fulltrúanna, þá tel ég næsta víst að slagurinn standi á milli mín og Gligoric. Það hefur bætzt við í minn örugga stuðningshóp eftir að hingað kom, einkum S-Ameríkulönd, en ennþá virð- Friðrik Ólafsson ast svona 10 skáksambönd ekki hafa gefið upp hverjum þau fylgja. Ymsir stuðningsmenn mínir innan FIDE hafa unnið að framboði mínu undanfarnar vikur. Ég get nefnt, að Dal Verme, greifi frá Ítalíu, sem er mikill áhrifamaður, hefur leitað eftir stuðningi við mig í ýmsum grannlöndum sínum, en þar virðast Grikkland og Spánn haliast heldur að Gligoric. Stuðningsmaður minn frá Iran, Navabi, hefur reynt að afla mér fylgis í ýmsum Araba- og Asíulöndum. Þeir O’Connel frá Irlandi og Levy frá Skotlandi hafa rætt við ýmsa aðila, meðal annars fulltrúa Nýja-Sjálands og mér er sagt að ég eigi víst atkvæði Astralíu. Það getur þó verið nokkuð vafasamt að treysta á slíkar fréttir, því þótt skákmennirnir séu á mínu bandi, er ekki þar með sagt að fulltrúi skáksambands þeirra sé sama sinnis." — Ýmsir vilja halda að FIDE-þingið verði stormasamt á fleiri sviðum en í sambandi við forsetakjörið. Eru nefnd í því sambandi mál Korchnois og deilan um fulltrúa skáksam- bands Venezúela. „Já, þetta Venezúelamál kom hér upp strax fyrsta daginn og það er rétt að ég átti nokkurn þátt í því að það leystist að minnsta kosti fyrst um sinn. Dr. Euwe og FIDE féllust á að það skáksamband sem hefur viður- kenningu stjórnvalda í Vene- zúela fengi þátttökuréttinn með því skilyrði þó, að málið verður tekið fyrir á þinginu. Fari svo að þessi málamiðlun verði staðfest þá gæti það haft þýðingu fyrir mig, því fulltrúi þessa skáksam- bands mun mjög sennilega styðja mig til forsetaembættis- ins, en hinn fulltrúinn, sem deilan snýst um: Tudela, er mjög áhrifamikill maður og stuðn- ingsmaður Mendez, þannig að Mendez gæti hugsanlega misst einhver atkvæði, ef Tudela verður ekki fulltrúi á þinginu. Um Korchnoi og hans mál er það að segja að mér skilst, að svissneska skáksambandið ætli að leggja hans mál fyrir þingið og það getur vel orðið mikið deilumál, því það er bæði viðkvæmt og viðamikið og sennilega erfitt að finna á því viðhlítandi lausn. Ég tel óeðli- legt að þetta mál verði tekið fyrir fyrr en búið er að afgreiða önnur veigamikil dagskrármál, eins og til dæmis forsetakjörið því það er ljóst að þetta mál getur dregizt á langinn með miklum umræðum og deilum.“ — Nú hefur Spassky óskað eftir því að fá að taka til máls á þinginu. „Það er rétt. Hann vill fá að ræða mál varðandi einvígi hans og Korchnois í Júgóslavíu á sínum tíma, sem frægt varð. Það er þá fyrst og fremst hvernig reglur um framkomu og hegðan keppenda eigi að vera: hvað þeir megi gera og hvað ekki. Gildandi reglur eru mjög óljósar hvað þetta varðar, til dæmis segir að keppendum beri að koma þannig fram að þeir trufli ekki hvor annan, að þeir eigi að ástunda góða hegðan og koma fram í sönnum íþrótta- anda. Þannig eru reglurnar óljósar og ákaflega teygjanlegar og Spassky vill að settar verði ákveðnari reglur og einnig að fjallað verði um sálfræðilega hlið málsins, ef svo mætti segja. Við vitum að það hefur komið fram í fréttum að truflandi áhrif séu frá viðstöddum sál- fræðingum, dulfræðingum og þess háttar mönnum og Spassky vill að þetta verði rætt. Þetta er mjög vandasamt mál því menn vita ákaflega lítið um þetta og hvernig eigi að taka á þessu.“ — Spassky er í sovézku skáksveitinni hér og sovézk skákyfirvöld eru sögð hafa beitt svona brögðum á Filipps- eyjum. Getur málflutningur Spasskys þá ekki komiö sér illa fyrir þau? „Já. Korchnoi kvartaði um það að hann væri beittur slíkum brögðum í heimsmeistaraeinvíg- inu, og þá sérstaklega af hálfu dulfræðings í fylgdarliði Karpovs, en einnig kvartaði hann um truflanir frá öðrum sem sat oft á fremsta bekk. Það getur verið að þetta verði viðkvæmt mál fyrir Sovétríkin og að segja megi að Spassky geti þarna lent á móti sínum mönn- um. En hverjir eru hans menn og hverjir ekki?“ — Vissulega vakti það athygli að Spassky skyldi vera í sovézku skáksveitinni, en við vitum að þó hann sé húsettur í Frakklandi þá vill hann halda tengslum við sitt föðurland. Og hann hefur sagt mér persónu- lega að hann kjósi sér ekkert annað land fremur til að eiga heima í en Sovétríkin en á því eru ýmsir erfiðleikar. því kona hans yrði að vera sem gestur hans þar í landi að minnsta kosti eins og sakir standa nú. Þetta er meginástæða þess að hann er ekki búsettur í Sovét- rikjunum. ht. Gísli og Guðmund- ur fara til Argentínu ÞEIR Gísli Arnason gjaldkeri Skáksambands íslands og Guðmundur G. Þórarinsson fyrrverandi forseti sambands- ins fara til Buenos Aires á miðvikudag til að vinna að framboði Friðriks Ólafssonar. Veitti ríkisstjórnin viðbótar- styrk til kosningasjóðs Friðriks vegna þessarar ferðar. Miðstjórn FIDE kemur saman til fundar á miðvikudag, 1. nóvember, og þriðjudaginn 7. nóvember hefst svo FIDE-þingið og verður forseta- kjörið fyrsta mál þess. Ófaranna gegn Kinverj- imi var hefnt á Japönum Buenos Aires. Frá íréttaritara Morgunblaðsinsi I annarri umferð tóku íslenzku karlarnir við sér og bættu um betur eftir ósigurinn fyrir Kín- verjum í fyrstu umferð. Þeir áttu í höggi við Japani og unnu á öllum borðum og var þetta mikil sárabót fyrir tapið daginn áður. Friðrik vann Takemoto, Guðmundur Matsumoto, Helgi Sakurai og Ingvar vann Oda. Skák Helga fór í bið og lauk eftir 65 leiki og stóð taflið í 7.30 klst. Þetta er í fyrsta skipti sem Islendingar tefla við Japani. Skák Guðmundar varð 26 1. Ilvítt Guðmundur Svart Matsumoto 1. el - efi. 2. d l - d5.3. Itc3 - Bbl. 1. c5 - Dd7. 5. Bd2 - bfi. f>. Rf3 - Re7. 7. h 1 - Ba6. 8. Bxafi - Rxa6 9. h5 - hfi. 10. I)o2 - Rh8. 11. 0-0-0 - c5?. 12. Rh5 - c4.13. Bxbl - Dxb5 14. Bxe7 - Kxe7 15. Rb4 - Dal. lfi. IIh3 - Rcfi 17. Ha3 - Db5. 18. f l - Rbl 19. f5 - IIh-c8. 20. Kbl - afi 21. fxefi - fxe6. 22. Hfl - c3. 23. Rgfil - Kd7, 24. IIÍ7+ - Ke8. 25. IIf8 - Kd7. 26. Dxb5+ — gefið I skákinni voru fyrstu sex leikirnir þeir sömu og í skák Guðmundar og Chi Ching- Hsuan frá Kína daginn áður og er líklegt að Japaninn hafi farið í smiðju til Kínverjans. En Guðmundur kom með endurbót í sjöunda leik, þó segja megi að tólfti leikurinn hafi ráðið úr- slitum. Friðrik var með svart og tefldi Sikileyjarvörn mjög skemmtilega nákvæmt. And- stæðingurinn virtist kunna byrjunina nokkuð vel en brátt varð þetta leikur kattarins að músinni og Friðrik gerði út um skákina i 36 leikjum. Helgi tefldi á þriðja borði og tefldi kóngsindverska vörn. Eftir nokkuð jafna stöðu í miðtaflinu náði Helgi sér vel á strik og snéri á andstæðinginn í lokin. Ingvar hafði hvítt og kom fram spánski leikurinn, uppskiptaaf- brigðið og hafði Ingvar alla tíö betra þótt hann færi ekki beinustu leiðina til vinnings. Hann tefldi af öryggi: átti kost á skemmtilegri drottningarfórn, en kaus að tefla ekki í tvísýnu og vann örugglega. I kvennaflokki var teflt við Vestur-Þýskaland. Guðlaug tefldi við Fischdick og átti lengi betra tafl en lék af sér og tapaði. Ólöf átti í höggi við Hund. Skákin fór í bið, en Ólöf gaf eftir að fimm leikir höfðu verið leiknir. Þá var drottning í uppsiglingu hjá Hund og sýnt að hverju stefndi. Birna tefldi við Weischert. Atti Birna betra lengi vel, en varð á fingur- brjótur. í biðstöðunni var hún 2 peðum undir og gaf skákina án þess að tefla frekar. í þriðju umferð tefldu karl- mennirnir við sveit Paragua.v og unnu Islendingar 3:1. Kvenna- sveitin tefldi við argentínsku sveitina og tapaði með hálfum vinningi gegn '2'A. í þriðju umferð hafði Guðmundur Sigurjónsson hvítt á móti Franco á fyrsta borði. F'ranco tefldi sjaldgæft afbrigði og tókst honum að slá Guðmund nokkuð út af laginu í fyrstu. Náði Franco betri stöðu og tókst honum að skipta upp út í hagstæðara endatafl. Guðmund- ur varðist vel og einhvers staðar hefur Franco orðið á í messunni því þegar skákin fór í bið var stáðan jafnteflisleg. Franco reyndi mjög að knýja fram vinning í biðskákinni, en Guðmundur tefldi af öryggi og eftir 71 leik bauð Franco jafn- tefli. Margeir var með svart og beitti sjaldgæfu afbrigði í Sikil- eyjarvörn. Tókst honum snemma að jafna taflið og eftir nokkur uppskipti kom í ljós að svartur hafði mun traustari peðastöðu. Eftir að eitt af peðum hvíts féll re.vndist létt verk að innbyrða vinninginn. Jón L. hafði hvítt gegn Bogda. Fékk Jón betri stöðu út úr byrjuninni og í 14da leik fórnaði andstæðingur hans peði til þess að létta á stöðu sinni. Jón hugsaði sig lengi um peðsfórn- ina en þáöi síðan öllum á óvart jafnteflisboð Bogda tveimur leikjum síðar. Gegn Ferreira beitti Ingvar hollenzkri vörn og varð að sætta sig við þrönga varnarstöðu. Ferreira náði sókn, en Ingvar varðist af hugkvæmni. Ferreira fórnaði skiptamun, er hann var kominn í mikið tímahrak, en eftir það átti hann ekki meira en jafntefli í stöðunni. Það vildi hann samt ekki og varð svo að gefast upp, er skákin átti að fara í bið. Viðureign íslenzku kvenna- sveitarinnar og þeirrar argentínsku vakti mikla athygli. Svo fór að heimasveitin vann með 2 ¥2 vinningi gegn V2. Guðlaug tapaði fyrir Soppe og Svana fyrir Justo, en skák Ólafar og Arias fór í bið. Staðan var mjög vandasöm en háðar tefldu biðskákina af örvggi og sömdu um jafntefli eftir 71 leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.