Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 7 Takmarkanir á afturvirkni gatnageröar- gjalda Tveir Þingmenn Al- Þýðubandalagsins, Hann- es Baldvinsson og Helgi F. Seljan, flytja tillögu til Þingsályktunar um stuðning við varaniega gatnagerð í Þéttbýli. Ymislegt er gott í Þessari tillögu, enda hefur varan- leg gatnagerð í Þéttbýli gjörbreytt svip margra Þéttbýlisstaða (olíumöl, malbik, steinsteypa), eflt snyrtimennsku og aukið á vellíöan fólks, að ekki sé talað um áhrif á endingu ökutækja og benzíneyðslu. Einn er Þó sá höfuö- galli á Þessari tillögu, sem leiðir grun að Því, að skattheimta ríkisstjórn- arinnar á hendur öldnu fólki, sem býr í skuld- lausu húsnæði, hafi ekki verið mannleg mistök og fljótfærni, heldur sé í stjórnarliði að finna grjóðhörð skattasjónar- mið í Þessa átt. Tillagan gerir sumsé ráð fyrir Því að afnumin verði tak- mörkun á afturvirkni heimildar til að inn- heimta gatnageröargjöld. Ef tillagan væri samÞykkt óbreytt mætti krefja gamalt fólk í gömlum borgarhverfum um slík gjöld áratugi aftur I tím- ann. í ósamræmi viö grund- vallarreglur Ragnhildur Helgadóttir mótmælti Þessu efnisatr- iði harðlega. Þessi hug- mynd er í algeru ósam- ræmi við Þær grundvall- arreglur, sem ég tel að borgarar í Þessu Þjóðfé- lagi geti unað við, sagði hún. Ég fæ ekki betui séð, sagði hún ennfrem ur, ef Þessar takmarkanir væru felldar niður, en að Það yrði heimilt að inn- heimta afturvirk gatna- gerðargjöld af fólki, sem búið hefði áratugum saman við fullbyggðar götur, „viö skulum segja öldruðu fólki, sem hefur búið 50 til 60 ár við Ránargötuna eða Báru- götuna hér í borg,“ eins og hún komst að orði. Fólki sem „Þegar er að sligast af skattbyrði" aft- urvirkrar álagningar skv. bráöabirgðalögum núv. ríkisstjórnar. Ragnhildur Helgadóttir. Bragi Níelsson. „Fjölda margt fólk,“ sagöi Ragnhildur Helga- dóttir, „hefur margsinnis á ævi sinni, æ ofan í æ, borgað skatta af krónum, sem Það varði til að koma sér upp húsnæöi ein- hvern tíma á sínum ungu dögum. Fyrst borgar pað skatta af tekjunum, sem Það vinnur sér inn fyrir fasteigninni — byggingu eða kaupum —, síðan margháttuð gjöld af faat- eigninni til viðkomandi sveitarfélaga, auk Þess sem ríkisstjórnir hafa fallið í Þá freistni að nota ráödeildarsemi borga- anna sem gjaldstofn í formi eignaskatta. Hún sagði slík gjöld á fast- eignir „ranglátasta fyrir- brigðið sem við getum fundíð í skattheimtunni". Geri slíkt ekki aftur Einn hinna nýju Þing- manna AlÞýðuflokksins, Bragi Níelsson, sagðist hafa fylgt afturvirkni fast- eignatengdra gjalda í sín- um heimabæ, Akranesi. Sú afturvirkni hefði kom- ið illa við gamla bæjar- hluta og eldra fólk, sem Þar hefði búið. í Ijósi Þeirrar reynslu, sem fyrir lægi, myndi hann aldrei aftur Ijá slíkri afturvirkni lið. Þrátt fyrir Þessa gagn- rýni héldu talsmenn Al- Þýðubandalagsins fast við fyrri sjónarmið um afnám takmörkunar á afturvirkni innheimtu á gjöld tengd fasteignum. Hvað varöar Dá um „gamlar konur út í bæ“, Þótt fyrir baröi skatt- heimtunnar verði, eins og formaður flokks Þeirra komst efnistega að orði. Sú spurning foringja Al- Þýðubandalagsins hljóm- ar hins vegar furðulega í eyrum aldins ráðdeildar- fólks, sem hélt sig hafa greitt Þjóðfélaginu fullan skatthlut á langri starfs- ævi. Hjartanlega þakka ég þeim sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu þann 3. október sl. Guð og gæfan fylgi ykkur, Guðbjörg Kristinsdóttir Siglufirði. MeikaAkkja Aðalstræti 4 Bankastræti 7 VARAHLUTIR vorum ad fá Carter blöndunga í ýmsar gerðir bifreiða Alltásamastað Laugawegi 118-Simi 22240 EGILL VILHJÁLMSSON HK MBI.1.1 ___iS ■ 1 B M A Stjórnunarfélag íslands Jk Skjalavistun. Hvaö og hvernig skal geyma og hverju á að henda? Dagana 13.—15. nóvember verður haldið námskeiö í skjalavistun á vegum Stjórnunarfélags íslands. Námskeiðið verður haldið í Bláa Salnum að Hótel Sögu og stendur yfir frá kl. 15—18 alla dagana, eða alls í 9 klst. Námskeið þetta hentar þeim er hafa í hyggju að hefja skrifstofustörf, en einnig þeim sem þegar vinna við slík störf. Á námskeiðinu er leitast við að kynna: — Aðferðir við vistun skjala. — Algengustu skjalavistun- arkerfi. — Raunhæf dæmi um skjalavistun í nokkrum ís- lenskum fyrirtækjum. Oft á tíðum kann að vera erlitt áð ákveða hvernig umgangast eigi hin ýmsu skjöi og getur því sparað fyrirtækjum dýrmætan tíma að hafa þessa hlið mála í lagi. Leiðbeinandi verður Þor- steinn Magnússon viðskipta- fræðingur. Hringið og tilkynnið Þátttöku í síma 82930 hjá Stjórnunar- félagi islands að Skipholti 37 og biðjiö ennfremur um að fá sendan ókeypís upplýs- ingabækling um námskeið vetrarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.