Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 13 Sérverslun með listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640 SÝNING í (§£§I) Á HÚSGÖGNUM EFTIR HÖFUND NORRÆNA HÚSSINS Hinn heimsfrægi finnski arkitekt Alvar Aalto teiknaði Norræna húsið ásamt innréttingum og húsgögnum sem þar eru. Húsgögn hans eru eftirsótt af hinum vandlátu vegna forms og frágangs. Hin sérstaka samlíming finnska birkisins, sem einkennir húsgögn Alvars Aalto gerir þau afar sterk. Bogadregnar og mjúkar línur þeirra skapa rólegt og notalegt yfirbragð. Þetta eru húsgögn sem setja svip á umhverfið án þess að vera áberandi. Og þau verða fallegri eftir því sem árin líða. Það má sjá í Norræna húsinu - nú á 10 ára afmæli þess. Þetta yfirbragð getur þú skapað á þínu heimili með húsgögnum frá Casa. Gjörðu svo vel að kynna þér verð og gæði. tekið var það sú krafa sem gerð var til kennara. „Nú vilja kennararnir fá reynslutíma sinn í kennslu metinn og ná með því jöfnuði, en mér finnst þó eðlilegra að prófin sjálf séu jafngild, samanber hjá öðrum stéttum. Eg er þó alveg á móti þeim aðgerðum sem kennarar hafa beitt í þessari deilu, þ.e. að þeir nota kennaranema sem vopn í deilunni. Þeir vinna og hirða sín laun, en stoppa svo allt hjá okkur. Ég held að SGK gæti vel leyst þessa deilu á einhvern annan hátt, t.d. með því að allir kennarar segðu upp störfum með lögmætum fyrirvara. Þannig gætu þeir lamað allt menntakerfið, og þá myndi etki vera annað hægt en aö leysa deiluna með einhverju móti. Að mínu mati er það því réttast í þessari deilu að kennarar sjálfir færu út í einhverjar raunhæfar aðgerðir. Mín reynsla í gegnum árin er þó sú að menntun kennarans hefur ekki allt að segja í kennslu, heldur er það miklu frekar manngerð og persónuleiki kennarans sjálfs.“ „í dag er menntunin betri“ Að lokum tökum við tali Ástu Guðnadóttur, nemanda á öðru ári. „Ég hef ekki sett mig neitt mikið inn í þetta mál, en hef þó þá skoðun að kennarar sem tóku próf frá gamla Kennaraskólanum eigi ekki að gjalda fyrir þær breyting- ar, sem orðið hafa á kennara- menntuninni síðan. Það er ósann- gjarnt. Inn í þetta kemur þó það sjónarmið að menntunin er nú orðin betri, t.d. hvað snertir sálar- og uppeldisfræði. Kennarar með gamla prófið ættu þá að eiga kost á því að sitja sérstök námskeið, sem þannig geta aukið menntun þeirra, þannig að hún gæti þá orðið hliðstæð menntuninni, sem nýútskrifaðir kennarar hafa í dag. Þessi námskeið ættu þó ekki að auka vinnuálag á kennurum meðan á þeim stendur, heldur ætti kennsluskylda þeirra að minnka á meðan þeir sitja slík námskeið og vissulega ættu þeir að fá laun á meðan.“ „Um aðgerðir SGK í þessari deilu vil ég bara segja það að ég get ekki séð að það þjóni neinum tilgangi að neita að taka inn kennaranema, það leysir engan vanda. Þessar aðgerðir bitna á alveg saklausu fólki og það eina sem þær hafa í för með sér er að vekja athygli á málstaðnum, en aðgerðirnar leysa að mínu mati ekki þessa deilu.“ - A.K. Byggja slátur- Ásta Guðnadóttir. hús að Nauteyri BÆNDUR og einstaklingar við innanvert ísafjarðardjúp stofnuðu fyrir nokkru. ásamt nokkrum fyrirtækjum á ísafirði, með sér fyrirtæki. Tilgangur félags þessa er bygging og rekstur sláturhúss. afurðasala og verzlun fyrir Inndjúpssvæðið, en þessi mál hafa verið í miklum ólestri undanfarna áratugi, að því er segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Stofnfundur fyrirtækisins var haldinn að Melgraseyri 28. október síðastliðinn og er stofnfé fyrirtækisins 40 milljónir króna. Stærstu hluthafarnir eru Norðurtanginn og Sandfell á ísafirði, svo og Nauteyrarhreppur, en þar er heimili og varnarþing hins nýstofnaða félags. Allt sláturfé úr Inndjúpi er nú flutt til slátrunar annað hvort yfir Þorskafjarðarheiði til Króksfjarðarness eða til ísa- fjarðar á sjó og landveg, en vegalengdin til Isafjarðar frá yztu bæjum norðan Djúps er um 240 kílómetrar. Sjóleiðin er styttri en nær ógerningur að flytja fé þannig í misjöfnum veðrum. Auk þess er sláturhús Kaupfélags ísfirðinga á ísfirði orðið nær ónothæft. Nafn hins nýja fyrirtækis er Snæfell og er fyrirhugað að byrja byggingu sláturhússins þegar næsta vor og verður það reist á Nauteyri. Þar er talsverð- ur hiti í jörðu og hafði verið ákveðið að bora þar eftir meira vatni og heitara síðastliðið sumar, en það dróst á langinn, Frá Nauteyri, en þar er fyrirhugað að sláturhúsið rísi. en væntanlega verður byrjað á borununum næsta vor. Auk fyrrgreindra verkefna er á döfinni bygging félagsheimilis, og vélaverkstæðis að Nauteyri og jafnframt að koma þar upp léttum iðnaði. Formaður stjórn- ar Snæfells er Engilbert Ingvarsson á Tyrðilmýri, en með honum í stjórn Benedikt Eggertsson, Hafnardal, og Jón P. Þórðarson, Laugarási. (F réttatilky nning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.