Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 19 Úr Hvalíjarðar- botni að Hítará Borjílirzk hlanda II. Sa>;nir ok Iróðleikur úr Mýra — OK Borjíarfjarðarsý.slum. Safnað hefur BraKÍ Þórðarson. IIörpuútKáfan. — Prentverk Akraness 1978. I fyrrahaust kom út á kostnað Hörpuútfjáfunnar bók með sama heiti ofí þessi, og mun safnandi efnisins og eigandi útgáfunnar, Bragi prentsmiðjustjóri Þórðar- son, hafa hugsað sér að halda áfram að gefa út safn af ýmsu þjóðiegu efni úr byggðum Mýra-og Borgarfjarðarsýslu. Bindið, sem út kom í fyrra, var fimmtán arkir í stóru broti, pappír hvítur og letrið það stórt, að auðsætt var að bókin væri ekki sérstaklega vænleg til gróða gleraugnasölum. Sama er að segja um þetta bindi, sem er hálfri örk lengra en hitt, og þessu fylgir rækileg nafnaskrá eins og því fyrra. Efninu er skipt í átta flokka — og svo er bókarauki, frásögn, sem safnanda hefur borizt svo seint, að bókin hefur þá verið fullprentuð, að undanskildri nafnaskrá. Allt er efni bókarinnar á góðu og hreinu íslenzku máli, og prófarkalestur er að mestu lýtalaus. Það er alkunna, að bækur, sem flytja þjóðsögur, sagnir, ferðasög- Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN ur og frásagnir úr atvinnulífinu — sem og sögur um dulræn fyrir- brigði — eiga yfirleitt tryggan lesendahóp, jafnvel þær bækur þjóðlegs efnis, sem eru að miklum meirihluta ættartölur. Skáldsögur, hvað þá ljóð, eiga ekki meðal roskins fólks jafntryggan lesenda- hóp. Það er svo, að í bókum þess efnis, sem að ofan getur, mun ávallt eitthvað að finna, sem er í virkum tengslum við þann veru- leika, en þetta fólk hefur hrærzt í og hefur áhuga á, én því er ekki alltaf til að dreifa um þann nútíðarskáldskap, sem er mjög annarlegur, tilraunakenndur og jafnvel tilgerðarlegur að formi og stundum þannig, að það sem höfundurinn vildi sagt hafa virðist vandlega falið og torrætt, að fáum er gefið að koma auga á það. I þessu sambandi minnist ég þess, sem hinn víðlesni og fluggáfaði Vilmundur Jónsson sagði eitt sinn við mig vestur á ísafirði, þegar við vorum að ræða skáldskap. Hann kvaðst vera hættur að lesa til enda aðrar skáldsögur en þær, sem væru þannig skrifaðar og hefðu að geyma slíkar mann — og lífslýs- ingar, að hann gæti gleymt því við lesturinn, að hann væri að lesa, skáldskap-bækurnar yrðu honum sem sé veruleiki. ... Efnisflokkar þessarar „borg- firzku blöndu“ heita sem hér segir: Þjóðlífsþættir, Persónuþættir,. Slysfarir, Draumar og dulrænar sagnir, Sagnaþættir, Gamanmál, Vísnaþáttur, Ferðaþættir og loks Bókarauki. Sumt af efninu hefur Bragi tekið upp úr tímaritum, sem fjalla um borgfirzk efni, sumt úr óprent- uðum æviþáttum; sitthvað tínt saman úr fleiri en einu heimildar- riti og síðan fellt í heild- og loks hefur sumt verið ritað af Borgfirð- ingum, sem Bragi hefur beðið að ljá sér lið. Er margt af efni bókarinnar forvitnilegt og þá ekki sízt „þjóð- lífsþættirnir." Þar er fyrst Vertíðarlíf á Akranesi, úr óprent- uðum æviþáttum Jóns frá Heima- skaga, þá Ferðalög og farartálmar, eftir Andrés í Síðumúla, Daglegt líf á Kolsstöðum í Hvítársíðu, langt mál ritað af Sigurði bónda Guðmundssyni á Kolsstöðum, Um árferði, húsakost og manndauða í Borgarfjarðarhéraði á 19. öld, ærið athyglisverður þáttur eftir Magn- ús kennara Sveinsson - og síðast en ekki sízt Uppskurðurinn í baðstofunni, eftir Guðlaugu Ólafs- dóttur á Akranesi, en þar segir sjónarvottur allrækilega frá þeim merkisatburði að Jón Blón- dallæknir í Stafholtsey, gerði holskurð í baðstofunni á Hofsstöð- um á afa hennar, Olafi Olafssyni, og tókst lækninum þetta svo vel, að gamli maurinn lifði i mörg ár eftir aðgerðina. Af persónuþáttun- um er sá merkastur og raunar ærið fróðlegur, sem þórður Krist- leifsson ritar um hinn sérstæða og um flest frábæra menntamann og búnaðarfrömuð, Guðmund Ólafs- son seinast bónda á Fitjum í Skorradal og um skeið alþingis- mann Borgfirðinga. Þá dregur Jón rithöfundur og ritstjóri Helgason upp skýra og að sama skapi furðulega mynd af einu af oln- bogabörnum tilverunnar í þættin- um af Kristínu Tómasdóttur. I öllum hinum efnisþáttum bókar- innar er sitthvað athyglisvert, svo sem í slysfaraþættinum og vísna- þætti Sigurðar frá Haukagili, sem er þó ekki eins forvitnilegur og mátt hefði ætla, svo mikið sem enn er um ágæta hagyrðinga í byggð; um Borgfirðinga og Mýramanna. I gamanþættinum er hlálegust sagan af tiltæki Davíðs á Arn- bjargarlæk, þegar hann skyldi velja tvo menn í áfengisvarnar- nefnd í Þverárhlíð. Loks er svo bókaraukinn, sem mun koma mörgum á óvart, en þar skýrir Þorsteinn eldri á Skálparstöðum frá afdrifum mávsins, sem frægt er að dr. Charcot sleppti, þá er auðsætt var um afdrif áhafnarinn- ar á Pourquoi pas? Er frásögn Þorsteins ágætlega rituð og um leið sannfærandi, þótt ótrúlegt mætti virðast. Eg læt loks þannig um mælt, að Braga Þórðarsyni muni óhætt að gefa út þriðja bindi af „borgfirzkri blöndu", ef ekki tekst lakar til um söfnun efnisins en í þessari bók. Weissauer við tvö af verkum sínum. Weissauer hjá Guðmundi Það er orðinn árviss viðburður að Rudolf Weissauer haldi sýn- ingu á verkum sínum á vinnu- stofu Guðmundar Arnasonar við Bergstaðastræti. Rauða húsið á horninu er mestan hluta ársins einn skemmtilegasti staður þarna í nágrenninu. Þar er alltaf eitthvað að gerast, fréttir fljúga þar millum manna og miklu meiri skáldskapur verður til þar innan veggja en ramma. Löng vill stundum biðin verða hjá við- skiptavinum, því að meistari Guðmundur hefur mörgum hnöppum að hneppa, og eins og allir vita, sem hann þekkja, er hann af guðs náð lífskúnstner og frásögumeistari. Allt þetta hefur skapað visst andrúmsloft í rauða húsinu, sem að sumra dómi er svo einstætt, að þeir leggja á sig stórhættuleg ferðalög til að geta notið samvista við staðinn og þá, er þar eiga leið um. Einn þeirra er'þýski grafíkerinn Rudolf Weissauer, sem heldur þá oftast sýningar á verkum sínum þarna á staðnum, svona í leiðinni. Vinnu- stofa Guðmundar Árnasonar verður því að Galleríi svona tvisvar á ári. Þegar líður að hausti kemur Weissauer, og svo kemur sýning á vissum hópi, sem heldur mikilli tryggð við Guðmund, rétt fyrir jólin. Allt er þetta í mannlegum stíl, sem er nokkuð fjarlægur tuttugustu öld- inni, en gefur Reykjavík vissa reisn, sem flottari og fínni staðir geta ekki boðið fólki. Weissauer er orðinn svo þekkt- ur hér á landi, að það er alger óþarfi að eyða mörgum orðum á að kynna hann eða verk hans. Það er nú samt ástæða til að minnast aðeins á þá sýningu, sem nú stendur. Þar eru vatnslita- myndir, pastell og grafík um 30 talsins. Það er meiri fjölbreytni í þessum verkum en áður hefur verið, því að þær eru sumar frá fyrri árum og aðrar eru nýjar af nálinni. Sumar hafa orðið til á Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON ferðalögum listamannsins með strandferðaskipinu Esju, en Weissauer hefur gert hringferð með Esju að föstum lið í heim- sóknum sínum til Islands. Það er sérdeilis Austurlandið, sem hefur komist á blað hjá honum, og það er skemmtilegt að sjá, hvernig hann hefur orðið fyrir áhrifum, sem þróast síðan í abstraktar myndir, sem augljóslega eru dregnar úr því umhverfi, sem fyrir augun ber. Þessi sýning er að mínum dómi betri en margar aðrar, sem listamaðurinn hefur haldið hér áður. Hún lætur ekki mikið yfir sér, en það bregður fyrir einstaklega aðlaðandi hlut- um, þegar að er gáð. Enda er hér ekki um neinn byrjanda að ræða, heldur mann, sem hefur þroskast jafnt og þétt undanfarin ár. Þetta get ég sagt hér, því að við höfum fengið tækifæri til að fylgjast vel með myndgerð Weissauers á undanförnum árum, hve mörgum man ég ekki, sannast að segja er hann orðinn íslenskur að nokkru leyti. Hann hefúr einnig stundað kennslu hér í nokkur ár, og nú er hann leiðbeinandi hjá þeim á Seltjarnarnesinu. Var í eina tíð við Handíða- og Myndlistarskól- ann, ef ég veit rétt. Weissauer getur enda miðlað okkur mörgu, þvi að tækni hans er sannarlega í góðu lagi. Og ekki þarf að rífast um, hvort hér sé um frujjimyndir eða eftirprentanir að ræða. Það eru ekki nema stóru bomburnar, sem vekja slíkar umræður. Það er ætíð gaman að koma í rauða húsið og hlýða á Guðmund Árnason segja frá. Hvort heldur um er að ræða seinustu fréttir eða góða sögu af Snæfellsnesi. Og það er ekki verra að geta horft á myndir Weissauers um leið. Því er óhætt að segja að lokum, að það sé ódýr skemmtun að líta inn til þeirra vinanna í rauða húsinu við Bergstaðastrætí. Það er ef til vill einasta ókeypis skemmtan, er fólk getur veitt sér í óðaverð- bólgu, sem ekki hefur verið stöðvuð enn, þrátt fyrir góð orð í þá átt. Rakin heimspekistef na Gunnar Dal. EXISTENSIAL- ISMI. 61 bls.. Víkurútgáfan. 1978. Þegar heimsstyrjöldinni síðari var lokið kom í ljós að fleira hafði splundrast en mannvirki af efni ger. Hugarheimur fortíðarinnar lá einnig í rústum. Æskulýð Evrópu þyrsti eftir nýjum sannleika. Jean-Paul Sartre og existensíal- ismi hans varð hvort tveggja tískufyrirbæri — ótrúlegt en sa'tt að heimspekikerfi *skuli getað valdið múgsefjun. Æskan leitar jafnan að einhverju krassandi. Stórbrotin bölsýni Sartres (því þannig töldu margir sér henta að túlka heimspeki hans) þótti við hæfi þá stundina. Að vísu munu fæstir hafa brotist í gegnum heimspekirit hans hið mikla, L’Etre et le néant, að minnsta kosti með árangri. Þess þurfti ekki heldur. Sartre reyndist snjall rithöfundur en — ennþá snjallari auglýsingamaður. Hann hafði lag á að vera þar sem eitthvað gerðist. Honum tókst að æsa á móti sér jafnt vinstri sem hægri öfl í stjórnmálum. Með framkomu sinni og lífsstíl sló hann á þá fölsku gyllingu sem viðtekin hafði verið í evrópsku menningarlífi allt að seinna stríði. Hirðuleysi í klæðaburði og útliti, sem margt menntafólk temur sér nú á dögum, dregur slóða til þeirra daga er existensíalisminn var að festa rætur í París fyrir meir en þrjátíu árum. Ekki aðeins bókmenntarit um víða veröld kynntu Sartre heidur einnig vikurit í léttum dúr. Þá var enn litið hornauga ef karl og kona bjuggu saman í óvígðri sambúð. En Sartre var bæði frægur og dáður og því fyrirgafst honum að eiga vinkonu sem fylgdi honum eins og eiginkona. Hún var nú ekki neitt smánúmer, sjálf Simone de Beauvoir! Og meir en svo að þeim fyrirgæfist þetta því þess könar sambýlisform hefur Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON síðan orðið mörgum fyrirmynd, Sartre er með öðrum orðum einn þeirra sem hafa ekki aðeins mótað skoðanir nútímans heldur líka lífsstílinn. Það er því vonum síðar að Gunnar Dal tekur saman og sendir frá sér þetta rit um existensíal- ismann. Raunar er það að minnstu leyti um Sartre sjálfan heldur er sex öðrum heimspekingum út- deildur hverjum sinn hluturinn í nefndri stefnu. Þeir eru (auk Sartres): Sören Kierkegaard, Martin Buber, Karl Jasper, Gabri- el Marcel, Martin Heidegger og Albert Camus. Hinn síðast nefndi var eins konar tvístirni við Sartre, þeir voru oft nefndir í sömu andránni og stefnan kennd að jöfnu við þá báða — þó svo að Camus væri fyrst og fremst skáldsagnahöfundur og hlyti síðar Nóbelsverðlaun sem slíkur. Eins og að líkum lætur er farið fljótt yfir sögu í ekki stærra riti en þessu; Gunnar Dal leitast við að gera í sem stystu máli grein fyrir skoðunum hvers um sig auk þess sem hann útskýrir hvað sé líkt og hvað ólíkt með kenningum nefndra sjö heimspekinga. Þannig tengjast þættirnir saman og verða að samfelldri sögu stefnunnar. Er vitaskuld þakkarvert að svona alþýðlegt rit skuli teltið saman og gefið út um tiltölulega nýja heimspekistefnu sem haft hefur jafn víðtæk áhrif á viðhorf aldarinnar og raun ber vitni. Sú var tíðin að heimspekisaga Ágústs H. Bjarnasonar var lesin vítt og breitt um landið, jafnt af ungum og gömlum. Heimspekin er síður en svo alþýðleg fræðigrein, hugtök hennar eru fáum töm. Því fremur er vandi að koma henni til hins almenna lesanda svo hver maður skilji. Þó ég hefði kosið þetta rit Gunnars Dal nokkru fyllra viður- kenni ég að kortleiki þess hefur líka kosti í för með sér — þarna er semsé komið á framfæri aðalatrið- unum en smælkinu haldið frá. Skyldu margir njóta, en jafnframt vara sig á fáeinum prentvillum, til að mynda í heitinu á grundvallar- riti sjálfs stórmeistarans, Sartres, þar hefur prentast la fyrir le. Raunar hafa frönsku smáorðin reynst fleirum skeinuhætt en höfundi þessa rits og má í því sambandi minna á Thiers í Heljar- slóðarorustu sem týndi gleði sinni þegar hann sá að le hafði prentast fyrir de í »uppreistarsögu« sinni. Gunnar Dal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.