Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Jón t>. Árnason Astæðulaus óánægja Næstliðin 200 ár að minnsta kosti hefir verið ástæðulítið að kvarta undan, að kröfur um breytta þjóðfélagshætti og betra þjóðskipulag hafi legið í láginni á Vesturlöndum. Kröfurnar hafa, eins og að líkum lætur, oftast verið nálega jafn sundurleitar og þeir einstaklingar, hópar og samtök, er frumkvæði hafa átt að tilurð þeirra, hent þær á löfti eða borið fram til sigurs eða ósigurs eftir atvikum. Af því hefir að sjálfsögðu leitt, að sumar hafa orðið til blessunar, aðrar til bölvunar, sumar hafa verið réttmætar, aðrar fjarstæður, en yfirleitt hafa þær átt sameiginlegt að vera vitnis- burðir um, að tímans rás hefir ekki unað óbreyttu ástandi. Undr- unarefni getur það á engan hátt talizt. Tími og breyting, breyting og tími eru eitt og samt. Breyting- ar myndu þess vegna hafa átt sér stað, á einn eða annan hátt, þó að engar kröfur hefðu verið gerðar. En nauðsyn þeirra og réttmæti hvíla á þeirri náttúrlegu eðlishvöt hugsandi manneskju að fullnægja þörf sinni á að nýta hæfileika sína til áhrifa á gang atburða í umhverfi sínu og gerðir samfélags síns. Óánægja yfir að breytingar þjóðfélaga, stjórnskipulaga o.s.frv. hafi ekki orðið, og það miklar, hefir ekki heldur átt rétt á sér. Á hinn bóginn er mjög umdeilanlegt, hvort, hvar eða hverjar hafi orðið jákvæðar eða neikvæðar, og kemur þar enn og aftur að hinum eilífa og líklegast óraskanlega ásteytingi: einstaklingsbundna matsatriðinu. Einhvers staðar nálægt miðju óravegarins, sem er á milli hugs- unarleysis fjölhyggjumannsins („Allt er gott, sem tíðarandinn býður“)og skáldleyfisöfga norska skáldjöfursins Henrik Ibsen (1828—1906) í bréfi 4. apríl 1872 til danska bókmenntagagnrýnandans Georg Brandes (1842—1927) („Hingað til hefir öll þróun einungis verið skjögur úr einni vitleysunni í aðra“), hlýtur að verða komizt næst sannleikanum. Vinstrafólk er þeirrar trúar, að allar breytingar, sem fjöldinn heldur að sér séu hagkvæmastar í svipinn, séu lausnin — enda gróðavegur fyrirgreiðslumanna. Framsýnisfólk álítur, að allar breytingar beri að miða við hugsjónir hinna hæfustu, þær verði að þjóna sem viturlegastri sambúð manns og náttúruríkis annars vegar og sem heilbrigðust- um lífsháttum einstaklinganna sín í millum hins vegar. Eitt skortir líf- verndarfólk ekki Nú orðið fer þeim stöðugt fjölgandi, sem skilja, eða a.m.k. skynja, að þörf breyttra þjóð- félagshátta verður brýnni með sérhverjum líðandi degi, vinstra- ríkið hefir reynzt banvænt öllum heilbrigðum lífsháttum, og gjör- breytingar þola því ekki öllu lengri bið. Tilgangur þessa greinaflokks hefir frá upphafi m.a. verið, og mun verða, að vekja athygli á og til umhugsunar um helztu ástæður þess; ennfremur að leitast við að kanna, hvaða og hvers konar uppástungur komi fram og megi þegar teljast tímabærar og lífvæn- legar. Snar þáttur í svipaðri viðleitni, sem oftast hefir gefið góða raun og reyndar verið frumskilyrði rök- réttrar niðurstöðu, er fólginn í að fylkja andstæðunum hverri gegn annarri, gera sér litsterka fjand- mynd og berjast með þeim ásetn- ingi, að fremur skuli bakið brotna en bogna. Sáttahyggja er ámóta seigdrepandi sjálfsmorð allra hug- sjónabaráttu og hún er frjómáttur kaupsýslu, þar sem hún er sjálf- sögð og yrði vissulega ekki án komizt. Lífverndarfólk skortir sárgræti- lega margt, en þess á meðal er ekki fjandmyndin svarta og ógnvekj- andi. Vinstrimennska hefir fylgt mannkyninu allt úr vöggu Kains og verið annað eðli þess, þ.e. óeðli, Atómstiiðin „Bruno Leuschner“i Sósíalismann varðar ekkert um öryggi. ,pað er kominn tími til þess að vitsmunirnir hasli sér völl og setji því, sem er tæknilega framkvæman- legt, hyggileg takmörk. “ — Max Born Varfsrni i vestri - ófyrirleitni í austri Þarfar oa óbarfar Skiljanleg efnahags- Kommúnismi nn Ofstæki umbótasvíans Þarfar og óbarfar breytingar alla tíð síðan. Ég á ekki von á að a.m.k. nokkur kristin manneskja, sem hefir verið kennt „illt að hata“, finni köllun hjá sér til að andæfa, og því síður mótmæla, þessari staðhæfingu, og alveg sérstaklega ekki, þar sem hún mun mörgum öðrum fremur eiga sér- lega auðvelt með að skilja, að öll Skiljanleg efnahags- lögmál og fram- leiðslukreppa mengun, allur náttúruránskapur, öll níðingsverk á móður jörð og börnum hennar eiga upphaf sitt í hugarfari eða sálarástandi mann- eskjunnar sjálfrar. Hér að framan er farið fáum orðum um breytingar almennt, þarfar og óþarfar. í ítrekunar- skyni er ekki úrvegis að leggja Kommúnismi og kjarnorka áherzlu á, að allar breytingar, sem fitjað er upp á, breytinganna sjálfra vegna og einskis annars, eru fásinna í hugsun og hroði í framkvæmd. En svo mjög hefir þessi sjúklega árátta gert sig breiða, að fjöldi manna finnst allt staðfastlegt og þrautreynt óþol- andi í návist sinni eða umhverfi. Að þessum orðum blaðfestum rifjast upp fyrir mér meira en 20 ára gamalt glamur, sem fréttaryk- sugur gerðu sér mikla veizlu úr; og ég hlýt að verða orðinn afskaplega ellihrjáður, ef gleymi. Aðalpresón- an í þessum klassiska flimtleik var sænskur prófessor (!) Gustafson að nafni. Hann varð alveg upp úr þurru gripinn þeirri aldeilis dæmalausu hugljóman, að korn væri orðið úrelt, bygg hefði t.d. ekki orðið neinna framfara aðnjót- andi í rösk 500.000 ár. Flugan tók að ólmast undir hattstæði Svíans, og honum fannst ekkert álitamál, að hér bæri að einbeita nýtízku rannsóknakröftum til umbóta- verka. Hann taldi víst, að korn- málum heims ætti að vera auðvelt að koma á leið til sósíalismans, og þess vegna í hlýlegt samræmi við iðnvætt nútímaþjóðfélag og því samboðið. Þetta mætti gera, áleit hann, með geislavirkum samsæt- um (isotopum)! Vitanlega er þetta ekki nema eitt dæmi af mörgum um fárán- lega vísindatrú: það sem staðizt hafði reynslu 500.000 ára með mestu ágætum, skal einmitt þess vegna dæmast óhæft og „endur- bótaþurfi“. Á þennan hátt tekst skaðöflum oft að valda tjóni og truflun á eðlilegri sambúð manns og lífríkis, auk þess að beita aldalöngu narti eða stígandi högg- þunga til skiptis á undirstöður eðlilegrar þróunar. Og alltof mikill hluti mannkynsins, hálfruglaður af draumsýnum svokallaðra fram- fara, uggir ekki að sér. Vinstriand- inn getur því með fullum rétti verið bæði ánægður og hreykinn af að nú virðist vera komið óhugnan- lega nærri úrslitaatlögunni. Þrælstjórnarrík- in eru drepkýli Náttúruspjöll og lífríkisógnir á Vesturlöndum hafa verið vaxandi áhyggjuefni um aldarfjórðung, en Svona gæti farið fyrir nágrönnum Múrveldisins vegna þjösnaskapar kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.