Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Stefna Sjálfstæðisflokksins verði í heild mótuð og gerð markvissari á næsta landsfundi — segir í greinargerö með tillög- um nefndar miðstjórnar flokksins IV. Greinargerð með tillögunum Hér fer á eftir greinargerð með tillögum þeim, sem settar eru fram í kaflanum hér að framan. Þá er jafnframt drepið á nokkur atriði, sem rædd voru í nefndinni, en ekki gerðar sérstakar tillögur um. 1. Málcfnaleg stefnumótun Það er skoðun nefndarinnar að málefnastaða flokksins hafi ekki verið nægilega sterk s.l. kjörtímabi og sé það reyndar ekki enn. Ekki var gengið til stjórnarsamstarfsins 1974 með nægilega traustan mál- efnagrundvöll nema í landhelgis- málinu og varnarmálunum, en í þeim málum vann ríkisstjórnin sína stærstu sigra. Vilji flokksins til að leysa ýmis önnur vandamál þjóð- félagsins kom ekki nægilega skýrt fram og stefnan ekki mörkuð nægilega ákveðið í öðrum málum. Nauðsynlegt er í samsteypustjórn- um að vilji flokksins sé skýr frá upphafi, þannig að kjósendur geti gert sér grein fyrir, hvar slá hefur þurft af í málamiðlun við sam- starfsaðila innan ríkisstjórnar. Nota hefði þurft kjörtímabilið betur til að koma fram ýmsum stærri málum, sbr. kjördæmamálið, verk- efnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, tekjustofnakerfi sveitarfélaganna, kerfisbreyting almannatrygginga o.fl. Um málefnastöðu flokksins á kjörtimabilinu vísast að öðru leyti til úrdráttar úr svörum flokkssam- taka um þetta efni í II. kafla . þessarar greinargerðar. Verkefni dagsins í dag hlýtur að vera að svara því, hvernig bæta megi málefnastöðuna og hvernig vinna eigi að stefnumótun í framtíðinni. Samkvæmt skipulagsreglum flokksins mótar landsfundur stefnu flokksins, en síðan miðstjórn og þingflokkur. Landsfundarályktanir flokksins eru ekki nægilega virtar og í raun móta ráðherrar flokksins og þingflokkur stefnuna í fram- kvæmd. Störf málefnanefnda flokksins hafa ekki gefið nógu góða raun. Nauðsynlegt er að vanda betur til undirbúnings stefnumótunar á landsfundi. Stefnan þarf á hverjum tíma að vera mörkuð þannig að tryggt sé að flokksmenn taki þátt í stefnumótuninni frá grunni. Nefnd- in telur nauðsynlegt að á næsta landsfundi verði stefna flokksins í heild mótuð og gerð markviss. Til undirbúnings þessu starfi þurfa málefnanefndir að vinna vel. Eftir landsfund þurfa málefnanefndir síðan áfram að starfa, þannig að stefna flokksins fyrir næstu kosn- ingar og reyndar í stjórnarandstöðu á þessu kjörtímabili sé glögg og ákveðin. Rétt er að málefnanefndir komi á laggirnar óformlegum sam- starfshópum um ýmsa málaflokka, er séu opnir öllum, sem áhuga hafa á. Jafnframt verði hverri málefna- nefnd gert að skyldu að halda ráðstefnu a.m.k. einu sinni á ári um eitthvert mál, sem tilheyrir starfs- sviði hennar. Slík ráðstefna sé öllum opin, en að sjálfsögðu væri unnt að haida hana í samvinnu við ýmis flokkssamtök. Æskilegt er einnig að málefnanefndir leiti eftir sjónarmiðum sem viðast að m.a. með fundarhöldum úti um land. Á þennan hátt'verði reynt að virkja áhugasama og hugmyndaríka flokksmenn, þótt þeir séu ekki sérstaklega kallaðir til formlegrar setu í málefnanefndum. — Nauðsynlegt er að móta heilsteypta og markvissa stefnu flokksins á næsta landsfundi — stefnu, sem nauðsynlegt er að fylgja fram og koma í framkvæmd. í því efni skiptir miklu máli að þingmenn og forystumenn flokksins starfi heils- hugar með þeim, sem að málefna- undirbúningnum vinna og að flokkurinn veiti þeim aðhald, sem dugir. I þessu efni verður að leggja áherzlu á að stefnan í einstökum málaflokkum sé markviss, en ekki í formi óljósra ályktana. Til greina kemur að málefnanefndirnar semji lagafrumvörp eða drög að þeim auk þess, sem nauðsynlegt er að þær fái sem flest þingmál til meðferðar. 2. Skipulagsleg uppbygging 2.1. Forystusveit flokksins Sú gagnrýni hefur komið fram að forystumenn flokksins (formaður og varaformaður) séu svo störfum hlaðnir sem þingmenn og ráðherr- ar, þegar flokkurinn er í ríkisstjórn, að þeir geti ekki sinnt flokksstarfi sem skyldi. Jafnframt sé æskilegt að útvíkka forystusveit flokksins. Því er gerð tillaga um, að lands- fundur kjósi ritara flokksins og sé verkefni hans fyrst og fremst að starfa að innri málefnum flokksins. Hann sé jafnframt formaður 5 manna framkvæmdanefndar (sjá nánar tölulið 2). Ritari flokksins þurfi að víkja úr því sæti, ef hann verður ráðherra. I nefndinni voru ræddar fleiri hugmyndir, sem uppi hafa verið um forystumynstur flokksins. Má þar einkum nefna annarsvegar hugmynd um tvo varaformenn, þ.e. 1. og 2. svo og Ilér cr birtur síðari hluti greinargerðar nefndar þeirrar er miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skipaði til að kanna orsakir úrslita kosninganna í vor og f jalla um skipulagsmál flokksins og fleira. Þessi kafli er greinargerð með tiliögunum sjálfum. sem þegar hafa birst. Nefndina skipuðu eftirtaldir. Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður, Ellert B. Schram, Inga Jóna Þórðardóttir, Ingólfur Jónsson, Jón Magnússon, Pétur Sigurðsson og Sigurlaug Bjarnadóttir. Jafnframt störfuðu með nefndinni Sigurður Ilafstein. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Þorvaldur G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. ritara. Hinsvegar hugmynd um þrískiptingu þ.e. formaður og vara- formaður flokksins, miðstjórnar og þingflokksins. Tillagan í tölulið 1. hafði mest fylgi í nefndinni. Nefnd- in telur það höfuðnauðsyn að forystumenn flokksins vinni vel saman og er það ein af meginkröf- um, sem flokksmenn gera til sinna forystumanna. 2.2. Framkvæmdanefnd Miðstjórn flokksins er of fjöl- menn til að geta verið hið virka afl í innra flokksstarfi, sem þarf. Því er gerð tillaga um, að eftir hvern landsfund kjósi miðstjórn sérstaka framkvæmdastjórn. Formaður nefndarinnar sé ritari flokksins, sem sérstaklega sé kjörinn af landsfundi (sjá tölulið 1), en miðstjórn kýs 4 menn. Verkefni framkvæmdastjórnar eru í megin- atriðum talin upp í tillögunum. Framkvæmdastjórn skal starfa í náinni samvinnu við framkvæmda- stjóra flokksins, sem situr alla fundi stjórnarinnar og er jafnframt framkvæmdastjóri hennar. Framkvæmdastjórn starfar í um- boði miðstjórnar, sem leggur meginlínur um flokksstarfið. Fundargerðir framkvæmdastjórnar skulu lagðar fram á fundum mið- stjórnar, þar sem þær eru ræddar eftir því, sem tilefni gefst til. 2.3. Aðrar nefndir Lagt er til að skipulagsnefndin í núverandi mynd verði lögð niður, enda hluti af verkefnum hennar lögð undir framkvæmdastjórn. Þess í stað verði settar á stofn tvær nefndir, þ.e. útbreiðslu- og áróðurs- nefnd, sem hafi með höndum daglega upplýsingamiðlun flokksins svo og fræðslunefnd, sem annist grundvallar fræðslustarfsemi. í tillögunum eru verkefni þeirra nánar skilgreind. 2.4. Flokkssamtök Raddir hafa heyrst um það, að rétt sé að afnema þá skiptingu, sem tíðkast hefur, þ.e. að sérstök félög séu fyrir ungt fólk, sérstök félög fyrir konur o.s.frv. Nefndin telur ekki efni til að breyta núverandi skipan. Líklegt er að í heild séu fleiri einstaklingar virkjaðir til starfa með núverandi skiptingu, þótt viðurkenna verði að á vissum stöðum er erfitt vegna fólksfæðar að halda uppi mörgum félögum. Það verður þá að vera mat heimamanna, hvort rétt sé að leggja einhver félög niður. Enginn vafi er á því, að mörg flokksfélög starfa mjög lítið og því væri æskilegt að blása í þau lífi og að verkefni þeirra verði fyrst og fremst að útbreiða stefnu flokksins, finna fólk til forystu í flokknum og auka honum fylgi. Nefndin er sammála um, að slaka beri á skilyrðum þess, að félag njóti fullra flokksréttinda, einkum varðandi félagsgjöld félagsmanna. Vitað er um mörg félög sem ekki uppfylla þessar lágmarkskröfur, en æskilegt er að þau hafi full réttindi. Að öðru leyti leggur nefndin til, að þegar í haust og vetur, verði skipulögð stutt stjórnmála- og félagsmálanámskeið í öllum kjör- dæmum landsins. Verði þau skipu- lögð í samvinnu við S.U.S., Lands- samband Sjálfstæðiskvenna og Verkalýðsráð. Jafnframt verði öll samtök heimsótt til að kanna ástand þeirra. Slíkt heimsóknar „program" verði skipulagt af mið- stiórnarskrifstofu (framkvæmda- nefnd miðstjórnar og framkvæmda- stjóra) og fari það eftir atvikum hverjir heimsæki hvern stað. Ákvörðun um það veröi tekin í samráði við þingmenn. Nefndin telur nauðsynlegt að reynt verði að koma upp skrifstofu í hverju kjördæmi, sjá nánar í þætti um starfsmannahald flokksins. Nefndin er eindregið þeirrar skoðunar, að flokkurinn verði að reyna að treysta stöðu sína innan launþegasamtakanna. Nefndin telur því nauðsynlegt að efla starfsemi verkalýðsráðs og auka áhrif þess innan flokksins. Tillögurnar eiga að miða að því marki. 2.5. Þingflokkurinn 2.5.1. Sú gagnrýni er mjög hávær meðal flokksmanna að ákvarðana- taka þingflokksins sé ekki í nægi- legu samræmi við vilja flokks- manna og ályktanir landsfunda. Þykir á það skorta að nægilegt samráð sé haft við aörar stofnanir flokksins eins og t.d. miðstjórn. Þá hefur því og verið haldið fram að stefnumótun þingflokks sé ekki nægilega markviss. Tillögurnar miða að því að reyna að bæta úr þessum atriöum. 2.5.3. Allmiklar umræður hafa farið fram um starfsmann þing- flokksins, stöðu hans og verkefni. Nefndin bendir á eftirfarandi verkefni, sem nauðsynlegt er að starfsmaðurinn annist: a. Starfi sem einskonar blaðafull- trúi þingflokksins. Veki meiri athygli á störfum þingflokksins og einstakra þingmanna en gert hefur verið, hafi starfsmaðurinn sam- bönd við blöð og fjölmiðla í því sambandi. b. Aðstoði þingmenn eftir föngum við undirbúning mála og öflun gagna. c. Hafi frumkvæði að því, að þingmál þingmanna Sjálfstæðis- flokksins fái meðferð hjá málefna- nefndum. Fram hefur komið að óheppilegt sé að þingmaður sé jafnframt starfs- maður þingflokksins. Starfsmaður þingflokksins eigi að gegna því sem fullu starfi og sé rétt að tengja starfið frekar ýmsum öðrum störfum á miðstjórnarskrifstofu frekar en þingmennsku. Bent er á, að þingmenn sæki um of að vera kosnir í stjórnir ýmissa ríkisstofnana eða ráð, sem hafa stjórnun með höndum. í öðrum löndum t.d. Noregi gegna þingmenn ekki slíkum störfum. 2.6. Prófkjör. Allmikil gagnrýni hefur komið fram á prófkjör flokksins og beinist hún einkum að eftirtöldum atriðum: a. Barátta milli einstakra frambjóð- Frá flokksráðs- og formannaráðstefnunni um helgina. Hluti fundarmanna á einum fundinum á flokksráðs- og formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.