Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Málshöfðun vegna skáldsögu í sjónvarpsbúningi ÞEGAR ég dvaldi í Danmörku í ágúst/sept. sl. varð ég var við, að fólk var yfirleitt ánægt með efni, sem danska sjónvarpið hafði sýnt í ágústmánuðfi. Var það sjónvarpsleikrit, sem danska sjónvarpið hafði ráðið rithöfundinn Klaus Rifbjerg til að gera eftir hinni þekktu skáldsögu Hermans Bang: Ludvigsbakke (Lúðvígsbakki) — með aðstoð Jónasar Cornell. Mikil eftirvænting ríkti meðal fólks eftir þessum sjónvarps- þætti og urðu það því mikil vonbrigði, þegar sýningin varð nokkurs konar afskræming skáldsögunnar. Voru umsagnir dagblaðanna í höfuðstaðnum yfirleitt sammála um að sýning fyrrihlutans hefði verið „fiaskó", Þegar svo seinnihlut- inn var sýndur voru blöðin sammála um að sýningarnar hefðu verið fullkominn ósigur (dobbelt nederlag). Sjónvarpið lagði dauða hönd á Lúðvígs- bakka. (sjá meðf. úrklippu úr blaðinu). I Danmörku er til félags- skapur sem heitir Herman Bangs Selskabet. Sér hann um útgáfu bóka hans og aðra hagsmuni þar að lútandi. Einn stjórnenda þess félags er rit- höfundurinn Hjorth-Moritzen. Hann skrifaði grein um þetta í Politiken 30. ágúst síðastl. Deilir hann hart á danska sjónvarpið fyrir meðferðina á skáldsögu Hermans Bang. Tek ég hér nokkrar glefsur úr greininni. Ef til vill var það ómögulegt að þrengja þessari stóru skáld- sögu saman í einungis tvær sýningar. Það hefðu tveir jafn reyndir menn eins og textasemjarinn Klaus Rifbjerg og upptakandinn Jónas Cornell átt að sjá og þá kefjast nógu langs sendingartíma eða að öðrum kosti neita að taka hlutverkið að sér, þótt þeir misstu við það af álitlegri þóknun. — Það sem okkar nú var sýnt var raunverulega til- ræði við rithöfundinn og af- skræming göfugs listaverks ... Við hljótum að spyrja: Hefur danska sjónvarpið engar hæfar manneskjur til að rannsaka (lesa yfir) sýningarefnið áður en því er dembt yfir áhorfendurna? Hefði sjónvarpið, leikhúsdeild- in, haft hæfan ráðunaut, sem þekkti skáldskap Hermans Bang, hefði hann hindrað þessi mistök. Það var illa farið að áhorfendur skyldu verða fyrir miklum vonbrigðum, en þó verst vegna höfundar þar eð áhorf- endur fengu alranga hugmynd og lítt geðfellda af þessari litrænu skáldsögu. — Það eykur sannarlega ekki áhuga á skáld- skap Hermans Bang. — Og að síðustu: Hvað er hægt að gera til þess að koma í veg fyrir slík mistök framvegis, þegar væntanlega á að sýna önnur listaverk bókmenntanna í sjón- varpinu? — Og: Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að sjónvarpið sendi aftur út hinn afskræmda „Lúðvígsbakka" og dreifi þessari þandaskömm til annarra landa? Hér hljóta reglurnar um upprunarétt að koma til greina, þótt 50 árin séu liðin, sem höfundarrétturinn varir, þá gildir framvegis sú regla, að Bókabúð Braga f nýtt húsnæði Bókabúð Braga var stofnuð árið 1944 og var þá í Hafnarstræti 22. Síðustu tvö árin hefur bókabúðin verið í Verzlanahöllinni, Laugavegi 2G. Nýlega flutti búðin aftur á fornar slóðir og er nú starfrækt í Lækjargötu 2. Starfsfólk í Bókabúð Braga er 3 stúlkur auk eiganda. Guðmundar H. Sigmundssonar. Bókabúð Braga rekur einnig blaða- og ritfangasöbi á Hlemmtorgi. Vefstólar, vefgrindur, útskurðar- járn, handverkfæri, hefilbekkir, föndurvörur. Sendum í póstkröfu. HANDID Tómstundavörur fyrir heimili og skóla. Laugavegi 168, sími 29595. 35 enginn megi ráðskast með lista- verk eftir geðþótta (droit moral). Listaverkinu má ekki breyta eða hafa það til sýnis fyrir almenning á þann hátt eða í slíku sambandi að það misbjóði bókmennta- eða listaáliti höfundar eða sérkennum hans. Þótt tími sá, sem höfundar- rétturinn gildir, sé liðinn, er Bang varinn af ofangreindum lögum, sem ég álít að Sjónvarpið hafi greinilega brotið með út- gáfu sinni af skáldsögu hans. Ríkisútvarpið verður að svara til saka í þessu máli, þar sem það ber ábyrgð á vandræðunum í lögfræðilegum skilningi. Brot á „droit moral“ reglunni er í þessu falli háð reglum um opinbera ákæru. Ef ríkissak- sóknari hefst ekki handa af sjálfsdáðum með kæru á hendur danska útvarpinu, verður Rit- höfundafélagið danska eða Herman Bangs-félagið að krefjast þess að hann geri það. Ekki gerir Herman Bang það sjálfur ...“ Þegar ég hafði síðast spurnir af þessu máli hafði rithöfundur- inn Hjort Moritzen beðið ríkis- saksóknarann að senda kæru á hendur ríkisútvarpinu danska af þessu tilefni. — Mjög fróðlegt tel ég að með málinu verði fylgst, en það sem ég hef sett á blað er tekið lauslega úr þeim blaðaskrifum, sem ég sá. Reykjavík 24. okt. '78 Jón ólafsson lögfræðingur. Þýzkar kvik- myndir frá síðari árum á vegum Germaníu ÁÐUR fyrr. einkum á þriðja tug aldarinnar og á öndverðum fjórða tugnum þóttu þýskar kvikmvndir bera af öðrum kvikmyndum, sem sýndar voru hér á landi. Svo leið langt árabil og lítið var sýnt af þýskum kvikmyndum. en síðustu árin hafa Þjóðverjar gert margar myndir, sem vakið hafa athygli. Félagið Germanía hefir nú fengið til sýningar nýlegar þýskar kvik- myndir. sem fjalla einkum um vandamál einstaklinga og sam- félagsins á vorum timum. En myndirnar eru þó einkum valdar með tilliti til leikstjórnar þeirra. Tveimur myndanna stjórnar Alexander Kluge, sem víða er frægur. og einni myndinni Volker Schlöndorff. sem kannske er fræg- astur þýzkra kvikmyndastjóra nú á dögum. Fyrsta myndin, sem Germanía ætlar að sýna n.k. laugardag, 11. nóv. í Nýja Bíó, kl. 14 heitir „Ein unheimlich starker Abgang" og fjallar um vandamál stúlku, sem orðið hefir vini sínum að bana. Þessi mynd er frá Bavaria Atelier, og ieikstjóri er Michael Verhoeven. Þetta er litmynd, sýriingartími rúmlega hálf önnur klst. Síðan verður sýnd hver myndin af annarri næstu laugardaga, myndirn- ar „Abschied von gestern" 18. nóv. leikstjóri Alexander Kluge, en kona hans Alexandra Kluge er meðal leikara. „Gelegenheitsarbeit einer Sklavin" 25. nóv. einnig með Kluge og Alexöndru Kluge og síðasta myndin „Der junge Törless" 2. des. leikstjóri Volker Schlöndorff. Myndirnar verða allar sýndar í Nýja Bió eftir hádegið á laugardög- um, sú síðasta laugardaginn 2. des. Öllum er heimill ókeypis aðgangur að sýningunum. Með myndum þessum gefst ís- lenskum kvikmyndahús gestum kostur á að kynnast því sem Þjóðverjar hafa bezt gert í þessu efni á síðari árum. (Fréttatilkynning). ^atuua Sfy^ehbbon h.f Suðurlondsbraut 16 - Reykjavík - Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.