Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 37 „Hættuleg braut ef Alþingi ætlar að fara að lögbinda laun” Þingfararkaupsnefnd Sérgreiðslur hækka innan marka kauphækkana Brasi Sigurjónsson (A) hefur flutt í sameinuðu þingi, tillögu til þingsályktunar um lágmarks- og hámarkslaun, og skal munur þeirra eigi vera meiri en 1:*2,5 til 3, það er að hámarkslaun mega í hæsta lagi vera þreföld á við lágmarkslaun. Lögin skuli sett í samráði við láunþegasamtökin. Þá gerir þingsályktunartillagan einnig ráð fyrir að takmörk verði sett um lengd yfirvinnu, þannig að hún verði ekki lengri en tveir tímar dag hvern, nema til komi undantekningar — leyfi viðkom- andi launþegafélags. Flutningsmaður sagði, að hér væri aðeins haft í huga, að setja rammalög um launabil. Með lagasetningu af þessu tagi muni neðri jaðar halda hálaunum í hófi, og efri jaðar varna þess að lág laun verði óhæfilega lág, enda megi þeir sín jafnan meira í hverju þjóðfélagi, sem betur séu launaðir, og því sé eigi ósann- gjarnt að beita þeim sem nokkurs konar lyftlstöng fyrir þá, sem minna mega sín. Helgi F. Seljan (Abl) kvaðst í höfuðatriðum vilja taka undir framkomna tillögu. Sagði hann að umræður um hámarks- og lágmarkslaun hefðu verið miklar á Alþingi undanfarið, og mjög hefði verið um það deilt, hverjar væru ástæður þess mikla launa- munar er sé hér á landi. Varðandi eftir- og næturvinn- una sagði þingmaðurinn, að þar væri um að ræða erfitt vandamál hér í okkar þjóðfélagi. Löggjöf sem hefði gilt hefði ekki komið að tilætluðum notum. Sagði Helgi þó víst, að vinnuafköst væru miklu betri ef vinnutíma væru skynsamleg mörk sett. Jóhanna Sigurðardóttir, (A) sagði, að hér væri hreyft brýnu og nauðsynlegu máli. Þó kvaðst hún telja, að lög af þessu tagi kæmu ekki í veg fyrir yfirborgan- ir eða greiðslur undir borðið. Taldi Jóhanna að tímabært væri að gera á því úttekt, hverjar raunverulegar launagredðslur væru í landinu, bæði duldar greiðslur og yfirborganir. Sagðist þingmaðurinn mundu flytja til- lögu þess efnis á þingi síðar í vetur. Friðrik Sophusson (S) sagði að tillaga af þessu tagi hlyti að vekja upp margar spurningar. Benti hann til dæmis á, að misrétti kynni að koma upp, þegar þess er gætt, að á sumum heimilum eru fleiri fyrirvinnur en á öðrum, og eins væri rétt að hafa í huga mjög misjafna fjölskyldustærð. Þá kvað Friðrik — sagði Friðrik Sóphusson við umræður um lágmarks- og hámarkslaun Friðrik Sophusson það skoðun sína, að farið væri út á hættulega braut, ef háttvirt Alþingi ætlaði að fara að lög- binda laun, eins og þessi tillaga gerði í raun og veru ráð fyrir. Þá minnti þingmaðurinn á það, að hér á landi væru skattar notaðir til að jafna tekjur manna, þannig að miklu skipti, hvort þessi launamunur væri reiknaður fyrir eða eftir álagningu þeirra. Bragi Sigurjónsson (A) tók aftur til máls, og svaraði fram komnum gagnrýnisatriðum nokkrum orðum, og áréttaði það sem hann sagði í fyrri ræðu sini. Taldi flutningsmaður að mikið svigrúm væri eftir, þó af þessum lögum yrði, þar sem nú væri til dæmis algengur launamunur allt frá 200 þúsundum upp í 600 þúsund. Bragi Níelsson (A) sagðist vera sammála meginatriðum í þeirri hugsun er kæmi fram í þingsályktunartillögunni, en á henni væru þó ýmsir gallar. „Ég sé þann megingalla á henni," sagði þingmaðurinn, „að ég held að þjóðfélag okkar sé ekki reiðubúið að taka á móti þessari kenningu. Hún er rétt, en því miður. Við erum ekki ennþá komnir á það þjóðfélagsstig, að við getum á Alþingi Islendinga skipað mönnum að hlýða svona ■ lögum. Þau verða ekki virt, vegna þess að þjóðfélagið finnur ekki til réttlætis þeirra." Árni Gunnarsson (A) hóf mál sitt á því að segja, að hann saknaði þess að ekki skyldu vera fleiri háttvirtir alþingismenn viðstaddir þessar umræður. Taldi þingmaðurinn áð hér væri á ferðinni eitt almerkasta mál sem þetta þing hafi tekið til umræðu yfirleitt. Sagði hann að hér væri um að ræða grundvall- arspurningu gagnvart launþega- hreyfingunni í heild. Kjartan ólafsson (Abl) sagðist vilja lýsa yfir stuðningi við framkomu tillögu, og taldi hann það þakkarvert að menn legðu fram tillögur er gengju í þá átt að draga úr þeim launamismun sem viðgengist hér í okkar þjóðfélagi. Gunnlaugur Stefánsson (A) kvaðst fagna þeim umræðum er fram hefðu farið um frumvarpið, og sagði hann það skoðun sína að hér á landi væru launin oft í öfugu hlutfalli við það sem menn þurftu að leggja á sig. Þá tók hann einnig undir þær skoðanir er höfðu komið fram í ræðu Braga Níelssonar fyrr í umræð- unni. Einnig boðaði Gunnlaugur það, að hann myndi síðar á þessu þingi flytja tillögu þess efnis, að opinberum starfsmönnum skuli óheimilt að þiggja laun fyrir nefndarstörf er þeir vinna í vinnutíma sínum. SAMKVÆMT lögum ber þingfarar kaupsnefnd að ákveða greiðslur til þingmannai dagpeninga, ferða- kostnað og húsnæðispeninga (fyrir utanbæjarþingmenn). Nefndin hefur nýlega hækkað þessar greiðslur sem hér segiri • 1) Dagpeninga úr kr. 2.950.— í 4000. — eða um 27%. • 2) Ferðakostnað pr. ár, vegna ferðalaga um kjördæmi, úr kr. 375.000,- í 500.000.- eða um 33%%. • 3) Húsnæðiskostnað pr. mánuð úr kr. 39.000.— í 55.000.— eða um 38%. Þessar greiðslur hafa ekkert hækkað í heilt ár. Á sama tíma hefur almennt kaupgjald hækkað yfir 50% að meðaltali. Þetta kom fram í máli Garðars Sigurðssonar (Abl), form. þingfararkaupsnefndar, sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Samein- uðu þingi í gær til að koma á framfæri upplýsingum um störf nefndarinnar. Hann sagði ennfrem- ur, að skv. 10. gr. laga um tekju- og eignaskatt væru þessar greiðslur undanþegnar framtalsskyldu. Ásakanir í garð þingmanna um skattsvik væru því alrangar. Allar ákvarðanir í þingfararkaupsnefnd hefðu verið teknar samhljóða. Árni Gunnarsson (A) sagði m.a., að hann og Eiður Guðnason (A) hefðu verið sammála framangreind- um ákvörðunum þingfararkaups- nefndar, þar sem þeir ættu báðir sæti. Hins vegar hefðu þeir borið nefndinni ósk frá meirihluta þing- flokksins þess efnis, að þessum hækkunum yrði slegið á frest unz Alþingi hefði tekið afstöðu til frumvarps þingm. Alþýðufl. um að kjaradómur kvæði á um greiðslur af þessu tagi til þingmanna. Allur þingflokkur Alþýðuflokksins væri og sammála um að þingmönnum bæri að gefa upp hlunnindi af þessu tagi á skattframtölum sínum. Þingsíða í fyrradag: Leiðrétting Veruleg uppstokkun og rugl- ingur varð í vinnslu þingsíðu Mbl. í fyrradag (bls 31), þar sem greint var frá þingstörfum sl. mánudag, þann veg að frásögnin kom ekki í réttri röð. Á eftir „vídálka inngangi átti að koma frásögn af umræðum um framkvæmdasjóð öryrkja, sem er í dálki 2 og 3 á þingsíðu. Síðan átti að koma frásögn af umræðum um dómvcxti. sem kom neðarlega í dálki 3 á þingsíðunni (að hluta til) en framhaldið hefur „villst“ í efsta hluta 1. dálks. Síðan átti.að vera frásögn af umræðum um bundið slitlag, sem kom neðarlega í 1. dálki með framhaldi í 2. dálki. Lesendur þingsíðunnar og umræddir þingmenn í frásögn- inni eru beðnir velvirðingar á þessum vinnslumistökum. Þess er vænst að menn geti ráðið í frásögnina með hjálp framan- greindrar leiðréttingar. LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER CC UJ fifi UJ > < I- oc IU cc 111 oc UJ Gólfdúkur Ódýr, vandaöur gólfdúkur frá Sommer. Verö pr. fm 1885.- og 1985.- kr. Lítið við í Litaveri því þaö hefur ávallt borgað sig. ■Brr Grensásvegí, Hreyfilshúsi. m m 30 m D > < m m D LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.