Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 21 milljarða í tekjur á ári, þannig að við getum haft allt það fargan, sem við nú höfum og getum ekki minnkað. Fjármögnun þessa hluta ætti ekki að vera sérstakt vanda- mál. Við þessa uppbyggingu beit- um við innfluttu vinnuafli eftir því sem þensluvarnir okkar krefjast. Minni ég á greinar dr. Ágústar Valfells í Mbl. nú nýverið um þessi mál. Þessu til viðbótar tel ég og fleiri, að NATO eigi að leggja fram t.d. 20 milljarða á ári í 5—10 ár til endurbóta á samgöngumálum okk- ar sem þætti í varnarkerfi lands- ins. Hinum háværu forystumönn- um okkar hefur tekist að breiða yfir vilja almennings í þessu máli, m.a. vegna hugleysis. Persónulega er ég ekki í vafa hvor hugmýndin fengi meira fylgi sbr. skoðana- kannanir, þessi eða skattlagning- ar- og happdrættisleiðir foringj- anna, ef þeir þyrðu að leggja málið í dóm fólksins. En við getum svo sem lifað án þessa og ekki þörf á að æsa sig yfir því hér. Auk þessa boðaði ég að landið yrði fríhöfn á næstu árum en gjaldeyrisskattur leysti tolla af hólmi. Vextir fylgdu á eftir verðbólgustigi og yrðu jafnir af öllum lánum. Ef niðurstaðan yrði sú, að 3 árum liðnum, að hér væri svo til engin verðbólga, vextir lágir að hundraðstölu og bankastjórar á þönum alls staðar að bjóða mönn- um lán, grunnkaup raunverulega hærra vegna bætts þjóðarhags, hvernig ætli þú tækir því, ef ég tilkynnti, að nú ætlaði ég að hækka mitt kaup um 30% einhliða á einu bretti? Myndum við fá einhverja samkennd sem þjóð? Ef allt hefði mistekist og allt hefði spurngið í loft upp, t.d. vegna kreppu í heiminum, svika á samningum o.s.frv., hvað um skuldina stóru? Þá spyr ég: Hefur nokkuð tapast af verðmætum á tímabilinu vegna hennar? Þetta þykir sjálfsagt einfeldn- ingsleg framsetning á stóru máli. Mér er alveg sama. Við höfum niðurstöðuna á hinni aivarlegu þjóðmálaumræðu og hagstjórn skv. tillögum sérfræðinganna á borðinu: Verðbólgu, fargan, niður- greiðslur, stéttabardaga o.s.frv. í stuttu máli er það kjarasátt- máli, sem þjóðin þarfnast umfram allt og það skiptir ekki máli hver fann upp það orð. I annan stað vill þjóðin engar mittisólareyringar eða samdrátt vegna frumstæðra verðbólguhjöðnunarhugmynda hinna díókletíönsku hagspekinga. Þjóðin vill ennþá meiri efnisleg lífsgæði og hún getur fengið þau á einn hátt aðeins: Að framleiða meira og nýta betur. Gallinn er bara sá, að hún heldur stundum að hún geti fengið það án þess, það sé bara að fara ofan í vasann hjá „óvinum alþýðunnar", hvar sem þeir nú eru. Nóg er til af „krullumönnum" til þess að syngja þá söngva fyrir hæstvirta laun- þega, þessa afkomendur hetja og fornkónga, „seinþreytta til vand- ræða“, o.s.frv., o.s.frv., sem er oft glýjugjarnt í augum þegar mál- snjallir ofurhugar boða þeim þúsundáraríkið. 24.10.1978, Halldór Jónsson verkír. Anna Bjarnadóttir skrifar frá Svíþjóð: V ar skólast jóri — en skrif ar nú morðsögur í sömu götu og íslenzka sendiráðið er við í Stokkhólmi býr Dagmar Lange sem er í fréttum þessa dagana vegna þess að hinn 30 október s.l. var þrítugasta sakamálasaga henn- ar gefin út. Áður en Lange tók upp rithöfundarnafnið Maria Lang og sneri sér að morðsög- um var hún skólastjóri Ahl- strömska skólans sem einnig stendur við Kommcndörsgatan. Ilún varð að hætta afskiptum sínum af kennslu þegar hún bagmar Lange segist ekki vera hlóðþyrst kona. fékk ofnæmi fyrir krít og ákvað að snúa sér að skemmti- bókmenntum. Glæpasögur urðu fyrir valinu því að það er það skemmtilegasta sem skóla- stjórinn fyrrverandi gat hugs- að sér. Lange segist gæta sín á því að hafa ekki fleiri en eitt morð eða tvö í hverri bók. Þrjú morð í bók kallar hún fjöldamorð og þau eru ekki við hennar hæfi. Helzt vill hún að morðin séu framin í stundaræsingi því að „þeir sem ganga með morð í maganum eru ekki upp á marga fiska“. Morðið á áð vera framið almennilega og ekki notuð öxi eða þess háttar verkfæri ef hægt er að kömast hjá því. Bækur Mariu Lang snúast því aðallega um eitur- byrlara eða aðra undirförula morðingja. Loks eftir að hún hafði skrifað 30 bækur var Dagmar Lange tilbúin að gefa upp hvernig hún undirbýr morðin í bókum sínum. Hún ráðskast við heimilislækninn, Birger Bringel, og konu hans um banvænar lyfjablöndur. Eftir að Lange varð sjúklingur Bringels hjón- anna — frúin er einnig læknir — báru þau ekki aðeins ábyrgð á heilsu rithöfundarins heldur einnig á morðunum sem framin eru í bókum hennar. Dagmar Lange segir að eng- inn geti drepið eins fljótlega og jafnákveðið og læknar. Lyfja- og mæliglös merkt EITUR og latneskum heitum þekja margar hillur á heimili hennar. Lyfsal- inn hefur merkt þau óvenju stórum stöfum því Langer er farin að sjá illa. Læknirinn og rithöfundurinn eyða þar mörg- um stundum og velta fyrir sér hugmyndum að nýjum eitur- blöndum. Það er ekki aðeins þegar um eiturblöndur er að ræða sem heimilislæknirinn veitir aðstoð sína. I nýjustu bók Mariu Lang, „Camilla vid Skiljavágen“, er morðvopnið skammbyssa en ekki eitur. Það krafðist þess að læknirinn færi í vopnaverzlun og spyrðist fyrir um hlaupvídd, skothraða og þess háttar á „Colt Python Magnum“ byssunni því Dagmar Lange hefur ekkert vit á skotvopnum. Þrátt fyrir efnisval bókanna segist Dagmar Lange ekki vera blóðþyrst kona eða hafa áhuga á bráðum dauðdaga fólks yfirleitt. Hún segir að sögur sínar séu þrautir eða spennandi gátur að minnsta kosti þegar henni tekst vel upp og læknirinn hefur bent á sérstaklega fágaða aðferð sem morðinginn getur notað. ab. Teikningar og reisubók- arblöð í Nor- ræna húsinu Á Föstudaginn, 10. nóv., opnar Ulrik Arthursson Stahr arkitekt sýningu í bókasafni Norræna hússins á teikningum og hand- skrifuðum reisubókarblöðum. Ulrik er fæddur í Þýzkalandi en hefur verið búsettur og starfað á Ulrik Arthursson Stahr. íslandi í rúm 14 ár. í fyrra tók hann sér árs frí frá störfum og ferðaðist með fjölskyldu sína um Evrópu og Suður-Ameríku. Hann hélt dagbók og teiknaði það sem fyrir augu bar, og koma dagbókar- blöðin nú út í bókarformi á kostnað höfundar. Á sýningunni í bókasafni Norræna hússins eru frumskissurnar og sýnishorn af handskrifuðum textanum. Sýningin verður opin í tvær vikur á venjulegum opnunartíma bókasafnsins frá 14—19 á virkum dögum og 14—17 á sunnudögum. Í.iífír': Geríð góð kaup Leyft Okkar verð verð . JJ90 351 . 346 312 . 231 210 . 20ST 188 ■ 7«; 670 . 352 317 . 326" 293 193 ..195 176 ..580 450 Allar bökunavörur á vörumarkadsverði Jólakerti í glæsilegu úrvali. Opið til kl. 8 föstudag. Vörumarkaðurinn hf. Armúla 1 A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.