Morgunblaðið - 23.11.1978, Page 10

Morgunblaðið - 23.11.1978, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 Með heiðrík ju og sólarsýn Bjartmar Guðmundssoni IIÉR GETA ALLIR VERIÐ S/ELIR. lfiO hls. Skjaldhoric. Akurcyri. 1978. »0j; aldrei þekkti ég verk eins skemmtilegt sem að he.vja,« sefjir Bjartmar Guðmundsson. Það er bóndi sem talar. Þessi bók er ekki samfelld ævisaga heldur »átján minninf;aþættir« eins oj; réttilet;a er skráð á titilblaði. Þó Bjartmar hafi aldrei farið með háreysti, heldur þvert á móti vildi ég sefya, eru lesendur honum síður en svo ókunnuf;ir. Meðal annars hafa fáeinir þessara þátta birst áður í Lesbók Morf;unblaðsins. Óþarft mun að taka fram að faðir Bjartmars var Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi. Tveir synir Guðmundar fetuðu í spor föður síns of; urðu skáld: Þóroddur í Hafnarfirði og Heiðrekur á Akur- eyri. Bjartmar f;etur þess af hóf;værð sinni að einhverju sinni hafi hvarflað að sér að skrifa meira en úr varð. En hvort tvef/gja var að aðrar annir kölluðu að og »ættbof;i minn hefur margt látið á pappíra og tekist sæmilega. Hvað gagn eða gaman gat verið að því að einhver einn enn færi að fikta við blekið í tilraunaskyni og bera í bakkafullan læk?« Þóroddur hefur lýst æskuheimili þeirra bræðra í prýðilegum bók- um: Guðmundur Friðjónsson. ævi og störf og Ilúsfreyjan á Sandi. Bjartmar rekur hér að nokkru minningar frá sama stað og tíma. Samt finnst mér þetta ekki að bera í bakkafullan lækinn. Það eru annars konar minningar sem Bjartmar er að rifja hér upp. Bjartmar er að því leyti tengdur traustum böndum átthögum sín- um og bernskuheimili að hann hefur alla tíð átt þar heima; gerðist bóndi á Sandi eftir föður sinn og hefur því haft sama sjónhringinn fyrir augum frá því er hann fyrst leit ljós þessa heims. Hann ólst upp við öll algeng sveitastörf á búi föður síns og vann sín verk af lífi og sál. En heimili Guðmundar Friðjönssonar var meira en venjulegt stórheimili. Það var líka heimili skálds þangað sem frægðarpersónur bókmennt- anna lögðu leið sína. Þorsteinn Erlingsson kom þangað »yfir fjöll og firnindi og hjartadrottningin hans, Guðrún J. Erlings.« Öðru sinni hefur Bjartmar þá sögu að segja að »kominn er Jóhann Sigurjónsson með fríðu föruneyti.« Guttormur J. Guttormsson kom að Sandi — vestan um haf og »var gamansemin s j á 1 f«, einnig Stephan G. »En í Stephani var enginn galsi þegar hann kom uppgefinn kl. 3 um nótt og vakað var eftir honum. Bóndi vakti. Konan vakti. Biðin varð 4 tíma löng uns það sannaðist að Stephan væri að koma.« En Guðmundur Friðjónsson Bjartmar Guðmundsson. vann að fleira en skáldskap og bústörfum, hann skrifaði líka fjölda greina í blöð og tímarit þess efnis sem nú mundi kallað menningargagnrýni og var því rækilega þjóðkunnur — nafn hans oft nefnt þar sem tveir eða fleiri hittust og hvar sem hann fór gustaði af orðum hans og persónu. »Fyrir kom,« segir Bjartmar, »að sent var í Laxamýri eftir pósti tvívegis áður en hann kom. Þegar hann gat ekki haldið áætlun. Oneitanlega sýndist það bera vott um nokkra óþolinmæði. En var hún ekki næsta eðlileg? Með hverjum pósti gat pabbi átt von á einhverri sendingu: Ritgerð eftir sig, kvæði, eða sögu í einhverju blaðinu eða tímaritinu og svo bréfum. Og þar á ofan einhverju um sig. Og þá ekki æfinlega sápuþvegnu.« Skólagöngu naut Bjartmar nokkurrar miðað við sinnar tíðar mælikvarða þó ekki þætti löng nú. Samt hefur hún örugglega nýst honum jafnvel eða betur en tífalt lengri skólaseta nýtist sumum nú. Fólk notaði tímann í þá daga. Stundum dreymdi Bjartmar um að verða stórbóndi á vildisjörð. Og sjá: tækifærið bauðst, sjálf Laxa- mýri auglýst til sölu. En hún var dýr og Bjartmar hafði um annað hugsað en að safna sér sparifé. Svo kom kreppan og var sparnaður þá af hennar völdum óhugsandi, síðan stríð og verðbólga. Og bóndinn hlaut að skrifa upp á margan víxilinn fyrir aðra en hefur aldrei tekið víxil sjálfur! Og það varð honum öfundarlaust að Laxamýri komst í annarra hendur. Á ungum aldri var tekiö að kjósa Bjartmar til ýmiss konar trúnaðarstarfa heima í héraði. Sá boltinn hlóð utan á sig með hverju árinu sem leið uns svo var komið að Bjartmar hafði að samanlögðu tekið á sig sem svaraði fullu starfi opinbers starfsmanns tólf mánuði ársins. »Svo voru aðrir tólf við búskapinn. Útkoman: 24 mánuðir á einu og sama almanaksárinu.« Þetta var ærið annríki og varla að furða þó naumur tími yrði afgangs til ritstarfa. Eins og kunnugt er sat Bjartmar tólf ár á Alþingi, 1959—71. Það var loks þegar þingsetu lauk að nokkur tími gafst til ritstarfa og þá meðal annars ritunar þessara minningaþátta. Bjartmar Guðmundsson hefur alltaf verið friðarins maður og það Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON er hann enn í þessum endurminn- ingum sínum. Hann horfir björt- um augum til liðinna ára og leiðir lesandann með sér inn í þá birtu. Lífsbaráttan var hörð á uppvaxtarárum hans og fyrstu manndómsárum. En tilfinningarn- ar ristu líka djúpt. Einn hugnæm- asti kaflinn í þessari bók er dálítil ferðasaga: Sú frétt barst að Sandi að Völundur, Bróðir Bjartmars, lægi fársjúkur í blóma lífsins suður í Reykjavík, nemandi í skóla. Bjartmar hélt til Akureyrar áleiðis suður en frétti þar lát bróður síns og sneri við, taldi sig ekki eiga erindi lengra úr því sem komið var. Hávetur var og Bjart- mar hélt í stórhríð austur yfir Vaðlaheiði. »Útiveran, hríðin og þó einkum stórhríðin á Vaðlaheiði var eins og guðsgjöf og þvottur upp úr ísköldu vatni. Eg brunaði áfram bullsveittur upp brekkuna. Stormurinn henti mér til, en það var besta heilsubót, sem fáanleg var.« Það eru ósvikin íslensk veður í þessari bók. í hugarheimi þessa aldna heiðursmanns er heiðríkja og víðsýni. Bjartmar lítur alvarlegum og raunsæjum augum á lífið en kryddar stíl sinn notalegri gamansemi sem yljar til hjartaróta. Það er því heilsubót að lesa bók hans, sálarþvottur, ósvik- in kynnisferð inn í bjarmaland liðinna tíma. Listasaga Fjölva Fvrir nokkru barst mér LISTASAGA FJOLVA, og það skal játað þegar í stað, að mér var ekki kunnugt um þetta verk. Þannig geta merkir hlutir farið fvrir ofan garð og neðan, meðan maður á stundum æsir sig upp yfir því, að „mestu bókaþjóð veraldar" skuli eiga svo sem ekkert á eigin máli um listir veraldar. Sannleik- urinn er j,á., að sama og ekkert hefur verið gert til að kynna heimslistina eða listasögu heims- ins á okkar tungu. Þegar þess er minnst, að aðeins örlítill hluti þjóðarinnar er fær um að lesa erlendar tungur sér að nokkru gagni, þá er aðeins ein skýring fyrir hendi, að jafn fámennur hópur og hér um ræðir sé ekki þess megnugur að standa undir dýrri og mikilli útgáfu á listasögu, sem á að vísu brýnt erindi til okkar, en vafasamt, hver áhuginn er. Það hafa að vísu komið út nokkúr rit um myndlist hér á landi, en flest þeirra hafa ein- skorðast við okkar eigin myndlist. Ekki má ég með það fara, hve veigamikil önnur rit hafa verið, en mér kemur í hug útgáfa af listaverkabókum erlendis frá, sem út kom á vegum Máls og Menning- ar. Sú útgáfa var á engan hátt nægjandi og heldur lélega úr garði gerð. En prentun listaverka hefur verið í örri þróun, frá því er síðasta heimsstríði lauk, og nú er svo komið að eftirlíkingar lista- verka eru orðnar svo vel úr garði gerðar, að margir efast um hvort um frummyndir sé að ræða eða eftirlíkingar. Ekki ætla ég mér að blanda þessu rnáli í deiluna um Dalí, sem upp kom hér á dögunum. En það má með sanni segja, að það er orðinn hreinasta nautn að skoða mikið af því vandaðasta, sem gefið er út af listaverkabókum á sein- ustu árum. Það er engu líkara en sú tæknilega þróun hafi átt sér stað í sambandi við geimferðir og allan þann mekanisma, en ekki kann ég skil á þeim hlutum. Það vill svo til, að um þessar mundir er verið að setja á markað eltt vandaðasta verk, sem gefið hefur verið út um norska snilling- inn MIJNCH, og er það skrifað af konu, sem var honum mjög kunn- ug allt frá barnæsku. Ragna Stang heitir höfundurinn, og er hún dóttir hans fræga safnstjóra í Ósló, Jens Thiís, en hann var einn af aðdáendum hins umdeilda Munchs. Þetta verk hefur verið vandað eins og unnt var, og nýlega las ég grein í einu af dagblöðum Óslóborgar um þetta verk, þar sem sagt er frá því, að það sé prentað í einni frægustu og mest virtu prentsmiðju í heimi, MONDADORI í Verona á Ítalíu. Listasaga Fjölva er einnig prentuð þar, að minnsta kosti myndirnar. Ég minnist á þetta hér til að vekja athygli á, bve vandað verk og merkilegt þessi listasaga í þrem bindum er. Hún er í upphafi skrifuð af mörgum þekktum list- fræðingum, frönskum og ítöslkum, en Þorsteinn Thorarensen og Gina Pichel munu ábyrg fyrir þeim texta, er hún hefur á íslenskri tungu. Þorsteinn tekur það fram að verkið sé allt umsamið í þýðingu, þar sem það sé miðað við að tengjast Veraldarsögu Fjölva, bæði í máli og myndum. Það er því enn eitt stórvirkið, sem Þorsteinn Thorarensen hefur gert hér, en ég tek það fram, að ég fjölyrði ekki meir um þessa tengingu, þar sem ég þekki ekki til Veraldarsögunn- ar. En það hefur ekkert upp á sig í þessum línum, því að mér hefur heldur ekki tekist að lesa þessi þrjú þ.vkku bindi að neinu ráði. En myndirnar hef ég skoðað vel og gripið niður í textann hér og þar. Seint held ég, að menn geti orðið á eitt sáttir um listasögu og syngur þar hver með sínu nefi, þar til staðfestar rannsóknir koma til skjalanna og þrefið verður óþarft. Þá er lesmálið oftast orðið svo tyrfið, að það er ekki nema fyrir guðspjallamenn á sviði listar að pæla í slíkum aflestri. Listasaga getur að mínum dómi verið mjög skemmtileg og lífræn og tengist auðvitað almennri sögu. Lengi vel var einasta fræðsla á íslensku í þessum efnum sú, að minnst var á Monu Lísu og þá sérstaklega hennar dularfulla bros. Það nægði í minni mannkynssögu. Listasaga Fjölva er þannig úr garði gerð, að hún er'til prýði hverju heimili í landinu, og hún er ekki tímabund- ið verk, heldur sígilt rit, sem fáir munu hafa gert sér raunverulega grein fyrir. Ég verð að viðurkenna, að sums •staðar í þessum texta finnst mér þýðingar Þorsteins eins sérvisku- legar og í öðrum bókum hans um listir, sem ég hef fjallað um hér í blaðinu fyrir stuttu. Þetta ertir mig svolítið persónulega. Ég er vanur að nefna hlutina öðrum orðum og er ekki vanur hugtaka- þýðingum Þorsteins. En auðvitað er hér um að ræða einkamál okkar beggja, og þau fara ekki saman, Myndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON hvað þetta snertir. Samt langar mig til að láta aðdáun mína í ljósi á þýðingu, sem að mörgu er bókstaflega ómöguleg yfir á mál, sem ekki á til þau orð, sem einna mest koma við sögu. En Þorsteinn Thorarensen er eins og Bretar í þessum efnum. Þegar maður spyr þá, af hverju þeir séu að stússa í ýmiss konar hlutum, er manni virðast óþarfir, þá verður svarið stundum „You have to have a certain gimrnik". Ég er ekki í neinum efa um að þetta stórvirki í útgáfu hjá jafn fámennum hópi og Islendingar eru, er meira virði fyrir almenning en flestir gera sér ljóst. Hér gefst tækifæri til að fá innsýn í listasöguna, og það ekki aðeins frá einni hlið, því að margir hafa lagt hönd á þetta verk í byrjun, og allt ber það með sér, að engir fisjungar hafa gengið þar til verks. Ég fagna því, að út skuli hafa komið þessi þrjú bindi, sem öll eru mikil að vexti og greinargóð í texta. Fyrsta bindið kom á markað árið 1975 og síðan hefur áframhaldið verið árlegt. Það er komið fram á okkar tíma í þriðja bindinu, svo að ekki mun von á meiru að sinni. Það er meir en þakkarvert framtak hjá Fjölva að ráðast í slík verkefni sem þetta. Vel mætti nota þetta verk við kennslu, ef hún þá er höfð uppi í einhverjum skólum. En listasaga er ekkert tískufyrir- bæri, sem er einkennandi fyrir okkar tíma. Sir Kenneth sagði eitt sinn, að það væri ef til vill mögulegt að fá nasasjón af lista- sögu veraldar, ef maður sæti við 24 tíma á sólarhring í 7 til 9 ár. Að lokum hvet ég alla þá, sem áhuga hafa á listum, til að skoða þetta merka verk, sem Þorsteinn Thorarensen hefur endursagt og komið í hvers manns mál á þessu landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.