Morgunblaðið - 23.11.1978, Side 11

Morgunblaðið - 23.11.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978 11 WWMMHMi hpi V- v* ’ ‘•1 ' " • V • ,i , Marta Haraldsdóttir, Jón Sveinsdóttir. Aslaug Bergsteinsdóttir og Árni Olafsson í hlutverkum sínum. Leikfélají Keflavíkurj Tobacco Road eftir Erskine Cald- well Leikstjórii Þórir Steingrímsson Leikmyndi Steinþór Sigurðsson. Leikfélag Keflavíkur hefur starfað nokkuð lengi og hefur sett upp ýmis góð leikrit eftir innlenda og erlenda höfunda. Nú hefur það ráðist í Tobacco Road eftir Erskine Caldwell. Þar er dregin upp sterk mynd af lífi hinna fátækustu og verzt settu í Suður- ríkjum Bandaríkjanna á kreppu- árunum. I þessari sýningu Leikfélags Keflavíkur fer Áslaug Bergsteins- dóttir með aðalkvenhlutverkið, Ödu konu Jeeters, og gerir því afbragðs góð skil með skilnings- ríkum og næmum leik. Á móti henni leikur einn af elstu og reyndustu leikurum félagsins, Árni Ólafsson. Túlkun hans er að mörgu leyti góð, þó finnst manni að hann mætti á köflum vera enn letilegri. Yngsta son þeirra hjóna leikur Gísli Gunnarsson og stend- ur sig vel að því undanskildu að honum bregst að nokkru að sýna karlmennsku í skiptum sínum við trúboðann. Það hlutverk lék Þór- dís Þormóðsdóttir mjög létt og skemmtilega. Tengdason þeirra hjóna og dóttur léku Jón Sveinsson og Martha Haraldsdóttir. Má segja að sumar senur þeirra hafi verið einna átakamestar og djarf- astar í leikritinu, sem þau náðu að túlka líkast því sem höfundurinn sennilega ætlast til. Góða barnið í verkinu var Margrét Benedikts- dóttir í hlutverki Pearl. Hlutverk- ið er vandmeðfarið en kom furðu vel fram. Enn á ný breytir Ingibjörg Hafliðadóttir um gervi. Að þessu sinni býður hlutverk hennar upp á látbragðsleik og má sannarlega segja að þar sé réttur maður á réttum stað. Með minni hlutverk fara Jón Sigurðsson sem. gjaldþrota stór- bóndi og Steinar Geirdal sem bankafulltrúi og loks Hilmar Jónsson sem bóndi og nágranni Jeeters. Hlutverk þeirra tveggja fyrst nefndu er hlutverk valdsins og kemur það vel fram hjá Steinari og Jóni, nágranninn kemur aftur á móti ekki mikið við sögu en innkoma Hilmars er hressileg og lífgar upp á umhverf- ið. Augljóst er að hér hefur verið að verki góður og glöggskyggn leik- stjóri, Þórir Steingrímsson, sem mjög hefur vandað til sýningar- innar. Leikmynd er gerð af Stein- þóri Sigurðssyni. Hún er skemmti- leg og ljósaskiptingar góðar. Allt þetta gefur sýningunni sterkan og* dramatískan blæ. Undirritaður hafði mikla ánægju af sýningunni og þakkar öllum sem að henni hafa staðið. Óskar Jónsson. 979 NORDUIENDE Mest seldu sjónvorp á Islandi. Hvers vegna? nordíTIende V-Þýzk gæöavara. Þaö hefur synt sig aö Isiendingar eru vandlátir, vanda valiö og velja NordMende. Okkur er þaö anægja aö kynna yður argerö 1979. Sjaldan hefur tæknin þjonaö manninum jafn dyggílega. Ein mesta byltingin á árgerö 1979 er nýr myndlampi PIL (precicion in-line> sjálfvirk samhæfing á lit, sem gefur miklu skarpari mynd en áöur þekktist, jafnvel þó bjart sé inni. V^BUOIN Skípholti 19, sími 29800 Tobacco Road í Keflavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.