Morgunblaðið - 23.11.1978, Síða 12

Morgunblaðið - 23.11.1978, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 1978 María Pétursdóttir: Fortíö Þenar Bretum fór aö skiljast á s.l. öld að umbóta væri þörf í heilbrinðismálum, var ljóst að veÍKamikið atriði var að fá sér- menntaða hjúkrunarstétt. Hleypti sú kenninK af stað mótmælaöldu. Það virðist nú næsta ótrúleKt að lærðir ok leikir kepptust við að koma með allskonar rökvillur um þarfleysi faKkunnáttu á þessu sviði. HæKt ok sÍKandi höfðu málsvar- ar hjúkrunarskólanna þó betur í viðureÍKninni. Þá var sleKÍð á aðra strenKÍ, strenKÍ samúðar ok bent á að með þessum menntunarkröfum yrði öðrum í framtíðinni meinað að vinna þau störf, sem iðuleKa höfðu verið eini atvinnumöKuIeiki ófaKlærðra kvenna. Þar með væri verið að skapa forréttindastétt. En nú er öldin önnur, huKsunar- Ólafur Bjarnason forseti læknadeildar afhendir prófskírteini fyrstu B.Sc.-hjúkrunarfræöingum frá Háskóla íslands 1977. Forréttindi — mannréttindi háttur breyttur ok hjúkrunar- fræðinám talið nauðsynleKt ok sjálfsaKt, eða er ekki svo? HjúkrunarfræðinKar um allan heim eÍKa sín stéttarfélöK, alþjóð- le^a samvinnu ok aðild að laun- þeKasamtökum. Bæði alþjóðaheil- brÍKÖismálastofnunin (Whoo) og alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) leKKja kjara- ok menntunarbar- áttumálum hjúkrunarstéttarinnar lið. Þá ætti hlessað kvennaárið að hafa orðið hjúkrunarstétt til framdráttar, því enn er hún nær einKönKu kvennastétt. Snemma á þessari öld var á fundi danskra og sænskra geð- lækna fyrirlesari er hélt erindi um gildi geðhjúkrunarmenntunar. Sá góöi maður fullyrti að auðvitað væri hjúkrun aðeins kvennastarf „og „ingen magt pá jorden kan göre den til mans arbejde". Karlmönnum fer þó fjölgandi sem betur fer í röðum okkar. Af einhverjum ástæðum óvenju hægt hér á landi (skyldu það vera launin?) í Hjúkrunarfélagi íslands voru s.I. okt. 1628 félagar, þar af voru 10% karlmenn, eða 0,61%. Dómarinn í Denver Þetta allt tilheyrir liðinni tíð. Lítum okkur nær og hyggjum að vestrænni menningu árið 1978 í bandarísku borginni Denver. Tíu hjúkrunarkonur fóru í mál til að reyna að fá úr því skorið hvort laun til hjúkrunarfræðinga ættu að miðast við stöðuábyrgð og viðhlítandi menntunarkröfur, eða hvort miða ætti við hvort í hlut ættu hjúkrunarkonur eða hjúkrunarkarlar. Ákærendur lögðu fram skjal- festar sannanir um hærri launa- tekjur karla í stöðum hjúkrunar- fræðinga og það í öllum þrepum launaskalans. Dómarinn, Fred Winner, viðurkenndi þessar staðreyndir, en ákærendur töpuðu málinu. Til skýringar á málsmeð- ferð sagði dómarinn að með engu móti væri hægt að segja að borgaryfirvöldin mismunuðu laun- þegum k.vnsins vegna, en söguleg þróun skipaði sumar stéttir í lægri launasess en aðrar. Auk þes hefði hann fundið sig knúðan til að fella dóm gegn þeim, ella hefði það getað skapað fordæmi, sem gæti haft óheillavænlegar afleiðingar fyrir allt efnahagslíf Bandaríkj- anna („disrupting the entire economic system of the United States of America“). Sálufélaga átti hann þegar árið 1891, H. C. Burdett, sem skrifaði langlokur í félagsriti breskra sjúkrahúseig- enda. Varaði hann við ofdekri á hjúkrunarstétt, það hlyti að spilla henni og koma í veg fyrir góðan rekstur sjúkrahúsa. Hjúkrunarfræðingur dr. Bonnie Bullough, ritar um framangreind málaferli í septemberhefti tíma- ritsins Nursing Outlook. Vegna þess að hún hefur skrifað margar bækur og rit um félagsmál, hagfræði og pólitík í sambandi við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, var farið þess á leit við hana að taka þátt í málflutningi. I vitna- stúku rakti hún sögu kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga, sem hún sýndi fram á að verið hefur óvenju harðsótt, annarsvegar vegna samanburðar við trúar- og líknar- félög er iétu í té ódýran vinnu- kraft, meðan slíkt gat viðgengist og hinsvegar hjúkrunarskóla sjúkrahúsanna, sem lögðu til illa eða ólaunað starf hjúkrunar- nemenda. Dr. Bullough kveðst hafa undir- búið mál sitt vel og vandlega og gætt fyllstu kurteisi í málflutn- ingi. Dómaranum fannst samt tilefni gefast til að trufla málflutninginn og bað um leyfi til að lesa upp smákafla. Síðan hóf hann að lesa úr sjálfstæðisyfirlýs- ingu Bandaríkjamanna (The Declaration of Independence) þar til hann kom að setningunni „all men are created equal“ (allir menn eru jafnbornir). Þar lét hann staðar numið, leit til dr. Bullough og sagði: „Heyrðir þú þetta? Það segir ekki orð um konur“. íslenskir hjúkrunar- fræðingar og kjaradómur Hjúkrunarfræðingar með B.Sc. próf frá Háskóla Islands eftir fjögurra ára nám hafa átt í kjaradeilu yið ríkisvaldið. Sóknar- aðili gerði þær kröfur að hjúk- runarfræðingar með B.Sc. próf tækju laun samkvæmt launaflokki 107 (BHM), sem er í fullu sam- ræmi við námsmat, sem er helsta viðmiðun BHM í kjarasamningum. Málið var lagt fyrir kjaradóm sem kvað upp óvæntan og ótrúlegan dóm 8. nóvember s.l. Þar er B.Sc. hjúkrunarfræðingum skipað í launaflokk 103 (BHM) eftir níu mánaða starfsreynslu. í sérkjara- samningum fjármálaráðherra og BHM sem gilda frá 77-11-01 til 79—10—31 fá þeir sem eru með sambærilega menntun launaflokk 107 (BHM). Hér munar því fjórum launaflokkum. Sömu aðilar og dæmt hafa öðrum með 120 eininga B.Sc. próf frá Háskóla íslands og 160—184 stig í námsmati, launa- flokk 107 a.m.k. undirrita nú samning er skipar B.Sc. hjúkrunarfræðingum með 120 eininga nám og 173 námsstig, í launaflokk 103 eftir níu mánaða fulla vinnu. Hvernig verður þetta skilið? Ein ráðgátan af mörgum er hvernig fundu þeir út þessa níu mánuði? Rök varnaraðila voru þau „að re.vnt hefði verið að fylgja þeirri grundvallarreglu að greiða „sömu laun fyrir sömu vinnu“ eða svipaða vinnu og hjúkrunarfræðingar án háskólamenntunar höfðu áður fengið samkvæmt gildandi kjara- samningi". Hverjir dæmdu hjúkrunar- fræðingum byrjendalaun í 11. launaflokki (BSRB)? Krafa hjúkrunarfélagsins var 19. launa- flokkur. Voru það sömu aðilar í báðum tilfellum? Þeir hafa þá gleymt málshættinum, „Illt er illu ofan á illt að bæta“. Jafnréttishugsjón dómaranna er virðingarverð, „sömu laun fyrir sömu vinnu“. Við næstu samninga verða þeir vonandi komnir enn lengra á þroskabrautinni og þá verður slagorðið: „allir sömu laun,“ þá einnig dómarar og hjúkrunarfræðingar, en fljótt á litið vinna báðir aðilar sömu vinnu, að rétta hlut og bæta lífskjör samborgara sinna. Meðan bið verður á því, er rétt að samræmi sé í heiðri haft í kjarasamningum og „sömu laun fyrir sömu vinnu“ getnr aðeins gilt að undangengnu gaumgæfilegu starfsmati. Hjúkrunarfræðingar er bæta við sig sérnámi hjá okkur í Nýja hjúkrunarskólanum fá að loknu námi eins til tveggja launa- flokka hækkun, en rökin fyrir því voru að betri þekking og skilningur komi þeim og öðrum til góða í starfi þeirra og þessvegna hafi þeir til launahækkunar unnið. Hjúkrnarfræðingar er vinna „sömu vinnu“ á geðsjúkradeildum eru ekki allir í sama launaflokki. Þeir sem lokið hafa tveggja ára geðhjúkrunarnámi eru tveimur launaflokkum hærri en hinir, en betri starfshéefni að námi loknu ætti að vera mikils virði. Áhrif þeirra til góðs mun gæta bæði innan og utan sjúkrahúsa, er hinn nú alltof fámenni hópur vex, og þar með styrkur þeirra og sam- staða. Annað sérnám fyrir hjúkrunar- fræðinga í Nýja hjúkrunarskólan- um hefur vissulega verið góð lyftistöng fyrir hjúkrunarstétt og stuðning og skilning menntamála- ráðuneytisins kunna hjúkrunar- fræðingar að meta að verðleikum. Hjúkrunarmenntun í háskóla Árið 1970, þegar Sigurður Sigurðsson var landlæknir og skólanefndarformaður Hjúkrunarskóla Islands, var einu sinni sem oftar til umræðu á skólanefndarfundi að skólinn væri varla starfhæfur vegna skorts á hjúkrunarfræðikennurum. Þetta virtist vera orðið sígilt og óleysan- legt vandamál. Landlæknir leitaði þá til alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) og óskaði eftir að fá frá þeim ráðgjafa, sem hefði víðtæka reynslu og þekkingu í hjúkrunarmálum. Sá sér- fræðingur, sem kom frá WHO var Maria Tito de Moraes. Hún lagði eindregið til að stofnuð yröi námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Má segja að þetta hafi verið fyrsta virka kveikjan að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, þótt hugmyndir um hjúkrunarmenntun í háskóla hafi löngu áður verið til umræðu. Meira að segja skrifaði Vilmundur Jónsson, landlæknir um þetta í Hjúkrunarkvennablaðið árið 1942 og sagði m.a. „þarf naumast meira en einn pennadrátt í háskólareglu- gerðina til þess að hjúkrunarfræði verði viðurkennd háskólagrein til B.A. prófs“ Eftir nána og víðtæka athugun á þessu máli kom brátt í ljós að fjöldamörg önnur rök hnigu að því að slík námsbraut gæti orðið veigamikið framfaraspor fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Á þessum grundvelli var námsbraut í hjúkrunarfræðum stofnuð við Háskóla íslands haustiö 1973, í rektorstíð Magnúsar Más Lárus- sonar og með stuðningi fjölda aðila, sem þá fjölluðu um heil- brigðis- og menntunarmál í land- inu. Auk þess hefur deildin notið stuðnings frá WHO vegna þess að þarna er verið að vinna veigamikið brautryðjendastarf í menntunar- málum á sviði hjúkrunar. Ráðgjaf- ar WHO á sviði hjukrunarmála, sem heimsótt hafa ísland og dvalið hér lengri eða skemmri tíma, hafa allir talið bestu framtíðarlausn okkar vera að færa hjúkrunar- menntun í háskóla. Nú hefur háskólinn brautskráð 23 hjúkrunarfræðinga og náms- brautin hlotið viðurkenningu eriendra háskóla. Hin ömurlega niöurstaða kjaradóms í máli hjúkrunarfræðinga mun byggjast á misskilningi á launamálum háskólamanna og vanþekkingu og verður að skoðast sem hörmulegt sl.vs á mati á gildi menntunar, störfum og kjörum þessara kvenna. Er því þess að vænta að þetta verði leiðrétt sem allra fyrst og verði ekki til að halda launum allrar hjúkrunarstéttarinnar niðri, svo hún verði áfram lág- launakvennastétt. Hér kemúr enn skýrt í ljós að sagan hefur endurtekið sig. ís- lenskur kjaradómur hefur nú nýlega sýnt að hann hefur sama sjónarmið og dómarinn í Denver. Háskólamenntuð stétt sem saman- stendur af konum eingöngu á að hafa lægri laun en allar aðrar háskólamenntaðar stéttir, en þar eru karlmenn yfirleitt í meiri- hluta. Réttlætismál íslensku hjúkrunarstéttarinnar hafa ekki náð fram að ganga þrátt fyrir nær 60 ára baráttusögu og það er augljóst að þótt aflað sé þeirrar menntunar, er sambærileg er við það sem bezt gerist erlendis, nægir það ekki heldur. Verður vart önnur skýring á því, en að hér sé verið að mismuna í launum og vanvirða starf eftir kynjum. Um það leyti er námsbrautin hóf göngu sína urðu nokkrar umræður við kaffiborðið á R.K.Í.- fundi. Þá sagði einn fundarmanna, læknir, sem fylgdist vel með orðaskiptum. „Það er engin menntun of góð fyrir hjúkrunar- stétt, og hún verður aldrei of- menntuð." María Pétursdóttir. skólastjóri Mýja hjúkrunarskólans. Háskólarektor, Guðlaugur Þorvaldsson, afhendir hjUkrunar- fræðingi B.Sc.-skírteini sitt 1978.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.