Morgunblaðið - 23.11.1978, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978
Svcrrir Ellcrt P4H
Árni Eióur Gunnlauvcur
Neðri deild Alþingis í gær:
Finnur Torfi Garðar Vilmundur
Hver á að ákvarða um
launakjör þingmanna?
Kjaradómur eða Alþingi?
FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. f eíri deild urðu
umræður um tvö mál, félagsmálaskóla alþýðu og leiklistarlög, og iauk
hvorugri umræðunni. í neðri deild fór allur dagfundurinn í að ræða
þingfararkaup alþingismanna, frumvarp Vilmundar Gylfasonar og
Eiðs Guðnasonar þess efnis að launakjör þingmanna skuli ákvarðast
aí kjaradómi. Þær umræður verða lítillega og í örstuttu máli raktar
hcr á eftir.
Gamall draugur,
sama sœringarþulan
Sverrir Hermannsson (S) sagði
m.a. — í framhaldsumræðu um
þetta mál — að hér væri á ferð
gamall draugur og sama særingar-
þulan sem fyrr. Hún ætti rætur í
fjölmiðlaumræðu, ekki haldgóðri.
Laun alþingismanna væru þegar
ákveðin af kjaradómi, þar eð
þingmenn tækju laun skv. 3ja
hæsta launaflokki ríkisins. Þeir
hefðu aö vísu áður ákveðið að svo
skyldi vera. — Þingfararkaups-
nefnd fer aðeins með önnur kjör
þingmanna. Gera verður skörp skil
hér á milli. Eg er hins vegar
alfarið fylgjandi því að Alþingi
taki ákvörðun um kaup og kjör
þingmanna alfarið í eigin hendur.
Hinsvegar tel ég rétt að taka upp
framtalsskyldu á öllum greiðslum
þingmanna, hvort sem skattskyld-
ar eru eða ekki, sagði Sverrir
Hermannsson.
Höfundarréttur
og tilgangur
Ellert B. Schram (S) sagði þetta
frumvarp áður flutt af sér og
Gylfa Þ. Gíslasyni (A) og væri
hann höfundur þess. Hann ætti því
höfundarrétt að þeim frumvarps-
texta, sem núverandi flutnings-
menn hefðu tekið traustartaki og
gert að sínum. Hins vegar hefði
hann hvergi nærri komið núver-
andi greinargerð með frumvarp-
inu, sem væri fleytifull af stað-
leysum. Eins og þegar tæpt væri á
getsökum um skattsvik þing-
manna. Skoraði hann á Vilmund
Gylfason að færa rök fyrir þessum
áburði í þessari umræðu, ella yrði
að líta orð hans sem markleysu.
E. Sch. taldi rétt að kjaradómur,
sem þegar kvæði á um kaup og
kjör ýmissa ríkisstarfsmanna og
væri hlutlaus dómur, ákvarðaði
um launakjör þingmanna. Rétt
væri að reyna þá meðferð mála.
Tvær máltíöir á dag
Páll Pétursson (F) sagði m.a. að
kjaradómur myndi efalítið líta
störf þingmanna stærri augum en
gert væri af þingfararkaupsnefnd.
Hann myndi t.d. bera kjör þeirra
saman við aðra, t.d. blaðamenn,
bankamenn eða aðra pótintáta
þjóðfélagsins, og bæta þau þar af
leiðandi. Þingmenn fengju þá tvær
máltíðir á dag, eins og sumir aðrir
ríkisstarfsmenn og bifreiðakostn-
að í samræmi við þá. Annars sagði
Páll vel fara á því að þessi mál
yrðu með sama hætti og verið
hefði. Hann sæi því ekki ástæðu til
að styðja þetta frumvarp. Alþingi
ætti að ganga á undan öðrum í
þessu þjóðfélagi með góðu for-
dæmi, hógværð og lítillæti.
Störf og laun Þingmanns
Árni Gunnarsson (A) sagði
kjarnann í þessa umræðu vanta,
þann, að þingmenn gætu lifað af
launum sínum; að þingmannsstarf
væri ekki aðeins á fææri efna-
manna. Léleg þingmannslaun byðu
heim ýmsum hættum. Rétt væri að
hafa viðmiðun við embættismenn
ríkisins, t.d. ráðuneytisstjóra og
skrifstofustjóra Alþingis, er nytu
hærri launa. Þá vakti ÁG athygli á
margþættum kostnaði þingmanna,
er byggju í strjálbýli, uffffram
Reykjavíkurþingmenn, og tíundaði
ferðakostnað sinn um Norður-
landeystra fyrir síðustu Alþingis-
kosningar því til sönnunar. Viku-
ferð hefði kostað sig rúmar 100
þúsund krónur. Þótt vel hafi verið
á haldið. Ekki væri nema sann-
gjarnt að kostnaður, er til félli
vegna þingmannsstarfa, væri
endurgreiddur á sannvirði.
Gagnrýnin á Þingmannskjör
Eiður Guðnason (A) sagði gagn-
rýni á kjör eða kjaraákvörðun
þingmanna hafa verið tvíþætta.
Annars vegar að þingmenn
ákvörðuðu um laun sín sjálfir —
hins vegar skattahlið málsins.
Þingmenn hefðu til skamms tíma
tekið laun skv. 3ja hæsta taxta
BSRB. Þeir hefðu sjálfir tekið
ákvörðun um færa sig yfir í 3ja
hæsta taxta BHM, sem hafi verið
þeim í vil. Það væri ekkert
valdaafsal í því fólgið, sagði EG,
þó að hlutlaus dómur, sem ákvarð-
aði um laun ýmissa aðila, fjallaði
um launakjör þingmanna. Sumir
gagnrýndu þá meðferð vegna þess,
að þá myndu laun þingmanna
hækka. — Ekki hef ég áhyggjur af
hugsanlegu örlæti kjaradóms, það
er ekki reynsla annarra af störfum
hans. Ef örlætið gengur hins vegar
úr hófi, á Alþingi alltaf þann kost,
að breyta aftur til í gamla horfið,
sagði Eiður Guðnason.
Efnalegt sjálfstæöi
Þingmanna
Gunnlaugur Stefánsson (A)
sagði að laun þingmanna ættu að
vera það há, að efnalegt sjálfstæði
þeirra væri tryggt. — Hins vegar
eru kjör þingmanna viðuna andi
þó þau þoli ekki samanburð við
hátekjumenn í þjóðfélaginu. Þetta
ætti að vekja áhuga þingmanna á
Fram var lagt á Alþingi í gær
stjórnarfrumvarp til staðfesting-
ar á bráðabirgðalögum um al-
mannatryggingar, sem fyrri
ríkisstjórn gaf út, 30. júní 1978,
að frumkvæði fv. tryggingamála-
ráðherra, Matthíasar Bjarnason-
ar.
Þessi bráðabirgðalög voru gefin
út í samræmi við samkomulag,
sem gert var samhliða kjarasamn-
ingum 22. júní 1977, þann veg að
hækkun lífeyrisgreiðslna sem
launajöfnuði. Vék GSt þar m.a. að
ráðuneytisstjórum, sem hvorki
væru í BSRB- né BHM-flokkum,
heldur sérstökum „stjörnuflokki".
GSt sagði þingið geta breytt til á
ný, ef kjaradómur reyndist illa,
eða sú málsmeðferð. Hins vegar
kynni það að vísu að líta skrítilega
út, að Alþingi væri að vísa frá sér
ákvörðun um kjör þingmanna, á
sama tíma og það lægi í loftinu að
það þyrfti að fara „krukka í
kjarasamninga" annarra.
Þá sagði hann að strjálbýlis-
þingmenn ættu að búa að hærri
ferða- og bifreiðagreiðslum en
þingmenn á höfuðborgarsvæði.
Hins vegar væri óeðlilegt að
strjálsbýlisþingmaður, sem fengi
húsnæðispeninga í Reykjavík,
fengi jafnframt sérstaka fæðis-
peninga.
Afsölun valds
og áhrifa
Finnur Torfi Stefánsson (A)
sagði virðingu og valdi Alþingis
hafa hrakað. Alþingi hefur „selt
vald sitt til annarra", mikilvægar
ákvarðanir eru teknar í skúma-
skotum, þ.e. embættismannakerf-
inu. Þetta er slæm þróun. Ég er
því andvígur þessu frumvarpi af
„prinsippástæðum" og það gengur
gegn þeim sjónarmiðum að efla
virðingu þingsins og halda málum
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
eftirfarandi yfirlýsingar frá
stjórn Taflfélags Reykjavíkur og
stjórn Taflfélags Kópavogsi
„Vegna þeirra umræðna, sem
orðið hafa í fjölmiðlum í sambandi
við för skákmanna á Ólympíu-
skákmótið og FIDE-þingið í Ar-
gentínu, óskar stjórn Taflfélags
Reykjavíkur að koma eftirfarandi
á framfæri:
Stjórn Taflfélags Reykjavíkur
sér ástæðu til að þakka stjórn
Skáksambands íslands gifturík
störf að kjöri frambjóðanda sam-
bandsins sem forseta FIDE, og
leiddi af því samkomulagi, valdi
ekki lækkun tekjutryggingar-
greiðslna frá almannatryggingum.
Efnisatriði bráðabirgðalaganna
var það að fjárhæðir annarra
árstekna lífeyrisþega en lífeyris
almannatrygginga (reiknaðrar
leigu ef eigin húsnæði og tekna
barna), sem ekki skerðir rétt til
uppbótar á lífeyri (tekjutrygging-
ar), megi verá kr. 397.000 hjá
einstaklingum og 415.800 hjá
hjónum.
í dagsljósinu. Ég tel mikilvægt að
Alþingi haldi þessu valdi.
Langar umræöur um
lítið mál
Garðar Sigurðsson (Abl), form.
þingfararkaupsnefndar, taldi of
mikið sagt um of lítið mál.
Efnisatriðið væri aðeins eitt: að
ákveðin stofnun ákvarði laun og
kjör þingmanna. En skýrt væri
tekið fram í frv. að það verði gert
að fengnum tillögum þingfarar-
kaupsnefndar. Ég sé því ekki að
breytingin verði stór. GS sagðist
andvígur frumvarpinu.
Meirimáttar
og minnimáttar
Vilmundur Gylfason (A) sagði
suma þingmenn mæla svo sem
hinir meiriháttar, fólkið á götunni,
hafi ráðist að hinum minnimáttar:
60 þingmönnum. Ennþá vantaði
skýringu á fráhvarfi frá
BSRB-viðmiðun þingmanna til
BMH-viðmiðunar. Hér væri ekki.
um valdaafsal að ræða. Og mál
þyrftu að vera fyrir opnum tjöld-
um þó að kjaradómur fengi
umrætt ákvörðunarvald. VG sagði
að laun þingmanna þyrftu að vera
góð og útlagður kostnaður að vera
rétt metinn.
Umræðunni lauk ekki og ráð-
gerður var kvöldfundur í gær-
kveldi.
einnig vill stjórn T.R. óska Frið-
riki Ólafssyni til hamingju með
glæsilegan sigur.
Sérstaklega ber að þakka þeim
Einari S. Einarssyni, forsefa S.Í.,
og Högna Torfasyni, varaforseta
S.Í., án þess að á nokkurn sé
hallað, fyrir mikla og óeigingjarna
vinnu í meira en hálft annað ár að
umræddu forseta kjöri, sem borið
hefur góðan árangur og er í
samræmi við önnur störf þeirra
fyrir íslenska skákhreyfingu á
undanförnum árum. Ber því að
harma þau leiðindaatvik og leið-
indaskrif, sem orðið hafa um
kosningu gjaldkera FIDE. Það er
að dómi stjórnar T.R. alvarlegur
hlutur, þegar komið er þannig
fram við menn, sem starfað hafa í
stjórnun áhugamannasamtaka til
að láta gott af sér leiða eins og við
á um áður nefnda stjórnarmenn
Skáksambands íslands."
„Taflfélag Kópavogs fagnar
hinu ánægjulega kjöri Friðriks
Ólafssonar sem forseta FIDE og
fylgja honum innilegar hamingju-
óskir um farsælt og heillaríkt
starf á komandi árum.
Jafnframt vill Taflfélag Kópa-
vogs þakka Skáksambandi íslands
fyrir ötult og fórnfúst starf sl.
hálft annað ár, er tvímælalaust
hefur átt drýgstan þátt í þessum
glæsilega árangri. T.K. vill lýsa
eindregnum stuðningi sínum við
S.Í., og þakkar stjórn og forseta
S.Í., Einari S. Einarssyni, giftu-
samleg málalok."
Láttu ekki
bílinn þinn standa úti í roki
og rigningu eöa fenna í kaf —
EF ÞÚ ÆTLAR
AÐ SELJA HANN
Viö höfum nóg pláss fyrir 100 bíla í björtum og
hlýjum sal — og viö geymum þá viöskiptavinum
okkar aö kostnaöarlausu.
Bíllinn þinn selst hjá okkur ef þú kemur meö
hann.
Opiö 9-7
einnig á laugardögum.
/v í Sýningahöllinni v/ Bíldshöföa
I Sýningahöllinni
v/ Bfldshöföa
sími81199 og 814T0.
Almannatryggingar:
Staðfesting á bráða-
birgðalögum frá í júní
Stjórnir TR og TK:
Fagna kjöri Friðriks
og þakka stjórn S.í.
störf að framboðinu