Morgunblaðið - 23.11.1978, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1978
Bankamálaráðherra á Alþingi:
Laun Seðlabankastjóra hin
sömu og hæstaréttardómara
Laun SoAIahankastjóra oru hin sömu ojí hæstaréttardómara, eða kr.
002.815.00 á mánuði, að viðbættum 10% til formanns bankastjórnar.
Við þessi laun bætist þóknun fyrir setu í bankaráði scm er hin sama og
bankaráðsmanna eða kr. 27.170.00 á mánuði. Risna Seðlahankastjóra
var undanfarin ár kr. 150.000.00 á ári en er nú kr. 200.000.00.
Bifrciðahlunnindi þcirra eru hin sömu og ráðherra að öðru leyti en því
að hankastjórar aka bifreiðum sínum sjáifir. Þá er þess að geta að
ríkisbankar hafa allt frá árinu 1952 greitt öllu starfsfólki sínu árleua
launauppbót, sem hefur jafnxilt 1/12 árslauna eða desemberlauna.
Greiðslan Kenjfur á móti þeirri yfirvinnu, sem fellur til við að Ijúka
nauðsynleKum aftjreiðslum og verkefnum daKsins. Þetta kom fram í
svari Svavars Gestssonar, bankamálaráðherra, í svari við fyrirspurn
frá Stcfáni Jónssyni (Abl) í Sameinuðu þingi í fyrradag.
Þá kom fram í svari ráðherra að
á kostnaðarreikning vegna gesta-
móttöku á árinu 1977 vóru færðar
17.3 m. kr. Var þar einkum um að
ræða kostnað við móttöku er-
lendra gesta, nefnda og fulltrúa,
vegna samninga um lántökur fyrir
bankann, ríkissjóð og aðra opin-
bera aðila, svo og við móttöku
fulltrúa alþjóðastofnana. Hér er
einnig talinn kostnaður vegna
fundahaida, reglulegra funda með
innlánsstofnunum og ársfundar
bankans.
I eigu Seðlabankans eru þrjár
bifreiðar, sem nýttar eru til
skoðunarferða bankaeftirlits-
manna í inniánsstofnanir víðs
vegar um landið, til seðlaflutninga
í 18 seðlage.vmslur bankans utan
Reykjavíkur og til eftirlitsferða
endurskoðenda bankans, sem
f.vlgjast með seðlabirgðum í þess-
um geymslum og til ýmissa
snúninga fyrir bankann í Reykja-
vík. Einn bifreiðastjóri starfandi í
þjónustu bankans og sinnir alhliða
störfum við akstur, sem almennir
starfsmenn bankans annast og að
hluta.
Laun bankastjóra Landsbanka
íslands eru kr. G31.fi20.00 og
miðuð við laun hæstaréttardóm-
ara að frádregnum 20 þúsundum á
mánuði. Greidd eru tvöföld laun í
desember. Fyrir setu á fundum
bankaráðs fengu bankastjórar
greitt (nóvember) kr. 21.170.00.
Risna ársins 1978 er kr.
2fi0.000.00. Bifreiðakjör eru hin
sömu og hjá ráðherrum án þess að
bankastjórar hafi þó sérstaka
bifreiðarstjóra.
Gestamóttaka í reikningum
bankans 1977 nam 22 m. kr. — sem
svarar 0.85'/ af heildarkostnaði
við rekstur. Inni í þeirri töiu er
kostnaður vegna erlendra aðila,
sem hingað komu til móta og
fundahalds. Bankinn á 11 bifreið-
ar, sem m.a. eru nýttar til
flutninga á skjölum milli Re.vkja-
víkur, Grindavíkur, Keflavíkur og
Sandgerðis, svo og milli Selfoss,
Stokkseyrar, Eyrarbakka, Þor-
lákshafnar og Aratungu. Enn-
fremur milli afgreiðslustaða bank-
ans í Reykjavík. Loks til afurða-
eftirlits um land allt.
Bankastjóralaun í Útvegsbanka
íslands eru kr. fi.31.fi20.00. auk
launa fyrir setu i bankaráði, kr.
27.170.00 á mánuði. Um kaup og
rekstur bifreiða gilda sömu reglur
og um ráðherra. Þá fá þeir
greiddan símakostnað. Laun
bankastjóra Útvegsbanka lúta
sömu viðmiðun og bankastjóra
Landsbanka. Risna fyrir líðandi ár
hefur verið ákveðin kr. 2G0.000.
Kostnaður við gestamóttöku 1977
nam tæpum tveimur milljónum
króna. Hér er aðallega um að ræða
móttöku á gestum frá viðskipta-
bönkum erlendis, bankaráðsfundi
ofl. Útvegsbankinn á tvo bíla. 1
Nýttir til skjalaflutninga milli
aðalbanka og útibúa á höfuð-
borgarsvæðinu og reiknistofnunar
bankanna í Kópavogi. Ennfremur
til mynt- og seðlaflutninga, matar-
flutninga frá eldhúsi í aðalbanka
til útibúa, eftirlits í útibúum og
birgðaeftirlits víðs vegar um land.
Laun bankastjóra Búnaðar-
banka eru hin sömu og í Lands-
banka og Útvegsbanka. Ennfrem-
ur þóknun fyrir setu á bankaráðs-
fundum. Risna bankastjóra er kr.
150.000.00 á ári. Afnotagjaid af
síma er greitt. Sömu reglur gilda
um bifreiðahlunnindi og hjá öðr-
um bankastjórum.
Risna bankans árið 1977 nam kr.
530.000.-. I þeirri upphæð er
innifalin móttaka vegna Búnaðar-
þings. Bankinn á fjórar bifreiðar,
sem notaðar eru til sendiferða
milli aðalbanka, Seðlabanka,
reiknistofu, flutningastöðva og
útibúa i Reykjavík og á Suður-
landi.
Varaþingmaður
Halldór Blöndal (S) tók sæti
á Alþingi í fýrradag sem fyrsti
varaþingmaður þingmanna
Sjálfstæðisflokks í Norðurlandi
eystra, en Jón G. Sólnes er
farinn utan í opinberum
erindum.
Gunnar Thoroddsen:
Framkvæmda-
sióður öryrkia
Aðflutningsgjöld af litasjónvörpum:
1000 milljón-
ir króna 1978
FUNDUR var í Sameinuðu þingi í
fyrradag. fyrirspurnafundur, og
svöruðu ráðhcrrar ýmsum fyrir-
spurnum. Svavar Gestsson. við-
skipta- og bankamálaráðherra,
svaraði fyrirspurn frá Stefáni
Jónssyni (Abl) um laun og hlunn-
indi ríkisbankastjóra. sem birt er f
Mbl. í dag. efnislega. Menntamála-
ráðherra svaraði fyrirspurn um
útbrciðslu sjónvarps frá Alexander
Stefánssyni (F) sem nánar verður
gert grein fyrir á þingsíðu Mbl.
síðar.
Útgerð ísafoldar
Þá svaraði sjávarútvegsráðherra
fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni
(Abl) varðandi útgerð Isafoldar. I
svari hans kom m.a. fram að staðið
hefði verið við öll skilyrði, sem sett
vóru fyrir útgerð þessa útlenda skips
á loðnuveiðar, þ.e. að skipið lyti
íslenzkum lögum og reglum, skips-
höfn væri íslenzk, og afla væri
landað í vinnsiuhafnir fjarri veiði-
stað, til að tefja ekki löndun
íslenzkra skipa. Skipið hefði og
greitt í loðnusjóð og útflutnings-
gjöld, en í engu notið íslenzks
sjóðakerfis. Afli þess hefði komið'
ýmsum fjarlægum vinnsluhöfnum
frá veiðistað hverju sinni til góða.
Veiði þessi var leyfð skv. lögum frá
Alþingi og gildir út þetta ár. Ekki
taldi ráðherra hyggilegt að fram-
lengja leyfið.
Sjónvarpsframkvæmdir
I svari menntamálaráðherra um
sjónvarpsdreifingu kom m.a. fram að
aðflutningsgjöld af litasjónvörpum á
þessu ári væru komin yfir milljarð
króna. Hins vegar hefðu aðeins verið
flutt inn 23 svart-hvít sjónvörp.
Ellert B. Schram (S) gagnrýndi að
aðeins hefði verið notaðar 550 m.kr.
af þessum tekjum, eða um helming-
ur, til framkvæmda Ríkisútvarps/-
Sjónvarps. Þessar tekjur væru áætl-
aðar 800 m. kr. í fjárlagafrumvarpi
nú en hins vegar aðeins 350 m. kr.
þar til framkvæmda Sjónvarpsins.
Hér þyrfti breyting tii að koma.
Vesturlínu seinkar
Þá svaraði orkuráðherra fyrir-
spurn frá Þorvaldi G. Kristjánssyni
um vesturlínu. Urðu hávaðaum-
ræður um það mál og sökuðu
stjórnarandstöðuþingmenn
núverandi ríkisstjórn um að ætla að
bregðast fyrirheitum um að ljúka
vesturlínu fyrir árslok 1979. Tóku
ekki færri en 8 þingmenn til máls.
Gunnar Thoroddsen, fv. félags-
málaráðherra. tók þátt í umræðu
á Alþingi nýverið um fram-
kvæmdasjóð ijryrkja. þingmál
flutt af Jóhiinnu Sigurðardóttur
(A). Ilonum fórust svo orði
„Ég tel ástæðu til að þakka hv.
flm., 12. þm. Reykv., fyrir að hafa
hreyft þessu mikilvæga máli og
fyrir ítarlega og fróðlega fram-
söguræðu fyrir frv. Málefni ör-
yrkja eða þroskaheftra eru svo
mikilvæg, að þar þarf auðvitað að
gera á mörgum sviðum betur en
gert hefur verið hingað til.
Þetta frv. hefur samkv. grg. það
höfuðmarkmið að tryggja ákveð-
inn tekjustofn til sérkennslu,
.samkv. áætlun, sem gerð hefur
verið í samræmi við grunnskóla-
lög, og þar er mikil fjárþörf fyrir
hendi. Það er ljóst að sérkennsla
þroskaheftra er eitt þeirra vanda-
mála sem ekki hefur enn fengist
viðhlítandi lausn á og langt fra
því, eins og kemur skýrt fram í
grg. þessa frv. Ymis önnur vanda-
mál, sem snerta þroskahefta, þarf
einnig að leysa.
Eftir stjórnkerfi okkar falla
vandamál öryrkja eða þroska-
heftra aðallega undir þrjú rn.,
menntmrn., heilbr.- og trmrn. og
félmrn., og í rauninni er sinn
þátturinn undir hverju þessara rn.
Eittaf því, sem brýn nauðsyn er að
gera skipulagslega séð, er að koma
hér á sem bestu samstarfi og
samráði. í því skyni hafa á
Gunnar Thoroddsen.
undanförnum árum verið settar
nefndir á laggirnar. Nú síðast mun
það hafa verið á s.l. vori, að
ákveðið var í samráði við Lands-
samtökin Þroskahjálp að skipa
nefnd með fulltrúum frá þessum
þrem rn. og frá Þroskahjálp til
þess að gera till. um heildarlöggjöf
um vandamál þroskaheftra. Það er
rétt að það komi einnig fram, að sú
er yfirlýst skoðun Landssamtak-
anna Þroskahjálpar og eindregin
ósk þeirra samtaka, að yfirstjórn
þessara mála sé í höndum félmrn.
Ég sé á þessu frv., að hv. flm.
virðist vera sömu skoðunar, því að
það kemur fram að þótt hér sé um
að ræða kennslu- og fræðsiumál
öryrkja að verulegu leyti, þá
leggur hv. flm. til að þessi mál
heyri fyrst og fremst undir félmrn.
Mér er ekki kunnugt um hvað líður
Einkasala ríkis-
ins á olíuvörum?
Endurskoðun
pingskaparlaga
Gils Guðmundsson (Abl). Ingvar
Gíslason (F). Bragi Sigurjónsson
(A) og Friðjón Þórðarson (S) hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um kosningu átta manna þingnefnd-
ar, tveggja frá hverjum þingflokki,
til að endurskoða gildandi lög um
þingsköp Alþingis. Skal nefndin
leggja niðurstöður sínar fyrir Al-
þingi svo fljótt sem við verður
komið.
I greinargerð segir að samkomu-
lag hafi orðið milli forseta Alþingis
og formanna þingflokka að leggja
þessa málsmeðferð til. Gildandi
þingskaparlög eru frá 1972.
Endurskipulagning
olíusölu í landinu
Árni Gunnarsson (A) og
Gunnlaugur Stefánsson (A) hafa
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um skipun 5 manna nefndar til að
gera tillögur um endurskipulagningu
á innflutningi á olíuvörum og
dreifingu þeirra um landið. Æskilegt
er, segir í tillögunni, að nefndin beini
einkum athygli sinni að eftirfarandi
atriðum: 1) Hugsanlegri einkasölu
ríkisins á olíuvörum, 2) Sameiningu
olíufélaganna, 3) Aðhaldi í rekstri
félaganna og meira frjálsræði í
olíuinnflutningi, er gæti aukið á
samkeppni.
Ríkisábyrgð á
launum við gjaldprot
Árið 1974 vóru sett lög um
ríkisábyrgð á launakröfum á hendur
vinnuveitanda, sem úrskurðaður
hefur verið gjaldþrota. Nú hefur
Ólafur R. Grímsson (Abl) flutt frv.
til laga um breytingu á þessum
lögum, þessefnis, að þessi ábyrgð nái
einnig til bóta, sem vinnuveitanda
hefur verið gert skylt að greiða
vegna örorku eða dauðsfalls af
völdum vinnuslyss.
Ahugaleikfélög
og leikhópar
Fram.hefur verið lagt frumvarp til
laga um breytingu á leiklistarlögum,
þessefnis, að auk ákvæða um stuðn-
ing „til leiklistarstarfsemi áhuga-
leikfélaga“, í IV. kafla, 2. gr., komi
„til annarrar leiklistarstarfsemi". I
greinargerð er talað um þörf á að
styrkja „ýmsa sjálfstæða leikhópa",
sem stofnaðir hafi vérið eða séu í
uppsiglingu.
starfi þessarar nefndar, en vænti
þess, að tillagna frá henni sé að
vænta áður en langt um líður,
vegna þess að þegar hún var
skipuð lá þegar fyrir veruleg vinna
bæði af hálfu nefndar, sem áður
hafði verið skipuð, og einnig frá
Þroskahjálp um hvernig þessum
málum skyldi í heild skipað.
Varðandi fjáröflun samkv. þessu
frv. vil ég ekki á þessu stigi taka
afstöðu til þeirra leiða sem þar er
á bent. En þó þykir mér ástæða til
að minnast nokkuð á mismunandi
skoðanir sem fram hafa komið í
þessum umr. um það hvort eigi að
veita fé í fjárlögum áf almennum
ríkissjóðstekjum til slíkra mála
eða leita til markaðra eða sér-
stakra tekjustofna. Það er rétt, að
það væri ákaflega æskilegt ef
hægt væri að afla fjár úr ríkis-
sjóði, af almennum ríkissjóðstekj-
um, til nauðsynjamála eins og
þessara. En reynslan bendir til
þess, að oft verða nauðsynjamál að
bíða allt of lengi ef á að fara þessa
leið eingöngu. Þess vegna hefur oft
verið gripið til markaðra tekju-
stofna, sérstaklega til að þoka
fram líknar-, mannúðar- og menn-
ingarmálum. Ég fullyrði að mörg
slík mál hafa verið leyst eða a.m.k.
hefur þeim þokað betur áfram en
ella, vegna þess að ákveðnir hafa
verið sérstakir markaðir tekju-
stofnar til þeirra. Sum þessara
mála hafa þurft að bíða árum
saman eftir því að Alþ. sinnti þeim
nægilega við afgreiðslu fjárlaga.
Þegar slíkt hefur ekki tekist hefur
verið gripið til hinna mörkuðu
tekjustofna. Ég get nefnt það sem
dæmi, að slysavarnr Islands væru
í lakara ástandi en þær nú eru, ef
ekki hefði verið fyrir mörgum
árum gripið til markaðs tekju-
stofns fyrir Slysavarnafélagið. Ég
held einnig að málefni fatlaðra og
þroskaheftra væru enn verr á vegi
stödd en þau nú eru, ef ekki hefði
notið við markaðra tekjustofna.
Þess vegna held ég að ekki sé rétt
að útiloka hina mörkuðu tekju-
stofna, því að reynsla okkar a.m.k.
tvo síðustu áratugi hefur áþreifan-
lega sannað að þeir hafa verið
nauðsynlegir oft og tíðum til þess
að leysa mikil vandamál, sérstak-
lega á sviði félagslegra umbóta,
líknar- og mannúðarmála.
Ég skal ekki fara frekar út í efni
þessa frv. nú — það kemur
væntanlega til þeirrar n. sem ég á
sæti í — en ég vildi láta þessar
aths. koma fram strax um leið og
ég ítreka að hv. flm. á þakkir skilið
fvrir að hafa hrevft þessu merka
máli.“