Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 2

Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Sumar- og haustvertíð loðnusjómanna lýkur á miðnætti: Skipstjórahlutur á Sigurði 22,2 millj. f DAG er síðasti dagur loðnuveið- anna fyrir áramót, en loðnubann gengur í gildi á miðnætti í nótt og stendur fram til 10. janúar. Aflinn er nú orðinn um 495 þúsund lestir og er útflutningsverðmæti hans um 15,4 milljarðar króna. Reikna má með að um 7.4 milljarðar fáist fyrir mjölið, sem unnið er úr loðnunni og um 8 milljarðar fyrir lýsið. Aflaverðmætið komið upp úr sjó er um 8 milljarðar króna. Aflahæsta skipið á sumar- og haustvertíðinni er Sigurður RE, sem kominn er með um 20 þúsund tonn af loðnu á tímabil- inu. Hásetahluturinn á Sigurði er því um 6.5 milljónir króna og skipstjóra- hluturinn 22.2 milljónir. Það skal þó tekið fram að 2 skipstjórar eru um hlutinn og hásetarnir hafa fæstir Þingflokkur Alþýðuflokksins: Frumvarp eda ekki frumvarp? verið á allan veiðitímann og fá því ekki alla fyrrnefnda upphæð. Um 20 skip hafa fengið meira en 10 þúsund tonn á vertíðinni, en liðlega 50 skip hafa verið á veiðunum meira og minna frá því að þær hófust í júlí. Á skipi, sem aflað hefur 10 þúsund lestir er hásetahluturinn 3.6 milljónir króna, en skiptakjörin eru ekki þau sömu hjá öllum flotanum. Bræla hefur verið á loðnumiðun- um síðan um helgi og allur desem- bermánuður verið erfiður vegna veðráttunnar. I gær var flotinn ýmist inni á höfnum á Vestfjörðum eða á leið til heimahafna. Hlýindin að undanförnu um allt land hafa lumað á ýmsu og m.a. hefur það verið að gerast síðustu daga að ýmis sumarblóm í görðum hafa sprungið út eins og ekkert sé og komið fram í miðjan desember. Þessa mynd tók Emilía í gær af húsmóður í Hlíðunum sem var rétt að ljúka við að taka vænan vönd af stjúpmæðrum úr garði sínum og við höfum einnig fregnað af sams konar á Húsavík. Þá vitum við til þess, að Eyjamenn voru að taka upp kartöflur í gær, en það mun fátítt að unnt sé að taka kartöflur beint í jólamatinn. Þingmenn úr öllum flokkum: FLOKKSSTJÓRN Alþýðu flokksins og þingflokkur koma saman til fundar í kvöld til að ræða efnahags- málin. Innan þingflokksins hafa farið fram miklar um- ræður um efnahagsmálin og unnar upp ýmsar tillögur, sem mönnum í gær bar ekki Gjald fyrir pylsu- vagna ákveðið 120 ÞÚSUND króna gjald þurfa eigendur nýsamþykktra pylsu- vagna að greiða til borgarsjóðs á ári samkvæmt ákvörðun meiri- hlutans í horgarstjórn. Hins vegar þurfa þeir að greiða 240 þúsund krónur til viðbótar ef þeir ætla að selja pylsur á kvöldin. Gjald þetta var kynnt í borgarráði í fyrradag. saman um, hversu langt væru komnar. „Þingflokkurinn hefur unnið mjög ítarlegt frumvarp um efna- hagsmál, sem verður tekið til umræðu á þessum fundi," sagði einn af forystumönnum Alþýðu- flokksins í samtali við Mbl. „Frumvarpið felur í sér að hætt verði við þriggja mánaða póli- tíkina og í hennar stað tekin upp ítarleg heildarstefna fyrir allt næsta ár.“ Sagði þessi forystu- maður, að á fundinum yrði ákveðið, hvernig þingflokkurinn ætti að standa að baráttunni fyrir þessari efnahagsstefnu. Einn af þingmönnum Alþýðuflokksins bar hins vegar á móti því í samtali við Mbl. að nokkurt frumvarp lægi fyrir. „Það hafa farið fram stöðug- ar alvarlegar umræður um efna- hagsmálin í þingflokknum og á þessum fundi verður rætt um fjárlögin í heild í sínum stóra ramma," sagði hann. Þannig hækka fasteign agjöld DÆMI um hækkun lóðarleigu og fasteignaskatts 1979 samkvæmt samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur frá 7. desember 1978. Miðað er við 42% meðalhækkun fasteignamats milli ára, þótt vitað sé að hækkun húsamats sé vfða verulega miklu meiri í ýmsum hverfum. Fjölbýlishúsið: Kaplaskjólsvegur 53 (íbúð af stærri gerð) Fasteignamat lóðar ’79: 976.000 og íbúðar 9.158.000- 1978. Lóðarleiga: Fasteignarskattur: 996- 27.150- 1979. Lóðarleiga (0,145%) 1.414- Fasteignaskattur (0,5%) 45.790- Hækkun milli ára 68,64% Sparnaður í fjármálakerfinu Sameining stofnana — fækkun starfsmanna — hófsemd 1 byggingum ALLIR meðlimir f járhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis, 7 að tölu, flytja sameiginlega tillögu til þings- ályktunar um sparnað 1 fjár- málakerfinu. Efnisatriði til- lögunnar er að Alþingi feli ríkisstjórninni að koma á slíkum sparnaði. Kveikt í borg- arbrennunni EINHVERJIR pörupilt- ar kveiktu í fyrrakvöld í borgarbrennunni við Hvassaleiti en slökkvilið slökkti eldinn fljótlega. Töluverð brögð hafa ver- ið að því að undanförnu að kveikt hafi verið í áramótabrennum og hefur margur peyinn fellt tár er hann hefur séð vinnu sína fuðra upp á skömmum tíma. Eru slík óhæfuverk litin illu auga af öllum. Stjórninni til aðstoðar við fram- kvæmdina tilnefni þingflokkarnir fimm menn í nefnd, stjórnar- flokkarnir hver um sig einn mann en stjórnarandstaðan tvo. Nefndin skipti með sér verkum. Markmiðið er veruleg fækkun starfsmanna ríkisbanka, Framkvæmdastofnun- ar ríkisins og opinberra sjóða og samræmdar aðgerðir til sparnaðar og hagkvæmari rekstrar, þ. á m. sameining fjármálastofnana og skprður við óhóflegum byggingum. f greinargerð með tillögunni segir að ofvöxtur hafi hlaupið í fjármálakerfi þjóðarinnar. Sam- hliða hafi það orðið sífellt van- máttugra að leysa þau verkefni, sem peningastofnunum eru ætluð í EINS og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa staðið yfir undanfarna mánuði könnunar- viðræður milli yfirvalda á Sri Lanka, Air Canada og Loftleiða um hugsanlega samsteypu flug- félags á Asíu flugleiðum. í gær var það tilkynnt á þingi | Sri Lanka að stjórnvöld þar hefðu , nútíma þjóðfélagi. Tilraunir, sem gerðar hafi verið til endurbóta, hafi einna helzt orðið til að flækja mál sífellt meir og torvelda úrlausnir. Stóraukið starfslið hafi sízt orðið til bóta. Ljóst ætti að vera að sjálft mun kerfið ekki snúast gegn þessari framvindu. Óhjákvæmilegt sé því að Alþingi taki í taumana. Þess vegna sé tillagan flutt. Flutningsmenn tillögunnar eru: Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Jón Helgason (F), Geir Gunnarsson (Abl), Agúst Einarsson (A), Jón G. Sólnes (S), Karl Steinar Guðnason (A) og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl). ákveðið að stofna nýtt flugfélag upp á eigin spýtur og hefur það hlotið nafnið Air Lanka. Air Lanka mun væntanlega leigja 707-flugvélar frá Singapore Air- lines, en ekki er ákveðið hvenær félagið tekur til starfa né hverjar flugleiðirnar verða. Sri Lanka stofnar flug- félag upp á eigin spýtur Hækkun aðstöðugjalda þýðir hækkun á dagleg- um vörum almennings — segir Birgir ísl. Gunnarsson MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Birgis ísl. Gunnarssonar borgarfulltrúa og innti eftir áliti hans á þeim stórfelldu hækkunum aðstöðugjalda, sem vinstri meirihlutinn í borgar- stjórn, þ.e. fulltrúar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks, hafa boðað. Birgir ísl. sagðii Við sjálfstæðismenn í borgar- stjórn eigum varla orð lengur til að lýsa undrun okkar á bíræfni vinstri meirihlutans í Reykjavík. Það líður varla sá fundur í borgarráði, að ekki séu þar lagðar fram tillögur um stórhækkaða skatta og álögur á borgarbúa, nú síðast tillögur um mikla hækkun aðstöðugjalda. Þessar nýju tillögur um aðstöðugjöld fela í sér um 750 millj. kr. auknar álögur á ýmsa þætti atvinnureksturs í Reykja- vík. Má nefna m.a. rekstur fiskiskipa, kjötiðnað matvöru- verzlun, fiskiðnað, tryggingar- starfsemi, útgáfustarfsemi og matsölur. Við sjálfstæðismenn nýttum aldrei til fulls lögheimil- aðar gjaldskrár aðstöðugjalda. Ástæðan er sú, að aðstöðugjöld eru ósanngjarn tekjustofn. Hann leggst á fyrirtæki án tillits til afkomu þeirra og því er eðlilegt að reyna að halda aðstöðu- gjöldum í hófi. Þessi stórhækkun nú er greini- lega liður í þeirri herferð Alþýðu- bandalagsins á Alþingi og í borgarstjórn, að þrengja sem mest kosti hins frjálsa atvinnu- reksturs. Það vekur sérstaka athygli, hversu mikil hækkun er á ýmsum atvinnugreinum, sem tengdar eru nauðþurftum manna. Mest er hækkunin á matvöru- verzlanir, en hækkunin þar er nálægt þreföldun á núverandi aðstöðugjaldi. Hætt er við, að þessi mikla hækkun fari fyrr eða síðar út í verðlagið og þá þýðir það verðhækkun á daglegum vörum almennings. Þessar miklu skattahækkanir vinstri manna bera vott um að þeir hafi misst allt vald á fjármálastjórn borgarinnar. Þeir hrifsa í örvæntingu allar tekjur, sem mögulegt er að ná í, til að geta reiknað út, hversu miklu þeir geti eytt. Þeir byrja á öfugum enda. Við sjálfstæðis- menn reiknuðum fyrst út hvaða tekjur borgarsjóður myndi fá með óbreyttum álagningarregl- um og miðuðum síðan útgjöldin við það. Nú hefur óneitanlega orðið mikil breyting á meðferð fjármála hjá borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.