Morgunblaðið - 14.12.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
11
hrekkur ekki til og má því segja að
mönnum sé ekki vandara um að
skreppa til næsta lands í leit að
skottulækni. Hér er þó ólíku
saman að jafna, því slíkar ferðir
eru ekki greiddar af almannafé.
Það er mikil ábyrgðartilfinning
sem á bak við það býr að banna
fólki með lögum að leita sér bata á
heilsu sinni hjá öðrum en þeim
sem bréf hafa upp á það að veita
bata við mannanna meinum, þegar
batinn fæst ekki. Á bak við slíkt
forsjárhlutverk sem þannig skerð-
ir frelsi annarra, býr ótrúlega
mikil vissa um eigið ágæti. *
Mörgum þykir sem forsjónar-
hlutverkinu sé ekki jafnt skipt
milli ógnvalda samfélagsins og þar
sé hluti skottulæknanna gerður
óþarflega stór. Bent er á að menn
geti óhindrað drekkt sorgum
sínum í alkóhóli, aðrir geti áunnið
sér krabbamein með tóbaksreyk-
ingum. Þá eru aðrir sem ekki þola
þjáningar lífsins þrátt fyrir meira
magn af róandi pillum sem hér er
étið en á hinum Norðurlöndunum
og stytt sér þjáningatímann með
jafn einföldum hlut og snæri.
Enginn hefur reynt að banna
þessa hluti hér nú í seinni tíð. Þau
lög sem eitt sinn bönnuðu alkóhól
að hluta hér á landi hafa löngu
verið afnumin. Skortur hefur
naumast verið hér á snæri síðan á
dögum Jóns Hreggviðssonar.
Nú munu ýmsir segja, að lög séu
lög og eftir þeim beri að fara.
Nú er það svo að fá lög munu svo
fullkomin að breytinga sé aldrei
þörf og kemur þar margt til.
Stundum er lögum því breytt, þau
afnumin eða þau látin standa án
merkingar og enginn vekur á þeim
athygli nema þá vegna sögulegs
gildis.
Heyrt hef ég að enn séu í gildi
lög í Bretlandi sem kveða á um það
að hlaupandi maður skuli fara
fyrir vélknúnu ökutæki og vara
vegfarendur við hættunni með
hrópum.
Bretar munu hættir að vara
menn við hættu umferðarinnar á
þennan hátt, enda munu þeir
mörgum fremri í því að læra af
reynslunni.
Samkv. frásögn Morgunblaðsins
6/11 ’77 hvetur Halfdan Mahler
framkvæmdastjóri alþjóða heil-
brigðismálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, W.H.O., til samstarfsl
löggiltra lækna og þeirra sem hér
eru nefndir skottulæknar. Hann
telur að slíkt gæti bætt heilsufar í I
heiminum. Erfitt er að ímynda sér
að svona hvatning kæmi úr þessari
átt ef skottulæknar eru svo
hættulegir að ástæða sé til að
banna þá með lögum.
Ef Sameinuðu þjóðirnar ráða
sæmilega hæfa menn til starfa,
má ljóst vera af framanskráðu að
réttast væri fyrir okkur Islendinga
að afnema, eða að minnsta kosti
þegja um bannið við skottulækn-
ingum.
Væri það gert gætu löggiltir
læknar og skottulæknar starfað
óáreittir hvorir af öðrum. Ef til
vill yrði um smávegis samkeppni
að ræða sem báðum gæti verið
holl. Skottulæknar gætu þá brugg-
að grasaseyði til inntöku eða
nuddað iljar þeirra sem löggiltar
læknisaðferðir geta ekki veitt
tilætlaða meinabót.
Magnús Magnússon.
þetta standa í a.m.k. þrjú ár.
Væri það íhaldinu að kenna.
Ólafur B. Thors og Magnús L.
Sveinsson gagnrýndu harðlega
aðgerðarleysi borgarstjórnar-
meirihlutans hvað snerti lóðaút-
hlutanir og það að varpa ábyrgð-
inni yfir á sjálfstæðismenn væri
útúrsnúningur. Verulegt
áhyggjuefni væri ef atvinnuleysi
brytist út í byggingariðnaði.
Tilfitssenii
kostor
ekkert
Lionsklúbburinn Njördur selur jólapappír
FÉLAGAR í Lionsklúbbnum
Nirði í Reykjavík selja um
þessar mundir jólapappir til
ágóða fyrir líknarsjóð
klúbbsins. Sá sjóður hefur m.a.
verið notaður til tækjakaupa á
heyrnardeild Borgarspítalans og
til styrktar starfsemi flugbjörg-
unarsveitarinnar í Reykjavík en
Njörður hefur keypt fyrir deild-
ina tvo fjallasjúkrabíla. Bílum
þessum hefur verið komið fyrir
við Lækjartorg og við Kjörgarð
á Laugavegi og þar munu
klúbbfélagar bjóða fólki
jólapappírinn.
Þessi mynd var tekin er verið
var að undirbúa söluna.
L'tWtíl
beggja
hfiða
argerö 1979 eru komii
Nú hafa
PIONEER
verksmiöjurnar tekiö upp
þá nýjung aö velja saman hljómtækjasett
kö sem henta hverjum og einum.
wfc 1 þessum fallegu hillusamstæöum <
njóta £
PIONŒCER JZA
tækin sín hvar sem er.
Komiö og hlustiö
— heyrn er
sögu ríkari.
hlj°MDEILD
fa KARNABÆR
Laugavegi 66, 1 hæð Simi frá skiptiborði 281 bb