Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 12

Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Ævintýr - dæmisaga? GuAmundur L. Friðíinnssoni BLÓÐ. Skáldsaga. 163 bls. Alm. bókaí. Rvík, 1978. Guðmundur L. Friðfinnsson er höfundur sem saekir í átt til fjölhæfni. Fyrstu skáldsögur hans þóttu góðar. Hinumegin við heiminn ágæt. Ævisagnaritari er Guðmundur framarlega í röð. Og nýlega hefur hann gerst ljóðskáld. Skáldsagan Blóð, sem Guðmundur sendir nú frá sér, er saga af dýrum — refum og fleira. Dýrasaga? Svo má segja. Og þó. Að formi til er þetta ljóðræn skáldsaga en í annan stað dæmisaga með raún- sæju, opinskáu ívafi. Þegar nefndar eru dýrasögur koma okkur í hug sögur Þorgils gjallanda og Guðmundar Friðjóns- sonar. Blóð getur ekki flokkast með þeim. Dýrin eru hér í sínu rétta umhverfi, að vísu, refur á heiðum og svo framvegis, en hins vegar eru þeim gefnir ýmsir mennskir eða mannlegir eigin- leikar, t.d. mannlegt mál — tjáskipti þeirra grundvallast á heilmikilli samræðulist. Að því leytinu er þessi saga í ætt við ævintýr. Er Guðmundur þá fyrst og fremst að segjá ævintýr? Já og nei. Sá sem skrifar sögu af þessu tagi er oftast að gefa í skyn eitthvað annað og meira en hann segir berum orðum og svo vil ég meina að sé hér. Maðurinn er gæddur sínum góðu eiginleikum: ást og umhyggju og þess háttar — einnig dýrin. Maðurinn er næmur fyrir göllum annarra en harla glapsýnn á eigin ávirðingar Þess konar bresti yfirfærir Guðmundur á dýrapersónur sínar. Hann gefur rebba orðið og þar með tækifæri til að verja sig og refskap sinn og bera sig saman við »'oyssurefinn« bóndi áður en hann gerðist rit- höfundur og býr búi sínu enn. Sem bóndi er hann ræktunarmaður og sem skáld hefur hann mætur á hinni óspilltu náttúru; þekkir hana líka flestum betur. Hann ann töfrum heiðarinnar: »Dul er heiðin, og virðist nær óendanleg, með melöldum sínum, víðigeirum og flám, Jökull í fjarlægum bláma...« — þannig hefur hann sögu sína. Náttúrulýsingarnar eru það hugþekkasta í þessari sögu. Hið tvíeina andlit öræfanna, sem sýnir sig blítt á sumri en strítt á vetri, er hið sama sem hin eilífa hringrás lífsins þar sem fæðing og dauði skiptast á. Með því að láta sögu gerast svona í óspilltri náttúrunni er auðveldara að leiða í ljós frumhvatir þær sem öllu lífi stjórna, einnig hinu spillta sem hefur búið sér gerviumhverfi og dulbýr þá að sama skapi athafnir sínar. Með öðrum orðum: í og með náttúrunni eru frumhvatirnar eðlilegar og nauðsynlegar, þar stendur refurinn á rétti sínum en byssurefurinn er vargur í véum. En svo er það aftur dæmisagan. Persónurnar í náttúrunni eiga erfitt með að setja sig hver í annarrar spor, refur jafnt og maður. Refurinn tjáir t.d. silungn- um samúð sína vegna þess að hinn síðarnefndi verður að vera oní vatni sí og æ. í löngum og blæbrigðaríkum samtölum sögunnar er höfundur ekki endi- lega að segja dýrasögu, í rauninni alls ekki, heldur er þá verið að skoða lífið yfirhöfuð — en aðeins frá öðru sjónarhorni, en því sem við okkur blasir hversdagslega. Það eru ýmiss konar dagsdagleg vandamál sem dýrin ræða hvert við annað, fyrir nú utan að þau ræða rök tilverunnar og eru sum þeirra talsvert heimspekileg í þankagangi. Flest má það með einhverjum hætti heimfærast upp á mannleg viðhorf. Höfundurinn hefur auðsjáan- lega lagt sig fram við að skrifa þessi samtöl og sýnt í því hug- kvæmni og dramatíska innlifin. Og í raun og veru stendur og fellur þetta raunsanna ævintýr með þeim því atburðarásin er hvorki hröð né tilþrifamikil og hinar litauðugu baksviðslýsingar, þó hugnæmar séu, væru merglausar án þeirra. Guðmundur er því hér — alveg eíns og í ljóðabók sinni — að koma á framfæri skoðunum og lífsviðhorfum. Samtölin eru með köflum nokkuð gáskablandin og má þá segja að þau stingi nokkuð í stúf við hinar ljóðrænu og stemm- ingarfullu náttúrulýsingar. En Guðmundur kemst þokkalega frá að skeyta þetta saman. Og læsileg- ur er þessi texti því hér er að miðla lífsreynslu sinni maður sem veit hvað hann er að segja. Aldarfjórðungur er nú liðinn síðan Guðmundur hóf að senda frá sér sínar breiðu sveitalífssögur. Með þeim eignaðist hann lesenda- hóp sem hann hefði getað gengið að meðan hann skrifaði eins! En Guðmundur er áræðinn og til- breytingagjarn höfundur og kýs að kanna nýjar leiðir í skáldskapnum Guðmundur L. Friðíinnsson fremur en þræða aftur eigin troðna slóð — sem hefði að sjálfsögðu verið auðveldara. Það er eðli góðs skáldskapar að fleira sé gefið í skyn en orð fá tjáð. Vissulega greinist þessi skáldsaga undir þann flokkinn, hún er ekki öll þar sem hún er séð. Þetta er bók sem þarf að lesast nokkuð vel; og með vakandi athygli. Þetta er vandaður skáldskapur. Erlendur Jónsson. Með Útivist um landið ÚTIVIST. 4. 96 bls. ritstj.i Einar Þ. Guðjohnsen og Jón I. Bjarnason. Rvík, 1978. KOMIÐ er út fjórða ársrit Utivist- ar. Það er allt prentað á einkar vandaðan pappír, enda prýtt fjölda litmynda sem dreift er um text- ann. Minnist ég varla að hafa séð jafnskýrar og vel prentaðar lit- myndir fyrr í íslenskri bók. Myndirnar hafa líka þann kost með sér að vera til raunverulegrar Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON en svo kallar refurinn manninn, skæðasta keppinaut sinn og and- stæðing. Eins og maðurinn verður refurinn að afla sér brauðs í sveita síns andlitis, sjá fyrir sér og sínum, auka kyn sitt og flytja reynslu sína frá einni kynslóð til annarrar. Eins og maðurinn leitar hann hamingjunnar þó hvorugur geri sér kannski grein fyrir í hverju hún sé fólgin né hvar hennar sé að leita. Ýmiss konar metingur og hégómi — ættar- dramb t.d. — þekkist í refaheimi eins og í mannheimi. En fleiri sjónarmið eru til refs og manns. Hryssan er þarna í sjónmáli og hún heldur því hiklaust fram að kjöt sé »svívirðileg fæða« þvert á móti skoðunum refsins, en »græn- metið, hins vegar, heldur við lífsvökvunum og náttúrlegheitun- um eins og þau leggja sig.« Með því að bera saman refalíf og mannlíf má meðal annars draga þá ályktun að refurinn sé gæddur ýmsum þeim góðu eiginleikum sem maðurinn eignar sjálfum sér öðrum fremur þar sem maðurinn sé á hinn bóginn langt frá að vera laus við klæki þá sem hann eignar refnum. Kannski er »byssurefur- inn« haldinn mesta refseðlinu þegar öllu er á botninn hvolft? Svona má, á ýmsa vegu, velta þessari dæmisögu fyrir sér. En hér er vitaskuld fleira á ferðinni en dæmisaga. Guðmundur hefur aldrei á rithöfundarferli sínum ástundað að löðrunga sam- félagið. En hann segir sína meining! Efni og stíll þessarar sögu vísar til ýmissa átta. Þetta er eins og fyrr segir ljóðræn skáld- saga þar sem höfundurinn málar með orðum baksvið það sem hann velur söguhetjujm sínum en að hinu leytinu er þetta svo lífspeki- saga þar sem horft er af háum sjónarhól. Ef einhver skyldi ekki vita það, þá skal hér upplýsast að Guðmundur er bóndi á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði, var leiðbeiningar fyrir ferðamenn auk þess sem fagurt landslag gleður augað, ekki síst í skammdeginu þegar mest er þörf fyrir endur- minning um sól og sumaryl. Auk efnis varðandi félagsstarfið eru í þessu ársriti fjórir þættir. Fremst er þáttur er heitir Mæðgurnar á Sprengisandi eftir Björn Jónsson lækni. Kveðst Björn hafa fallið í »Einarsvillu, orðið áhangandi kenninga Einars Páls- sonar um hugmyndakerfi forn- manna, og hann hefur lýst að nokkru í fjórum útkomnum verk- um sínum.« Þáttur Björns er fjörlega skrifaður. Brynjúlfur Jónsson prentari ritar þáttinn A Ströndum sumar- ið 1973. Brynjúlfur er ekki að leggja hér fram frumraun sína sem ferðasagnahöfundur. Hann Einar Þ. Guðjohnsen hefur t.d. sent frá sér bók um Færeyjaferð, en hún mun að vísu vera í fárra höndum. Þessa ferðasögu frá Ströndum ritar Brynjúlfur í þeim gamla greina- góða stíl að rekja saman ferð og frásögn og geta um hvaðeina sem honum þykir markvert í ferðinni í þeirri röð sem það bar fyrir sjónir hans. Inn í ferðalýsinguna er svo skotið markverðum sögulegum atriðum, t.d. um landnám og fleira. Gísli Sigurðsson á tvo þætti í ritinu um gönguleiðir út frá Hafnarfirði: Krísuvíkurleið og Dalaleið. Uppdrættir fylgja. Þarft er að benda á heppilegar göngu- leiðir hér í grennd við meginþétt- býlissvæði landsins. Margir vilja ástunda útivist og gönguferðir miklu oftar en tími og tækifæri gefast til langferða. Hins vegar er landslagi ekki svo háttað hér í grennd að heppilegar leiðir blasi beinlínis við augum. Abendingar Gísla munu því vel þegnar. Að lokum er svo þáttur Einars Þ. Guðjohnsens: Ferð í Lónsöræfi. En hvar eru þau? »Lónsöræfi er,« segir Einar, »nýtt heildarnafn yfir óbyggðina inn af Lónssveit, og mun vera runnið frá kvikmynd Ásgeirs Long. Sagt er, að heima- menn kunni allvel við þetta nýja nafn á þessum afréttun.« Bæði þetta og eins fyrri ársrit Útivistar bera með sér að félagið hefur gerst brautryðjandi á nýjum ferðaleiðum um landið. Slóðir þær, sem Einar Þ. Guðjohnsen segir hér frá, munu vera allhrikalegar og voru til skamms tíma fáfarnar. Sama máli gegnir um Strandirnar sem Útivist hefur mjög haft á dagskrá sinni. Fáförult hefur verið þar eftir að byggð fór í eyði, ferðalög þangað reyndar ýmsum erfiðleikum háð. Því er auðveldast að fara um bæði þessi svæði í hóp auk þess sem hópferðir undir öruggri leiðsögn eru ólíklegastar til að valda skaða á lífi landsins. »Þessi dagur er orðinn alllangur og mjög góður. Við höfum séð mikið,« segir Einar Þ. Guðjohnsen eftir að hafa lýst einum deginum í öræfaferðinni, vel heppnuðum degi. Tilgangur gönguferða er margvíslegur, kannski finnur hver Útivist 4 Okkar veröld Gunilla Woldei TUMI SMÍÐAR IIÚS TIIMI TEKUR TIL Þýðing Þuríður Baxter Iðunn. Rcykjavík 1978 Bækur Gunille Wolde eru sér- lega góðar handa yngstu börnun- um. Frásögnin er einföld og efnið unnið úr þeim athafna- og hugar- heimi, sem barnið skilur svo vel, þegar það hefur þroska til að hlusta á sögur, eða er að byrja að lesa sjálft. Atburðarásin er svo eðlileg að barnið getur oftast fundið sjálft sig og athafnir sínar í frásögninni. Tumabækurnar tvær, sem nú eru komnar, eru engin undantekn- ing. Tumi smíðar hús. — Hvaða barn kannast ekki við að eiga verkfærakassann sinn óg langa til þess að smíða eitthvað. Biðja pabba og mömmu liðsinnis og jafnvel: „Mamma á mjög annríkt. Hún er að leggja saman búreikningana". Og ef þá er farið til pabba og hann beðinn: „Pabbi á líka annríkt. Hann er að lesa allar fréttirnar í blaðinu". En faðirinn sýnir verkinu áhuga, lofar að fylgjast með því. Húsið rís upp og „Pabbi mamma og Tumi og Bangsi fara öll inn í litla húsið hans Tuma. Gunilla Wolde gleymir ekki mikilvægi þess að foreldrar láti sig skipta leik og störf barnanna. Bðkmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Tumi tekur til. Öllum börnum er það eiginlegt að hafa allt á rúi og stúi þegar þau eru að leika sér. Hafa svo áhuga fyrir einhverju sérstöku leikfangi en finna það ekki innan um öll hin. Hann er að leita að Bangsa um allt herbergið". En hvernig sem Tumi leitar finnur hann hvergi Bangsa. — Og „Tumi byrjar að taka til. Það er mikið verk“. Að lokum finnst Bangsi. „Þarna ertu þá bangsi minn“, segir Tumi. „Mamma verður glöð þegar hún sér hvað hér er orðið fínt“, segir Tumi við Bangsa sinn að lokum. Þessar bækur þroska ungan hugarheim. Það er líka einhver hljóðlát hlýja í þýðingum Þuríðar Baxter á þessum litlu bókum. Það þarf varla að taka fram hve myndirnar falla vel að efninu og eru mikilvægar litlum hlustendum og lesendum. og einn sitt út úr slíkri ferð, en eitt markmiðið er örugglega að sjá landið, að kynnast því, komast í snerting við það á hinn eina sanna hátt; að ganga um það. Gönguferð- ir efla líkamsþrekið en — hressa ekki síður upp á sálarþrekið. Hópurinn heldur heim á leið, »fagnandi yfir góðu sumarleyfi að baki og strax farinn að ráðgera næsta sumarfrí á svipaðar slóðir, eða kannski eitthvað allt annað næst.« Þessu fjórða ársriti Útivistar lýkur svo með eftirmála Jóns I. Bjarnasonar þar sem hann gerir grein fyrir efninu og höfundunum. Það er ágætt, fólk vill vita deili á þeim sem það slæst í för með — þó aldrei sé nema í ferðasögu. Jón minnist sérstaklega á þætti Gísla um Hafnarfjarðarleiðirnar og segir: »Með slíkum leiðarlýsingum er unnið þarft brautryðjendastarf, því nú eru þessar fornu leiðir aflagðar, vegna breyttra atvinnu- hátta og annarra aðstæðna í þjóðfélaginu. Það er því ekki seinna vænna að staðsetja hin mörgu örnefni, sem orðið hafa til í aldanna rás, og mörg hver eru tengd sögnum og sögum og vitna um lífsbaráttu og atvinnuhætti horfinna kynslóða. Það væri verð- ugt verkefni að setja upp skilti með helstu örnefnum á þessum fornu leiðum, til glöggvunar fyrir þá, sem fara þar í dag sér til heilsubótar og skemmtunar.« Alveg er ég sammála þessu. Ég efast um að nokkrir landsmenn þekki jafnklénlega nánasta um- hverfi sitt og við hér — íbúar Stór-Reykjavíkursvæðisins. Félag eins og útivist getur bætt úr því, bæði með hópferðum og eins með prentuðum leiðbeiningum handa þeim sem kjósa að ganga einir síns liðs. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.