Morgunblaðið - 14.12.1978, Síða 18

Morgunblaðið - 14.12.1978, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 Jónas Bjarnason: Verðbólgan er útþynning á Ufskjörunum Bandalag háskólamanna er nú 20 ára um þessar mundir. Það er gagnlegt að líta stundum yfir farinn veg og velta því fyrir sér, hvað hefur áunnist og hvað ekki. Ég ætla ekki að telja upp einstaka atburði í sögu BHM, sem varðað hafa veginn. Þess í stað ætla ég að fara nokkrum orðum um stöðu BHM nú í þessu landi. BHM hefur öölast viðurkenningu Almennt má segja, að BHM hafi öðlast viðurkenningu sem eitt af helstu hagsmunasamtökum þessa lands. Þegar ríkisvald eða ráðherr- ar skipa nefndir um einstök málefni varðandi efnahagsmál eða hagsmuni á vinnumarkaði, kemur BHM nú ætíð til álita sem aðili að þeim málum, og í sumum tilvikum fær BHM fulltrúa sbr. vísitölu- nefnd. Gagnvart fjölmiðlum er staðan svipuð. Þó eru blaðamenn misjafn- ir eins og aðrir. Margir þeirra Ræða á aðal- fundi BHM meðhöndla fréttir frá BHM af sanngirni út frá sjónarhóli blaða- manns með sjálfsvirðingu. Því miður eru þó margir í þeirra hópi, sem líta á sig sem einhvers konar útverði eigin félags eða stjórn- málaafla i hagsmunapólitík eða leggja sig stundum fram af ýmsum ónefndum hvötum gegn því, að boðskapur BHM fái að ná til almennings í þessu landi. Þetta var einkum áberandi á árunum 1973 til 1976. Sem betur fer hefur ástandið batnað, en mér eru enn í fersku minni viðbrögð margra þeirra og sérstaklega fréttamanna hijóðvarps. Meðal almennings er bandalagið orðið þekkt, þótt með mismunandi hætti sé. Sumir telja bandalagið hóp forréttindafólks, sem sé óseðj- andi í kröfugerð og heimtufrekju og sem gangi á undan í öllu illu í þessu landi. Aðrir eru vinsamlegri og sýna málunum skilning. Þetta er eins og gengur og gerist, en ég tel, að tvímælalaust hafi orðið veruleg bót á afstöðu almennings til bandalagsins á síðustu árum, þótt af og til birtist í fjölmiðlum andsnúin afstaða einstakra manna. Mjög áberandi er, að helstu árásir eru fyrst og fremst byggðar á tilfinningaútbrotum en ekki röksemdum. Eöli kjaramála Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir háskólamenntað fólk í þessu landi? Að . sjálfsögðu er þessi spurning nátengd þróun atvinnu-, efnahags- og menningarmála. Bandalagið hefur haldið árlega stórar ráðstefnur um þessi mál og nú síðast var haldin ráðstefnan „Lífskjör á íslandi" í byrjun þessa mánaðar. Það er mín skoðun, að of mikil orka fari nú til spillis í átökum milli manna og hags- munahópa á Islandi, og að skýr- ingin á því byggist fyrst og fremst á vanþekkingu og sambandsleysi. Samtök háskólamenntaðra manna hljóta því að verða að hafa frumkvæði í því að upplýsa bæði sína félagsmenn og alþjóð um eðli kjaramála, og hver sé undirstaða bættra kjara í víðtækum skilningi. ísland er lýðræðisþjóðfélag, og einstakir hagsmunahópar geta auðveldlega sett þjóðfélaginu stól- inn fyrir dyrnar. Verkfallsvopnið getur fengið áorkað kjarabótum til einstakra hópa en ekki síður stuðlað að ráðstöfunum eða fyrir- komulagi, sem stríðir gegn undir- stöðum lífskjara fyrir heildina. Þau vandamál, sem nú herja á þetta þjóðfélag, eru m.a. af þessum rótum runnin. Því gerist nauðsyn- legt að auka verulega umræður um forsendur lífskjara um land allt og í öllum hagsmunahópum. Skyldan er mest hjá þeim, sem mesta þekkingu hafa. Óánægja meö launakjör Töluverðrar óánægju gætir nú almennt með launakjör hjá há- skólamenntuðu fólki. Menn horfa upp á það, að starfsbræður og systur erlendis hafa verulega hærri laun en hér tíðkast. Margt vel menntað fólk veltir því nú fyrir sér, hvort leita skuli atvinnu erlendis. Það er vissulega áhygggjuefni, að svo skuli vera. Sumir segja réttilega, að Island hafi upp á margt gott að bjóða, sem ekki verði metið í launum einum saman. Hins vegar er það súrt í broti fyrir suma hópa í okkar röðum að liggja undir ámæli um gagnsleysi svo og að hafa léleg kjör. I raun er á ferðinni barátta, sem hreint ekki er ný af nálinni. Það hefur alla tíð kostað átök fyrir menntaða hópa að fóta sig í sínu umhverfi og ekki síst við aðstæður Jónas Bjarnason eins og þær, sem ríkja hér á landi. Menn eru ekki tilbúnir til að horfast í augu við þær forsendur, sem liggja að baki því, að Islend- ingar njóta sambærilegra lífs- kjara og tíðkast í nágrannalönd- um, sem byggja sín lífskjör fyrst og fremst á iðnþróun og verk- menningu. Sá, sem dregur fisk úr sjó, telur að hann sé mikilvægast- ur allra, og í raun finnst honum, að hann þarfnist engra vísinda- manna eða háskólamenntaðra ráðgjafa. Þegar fiskur er dreginn spriklandi úr sjó er hann besta varan. og enginn vísindamaður virðist hafa komið þar nærri. Þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að það er auðlind af guðs náð, sem sjómaðurinn gengur í. Hann skilur það ekki, að auðlindin er takmörkuð, og að hann sjálfur hefur aðeins ausið af brunni Ciartland Hver ertu. ástin mín? Korneh'u tæmdist arfur og auðurinn gjörbreytti lífi hennar. Hún varð ástfangin af hertogan- um af Roehampton, hinum töfrandi Drogo, eftirsóttasta ungkarli Lundúna og þau ganga í hjónaband. Vonbrigði fiennar veröa mikil er hún kemst að því, að hann hefur aðeins kvænst henni til að geta hindrunarlítið haldið við hina fögru frænku hennar, sem hún býr hjá. A brúðkaupsferð þeirra í París verður Drogo raunverulega ást- fanginn. — en í hverri? Er það hin leyndardómsfulla og töfrandi Desirée, sem hann hefur fallið fyrir, eða hefur hinni hugrökku Kornelíu tekist að heilla hann? Var um slys að ra-ða. — eða var það morðtilraun? Aylward var minnislaus eftir slysið, mundi jafnvel ekki eftir unnustu sinni. En þegar Constant Smith heim- sótti hann á sjúkrahúsið, vakn- aði hann á ný til lífsins ... Þetta er ástarsaga af gamla taginu, eins og þær gerðust beztar hér áður fyrr. Og svo sannarlega tekst Theresu Charles að gera atburði og atvik, sem tengjast rauðhærðu hjúkrunarkonunni Constant Smith, æsileg og spennandi. Þessi bók er ein allra skemmti- legasta ástarsagan sem Theresa Charles hefur skrifað og eru þær þó margar æsilega spennandi. Rauðu ástarsögumar Karlotta var kornung þeg- ar hún giftist Ancarbcrg greifa, scm var mun eldri en hún. Hjóna- bandið varð þeim báðum örlagarikt. en þó einkum greifafrúnni ungu. Ilún hrekst næst- um ósjálfrátt í faðminn á ungum fiski- manni, óreyndum f ástum, en engu að sfður löngunarfullum og Iffsþyrstum. í kofa fiskimannsins á Karlotta sfnar mestu unaðs- og sælustundir, stolnar stundir og örlaga- ríkar. Greifafrúin unga verður barnshaf andi og framundan er þrjózkufull barátta hennar fyrir framtíð þessa ástarbarns, sem vakið hefur iffslöngun hennar á ný. — Brúðurin anga er ein Ijúfasta Hellubæjar- sagan. sem Margit Söderholm hefur skrifað? ELSE-MARIE IVIOHR PI01TINN Morten er sendiboði and- and-spyrnu- hrcyfingarinnar I einni slíkri ferð hittir hann írenu, þar sem hún er fársjúk og févana á flótta. Ifann kemur henni til hjálpar. hættan tengir þau nánum böndum og þau upplifa hina einu sönnu ást. Grunsemdir vakna um að hún sé stúlkan. sem hrcyfingin leitar og telur valda að dauða systur Mortens. Æðstaráðið dæmir írenu til dauða í fjarveru hennar. — og sennilcga yrði Morten falið að fram- kva ma aftökuna. Ást Mortens heldur aftur af honum. hann vill sanna sakleysi írenu og frestar að taka ákvörðun. En tfminn líður og félagar hans leita hennar ákaft. hringurinn þrengist og hanvæn hættan nálgast ... Ástríður Berk var sérstæð stúlka og óvenjulega sjálfstæð. Hún hauð iirlögun- um vissulega hirginn og brátt ka'mi í ljós hvort henni heppnaðist að endurreisa húskapinn á Steinsvatni og halda því starfi áfram, sem stúlkurn- ar í Karl- hataraklúhbnum höfðu hafió. En hvernig átti hún að gera sér grein fyrjr, að hún. sem engum tróð um tær og öllum vildi vel, ætti svarinn og hættulegan óvin? Og þessi óvinur gerði henni svo sannarlega Iffið leitt! Ástríður bognaði að vísu. en hún brast ekki, — ekki fyrr en ástin kom inn í líf hennar. Og þar féll sfðasta vfgi hins rómaða Karlhataraklúhbs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.