Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1978, Blaðsíða 1
290. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandaríkiri og Kína taka upp stjómmálasamband Það er ekkert smámál að velja jólatréð og það leynir sér ekki alvara stundarinnar í svip barns- ins enda aðeins vika þar til jólahelgin gengur í garð. Vilja að Carter skerist 1 leikinn WashinKton. Tókýó, 16. desember — AP-Reuter. JIMMY Carter Bandaríkjaforseti tilkynnti í beinni sjónvarps- og útvarpssendingu frá Ilvíta húsinu í nótt. að Bandaríkin og Kína veittu hvort öðru fulla viðurkenningu hinn 1. janúar næstkomandi og að löndin skiptust á scndiherrum tveimur mánuðum síðar. Við sama tæki færi sagði Carter, að þetta samkomulag stjórnvalda í Washington og Peking hefði ekki aivarleg áhrif sinna á Formósu. Tilkynningin um að þjóðirnar tvær tækju upp fullt stjórnmála- samband í ársbyrjun 1979 var birt samtímis í Bandaríkjunum og Kína. Carter forseti sagði að Bandaríkin mundu slíta stjórn- málasambandi við Formósu og að varnarsáttmáli Bandaríkjanna og Formósu frá 1954 félli úr gildi í árslok 1979. „Við erum að viðurkenna ein- falda staðreynd. Það er aðeins eitt Kína til og Formósa er hluti Kína,“ sagði Carter. Hann sagði einnig að Bandaríkjamenn hefðu lagt sig fram af öllum mætti í viðræðum við Kínverja að tryggja það að stjórnmálasamband land- anna stefndi ekki íbúum Formósu í hættu. Haft er eftir áreiðanleg- um heimildum að Kínverjar hafi fallizt á það skilyrði Bandaríkja- manna, að þeir innlimuðu ekki Formósu, en embættismaður í Hvíta húsinu sagði þó, að ekki væri um að ræða skýrar eða á hagsmuni kínverskra þjóðernis- skorinorðar yfirlýsingar frá Kin- verjum í þeim efnum. I tilkynningu Kínverja sagði, að Formósa væri hluti af Kína, og það væri mnanríkismál Kínverja hvort og hvenær Formósa yrði innlimuð. Þar sagði ennfremur, að Teng Hsiao-ping varaforsætisráð- herra færi í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í janúar Hua Kuo-feng flokksformaður sagði á fundi með fréttamönnum í Peking, eftir að tilkynningin hafði verið birt, að Kínverjar væru því andvígir, að Bandaríkjamenn seldu vopn til Formósu eftir 1. janúar n.k., en Carter forseti sagði að Bandaríkjamenn hygðust við- halda viðskiptalegum og menn- ingarlegum tengslum við Formósu og áskildu sér rétt til að selja Formósu vopn, þrátt fyrir sam- bandsslitin. Ljóst þykir af þessu að Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa ekki jafnað allan ágreining sinn varðandi Formósu. forseta til að kalla saman annan fund til að „reka endahnútinn á það samkomulag sem náðst hefði í Camp David“. Carter sagði að slíkur fundur væri mistök enda hefði hann við mörg mikilvæg alþjóðamál önnur að fást. Ákvörðun Bandaríkjanna og Kína víðast hvar fagnað Washington. Belgrað. Taipei, Tókýó, Vínarborg, 16. des. — AP-Reuter. SAMEIGINLEGRI tilkynningu Bandaríkjamanna og Kínverja um að löndin tvö taki upp eðlilegt stjórnmálasamband I. janúar næstkomandi. hefur víðast hvar verið fagnað. nema á Formósu og í nokkrum löndum Varsjárbandalagsins og 1 Bandaríkjunum hefur málið hlotið misjafnar undirtektir. Bæði Jimmy Carter Bandaríkja- forseti og Hua Kuo-feng forsætis- ráðherra Kínverja sögðu á fundum með fréttamönnum eftir að hafa tilkynnt um samkomulag land- anna, að stigið hefði verið stórt skref í þá átt að tryggja frið og jafnvægi í Asíu og um heimsbyggð alla. Gerald Ford og Richard Nixon, fyrrum forsetar Bandaríkjanna, fögnuðu báðir í dag þeirri ákvörð- un Carters að taka upp fullt stjórnmálasamband við Kína, en ýmsir íhaldssamir þingmenn, svo sem Barry Goldwater, lýstu andúð sinni á ákvörðun forsetans og hótuðu honum jafnvel málaferl- um. Þá fögnuðu Edward Kennedy og Henry Kissinger ákvörðuninni, en Kissinger sagðist þó bera nokkurn kvíðboga fyrir framtíð þjóðernissinna á Formósu, sem nánast hefðu átt allt sitt undir Bandaríkjamönnum komið til þessa. A Formósu hlaut ákvörðun Carters óblíðar móttökur. Hundr- uð manna reyndu að ryðjast inn í sendiráð Bandaríkjanna á eyjunni og létu ýmislegt lauslegt dynja á byggingunni. Forseti Formósu, Chiang Ching-kuo, sagði í morgun að réttindi og hagsmunir For- mósubúa ættu eftir að bíða verulegan hnekki vegna ákvörðun- ar Carters, og að það væri Bandaríkjamanna að bera ábyrgð á afleiðingunum. Utanríkisráðherra Formósu, Shen Chang-huan, sagði af sér þegar fregnirnar bárust frá Washington, og Wun Yun-suan forsætisráðherra óskaði eftir að vera leystur frá embætti, en Chiang forseti varð ekki við þeirri beiðni. Búlgarar, helztu bandamenn Sovétríkjanna í Varsjárbandalag- inu, fordæmdu Kínverja í dag og sögðu það lið í útþenslustefnu þeirra í Asíu að taka upp stjórn- málasamband við Bandaríkin. Ekki voru birt nein viðbrögð stjórnvalda í Sovétríkjunum þegar Tass sagði frá samkomulagi Kín- verja og Bandaríkjamanna, en vestrænir diplómatar í Moskva búast við því, að ráðamenn í Kreml eigi eftir að fara hörðum orðum um ákvörðun Bandaríkja- manna að taka upp stjórnmála- samband við Kína. Samkomulagi Kínverja hefur verið fagnaö af opinberri hálfu í Japan og júgóslavneska fréttastof- an Tanjug sagði, að samkomulagið væri meiri háttar sigur fyrir utanríkisstefnu Kínverja. Jones fyrirskipaði aftöku þmgmannsms GeorBetown. Guyana. 16. des. — Reuter. JIM Jones, leiðtogi sértrúarsafn- aðarins í Guyana, þar sem fjölda- sjálfsmorðin urðu fyrir fáeinum vikum, fyrirskipaði morðið á Leo Ryan, bandaríska þingmanninum sem kom til að kynna sér ástandið í Georgetown. Fyrrverandi yfirmaður öryggissveita Jones greindi frá þessu í dag og sagði að Jones hefði skipað að Ryan skyldi skotinn áður en hann kæmist heim, en hann kvaðst ekki muna hver hefði fengið fyrirmælin. Hann sagði að Jones hefði haft í hótunum við fólkið ef það hefði uppi kvartanir við þingmanninn og skyldi það hafa verra af ella. Kairó, Jerúsalem. Washington 16. des. Ap. Reuter EGYPSKIR embættismenn eru sagðir vænta þess, að Bandaríkja- mcnn geri ráðstafanir til að reyna að telja ísraela á að nauðsynlegt sé að friðarsamningur ríkjanna vcrði undirritaður fljótlega og beiti sér einnig fyrir því að fá ísraela til að skilja að þcir hafi misskilið gersam- lega síðustu tillögur Egypta. Anwar Sadat forseti hafði í dag ekkert tjáð sig um neitun ísraela en háttsettur egypskur embættismaður sagði, að tillögurnar væru fullkom- lega í samræmi við það sem samizt hefði um í Camp David. Utvarpið í Kairó sagði að þar yrði haldið áfram að reyna eftir megni að komast að samkomulagi og mátti skilja frétt útvarpsins svo, að einkum yrði lagt kapp á að samið yrði um nákvæma tímasetningu varðandi sjálfsstjórn Palestínumanna. I Washington hvatti Jakob Javits öldungadeildarþingmaður Carter Audugasti köttur heims andaður Sheflield. Englandi, 16. des. AP. SURTUR, sem talinn hefur verið auðugasti köttur í heimi, andaðist í gærkvöldi að því er ensk blöð greindu frá. Eigandi hans og fóstra, frú Ivy Black- hurst, arfleiddi Surt að öllum eigum sínum þegar hún andað- ist 1975 og voru þær metnar á urn 22 milljónir króna eða 35 þús. pund. Surtur var nítján ára að aldri. Talið er að eigur Surts muni nú renna til dýra- verndunarsamtaka í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.