Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 Ræða Þorsteins Pálssonar íRotaryklúbbi Reykjavíkur sl. miðvikudag Fjölmiðlar hafa verið hálfgert tískuumræðuefni á undanförnum árum. Tilefni þessara fjölmiðla- umræðna eru af ýmsum toga spunnin. En ég hygg þó að sú sprenging, sem varð í útgáfufélagi Vísis fyrir tæpum fjórum árum hafi a.m.k. ekki dregið úr þeirri umræðugleði, er ríkt hefur um þetta efni. I sjálfu sér skiptir tilefnið þó ekki miklu máli í þessu tilliti. Miklu áhugaverðara er að gera sér grein fyrir því, hvort einhver tilgangur er með almenn- um umræðum um blaðaútgáfu og aðra fjölmiðlun. Mín skoðun er sú, að ærin ástæða sé til að ræða á víðum grundvelli hlutverk fjöl- miðla í okkar þjóðfélagi óg það er brýnt, bæði frá sjónarmiði fjöl- miðlanna sjáifra og þjóðfélagsins í heild, að menn freisti þess á hverjum tíma að meta, hvernig þeir standa í stykkinu. „Nei takk.. Áður en dagblöð hófu göngu sína hér á landi sendu vikublöðin á stundum út fregnmiða um mark- verð tíðindi, sem gerðust milli útgáfudaga blaðanna. Vilhjálmur Þ. Gíslason segir frá því í blaðamannabók sinni, er góðborg- ara nokkrum var boðinn slíkur fregnmiði til kaups á Skólavörðu- stígnum fyrir 2 aura, þá svaraði hann að bragði: „Nei takk, ég frétti það hvort sem er seinna." I hraða nútímaþjóðfélagsins gildir ekki lengur þetta viðhorf, þó að það hafi verið gott og gilt á sinni tið. Menn verða að fá upplýsingar um atburði líðandi stundar með skjót- um hætti. Fyrir þá sök höfum við sex dagblöð í landinu og tvenns konar ríkiseinokunarfjölmiðla, út- varp og sjónvarp. Gagnrýnin á síðdeg- isblaðamennskuna Fjölmiðlaumræður síðustu ára hafa einkum snúist um dagblöðin og ekki hvað síst um þá blaða- mennsku, sem þróast hefur í samkeppni hádegisblaðanna, sem sumir kalla síðdegisblöð. I þessum umræðum hefur að mínu áliti yfirleitt verið gert of mikið úr þeim nýju straumum, sem þessi samkeppni á að hafa leitt til. Á hinn bóginn hefur gagnrýnin á svonefnda síðdegisblaðamennsku verið heldur léttvæg. Gagnrýnisatriðin hafa fyrst og fremst beinst að því, að sölu- mennskusjónarmið hafi um of ráðið efnistökum, þannig að efnið hafi hvorki verið merkilegt né áreiðanlegt. Menn tala gjarnan í þessu sambandi um hneykslis- fréttir og leikaraslúður. Þá telja margir að þessi blaðamennska hafi rofið eðlilega persónulega friðheigi. Loks heyrast þær raddir, að síðdegisblöðin svonefndu eða hádegisblöðin beri höfuðábyrgð á þeirri upplausn, siðferðilegri, póli- tískri og efnahagslegri, sem nú er í landinu. Sérstaklega hefur þetta síðastnefnda sjónarmið verið ríkj- andi eftir kosningarnar sl. sumar. Hádegisblöðin eru talin vera í sök, þegar minnst er á kjör þeirra pólitísku poppara, sem í vetur hafa fyllt sali Alþingis með sérstæðri andagift sinni. Engar nýjar bólur Gagnrýni af þessu tagi er ekki ný af nálinni. Þannig skrifaði þýskur prófessor Karl Búcher um endurbætur í blaðamennsku þegar árið 1922 og lýsir þá blöðunum með þessum orðum: „Sem allra mest efni valið af handahófi, litað og skreytt sem mest í meðferðinni, fíkni í orðróm og þvaður, lítill mergur í hugsun, við og við grein eftir frægan mann til að sýnast. — Það er nokkurn veginn reglan sem meir og meir er unnið eftir.“ Og hér heima sagði Skúli Skúlason: „Léttara hjalið er orðið rúm- frekt í blöðunum, sömuleiðis æsifregnir af atburðum, sem í I sjálfu sér eru lítils viðri." Við erum því síður en svo að fást við einhverjar nýjar bólur. Það er hollt að gera sér grein fyrir því. Við lifum ekki hér á tímum mikilla spámanna í blaðamennsku og það sama má segja um gagnrýnendur hennar. En áður en lengra er haldið skulum við líta sem snöggv- ast á þau ádeiluefni, sem við þekkjum og ég hef þegar minnst stuttlega á. Útgáfutíminn en ekki efnistökin I fyrsta lagi kemur þá til skoðunar, að sölumennskan ráði um of efnistökunum. Um þetta á við sú almenna athugasemd, að alhæfingar gilda alls ekki varð- andi þetta atriði fremur en önnur þau efni sem hér eru til umræðu, þegar af þeirri ástæðu að blöðin eru svo margbreytileg bæði í morgunútgáfum og hádegisútgáf- um. Eg get því ekki svarið fyrir, að þetta sjónarmið komi aldrei við sögu á ritstjórnum dagblaðanna. Þau eru í mjög harðri samkeppni og þurfa að sjálfsögðu að bjóða lesendum eitthvað, sem þeir hafa áhuga á. Þetta á jafnt við um morgunblöð sem síðdegisblöð. En mitt mat er, að í flestum tilvikum hafi menn verið að apa eftir gagnrýni, sem erlendis hefur verið beint gegn hádegisblöðum eins og Extrablaðinu og B.T. svo dæmi séu nefnd. Menn hafa dæmt íslensku hádegisblöðin eftir útgáfutíman- um en ekki efnistökunum. Ég fullyrði að engin rök verði færð að því, að samkeppni þessara blaða hafi á báða vegu verið rekin með þetta sjónarmið að höfuðleiðar- ljósi. „Hneykslismálin allra uppáhöld...** Svokallað leikaraslúður er ekki rúmfrekt þegar litið er á blöðin í heild sinni. Og ég hygg að fimm af þeim sex dagblöðum, sem hér eru gefin út hafi ekki í minnsta mæli fetað inn á þá braut að selja sig með vandamálasögum af olnboga- börnum þjóðfélagsins eins og fjölmörg dæmi eru til um í erlendri blaðamennsku.- Hneykslisfréttir eru einangrað vandamál blaðamennskunnar. Þær eru mannleg meinsemd. Ég hygg að Skúli Skúlason hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði á sínum tima: „Hneykslis- málin eru allra uppáhald — líka þeirra, sem þykjast hafa skömm á þeim.“ Blöðin hafa endur- speglað ástand, en ekki búið það til Lítum loks á þá ásökun, að hádegisblöðin beri öðrum fremur ábyrgð á þeirri upplausn, sem nú er á öllum sviðum þjóðlífsins og m.a. hefur leitt til þess að Alþingi er orðinn vettvangur eins konar pólitískrar poppmennsku. í þessu sambandi gleyma menn því, að Alþingi er óstarfhæft af ýmsum öðrum orsökum. Þingið er öðrum þræði Reykjavíkursamkoma hreppsnefndarmanna, sem ekki sjá út fyrir túnfótinn heima. Og á móti þingpoppurunum sitja á Alþingi þingmenn vanans, sem horfa ekki út fyrir það sem vanalegt hefur verið. Hverjir fleyttu þessum mönnum inn á þing? Er það ekki að finna sama ábyrgðarleysið? Þingmenn vanans bera sannarlega sömu ábyrgð á siðferðilegri efnahagslegri og póli- tískri upplausn þjóðarinnar eins og poppararnir. Kjarni málsins er sá, að fjöl- miðlarnir eru enginn orsakavaldur í þessu efni. Þeir hafa einfaldlega verið opinn vettvangur fyrir stjórnmálamenn jafnt með nýju sniði sem vanalegu. Ef þessar tvær gerðir stjórnmálamanna eru ekki nægjanlega ábyrgar, er ljóst að ábyrg öfl hafa alls ekki látið t.il sín Þorsteinn Pálsson taka í þjóðmálaumræðum. Og það er ekki sök blaðanna, hvorki morgunblaða né hádegisblaða. Að þessu leyti hafa blöðin fyrst og fremst endurspeglað ástand, en ekki búið það til. Tengsl blaðanna og stjórnskipulagsins í framhaldi af þessum almennu athugasemdum um þær umræður, sem hér hafa farið fram um blaðamennsku á allra síðustu árum, er ástæða til þess að ræða þá spurningu, hvað við höfum við blöð að gera. Til hvers eru þau? Að þessu er of sjaldan spurt. En gagnrýni á blöðin hlýtur ávallt að vera hálfgildings marklaus, ef menn hafa ekki í huga, hvert markmiðið með útgáfu þeirra á að vera. Við höfum hér blöð, sem flytja fréttir — að mestu sannorðar — fræðsluefni og áróður ásamt með ýmis konar afþreyingarefni. Með almennum orðum má segja, að fjölmiðlarnir standi að stöðugri upplýsingu um málefni líðandi stundar, bæði stór og smá. Að nokkru leyti taka þeir við af skólunum, sem veita undirstöðu- þekkinguna. Almenn og víðtæk þekking á þjóðmálum er sannar- lega ein af forsendum lýðræðis- skipulagsins. Þar erum við komin að tengslum stjórnskipulagsins og blaðanna. Skilyrði frjálsr- ar blaðaútgáfu Frjáls blöð eru ekki aðeins mikilvægur þáttur í lýðræði, heldur ófrávíkjanlegt skilyrði fyr- ir vexti þess og viðgangi. Blöðin hafa gegnum tíðina þróast frá því að vera sérgæði tiltölulega fárra manna til þess að vera almenn nauðsynjavara. Möguleikar blað- anna til upplýsingamiðlunar hafa því margfaldast eftir því sem þau hafa stækkað. Vöxtur þeirra hefur um leið verið þáttur í viðgangi lýðræðisins og frjálsrar hugsunar um allan heim. Nútíma blaðaútgáfa er hins vegar ekki aðeins hugsjónastarf- semi. Hún er undirorpin öllum þeim takmörkunum, sem fram- leiðslufyrirtækjum eru sett. Fjár- magnsmarkaðurinn og vinnu- markaðurinn sníða nútíma blöðum stakk í sama mæli og hugsjónir og eldmóður áður. Þó að blöðin séu hluti af þeirri hugsjón sem lýð- ræðið er, þá eru þau eigi að síður orðin að venjulegum framleiðslu- fyrirtækjum. Á þau er litið sem sjálfsagða framleiðslu. í dagsins önn tengja menn þau ekki háleit- um hugsjónum eða viðhaldi stjórnskipulagsins. En það er fullkomið álitamál, hvort unnt er að tala um algerlega frjálsa blaðamennsku meðan hún þarf að lúta takmörkunum eins og felast í ýmiss konar geðþótta- ákvörðunum stjórnvalda t.a.m. um verðlagsmál. Hér hafa stjórnvöld beinlínis reynt að vega að útgáfu óflokksbundinna blaða með verð- lagshöftum. Því hefur einnig verið haldið fram, að blaðaútgáfa sé ekki fullkomlega frjáis meðan hún þarf að sæta útgáfustöðvun af völdum kjaradeilna. Víst er að með almennri skilgreiningu má fullyrða, að blaðaútgáfa geti því aðeins talist frjáls að hún sé laus við íhlutun stjórnvalda og allar félagslegar þvinganir. Lýðurinn og áhrifa- máttur blaðanna Þetta eru aðeins almenn orð um hugmyndafræðileg tengsl frjálsr- ar blaðaútgáfu og þess stjórn- skipulags, sem við búum við. En spurning er hversu afgerandi afl blöðin eru í raun og veru. Guðmundur Björnsson landlæknir sagði í Lögréttugrein 1912 um Björn Jónsson látinn: „Blöðin eru ekki sjöunda stórveldið eins og sagt hefur verið. Þau eru stærsta veldi nú á dögum í hverju því landi, þar sem allir eru læsir." Þó að blaðaútgáfan hafi vaxið síðan þetta var skrifað, hygg ég að ýmislegt sé ofsagt með þessum orðum. Víst er að margir hafa þó nokkrar áhyggjur af ofurveldi blaðanna. Að sjálfsögðu eru þau áhrifamikil og þau eru vissulega mikið afl í þjóðfélaginu. En að minni hyggju er of mikið gert úr áhrifamætti blaðanna. Ég held að þau móti t.a.m. ekki svokallað almenningsálit í jafn miklum mæli og. oft er haldið fram. Hér hafa meVm til marks um þessa staðhæfingu unnið mikla kosn- ingasigra án þess að ráða yfir flokksmálgagni. í þessu sambandi má nefna kosningasigur Hanni- bals Valdimarssonar 1971 og árangur Alþýðuflokksins í kosn- ingunum sl. sumar. í Efnahags- bandalagskosningunum í Noregi 1972 sigruðu einnig þeir, sem höfðu áróðursvind blaðanna í fangið. Með fullum sanni verður því ekki sagt, að lýðurinn dansi óafvitandi eftir því sem blöðin segja. Áhrif þeirra eru miklu fremur fólgin í því að stjórna því um hvað daglegar umræður í þjóðfélaginu snúast. Þau hafa m.ö.o. áhrif á umræðuefnin og þau hafa í hendi sér hvaða upplýsingar komast á framfæri og yfir hverju er þagað. Sjálf mótun almennings- álitsins fer á hinn bóginn að talsverðu leyti fram á skrafsam- komum eins og þessari, kaffitím- um á vinnustöðúm og saumaklúbb- um. Smásjá fjölmiðlanna En hvað sem þessum sjónarmið- um líður er ljóst, að blöðin eru áhrifamikið afl í þjóðfélaginu og ábyrgð þeirra mikil að sama skapi. Öll stjórnmálastarfsemi í landinu hefur í vaxandi mæli farið fram undir smásjá fjölmiðla. Áður lutu blöðin alfarið boðvaldi einstakra flokka og flokksleiðtoga. En þau hafa smám saman verið að öðlast nýtt hlutverk með því að brjóta mál til mergjar upp á eigin spýtur. í vaxandi mæli hafa blöðin reynt að leggja sjálfstætt mat á gildi röksemda stjórnmálamanna, og þær forsendur, sem hverju sinni eru sagðar liggja að baki ákvörð- unum þeirra. Þau ákveða sjálf en ekki stjórnmálamennirnir, hvaða upplýsingar eru dregnar fram í dagsljósið. Vinnubrögð af þessu tagi eru á margan hátt nýmæli fyrir stjórnmálamenn vanans og því hefur oftar en áður kastast í kekki milli þeirra og blaðanna. Þriðja aflið Með þessu móti verða blöðin þriðja aflið í stjórnmálunum á milli kjósenda og stjórnmála- manna. Engum vafa er undirorpið að vönduð blaðamennska af þessu tagi er til þess fallin að styrkja lýðræðisskipulagið. Tomas Barnes ritstjóri The Times á fyrri hluta 19. aldar sagði einhverju sinni, að blöðin væru ekki tæki ríkisstjórna til þess að hafa áhrif á fólk heldur tæki fólksins til þess að hafa áhrif á ríkisvaldið. Þetta voru orð hugsjónamanns og brautryðjanda í frjálsri blaðamennsku. Sú þróun, sem hér hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi frá flokksblaðamennsku til sjálf- stæðrar blaðamennsku er í anda þessara fyrri aldar ummæla. Við erum því engir brautryðjendur í þessum efnum heldur sporgöngu- Að þjóna hugsjón- inni, lúta lögmálinu en ekki valdboði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.