Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 35
\
Incantations
INCANTATIONS
Mike Oldficld
(Virtcin) tviiföld 1978
Rétt fvrir áramótin kom út ný plata frá Mike Oldfield en síðasta
breiðskífa hans, „Ommadawn" kom út 1975, svo hér ætti að ligtíja
merkilejcur tónlistarskerfur. Reyndar virðist svo vera eftir að hafa hlustað
á plötuna í tæpan mánuð með hléum. Tónlistin vinnur vel á or Rerist
hufjlaeR sér í lagi hlið 3 or 4, en þar fer Oldfield ekki jafn troðnar slóðir og
á þeirri fyrri.
Mike Oldfieid, sem er með yngri mönnum í bransanum, aðeins 25 ára
Ramall. Hann byrjaði unRur að leika með systur sinni Sally Oldfield, en
þau Ráfu út plötu 1968 sem féll undir þjóðlög. Síðar gekk Oldfield til liðs
við Kevin Ayers or var með honum á einni breiðskífu. Eftir það ævintýri
lokaði Oldfíeld sig af um hríð or kom síðar fram með fullunnið verk
„Tubuiar Bells“ sem hann kynnti fyrir hverju útfjáfufyrirtækinu af öðru
en enginn vildi gefa það út fyrr en Richard Branson, eigandi Virgin
búðahringsins sem þá var að setja á laggirnar hljómplötuútgáfu. Reyndin
varð sú að Branson þurfti ekki að sjá eftir útgáfunni því platan „Tuhular
Bells“ er enn söluhæsta plata fyrirtækisins. Eftir „Tubular Bells", sem
kom út 1973 kom „Hergest Ridge" 1974 og þótti harla lítil breyting hjá
honum.
Oldfield átti næst þátt gerð tveggja platna sem David Bedford átti
hugmyndina af, en Bedford var hjá Kevin Ayers á sama tíma og Oldfield.
F.vrri platan var „Star's End“ undir nafni Bedfords og hin seinni
hljómsveitarútgáfa á „Tubular Bells“ sem hét einfaldlega „Orchestral
Tubular Bells.“ Þriðja „alvöruplata" Oldfields kom svo út 1975,
„Ommadawn" og þótt spor í rétta átt.
Síðan kom út 4 platna albúm „Boxed“ þar sem „Ommadawn" var óspillt,
„Tubular Bells“ og „Hergest Ridge" endurblandaður og svo ein plata með
blönduðu efni sem meðal annars hafði komið út á litlum plötum.
í viðtölum upp á síðkastið hefur Oldfield svarað hressilega og er talinn
mjög ólíkur því sem hann hefur virtst blaðamönnum áður.
Tónlistin og uppbyging hennar er líka ekki hin sama og áður. í andstöðu
við fyrri plötur er ekki neitt gegnumgangandi „þema“ í tónlistinni, heldur
bregður fvrir ýmsum myndum og hugmyndum alla plötuna út án þess að
það sé verið að byggja upp í eitthvað „klimax“ (hápunkt, útrás).
Fyrsta hliðin byrjar til dæmis í „klimaxi" og er öll hressileg. Oldfield
galdrar fram alls Jtyns hljóma á marguppteknum gítar, strengjasveit
undir stjórn David Bedfords kemur við sögu á fyrstu hliðinni og
stúlknakór undir stjórn sama, flautuleikur leiðir margar melódíur í
cndalausum röðum alls kyns slagverk-hljóma á ljúfan máta. Fyrsta hliðin
er eiginlega samantekt á fyrri plötum fullkomnuð, þó ekki sé tónlist eins.
Önnur hliðin byrjar á tónum sem tengja mætti við sálma, enda leikið á
hljómborð og flautu sem allt í einu bre.vtist í truflandi strengi og
hljómborð, sem deyr fljótt út í stað kom gítarfrasar, kórsöngur og loks
syngur Maddy Prior, fyrrum söngkona Stelley Span.
Þriðja hliðin byrjar á spili sem einna helst í ætt við tónlist Jethro Tull,
létt, leikandi, en full af gildrum og glettum ef svo má að orði komast! Mike
Oldfield leikur sér hér allríflega á gítarinn og finnst undirrituðum þessi
hlið skemmtilegust hlustunar þó sú síðasta sé kannski merkilegust.
Fjórða hliðin byrjar ósköp milt og blítt með píanói og gítarhljómsveit,
sem breytist í gítarsóló sem endar í víbrafónleik Pierre Moerlan, sem er
einn af nierkilegri köflum plötunnar. Gítarfrasar frá Oldfield sameinast
svo víbrafóninum og hættir aftur, eftir víbrafóninum kemur svo
bassagítar og gítarsóló stutta stund og að lokum syngja Maddy Prior og
Saliy Oldfield plöluna út. Mike Oldfield greinilega enn í framför og er
þessi plata sú besta sinnar tegundar síðan Pink Floyd gáfu út „Atom
Heart Mother“ hér um' árið.
Ilia.
J akob Magnússon
er væntanlegur til
landsins með vorinu
JAKOB MAGNÚSSON,. ,sem mun á næstu mánuAum hrjútast inn á
bandaríkjamarkaú með breiðskífu og eigin hljómleikaferð. átti stutta
viðdviil hérlendis fyrir skiimmu.
Við það tækifæri bjóst Slagbrandur til viðtals við kappann en vegna
þess hve tíminn var naumur varð ekkert úr. Engu að síður fékk
Slagbrandur að vita það að til stendur að gefa plötuna út hérlendis um
það bil mánuði áður en hún kemur út í Bandaríkjunum og við það
tækifæri mun Jakob fljúga heim og gefa sér tíma til að kynna hana fyrir
landslýð. Eftir það, fer hann í hljómleikaferð um Bandaríkin og standa
jafnvel vonir til þess að hljómsveitin heimsæki ísland að
hljómleikaferðinni lokinni.
Meðlimir í hljómsveit Jakobs eru eftirtaldir: Manuel Bedrena,
slagverk, Gary Herbert, saxófónn, Carlos Rios, gítar, David Logeman,
Irommur, og Steve Anderson, bassagítar.
Bankastrætí7
Símí 2 9122
Aóalstræti4
Sími 150 05