Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979
17
menn. Það var haft eftir breskum
stjórnartalsmanni, William Clark,
í Suesdeilunni á sínum tíma, að
almenningsálitið væri ekki unnt
að sniðganga, það yrði að spila á
það. Og vald ríkisstjórna til þess
að blekkja væri gríðarlegt.
I ljósi þessara sjónarmiða sjáum
við gleggst að hugmyndin um
sjálfstæð blöð sem þriðja aflið á
milli stjórnmálamanna og
almennings, er síður en svo
marklaus. Þetta sjálfstæði blað-
anna er í raun og veru forsenda
þess, að þau geti gegnt því
upplýsingahlutverki, sem lýð-
ræðisþjóðfélagið krefst nú á tím-
um.
Eítir það dugðu
falsmyndirnar ekki
En hvernig falla íslensk blöð inn
í þessa mynd? Engum vafa er
undirorpið, að á síðari árum hefur
orðið hægfara breyting í átt til
opnari og sjálfstæðari blaða-
mennsku. Segja má, að Morgun-
blaðið hafi að ýmsu leyti brotið
ísinn fyrir rúmum tveimur áratug-
um með því að brjóta þingfrétta-
skrif undan hreinum flokksáróðri.
En sennilega hefur tilkoma Sjón-
varpsins markað þau þáttaskil
sem mest eru verð í þessu efni.
Með því komu stjórnmálamenn-
irnir í eigin persónu og því sem
næst með holdi og blóði inn í
hverja stofu í landinu, en áður
voru þeir aðallega þekktir af
glansmyndum og svartnættislýs-
ingum í málgögnum flokkanna
eftir vindáttinni í stjórnmálunum
hverju sinni. Eftir þetta dugðu
falsmyndirnar ekki. Sjónvarps-
tæknin hefur þannig haft áhrif á
blöðin og samkeppni hádegisblað-
anna undanfarin ár hefur einnig
stuðlað að sjálfstæðari blaða-
mennsku þó að menn deili um
ágæti hennar. Hér er óþarfi að
lýsa stöðu einstakra blaða í þessu
tilliti. Hana þekkja menn og.dæma
hver fyrir sig.
Strigakjafthátt-
ur um rannsóknar-
blaðamennsku
Því hefur verið haldið fram, að
með samkeppni hádegisblaðanna
hafi þjóðin upplifað það sem
kallað hefur verið rannsóknar-
blaðamennska. Þetta er upphafinn
Strigakjaftháttur. Því miður hefur
ekkert íslenskt blað bolmagn til
þess að rísa undir raunverulegri
rannsóknarblaðamennsku. Og þeir
standa fjærst henni, sem mest
hafa hreykt sér af nýjum vinnu-
brögðum af þessu tagi. A hinn
bóginn hefur aukið sjálfstæði
blaðanna leitt til þess að þau eru
oft og tíðum aðgangsharðari í
upplýsingaöflun en áður, en það er
ekki eiginleg rannsóknarblaða-
mennska. Því fer fjarri.
Sama deigið
Þá vaknar eðlilega sú spurning,
hvort íslensku blöðin séu nægjan-
lega vönduð til þess að rísa undir
þeim kröfum, sem lýðræðisskipu-
lagið setur frjálsri upplýs-
ingamiðlun. Vilhjálmur Þ. Gísla-
son segir í Blaðamannabók sinni
þá sögu eftir Arna frá Múla, að
hann hafi haft á orði við konu
sína, er þau komu úr kaffiboði
einhverju sinni, hversu margar
kökur hafi verið á borðum. Þá á
hún að hafa svarað: „Tókstu ekki
eftir því, að þær voru allar úr
sama deiginu?"
Þannig er það með blöðin þau
eru öll að hnoða sama deigið, þó að
handbrögðin séu ærið ólík, enda
ráða hugtökin handtökunum. Það
er því ekki til neitt einfalt svar við
þessari spurningu, hvorki já eða
nei.
Verk að vinna
En við getum spurt okkur
ýmissa spurninga til þess að varpa
ljósi á þessa mynd. Gefa blöðin
t.a.m. stjórnvöldum nægjanlegt
svigrúm til þess að túlka eigin
sjónarmið og röksemdafærslur?
Gæta blöðin eðlilegs jafnvægis í
frásögnum? Gefa þau rétta mynd
af dagj,egum störfum og viðfangs-
efnum stjórnmálanna? Eru blöðin
nægjanlega sanngjörn? Og síðast
en ekki síst: Hafa þau nægjanlega
mikið af hæfu fólki til þess að
takast á hendur sjálfstætt póli-
tískt upplýsingahlutverk?
Ég tala hér af ásettu ráði um
blöðin í heild sinni. En svörin við
þessum spurningum eru að sjálf-
sögðu eins ólík og blöðin eru mörg.
En kjarni málsins er sá, að með
öllu er ekki unnt að afneita þeirri
gagnrýni, sem felst í spurningum
af þessu tagi. Niðurstaðan er því
sú að við höfum enn verk að vinna
til þess að bæta blöðin í þeim
tilgangi að gera þau að sterkari
þætti í lýðræðisþjóðfélaginu.
Viðvörunar-
bjöllurnar
I fyrra kom út í Bretlandi
athyglisverð bók eftir einn þekkt-
asta og reyndasta stjórnmála-
fréttaritara Breta, James
Margach. Hann lýsir samskiptum
sínum við forsætisráðherra lands-
ins frá Lloyd George til Callag-
hans. I bók sinni gefur hann
ungum stjórnmálafréttariturum
það heilræði, í þeim tilvikum er
forsætisráðherrar bjóða þeim til
notalegrar kaffidrykkju í
Downingstræti, að þá eigi þeir að
láta viðvörunarbjöllurnar hringja.
Hann heldur því fram, að frjálsri
blaðamennsku standi hætta af
þeirri nýju tækni valdamanna að
gefa blaðamönnum upplýsingar í
trúnaði og gera þá þannig að
þátttakendum í því að loka fyrir
eðlilegt upplýsingastreymi. Þetta
er um margt rétt.
Þversögnin í
sjálfstæðisbar-
áttu blaðanna
En þó að við höfum búið í landi
flokksblaðanna, hygg ég að blöðin
standi berskjaldaðari gagnvart
þeirri menningaklíku, sem ræður
ríkjum í landinu, en stjórnmála-
mönnum. Það er veikleiki fjölmiðl-
anna, að menningarspekúlöntum
hefur tekist að spila með þá í því
skyni að hefja sjálfa sig til vegs án
sýnilegra verðleika. Of stór hluti
af því sem kallað er menning á
íslandi í dag er lítið annað en
auvirðuleg persónuleg auglýsinga-
starfsemi. Fjölmiðlarnir hafa ekki
viðhaldið sjálfstæði sínu gagnvart
þ'essu skrumvaldi í þjóðfélaginu
sem er orðið verulega sterkt og
áhrifamikið. Þetta hefur gerst á
sama tíma og þeir hafa styrkt
sjálfstæði sitt gagnvart pólitíska
valdinu. I þessu er fólgin þver-
stæða í þróun blaðanna. En þessi
misnotkun er sennilega alvarleg-
ust í ríkisfjölmiðlunum. Blöðin eru
þó einnig meira og minna
leiksoppur þessa auglýsinga-
skrums og fá ekki rönd við reist.
Fjölmiðlarnir bera því nokkra
ábyrgð á því, að mikið af góðri og
gildri mynt, sem fram hefur komið
í íslensku menningarlífi, hefur
horfið í skuggann fyrir falsmynt-
inni. Astæðan er sú, að þeir hafa
ekki gætt sjálfstæðis síns á þessu
sviði eins og því pólitíska.
Hugsjónin
og lögmálið
Ályktun mín er því sú, að
ýmislegt skorti á, að unnt sé að
halda því fram fullum fetum, að
blöðin séu nægjanlega sterk og
frjáls. En hitt er þó meira um vert,
að blaðamennskan hefur í öllum
aðalatriðum stefnt í rétta átt.
Aukaatriðin eru of ómerkileg til
þess að hafa áhyggjur af.
Þó að stjórnmálamenn séu
yfirleitt ekki bestir til leiðsagnar
um starf blaðanna hef ég notið
þess sem ritstjóri Vísis að starfa
undir þeim einkunnarorðum, sem
Ólafur Thors skrifaði 1960 í tilefni
af 50 ára afmælis blaðsins:
„Er Vísir lifandi sönnun þess, að
víðsýn og þjóðleg stefna getur
alltaf treyst á atbeina frjálslynds,
óháðs blaðs, sem þjónar hugsjón-
inni og engu öðru, lýtur lögmálinu,
en ekki valdboði."
VULV0244
með vökvastýri og ryðvörn
kostar frá kr. 5.343.000
l ; Miöaö viö gengi 10.1.79.
KZSZEÖl
Suöurlandsbraut 16 • Simi 35200
A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir
og þarf því aldrei að mála.
A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður
fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki.
Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess
að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem
hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar.
A/Klæðning er auðveld í uþþsetningu og
hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. ---------------—---------------
Afgreiðslufrestur er alveg ótrúlega stuttur.
Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum tplf' _
A/Klæðningar.
Sendið teikningar og við munum reikna
út efnisþörf og gera ÍÍlaíflBr
verðtilboð yður að kostnaðarlausu. itáháim
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.
argus