Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21 JANÚAR 1979 rautr • Skáld og verkfræðingur Bohuslav Vasulka er fæddur í Brno í Tékkóslóvakíu á árinu 1937. í lok heimsstyrjaldarinnar 1945 bjó hann í úthverfi Brno í Moraviu, skammt frá herflugvelli. Þar byrjaði drengurinn að safna véla- og rafmagnshlutum úr her- flugvélum og framkvæmdi á þeim meiri háttar uppskurði. Þannig voru hans fyrstu kynni af tækn- inni. í eitt ár lét hann neyða sig til að leika á fiðlu, en hætti því svo. Hann segir að stríðið hafi verið alveg yfirþyrmandi reynsla. Evr- ópa var einn brotajárnshaugur, þar sem hægt var að finna hrúgur af tækjum. — Við gátum gramsað í þeim og lesið úr því alla stríðssöguna, segir hann. Og á árinu 1952 fór hann í tækni- og vélfræðinám í Iðnverkfræðiskól- anum í Brno og lauk því 1956. Um það leyti vann hann fyrstu verð- laun fyrir rannsóknarverkefni í Iðnverkfræðiskólanum. En hann gerði fleira, var m.a. jass-gagnrýnandi við dagblaðið Rovnost enda trompetleikari í hljómsveit. En árið áður var hann farinn að semja ljóð undir áhrifum frá frönsku 19. aldar skáldunum og framúrstefnu-ljóðskáldunum Mayakovsky og Mainetti. — Mér fannst ljóðlistin áhugaverðasta formið á listsköpun og svo er enn, jafnvel þótt ég fáist ekki við hana. Túlkunarmátinn — umsköpunin Vinnustofa þeirra Steinunnar og Woodys sýnir kannski betur en nokkur lýsing hvað þau eru að fást við. sífelldum æfingum og að æfingum dagsins loknum, er maður orðinn svo þreyttur að maður getur ekkert tekið sér fyrir hendur í marga klukkutíma. í Prag hitti Steinunn Woody á árinu 1962. Hún bað hann um að hjálpa sér að gera við mótorhjólið sitt — og þannig hófst vinátta þeirra, að hún segir. 1964 gengu þau í hjónaband og skömmu síðar réðst Steinunn til Sinfóníuhljó- sveitar íslands sem fiðluleikari. Um sumariið ferðuðust þau Woody í þrjá mánuði um ísland og gerðu tvær kvikmyndir. Tveir íslenzkir ríkisborgarar: Ihaust var vestur í Banda- ríkjunum nýstárleg listsýn- ing, sem tveir íslenzkir ríkisborgarar, Steinunn og Woody Vasulka, efndu til, eru raunar upphafsmenn þeirra aðferða, sem þar er beitt. En þegar á að fara að útskýra í hverju þær eru fólgnar vandast málið, því að þar er beitt svo flókinni og samofinni tækni að ekki er á færi annarra en sérfræðinga að skýra og skilja. Það sem Steinunn sýndi er nefnt „Machine Wideo" og Woody sýnir Descriptions eða lýsingar. Eru þau hjónin sögð algerir brautryðjendur í notkun videotækni í listum. Nota við verk sín myndsegulbönd, hreyfanlega og kyrra spegla, ljósmyndavélar, kvikmyndir og sýningarvélar, elektroniska tækni og stereotækni o.fl., og vefa á þann hátt saman úr mörgum miðlum áhrif og myndir. En sýning þeirra í Albright-Knox Art Gallery í Buffalo og New York í október og nóvember sl. vakti mikla athygli. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera nánari grein fyrir lista- fólkinu, en safnið gaf út mjög vandaða kynningu á þeim og verkum þeirra með sýningunni, sem „Endowment for the Arts“ í Washington studdi með fjárveit- ingu. Ýmsar merkar stofnanir hafa haft áhuga á starfi þeirra sl. 10 ár. Til dæmis veitti Guggen- heimstofnunin Steinunni heils árs starfsstyrk til að halda áfram segulbandstilraunum. Steinunn er fiðluleikari að mennt, dóttir Bjarna Guðmunds- sonar, blaðafulltrúa ríkisstjórnar- innar og Gunnlaugar Briem fram- kvæmdastjóra Söfnunarsjóðs, sem bæði eru látin. Maður hennar er tékkneskur verkfræðingur, kvik- myndagerðarmaður o.fl. og heitir fullu nafni Bohuslaw Vasulka. Eftir að hann fékk íslenzkan ríkisborgararétt er hann kom hingað eftir innrásina í Tékkósló- vakíu, hlotnaðist honum að auki íslenzka nafnið Timoteus Péturs- son. í fyrrnefndu kynningarriti eru þau kynnt hvort fyrir sig, og þá með innskotum úr viðtölum sem tekin voru við þau og verður gripið hér niður í þá kynningu, sem byrjar á æviferli Steinunnar. • Reykvíkingur úr Suðurgötunni Steinunn Bjarnadóttir er fædd í Reykjavík 1940. — Ég byrjaði sex ára í skóla, og gekk ekkert vel, segir hún. Enginn vissi hvað að mér var en seinna kom í ljós að ég hafði lesblindu. En ég átti frænku, sem fannst fjarska leiðinlegt hve ég var heimsk, því hún var kennari í þessum sama skóla. Hún tók mig því á hverjum morgni og las með mér í hálftíma. Það gerði afi minn, Vilhjálmur Briem og hann kenndi mér stærðfræði. Ég var líka alltaf veik sem barn, svo að ég gat ekki verið mikið í skólanum. Ég lærði því að gera hlutina sjálf. Þrettán ára gömul gerði ég mér ljóst að ég var orðin langt á eftir, hinir krakkarnir voru að læra dönsku, ensku og algebru sem ég, vissi ekkert um. Ég varð reið og settist niður og lærði eins og ég ætti lífið að leysa. Steinunn lagði stund á fiðluleik og tónmennt. Þar sem ég hafði ekki áhuga á skólanum, þá gat ég sótt æfingar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Ég fór líka á allar leik- og danssýningar, alla hljóm- leika og allt sem* gerðist í okkar litlu borg, sem var heilmikið. Þá var nokkurs konar menningarstríð í gangi í Reykjavík milli Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna. Og ég fór á heilmargar listsýningar, enda var fyrrnefnd frænka mín Unnur Briem listmálari. í nýrri listtúlkun Steina og Woody við útivinnu sfna. Á árinu 1957 var Steinunn send til Danmerkur í heimavistarskóla. — Það var hefð í minni fjölskyldu. Síðan átti maður að koma aftur heim og segja: „Heima er best!“ Þann hluta hefðarinnar braut ég, segir Steinunn. Og hún bætir við: Þegar ég kom heim frá Danmörku, talaði ég dönsku. Ég ákvað að næst vildi ég læra að tala þýzku, svo ég hélt til Þýzkalands. Það var árið 1958. Á árunum 1959—62 hlaut Stein- unn fullan námsstyrk frá tékk- neska menntamálaráðuneytinu til að stunda nám við Tónlistarskól- ann í Prag. Styrkurinn var svo veittur áfram í fjögur ár. — Þarna var ég komin á eigin spýtur bak við járntjaldið, á framandi menn- ingarsvæði — og með nýtt tungu- mál. Það kunni ég að meta. Þetta var alveg nýtt líf og gerólíkt. Ég var að verða fullorðin. Ég hafði mikinn áhuga á heimspeki, sálar- fræði og öllu þess háttar, og vildi verða óháður menntamaður. Ég ætlaði aldrei að verða einleikari á fiðlu, heldur hugðist ég að hafa tónlistina til að fæða mig og klæða, svo að ég gæti gert allt annað. En þar skjátlaðist mér, því þegar maður er orðinn tónlistar- maður, þá verður maður að vera á — er svo sterk. í ljóði er hægt að umskapa yfir í eitthvað á andar- taksstund. Slíkur kraftur heillar mig. Nú þurfti Woody að lesa af hendi herþjónustu og gerði það á árunum 1956 og 1957. En eftir það fór haiin að skrifa smásögur og greinar, nam ítölsku og vann að ljósmyndagerð, jafnframt því sem hann stundaði verkfræðistörf við vatnsvirkjanir. 1960 fluttist hann til Prag og hlaut ríkisstyrk til að nema við listaakademíuna í kvik- mynda- og sjónvarpsdeild. Og þar tók hann að stjórna og framleiða kvikmyndir. — Ég sá kvikmyndun- ina þá, og geri það enn, sem framhald á bókmenntunum, nokk- urs konar bókmenntir sem stund- aðar eru í tíma og rúmi, í loftinu segir hann. Þá fór ég líka að reyna að skrifa og ná tökum á stórum formbyggingum.... I minum aug- um var kvikmyndin það tæki, efni og frásagnarmöguleiki, sem nýj- astur er og enn ekki búið að ná tökum á. I bókmenntum varð ég alltaf að bera mig saman við Kafka og aðra og sama í ljóðlist- inni. En kvikmyndin er óskráð blað. Það er ónumið land. Woody hélt áfram að gera stuttar kvik- myndir á árunum 1960—64. Hlaut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.