Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2U JANÚAR 1979 37 Sólveig Ellertsdútt- ir—Minningarorð Fædd 13. júlí 1932. Dáin 10. jan. 1979. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn. og allt er orðið rótt. Nú sæil er sigur unninn, og sóiin björt upp runnfn á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn. fyrst sorgin þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt. sem Guði' er frá. Vald. Briem Þegar ung kona gengur í hjóna- band, flytur að heiman og stofnar eigið heimili í nýju umhverfi, þótt ekki sé það fjarri foreldrahúsum, er fátt meira virði en að eignast góða granna, sem leita má til í ýmsum efnum, þegar kynni hafa tekist. Þess vegna er það, að ég vil reyna að minnast Solveigar Ell- ertsdóttur nokkrum orðum. Þó er hættast við, að þau geti á engan hátt gert lesendum grein fyrir, hvers virði það var mér að kynnast henni í fyrstu og mega síðan njóta vináttu hennar og margvíslegri umhyggju í tug ára, meðan vjð vorum nágrannar við Fífu- hvammsveg í Kópavogi. Ég hafði ekki búið lengi í næsta húsi við hana, þegar kynni tókust með okkur, og þau snerust brátt upp í vináttu, sem aldrei var þökkuð nógsamlega og verður vart úr þessu. Börnin mín voru frá byrjun velkomin á heimili hennar, og það er ekki ofsagt, að hún og Vilberg maður hennar hafi verið þeim eins og sínum eigin börnum, því að svo oft fengu þau að slást með í hópinn, þegar þessir góðu grannar okkar fóru eitthvað með börnum sínum, fjórum dætrum og syninum, sem var yngstur. Og ekkert var mér kærkomnara — eða sjálfsagðara í augum Solveigar — en að dætur hennar yrðu barnfóstrur hjá mér, hver af annarri, meðan svo skammt var á milli okkar. Er þá ógetið allrar þeirrar hlýju, sem ég fékk að finna fyrir hjá Solveigu og hve gott var að leita til hennar í ýmsum efnum, þegar ég hafði þörf fyrir slíkt. Viðmótið var alltaf það sama og hún ævinlega boðin og búin til að leysa hvern minn vanda. Solveig var elst átta barna Önnu Ársælsdóttur og Ellerts Ág. Magnússonar prentara, og það segir sig sjálft, að sem elsta barn hefur hún tekið að sér ýmsar skyldur gagnvart systkinum sín- um. Veit ég af kynnum mínum af henni, að þar hefur hún í engu brugðist frekar en síðar á lífsleið- inni. Eftirlifandi maður hennar er Vilberg Sigurjónsson, útvarps- virkjameistari, og varð þeim fimm barna auðið, eins og fyrr er getið. Var hjónaband þeirra til fyrir- myndar hvað snerti allt heimilis- líf, og eiga þau öll um sárt að binda, eins og nærri má geta. Solveig kenndi fyrst sjúkleika fyrir um það bil sjö árum og gekk eiginlega aldrei heil til skógar eftir það, því að þótt hún færi oft á sjúkrahús til aðgerða, var aldrei um raunverulegan bata að ræða, svo að brátt var sýnt að hverju stefndi. Fjölskyldan tók því með stillingu, en aðdáunarverðast var þó, hvernig Solveig bar sig, því að hún taldi veikindi sín vart umtals- verð, þegar litið væri á líðan annarra, sem áttu við sjúkdóma að stríða. Hún var frekar með hug- ann við líðan þeirra og batavonir en eigin þraut. Þannig bar hún sig sem hetja, sem jafnt kunnugir og ókunnugir hlutu að virða. Ég læt nú þessum fátæklegu orðum lokið. „Hin langa þraut er liðin," en eiginmaður, börn, for- eldrar, systkini og aðrir ástvinir eiga sína þraut eftir, en minningin mun gera hana léttbærari. Hrafnhildur Valdimarsdóttir. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En eg vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænargjörð: Guð leiði þig. M.J. Sólveig Ellertsdóttir var fædd 13. júlí 1932 í Reykjavík og var elzt átta barna hjónanna Önnu Ársælsdóttur og Ellerts Ág. Magnússonar prentara. Um leið og 'Sólveig var frumburður Önnu var hún fyrsta barnabarn foreldra hennar, Arndísar Helgadöttur og Ársæls Brynjólfssonar, og uppáhald þeirra í æsku, enda bar hún móðurnafn ömmu sinnar, Sólveigar Magnúsdóttur frá Vota- mýri á Skeiðum í Árnessýslu. En sá ættleggur er sterkur og fjöl- mennur austur þar og hefur eitt einkenni hans verið heilsuhreysti og langlífi. Æska Sólveigar Ellertsdóttur leið við gleði og ánægju svo sem títt er í stórum systkinahópi. Eins og fyrr er sagt var hún elst og í uppáhaldi, en þó munu er tímar liðu einnig hafa verið gerðar til hennar kröfur um að vera fyrir- mynd yngri systkina og stoð móður sinnar við gæzlu þeirra og uppeldi. Mun hún hafa uppfyllt þessar kröfur með sóma. Hún var snemma bráðþroska og fór fljótt að vinna ýmis störf utan heimilis. Eins og þessi tími æsku og unglingsára leið við leik og starf, þá kom að því að hún hitti þann, sem skyldi verða hennar lífsföru- nautur. Það mun nú verá meir en aldarfjórðungur síðan vegir Sólveigar og eftirlifandi eigin- manns hennar, Vilbergs Sigur- jónssonar útvarpsvirkjameistara og kaupmanns, lágu fyrst saman og þau heitbundust. Þótt ekki væri mikill auður í þeirra garði í þann tíma, þá vildu þau ekki hefja búskap nema í eigin húsi. Það var því fengin lóð undir einbýlishús í Kópavogi og hafizt halda um byggingu. Þá var ekki til að dreifa húsnæðismálalánum né heldur að hver maður ætti lána- rétt í lífeyrissjóði. Það varð því að treysta á eigin fjárafla og eigin hendur með hvað eina. En þau Sólveig og Vilberg voru þá eins og ávallt í þúskap sínum og hjóna- bandi samtaka og samhent, svo að þar kom vonum fyrr að húsið Fífuhvammsvegur 3 stóð fullgert til íbúðar. Og þar bjuggu þau ávallt síðan. I farsælu og friðsælu hjóna- bandi varð þeim Sólveigu og Egrún Runólfs- dóttir—Minning Fædd 17. júní 1909. Dáin 11. janúar 1979. Hún Eyrún er dáin. Þetta hljómaði svo undarlega í eyrum mínum, ég átti ekki von á því, að kallið kæmi núna, þar sem ég hafði frétt fyrr um daginn, að batinn virtist nú í augsýn. En enginn má sköpum renna, því öll verðum við að hlýða kallinu þegar það kemúr. Sveinbjörg Eyrún Sigríður, en svo hét hún fullu nafni, var fædd 17. júní 1909 í Bakkakoti á Seltjarnarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Runólfur Guðmunds- son og Sigurbjörg Eiríksdóttir. Eyrún hafði lítið af foreldrum sínum að segja á fyrstu upp- vaxtarárum sínum, þar sem for- eldrar hennar skildu samvistum skömmu eftir fæðingu hennar, og var henni þá komið í fóstur að Óskoti í Mosfellssveit hjá Óru Pálsdóttur, sem bjó þar með syni sínum Eiríki Stefánssyni. Ólst hún þar upp til níu ára aldurs, en fluttist þá aftur til móður sinnar, sem búsett var þá í Reykjavík. Eyrúnu mun hafa liðið vel í Óskoti, því hún minntist þess alla tíð hversu fóstra hennar og allt heimilisfólk í Óskoti hafði verið sér gott. Eyrún átti tvo bræður, sem komust til fullorðinsára, Runólf Sigurberg og Guðmund, en þeir eru látnir fyrir nokkrum árum, jafnframt mun hún hafa átt einn bróður til, sem mér er ekki kunnugt um nafn á, en hann lést barn að aldri. Eyrún giftist eftirlifandi manni sínum, Erlendi Þórðarsyni, hinn 13. júní 1931. Erlendur var sjómaður, og mæddi því mikið á Eyrúnu fyrstu búskaparárin með allt er að heimilisrekstri sneri, en hún skilaði því öllu frábærlega vel úr hendi. Sambúð þeirra öll var til fyrirmyndar, og eins og einn vinur þeirra orðaði það við mig: „Þau eru búin að vera eins og nýgift allan sinn búskap." Þau eignuðust fjög- ur börn, Alfreð Hafstein, kennara við Iðnskólann í Rvík, sem kvænt- ur er Erlu Kristjánsdóttur, Ragn- heiði, sem gift er Birni Haralds- syni, raftæknifræðingi, Þóru Sigurbjörgu, sem gift er Gunnari Jónssyni, múrara, og Þóreyju, sem gift er Guðbirni Geirssyni, pípu- lagningameistara og nú bónda að Fíflholti í Landeyjum. Þá ólu þau einnig upp dótturdóttur sína Erleni Ólafsdóttur. Barnabörn þessara ágætu hjóna eru orðin 17 og barnabarnabörnin orðin 4. Öll þessi stóra fjölskylda saknar nú hinnar góðu og ljúfu formóður, sem ávallt var með hugann fullann umhyggju fyrir velferð þeirra, en hún fékk einnig sína umhyggju vel launaða, því öll fjölskyldan elskaði hana og dáði. Kæri bróðir, ég veit að söknuður þinn er mikill, en við skulum minnast þess, að öll eigum við eftir að hittast handan þessa lífs og við getum treyst því, að þinni elsku- legu eiginkonu líður vel þar sem hún rm er, og Guð mun verða henni líknsamur á hennar nýju vegferð. Ég votta fjölskyldu og vinum Eyrúnar mína dýpstu hluttekn- ingu við þessi tímamó* Guð blessi minningu minnar elskulegu mágkonu Halldór Þórðarson. Vilberg auðið fimm barna, fjög- urra dætra og eins sonar. Dæturn- ar eru: Málfríður sjúkraliði, nú bóndakona á Kletti í Geiradal, Anna og Sigrún, sem báðar hafa stofnað eigið heimili í Reykjavík, og Ásrún, sem enn er í skóla, en síðast fæddist sonurinn Sigurjón, sem nú er á tólfta ári. Mun óhætt að fullyrða að þessi fríði og efnilegi barnahópur hafa verið sambúð þessara samhentu hjóna sú lífsfylling og ánægja, sem lifað og starfað var fyrir. Eins og fyrr var á minnzt var Sólveig manni sínum samhent í lífi og starfi og hans áhugamál voru jafnframt hennar yndi. Af þessum sökum áttu þau saman ótalmargar ánægjustundir, bæði heima og að heiman. Þau ferðuð- ust mikið saman hér á landi og erlendis, þau dorguðu fyrir silung og veiddu lax, enda hafa þau um langan tíma átt sér lítið hús við veiðiá, þar sem þau leigðu rétt til veiða. Fyrir nær átta árum dró skyndi- lega skugga fyrir þessa skæru lífssól þeirra, en þá kenndi Sólveig fyrst þess sjúkdóms sem nú hefur skilið þau að. Á þessum langa tíma varð hún að ganga undir margar og erfiðar læknisaðgerðir, sem ávallt skertu líkamsþrek hennar. En henni var gefin slík hugprýði og sálarþrek, að alltaf fékkst nokkurt hlé milli stríða. Hún átti sína drauma og setti sér mark að keppa að og hlakka til, og Vilberg reyndi að sjá um að þær vonir rættust. Var þá gjarnan farið í hlýrra loftslag til að auka við- námsþróttinn og herða viljann fyrir það sem framundan var. En því miður styttist tíminn milli stórátaka á sjúkrahúsinu og um leiö dvínuðu vonir um bata. En Sólveig stóð ekki ein í þessari hörðu raun, því auk stuðnings eiginmanns og nánustu ástvina, naut hún kunnáttu hinna færUstu skurðlækna Landspítalans öll þessi ár og nákvæmrar og alúð- legrar hjúkrunar. Auk þess er mér kunnugt um að leitað var hjálpar innan lands og utan til að létta þessa sjúkdómsbyrði. Mun óhætt að segja að samstillt starf allra þessara aðila hafi oftar en einu sinni gert það sem var kraftaverki líkast. Öllu þessu fólki ber að þakka, og ég vona að það særi engan, þótt aðeins einn maður sé nefndur, Páll Gíslason læknir. Mér skilst að alúð hans og umhyggja hafi verið einstök. Nú er þessu stríði lokið. Sólveig fékk hægt andlát og friðsæla hvíld um rismál hins 10. janúar, og á þann hátt sem hún hefði kosið: í örmum eiginmanns síns. Það er ávallt sárt að þurfa að kveðja ástvini í blóma lífsins, en hér mun það eiga við, að Drottinn leggur líkn með þraut. Við skulum því þakka samverustundirnar með Sólveigu og það sem hún var ástvinum sínum og vinum. Sömu- leiðis myndi hún vilja þakka öllum, sem reyndust henni vel í lífi hennar. Um leið og ég flyt öllum aðstendendum Sólveigar innilegar samúðarkveðjur, kveð ég hana með eftirfarandi erindum úr sálmi K. Gerok í þýðingu Matthíasar Jochumssonar: Guð leiði þig. Hans lífsins vald á lög og jörð og himintjald, hans auga sér, hans armur nær um allan geiminn nær og fjær. Guð leiði þig. Guð leiði þig, hans eilíf ást, sem aldrei góðum manni brást. Gakk, gakk, mitt barn, og forlög fyll, og finnumst þegar Drottinn vill. Guð leiði þig. K. St. SVAR MITT rj EFTIR BILLY GRAHAM Þegar eg hlusta á yður, finnst mér, að þér séuð nú nokkuð langt á eftir tímanum. Er þetta fagnaðarerindi yðar ekki orðið svolítið gamaldags? Kemur það í raun og veru nálægt vandamálum okkar tíma? Þegar mannkynið hefur afmáð hið illa í heiminum. — Þegar menn hafa sigrazt í eigin krafti á vonleysi og freistingum lífsins. — Þegar menn hafa eytt hatri, ranglæti og hleypidómum. — Þegar menn fara að nota hæfileika sína og orkulindir til að byggja upp í stað þess að brjóta niður. — Þegar friður og kærleikur ríkja um gjörvalla jörð og búið er að bræða vopnin og smíða úr þeim tæki í þjónustu friðarins. — Þegar menn hættta að svíkja, skrökva og stela. — Þegar hjónaskilnaðir þekkjast ekki. — Þegar börn virða foreldra sína og foreldrar elska börn sín. — Þegar drykkjusýki er úr sögunni, LSD úr tízku og eiturlyfjanotkun hefur verið útrýmt. — Þegar fangelsin eru tæmd og þeim hefur verið breytt í góðgerðarstofnanir. — Þegar hræsni, umburðarleysi og misskilningur er ekki til. — Þegar maðurinn hefur náð þeirri fullkomnun, sem hann hafði fyrir syndafallið í Eden.— Þá verður ekki lengur þörf á fagnaðarerindinu. Radío- og sjónvarpsverkstæöi Ólafs Gústafssonar Laugavegi 80 veröur lokaö mánudaginn 22. jan. vegna útfarar Sólveigar Ellertsdóttur. Radíóstofa Vilbergs og Þorsteins Laugavegi 80, verður lokuö mánudaginn 22. janúar vegna útfarar Sólveigar Ellertsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.