Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 + Eiginmaöur minn JÓN SIGURÐSSON, fyrrverandi akólastjóri Laufósvagi 35 veróur jarðsunginn frá Oómkirkjunni þriöjudaginn 23. janúar kl. 2. Katrfn Vióar. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og tengdasonar, GUDMUNDAR SIGFÚSSONAR, Víkurbraut 11, Vík í Mýrdal. Ester Guðlaugsdóttir, Guólaugur Guömundsson, Guóbjörg Guómundsdóttir, Sigfús Guðmundsson, Ester Elín Bjarnadóttir, Guölaugur Jónsson. Bjarni Jón Matthíasson, Bárður Guómundsson, + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og jarðarför, INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Njálsgötu 52. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 40, Landspftalanum fyrir góða umönnun. Guójón Eiríksson, Rannveig Þorsteinsdóttir, Snvar Guöjónsson, Ásrún Ellertsdóttir, Úlfar Guójónsson, Ingibjörg Torfadóttir Guójón Þór Guójónsson, og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóöur og ömmu KRISTRÚNAR MÖRTU KRISTJÁNSDÓTTUR, Linnetstíg 9A, Hafnarfirói, sem lést 24. desember sl. Jóhann Björnsson, Björn Jóhannsson, Guórún Egilson, Ólalur Jóhannsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjöfn Jóhannsdóttir, Arnbjörn Leifsson og barnabörn. + Eiginkona mín, dóttir, móöir okkar, tengdamóöir og amma, HÓLMFRÍDUR FJÓLA FRIÐÞÓRSDÓTTIR, Hjaltabakka 30, sem lést í Landspítalanum mánudaginn 15. þ.m., veröur jarösungin frá Bústaöakirkju mánudaginn 22. þ.m. kl. 1.30. Siguröur T. Magnússon, Sigríóur Þorláksdóttir, Gunnar M. Sigurósson, Sigrfóur Ósk Siguróardóttir, og barnabörn. Aóalbjörg Sigpórsdóttir, Guóm. Smári Tómasson + Innilegt þakklæti til allra, sem auösýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og jarðarför sonar okkar og bróöur, SÆMUNDAR ÞORBERGS PÁLSSONAR, Marfubakka 10. Bjarney Sighvatsdóttir, Páll R. Sasmundsson, Sighvatur K. Pálason, Sveinn R. Pálsson, Helgi K. Pálsson, Guólaug K. Pálsdóttir. + Utför SÓLVEIGAR ELLERTSDÓTTUR, Fífuhvammsvegí 3, Kópavogi, sem andaðist 10. janúar, veröur gerö frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. janúar kl. 13.30. 00 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaö. Vilberg Sígurjónsson, Málfríóur Vilbergsdóttir, Þráinn Hjálmarsson, Anna Vllbergsdóttir, Jón Pálmason, Sigrún Vilbergsdóttir, Jón S. Knútsson, Ásrún Vilbergsdóttir, Sigurjón Vilbergsson, Anna Ársælsdóttir, Ellert Ág. Magnússon. Minning: Hólmfríður Fjóla Friðþórsdóttir Fædd 26. maí 1926 Dáin 15. jan. 1979 Innsigli engir fengu upp á Iffsstundar bið. Enn þann kost undir gengu allir að skiija við. (Hallgr. Pét.) A morgun, mánudaginn 22 janúar kl. 13.30, fer fram frá Bústaðakirkju útför Hólmfríðar Fjólu Friðþórsdóttur er andaðist í Landspítalanum 15. þessa mánað- ar eftir erfiða sjúkdómslegu. Hólmfríður var fædd í Ólafsfirði 26. maí 1926. Foreldrar hennar voru Sigríður Þorvaldsdóttir frá Ártúni, Ólafsfirði, og Friðþór Jakobsson vélstjóri frá Akureyri. Hólmfríður ólst upp hjá móður sinni á Ólafsfirði. Þann 4. júlí 1948 giftist Hólmfríður eftirlifandi manni sínum Sígurði T. Magnús- syni verslunarstjóra í Geysi og eignuðust þau þrjú börn: Gunnar Magnús, kvæntur Aðalbjörgu Sig- þórsdóttur og eiga þau tvo syni, Sigríði Ósk, gift Guðmundi Smára Tómassyni og eiga þau einn son. Yngsta barn sitt misstu þau hjónin skömmu eftir fæðingu. Hólmfríður hafði gengist undir uppskurð fyrir tæpu ári og vonuð- umst við vinir hennar þá að hún myndi ná sér að fullu en því miður varð raunin önnur. I byrjun nóvember tók sjúkdómurinn sig upp og varð þá ljóst að hverju stefndi. Með Hólmfríði fór góð kona langt um aldur fram. En hvað sem okkur finnst um órétt- læti tilverunnar, vitum við að það er aðeins einn sem ræður kallinu mikla og því verða allir að lúta fyrr eða síðar. Stórt skarð hefur myndast í vinahópinn sem haldist hefur um langt árabil og höfum við átt margar ógleymanlegar samveru- stundir. Víst er að Hólmfríður var sterkur hlekkur í þessum vinahópi sem aldrei brast. Við vitum að þær góðu minningar sem við eigum um Hólmfríði munu haldast í vitund okkar allra. Hún var sérstaklega hógvær kona og allt sem hún tók sér fyrir hendur var gert af mikilli sam- viskusemi. Hún var sérlega lagin við saumaskap enda stundaði hún þann starfa um nokkurra ára bil. Einnig eru til eftir hana nokkur málverk þótt fáir hafi ef til vill vitað um það, sýna þau glöggt listhneigð hennar. Þótt Hólmfríður vissi að hverju stefndi bar hún veikindi sín með æðruleysi og lét aldrei á neinu bera. Að leiðarlokum viljum við þakka Hólmfríði samfylgdina og biðjum henni blessunar Guðs. Sigurði vini okkar, börnum og tengdabörnum, móður og öllum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Vinirnir úr Hlunnavogi. Þorgils Sigtryggur Pétursson -Muuiing Þorgils Sigtryggur Pétursson andaðist á Hrafnistu 9. janúar s.l. og fór jarðarför hans fram þann 16. janúar í kyrrþey að hans eigin ósk. Tryggvi, en undir því nafni könnuðust flestir við hann, var fæddur í Hafnarfirði 18. maí 1892, foreldrar hans voru Guðrún Halldórsdóttir og Pétur Bjarnason beykir. Hann fluttist 5 ára gamall ásamt foreldrum sínum vestur á firði til Þingeyrar, sem á þessum tíma var mikill athafnástaður, og átti heima þar og á Flateyri fram yfir tvítugsaldur. Hugur hans beindist fljótt til smíða enda kom þá fram hvaða hagleiksmaður í honum bjó. Á Flateyri stundaði hann beykisiðn ásamt föður sínum. + FRIÐRIKA SIGURVEIG EYJÓLFSDÓTTIR lést 12. janúar. Jarðarförin fer fram í Selfosskirkju 22. janúar kl. 2. Valdór Elíasson og börn. + Maöurinn minn, faöir, tengdafaöir og afi, SÉRA ÞORGEIR JÓNSSON, lyrrv. prófastur, Stigahlfó 4, verður jarösettur frá Dómkirkjunni miövikudaginn 24. janúar kl. 1.30 e.h. Jónína Guómundsdóttir, börn, barnabörn og tangdabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför, MAGNÚSAR STURLAUGSSONAR, fyrrum bónda aó Hvammi í Dölum, sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og hjúkrunarfólki öllu á Hjúkrunardeild Hátúni 10 b, fyrir frábæra úmönnun í erfiöum veikindum hans. Aóstandendur. _L L Hjartanlegar þakkir færum vlö öllum þeim fjölmörgu, sem vottuöu okkur samúð sína og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar + og tengdasonar, Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát eiginmanns míns, föður okkar, HARALDAR ÓLAFSSONAR. sonur og tengdasonar, Verið Guöi falin. THEODÓRS KRISTJÁNSSONAR, Bára Magnúsdóttir, Nökkvavogi 37. örn, Ólafur og Magnús Haraldssynir, Sérstakar þakkir flytjum viö starfsfólki á deild A7, Borgarspítala. Ólafur F. Ólafsson, Sólveig Stefánsdóttir, Magnús Ingimarsson, Elín Ólafsdóttir. Sigrún Gunnarsdóttir og vandamenn. Síðan flytur Tryggvi til Reykja- víkur og lærði bókbandsiðn. Einn- ig lærði hann bifreiðasmíði og stofnaði hann ásamt fleirum eitt af fyrstu fyrirtækjum í þeirri iðn, fyrirtækið Tryggva Pétursson & Co. Tryggvi giftist fyrri konu sinni, Ingigerði Eyjólfsdóttur, árið 1918, og eignuðust þau sex börn, þrjár dætur og þrjá syni, sem öll eru uppkomin og hafa eignast marga afkomendur. Tryggvi missti konu sína árið 1943 og bjó eftir það með börnum sínum til ársins 1948 að hann giftist seinni konu sinni, Þuríði Magnúsdóttur, ekkju frá ísafirði, sem lifir mann sinn. Þau stofnuðu heimili hér í Reykjavík en fluttu fljótlega að Selfossi þar sem Tryggvi gerðist verkstjóri fyrir bifreiðasmiðju Kaupfélags Árnesinga og starfaði við það meðan kraftar leyfðu. Þau Þuríður og Tryggvi höfðu komið sér upp íbúðarhúsi að Engjaveg 5 sem þau bjuggu í meðan þau dvöldu á Selfossi. Þegar vinnuþrek dvínaði kom sér vel fyrir Tryggva kunnátta hans í bókbandi, og vann hann við það er heilsufar hans leyfði og veitti það honum starfsánægju. Leituðu til hans margir sem voru kröfuharðir um vandaða vinnu óg ájtti harin marga fasta viðskiptayini sem jeituðu til hans aftur og aftúr. Þegar starfsþrek var búið fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu á Hrafnistu. Nú síðustu árin voru orðin Tryggva erfið sökum heilsuleysis og naut hann umhyggju konu sinnar til hinstu stundar. Með þessum fáu, orðum langaði mig til að þakka Tryggva góða og trygga vináttu og allt það góða sem hann var móður minni og fjölskyldu minni. Hvíli hann í friði og Guð varðveiti hann. Magnús E. Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.