Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 27
Eiríkur Stefánsson: Vilji er allt sem þarf Nokkru fyrir síðustu jól skrifaði María Skagan grein þá, er hún nefndi S.O.S. og birtist í flestum dagblöðum borgarinnar. Grein þessi vakti mikla athygli, hún var, eins og nafn hennar bendir til, hróp um hjálp — eins konar ákall til mannúðarinnar. María hefur dvalið á vistheimili Sjálfsbjargar að Hátúni 12 nokkuð á annað ár. Þar er aðbúnaður vistfólks að flestu leyti góður, má líklega segja mjög góður, en eitt skortir: sundlaug við hæfi fatlaðs fólks. Hennar er mikil þörf, en orsök þess, að hana vantar enn er fjárskortur — fjárskortur opin- berra aðila, sem nú eiga í stríði við meinvætti þá, er Verðbólga nefn- ist. En sú meinvættur er þó ekki magnaðri en svo, að margir einstaklingar láta hana ekki koma sér á kné. Og því gerðist það, að fljótt eftir að María sendi út neyðarkallið fóru peningar að streyma í sundlaugarsjóð. Hafa nú safnazt rúmlega fjórar milljónir kr. En betur má efa duga skal. Áætlað er að laugin kosti fullgerð röskar 80 milljónir, en sú áætlun mun ekki standa lengi, ef verð- bólgan heldur stöðugt áfram að grassera. Er því skynsamlegt að reyna að gera nú snöggt átak og hrinda þessu nauðsynjamáli fram. Og það er auðvelt, ef viljann ekki skortir. Reykvíkingar eru rúmlega 80 þúsund. Ef deila ætti kostnaðinum við sundlaugarbygginguna niður á þá, yrðu það 1000 kr. á hvern einstakling, jafn yngri sem eldri. En þessi laug er ekki ætluð Reykvíkingum einum. Ef öll þjóðin vildi láta þetta gerast — sýndi alvöru — yrði það léttur baggi. Mér reiknast svo: Ef 150 þúsund manns legði fram verð eins sígarettupakka hver einstaklingur, væri þegar hægt að byrja á byggingunni og ljúka henni án óeðlilegra tafa. Já, vel á minnzt, talað er um að 23. janúar n.k. verði reyklaus dagur á öllu Islandi. Ef allir reykingamenn á landinu gæfu andvirði þess tóbaks, sem þeir reykja venjulega á einum degi, mundi það að líkindum nálgast það að nægja til þess að byggja umrædda sundlaug. En það er auðvitað engin sanngirni í því, að ætla reykingamönnum fremur að leggja fé til þessa nauðsynja verks en hinum, sem ekki reykja. Þeir ættu að segja sem svo við sjálfa sig: „Ef ég reykti úr einum sígarettupakka á dag, kostaði það mig kr. 565,00. Nú geri ég það ekki, og því ætla ég að senda þessa peninga til Sjálfsbjargar, sem þarf að eignast sundlaug." Undirritaður er einn þeirra, sem tóbaksfýsnin hefur ekki náð tökum á. En hann hefur nú ákveðið að gerast „stórreykingamaður" í hug- anum 23. jan. n.k. og reykja úr tveim pökkum. Það kostar hann kr. 1130.00 og þessa aura ætlar hann að senda til sundlaugarsjóðs- ins að Hátúni 12, (enda þótt hann hafi áður sent þangað stærri upphæð). Og nú vill hann í fullri hógværð mælast til þess, að sem flestir fylgi dæmi hans í þessu efni. Það verður enginn fátækari fyrir það, en nauðsynjamáli yrði hrundið fram, margir hafa gott af og gleðjast. skéle MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 27 Stjómunarfélag íslands Áttu í vanda með bókhaldið? VILTU LÆRA UNDIRSTÖÐUATRIÐI BÓKFÆRSLU? Oagana 29. janúar — 1. febrúar n.k. gangst Stjórnunarfélag íslands fyrir námskeiói í Bókfærslu I aó Skipholti 70. Némskeióið stendur yfir kl. 13:30—19:00 dag hvern eöa alls í 22 klst. Námskeiöiö er sniöiö fyrir einstakl- inga sem: — hafa litla eða enga bókhalds- menntun — vilja geta annast bókhald smærri fyrirtækja — hyggja á eöa hafa með höndum eigin atvinnurekstur og vilja geta annast bókhaldiö sjálfir. Námskeiðiö er einnig mjög hagnýtt fyrir einstaklinga sem vilja aðstoða maka sína við rekstur, svo og fyrir konur sem eru að halda út á vinnumarkaðinn eftir að hafa sinnt heimilisstörfum í lengri eða skemmri tíma. Leiðbeinandi er Kristjón Aðal- steinsson viöskiptafræðingur. Nánari upplýsingar og skrðning pátttakenda á skrifstofu félagsins, Skipholti 37, sími 82930. Lítið barn hef ur lítið sjónsvið óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Baldursgata □ Flókagata 1—47 □ Laugavegur 1—33 □ Skipholt 1—50 VESTURBÆR: □ Skerjafj. sunnan flugvallar □ Hávallagata □ Garöastræti □ Túngata UPPL.I SIMA 35408 stutt og þvf miður verður það ekt vegna þess að það eru aðeins til 25 SKODA 120 L AMIGO á þess lága verði. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. Auðbrekku 44-46, Kópavogí, simi 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.