Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANUAR 1979 23 9fÉ» ímynda mér að einar 25 smyglflug- vélar komi yfir landamærin daglega. Það eru fleiri en 9.000 ferðir á ári... £í (Sjá Verzlun og viðskipti) Spilling Dante gnæfir yfir vesöldinni Sú fornfræga borg Ravenna sem forðum daga var höfuðstaður býsanska keisaradæmisins er nú orðin eitthvert helzta eiturlyfja- bæli á Ítalíu. Á undanförnu hálfu öðru ári hafa fimm ungmenni sprautað sig til dauða þar. Hefur .slíkum dauðfsfjöllum fjölgað gífur- lega á allra síðustu árum og ekki aðeins í Ravenna heldur um landið allt. Þar til fyrir fimm árum lézt að jafnaöi einn Itali á ári með þessum hætti; nú deyr að jafnaði einn í hverri viku. Það er líka til marks um það hve eiturlyfin eru orðin útbreidd og dreifikerfið öflugt, að allt þetta fólk sat í fangelsi þegar það lét lífið ... Það er orðin algeng sjón í Ravenna að sjá unglinga sprauta sig einhverj- um óþverra á götum úti. Þeir safnast saman á torgi kenndu við heilagan Fransiskus og sitja þar undir styttu Dantes. Þetta eru börn mikinn part, 14—15 ára gömul og ófá þeirra farin að neyta sterkustu fíknilyfja. Afbrotum hefur fjölgað geysilega meðal unglinga á Ítalíu undanfarin ár og æ yngri börn handtekin fyrir DANTEi Börnin munda úlyfjansprauturnar undir styttu hans. alvarleg afbrot. Kennir ítalska lög- reglan þetta aðallega útbreiðslu eiturlyfja. Lyfin eru rándýr en unglingarnir auralitlir flestir hverj- ir. Þegar þeir eru búnir að venja sig á lyfin fara þeir brátt aö afla sér fjár með ránum og gripdeildum — hrifsa töskur og veski af fólki, hnupla úr búðum, stela bílum o.s.frv. Einnig hefur það færzt mjög í vöxt að unglingar reyna að svíkja vímulyf út úr apótekum með fölsuðum lyf- seðlum. En þegar þeir eru orðnir háðir sterkustu lyfjum á borð við heróín svífast þeir einskis lengur, fara að ræna með vopnavaldi og horfa þá oft ekki í mannslíf. Siíkt er ofurvald eitursins. - NORRIS WILLATT VERSLUN & VIÐSKIPTI Marijúanasalarnir velta nú milljónatugum Exxon, sem áður hét Esso, og General Motors munu vera stærstu iðníyrirtæki í Banda- rikjunum og kemur það varla nokkrum á óvart. Ilitt eru meiri fréttir að marijúanasmygl og -sala er orðin svo mikil atvinnuvegur vestra að þau umsvif eru meiri en hjá þessum risafyrirtækjum. Það má segja að marijúana fla>ði orðið inn í landið, op straumurinn nokkuð stöðugur. Aður fyrr var það mestan part flutt með smáflug- vélum og hraðbátum, fyrir utan það sem ferðamenn voru að smygla inni á sér í smáskömmtum. Nú koma hins vegar hlaðin flutningaskip og þeim lagt við akkeri undan strönd- inni meðan farmurinn er selfluttur í land á prömmum. ellcgar í fjögurra hreyfla DC-7 vélum, sem bera ein 12 tonn eða meira. Bandarískur embættismaður full- yrti við fréttamann fyrir stuttu. að verðmæti marijúana sem smyglað væri inn í landið árlega næmi 50 milljörðum doilara að minnsta kosti. „Ég ímynda mér að einar tuttugu og fimm smyglflugvélar komi yfir landamærin daglega (þ.e. landamæri Mexíkó og Bandaríkj- anna. Þau eru upp undir 3000 km löng). Það eru fleiri en 9000 ferðir á ári. Og lögreglan tók 100 vélar í fyrra ... “ Sé þetta rétt um verðma'tið er maríjúanasmyglið umfangsmeiri atvinnuvegur en tvö stærstu lögleg fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og fyrr var sagt. (General Motors og Exxon selja hvort um sig fyrir u.þ.b. 54 milljarða á ári.) Talið er að uppundir þrjár milljónir smásala hafi atvinnu af marijúanasölu og mörg þúsund „heildsalar". Yfir þessu sitja svo nokkrir stórkallar og hirða mestan part gróðans. Fastir viðskiptavinir eru einar 16 milljónir talsins en líklega 40 milljónir reykja marijúana endrum og eins. Margt hefur verið reynt til varnar við marijúanasmyglinu, en það hefur borið lítinn árangur fram að þessu og tilkostnaðurinn orðinn ærinn. Árangurinn hefur aftur á móti orðið minni og auk þess eru viðhorfin til marijúana mjög að breytast í Bandaríkjunum þessi árin. Það varðaði lengi við lög og lágu sumstaðar við því þungar refsingar að hafa marijúana undir höndum og rcykja það, hvað þá sclja. en nú er þegar búið að nema ákva>ði um þetta úr lögum í einum 10 fylkjum Bandaríkjanna og virö- ist af könnunum, sem fram hafa farið, að það skipti litlu um fjölda neytenda hvort refsingar eru þung- ar, vægar ellegar alls engar. Það kann því að fara svo á endanum að maríjúana verði lögleyft í Banda- ríkjunum rétt eins og áfengi. - WILLIAM SCOBIE. J3!enn einn nýr MAZDA, rúmgóður, sparneytinn og umfram allt - ódvr Fyrir þá sem þurfa station bíl þá höfum viö lausnina... MAZDA 323 5-dyra station. Þessi bíll leysir af hólmi 818 station bílinn, sem hefur notiö mikilla vinsælda. 323 station er aö öllu leyti rúmbetri bíll og aflmeiri. Plássiö er meira aö segja nóg til aö hægt er aö sofa í honum. Athugiö aö MAZDA 323 eyddi aöeins 5.47 lítrum pr. 100 km. í sparaksturskeppni BÍKR 1977... BÍLABORG HF SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 812 99 "■CITROÉNA™ G.S. Pallas ÁRGERÐ 1979 — FYRIRLIGGJANDI CITROÉN* ÁVALLT í FARARBRODDI Vegna hagstæöra samninga viö verksmiðjur getum viö boöiö Pallas bílinn í ár á sama veröi og G.S. 1220 Club. Notið tækifæriö, og eignist Citroen G.S. Pallas draumabíl, fjölskyldunnar. ★ Aukin sala Citroen sannar auknar vinsældir. VELKOMIN í TÆKNIVERÖLD CITROEN. Hafið samband við sölumenn. G/obus? LÁGMÚLI 5. SIMI81555 y*$i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.