Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 3 Fasteignamat ríkisins: Rúmlega 90 þúsund f asteignamats- seðlar sendir til 65 þúsund aðila FASTEIGNAMAT ríkisins hefur nú sent út tilkynninjíar um fasteÍKnamat oj; var seðillinn látinn fyljfja skattframtalseyðu- blaði. Meðaltalshækkun á fasteitfnamötum milli ára er 12%. en að auki hafa verið Kerðar ýmsar lajifærinKar. þar sem möt voru of lán ok er meðaltalshækkunin. þenar öll slík miit eru tekin með 19.G%. í iandinu eru nú 255 þúsund fasteinnir. sem er rúmlejfa ein fasteijín á hvern íbúa landsins. Ut voru sendir rúmlega 90 þúsund fasteisnamatsseðlar til 60—05 þúsund aðila. Starfsmenn fasteisnamatsins eru nú 32. þar með taldir starfsmenn fjiixurra skrifstofa úti á landi. í Bornarnesi. Akurevri. Enilsstöðum og á Frá blaðamannafundi Fasteignamats ríkisins. Við borðsendann er Guttormur Sigurbjörnss(jn forstjóri. en handan borðsins er Stefán Ingólfsson. deildarverkfra'ðingur. A mvndinni er einnig Unnar Stefánsson ritstjóri Sveitarstjórnarmála. Selfossi. Guttormur Sigurbjörnsson, forstjóri Fasteignamats ríkis- ins, og Stefán Ingólfsson, deild- arverkjræðingur í tæknideild Fasteignamatsins, boðuðu blaðamenn á sinn fund síðastlið- inn fimmtudag til þess að kynna starfsemi Fasteignamatsins. í máli þeírra kom frarn, að fyrir tveimur árurn hafði orðið grundvallarbreyting á skrán- ingu fasteigna. Með lögurn frá 1976 varð sú breyting að hús voru ekki lengur eining í mati, heldur skyldi meta sem einingu hverja einstaka íbúð. Þetta hafði í för nieð sér að skipta þurfti stigahúsum niður í ein- stakar íbúðir. Var þetta fyrst gert samkvæmt prósentuhluta, en nú er matið komið á það stig, að farið er að meta hverja einstaka íbúð sérstaklega með sérkennum hennar og því geta jafnstórar og eins skipulagðar íbúðir verið metnar á ntismun- andi upphæðir. Hjá fasteigna- matinu starfa nú í Reykjavík þrír skoðunarmenn, sent gefa lýsingu á íbúðum og fer matið síðan fram í tölvu samkvæmt lýsingu þeirra. Á hverju ári er skoðað 10% af fasteignum landsins, þannig að skoðunar- maður ntun 10. hvert ár konta í hverja fasteign og lýsa henni fyrir mat. Sú gerbylting, sent varð á starfsemi Fasteignamatsins og áður er minnst á, hefur valdið nokkrunt byrjunarerfiðleikum og því er ekki að leyna, að eigendaskráning matsins er ekki kontin í það horf, sem æskilegt er talið. Því hafa verið nokkur vanhöld á að tekizt hafi að konta seðlunt í réttar hendur. Þeir félagar vildu því benda fólki á að fái það matsseðla unt eignir, sent það á ekki, að það skrifaði athugasemdir á seðilinn og endursendi hann til Fasteigna- matsins. Þeir, sent ekki fá tilkynningar unt möt, er jafn- franit bent á að kpnta upplýs- ingunt til stofnunarinnar. Þá vildu þéir félagar og ítreka að eigendur fasteigna niættu ekki rugla santan tilkynningaseðlum Fasteignamatsins og álagninga- seðlunt sveitarfélaganna. Sant- kvænit lögunt ber Fasteigna- niati ríkisins að nieta fasteignir til fjár, en niatið nota síðan sveitarfélög landsins til þess að leggja á fasteignagjöld, sent eru öviðkomandi Fasteignamati ríkisins. Til þess að gefa nokkra hugmynd unt fasteignamat ein- stakra tegunda fasteigna ntá nefna eftirfarandi dæmi úr Reykjavík. Matsölur eru húsa- og lóðamat: Einlyft 200 nr einbýlishús í góðu ástandi í F.ossvogi er metið á 31.7 ntilljónir króna. Fintnt herbergja 110 nr íbúð í 15 ára blokk við Háaleiti er metin á 1.4,1 ntilljón króna. Þriggja herbergja 55 m- íbúð í nýlegri blokk í Breiðholti er metin á 11,7 milljónir króna. Tveggja herbergja 55 m- ósamþykkt kjallaraíbúð í sænsku timburhúsi frá stríðs- lokum í Vogunum'í sæmilegu ástandi er metin á 7,4 milljónir Gamalt bárujárnsklætt 87 nr timburhús á hlöðnunt kjallara við Grettisgötu í þokkalegu ástandi er metið á 8,4 ntilljónir króna. Mat húsa í nágrenni Reykja- víkur er rnjög hliðstætt mati húsa í Reykjavík. Lóðamat er þó talsvert hærra í Reykjavík. Sem dæmi um mat fasteigna í byggingu má nefna 200 nr einbýlishús einlyft í Fossvogi, sem er fokhelt, er metið á 19 milljónir og sama hús tilbúið undir tréverk 26 milljónir króna. Þriggja herbergja 85 nr’ íbúð í blokk í Breiðholti er metin á 4,5 milljónir króna fokheld og 9,2 ntilljónir króna tilbúin undir tréverk. í lögum unt fasteignamat segir: „ Skráð matsverð fast- eignar skal vera gangverð urn- reiknað til staðgreiðslu, sem ætlað ntá að eignin hefði í kaupum óg sölunt í nóvember- mánuði næst á undan matsgerð, miðað við heimila og ntögulega nýtingu fasteignarinnar á hverjum tíma.“ Til þess að fullnægja þessari lagaskyldu yfirfer Fasteignamatið alla kaupsamninga og reiknar út frá þeim staðgreiðsluverð, sem það síðar byggir mat sitt á. Því er nú nýtt fasteignamat gefið út á hverju ári í stað þess að áður var mat frá 1970 frantreiknað samkvæmt verðlagsþróun. Síð- ast, þegar matið frá 1970 gilti varð að sexfalda það til þess að fá út líklega tölu, sent fólk síðan l'ærði á skattskýrslur sínar. A blaðamannafundinum kom frant að hús eru eins metin alls staðar á landinu. Hins vegar kemur fram mismunur í mati, þegar til lóðar kemur. Dýrastar eru lóðirnar í kvosinni í Reykja- vík og eru þær jafnan metnar samkvæmt hagkvæmustu hugs- anlegri nýtingu þeirra, en ekki samkvæmt nýtingu í reynd. Því getur svo farið að gamalt íbúðarhús standi á svo dýrri lóð að það er í engu samræmi við mat hússins. Lóðamat í Reykja- vik er frá 1970, en frá því þá hafa einkenni Reykjavíkur mjög breytzt og það sem talið er lóðum til gildis færzt til í borginni. Guttormur Sigur- björnsson kvað mjög aðkallandi að breyta þessu. en hann kvað vandkvæði á að meta lóðir í Reykjavík, þar sem þær væru allar yfirleitt leigulóðir. Því væri enginn lóðamarkaður til þess að miða við. Hins vegar eru lóðir á Seltjarnarnesi flestar í einkaeign og er því mun betra að konia á þær góðu rnati. Lóðamatið frá 1970 hefur verið framreiknað ár frá ári miðað við verðlagsþróun. Á árinu 1978 nninu íslending- ar hafa fjárfest fyrir um 50 milljarða króna, en heildarverð- mæti fasteigna var 1.266,5 millj- arðar króna. króná. Um þossar mundir er mesti annatími á aðalskrifstofu Fasteignamats ríkisins. að Suðurlandsbraut 14. þar sem Landstirkjun var áður til húsa. Allar símalínur eru þar rauðglóandi frá morgni til kvölds. A mvndinni er starfsfólkið. sem vinnur við símavörzluna. en á borðinu vinstra megin er tölva. þar sem unnt er að kalla upp á skerm upplýsingar um fasteignamat. sem spurt er um. — Ljósm. RAX. Ifið leggjum heimlnn að fótum þér Farseölar um allan heim á laegsta fáanlegu veröi. — Sérfraeöingar f sérfargjöldum — Hópferöir: í sól og sumar á Kanaríeyjum og Miami. í sól og snjó til Austurríkis. Til London vikulega á laugardögum Til Kaupmannahafnar 16. febr., 9. marz, 30 marz. Odýrar helgarferðir til London 30. marz og 27. apríl. Síöasta ferö seldist upp. — Pantiö tímanlega. Leitiö upplýsinga og viö finnum beztu lausnina. Austurstræti 17. Símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.