Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1979 Umsjón: Séra J&n Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyv rbjörnsson Stgurðitr Pdlsson DROTTINSDEGI Jesús vekur trú 3. sunnud. eftir þrettánda Pistill: Róm. 12, 16—31. Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu. Guðspjall. Matt. 8.1—3 Jesús mætir neyð mannanna og mikilli trú. Og hann sagði: Far þú burt, verði þér eins og þú trúðir! Kross ofz hjarta táknar trú og kærleika. Krossinn er innsigli kristinnar trúar. Vegur kristinnar trúar er vegur krossins. Kærleikurinn einn veitir mátt til að ganga hann. Biblíu- lestur vikuna 21.—27. janúar. Sunnudagur 21. jan. Matt. 8>1 —13 Mánudagur 22. jan. Mark. 5,21 —34 Þriðjudagur 23. jan. Mark. 5, 35—43 Miðvikudagur 24. jan. Mark. 6> 1-16 Fimmtudagur 25. jan. Matt. 16> 1-20 Föstudagur 26. jan. Mark. 7» 1 —23 Laugardagur 27. jan. Mark. 7t 24-37 Hvað er það. sem gerir heimilið hamingjuríkara. ástina öfiuKri. þolinmæðina meiri. hendurnar miidari næturnar lenKri. dajíana styttri og framtíðina bjartari? Það er barnið þitt. Barnið þitt er það dýrmæt- asta sem þú átt. Þú vilt gefa því allt það bezta, að það skorti ekkert, líði alltaf vel til líkama og sálar. Þú vilt að það verði gæfumanneskja. Traustastan grundvöll að lífs- gæfu þess getur þú lagt með því að gefa því tækifæri til að trúa á Guð. Þú getur ekki KENNT því að trúa En þú getur veitt því það skjól, umhverfi, sem hjálpar því til trúar. Talaðu við barnið þitt um Guð. Þann Guð, sem skapar og gefur allt það, sem er fagurt, rétt og satt í henni veröld. Þann Guð, sem heldur heiminum í hendi sér og er allsstaðar nálægur. Þann Guð, sem birtir sjálfan sig í Jesú Kristi. Og kallar alla menn til fylgdar við sig, samstarfs með sér til að gera heiminn betri, byggilegri, hamingjuríkari. Og umfram allt: Talaðu við Guð um barnið þitt og með harninu þínu. Það geturðu gert löngu áður en það lærir að tala. Þótt það skilji ekki getur það skynjað návist hins lifanda Guðs. Þannig leggur þú beztan grunn aö lífsláni barnsins þíns. Áætlað er að um 957r allra íslenskra barna sé borinn til skírnar. Um skírnina hefur lítillega verið fjallað hér á síðunni undanfarna sunnudaga. Jafnframt skírninni eru foreldr- ar, skírnarvottar og söfnuðurinn áminntur um að taka barnið að sér og ala það upp í kristinni trú, eða svo líkingunni um gjöf skírnarinnar “sé haldið „kenna barninu að taka í notkun gjöf skírnarinnar". Líklegt er að það . vefjist fyrir ýmsum hvernig að slíku skuli staðið. Er hægt að ala börn upp til kristinnar trúar? Nei, enginn ákvarðar annars trú þegar allt kemur til alls. Hitt er víst, að það er hægt að ala börn upp í kristinni trú. Það er hægt að lifa með þeim trúarlífi og veita þeim þekkingu á inntaki kristinnar trúar. Bæn Til skamms tíma munu þeir foreldrar hafa verið fáir, sem ekki signdu yfir vöggu barns síns og fóru með bænavers hjá börnum sínum og síðar með þeim, jafnóðum og börnin lærðu að bera tunguna þannig til að hún myndaði orð. Þannig mun eitt hið fyrsta sem fjöldi íslenskra barna lærði: að beina orðum sínum til Jesú við upphaf og/eða enda dags með bæn um blessun og vernd. Hið trúarlega uppeldi var hafið. Þessi þáttur hins trúarlega uppeldis verður seint metinn og hefur enda enst mörgum til æviloka. Trúarlífið hefst þannig hjá mörgum með bæninni sem verður eðlilegur þáttur daglegs lífs. Nýlegt dæmi má nefna: Lítil stúlka er stödd í stórri byggingu fjarri' heimili sínu. Mamma hafði lofað að koma og sækja hana á ákveðnum tíma. Tíminn leið og ekki bólaði á mömmu. Telpu- kornið átti þessu ekki að venjast og hún varð óttaslegin? Hvað var til ráða? Enginn sími tiltækur. Ekkert fólk á ferli. í horni þar sem lítil hætta var á truflun var lagst á lítil hné greipar spenntar og orðum beint til hans, sem þær mamma töluðu við á kvöldin, Jesú. Litlar greipar höfðu varla verið losaðar þegar heyrðist í þekktri bílflautu utan dyra. Líf í trú, kanski. Þekking Kristin trú er söguleg trú. Jesús Kristur er söguleg persóna. Um hann eru ritaðar heimildir. Sérhverjum kristnum einstaklingi er nauðsynlegt að þekkja þær. Þekking á kristnum dómi felur m.a. í sér að vita hvað Jesús sagði og gerði. Að sjálfsögðu skilja börnin ekki hvaðeina sem þessar sögur geyma. Samt sem áður skírskota sögurnar til barnanna. Þau lifa sig inn í þær. Setja sig í spor viðstaddra. Setja sig í spor þeirra sem Jesús elskaði og bar umhyggju fyrir. Setja sig í hópinn sem Jesús tók í fang sér og blessaði. Taka til sín áminningar hans, eru fús að hlíta leiðsögn hans. Til að geta miðlað þekkingp þarfnast for- eldrar þekkingar. Svo er einnig um þekkingu á innihaldi krist- innar trúar. Kirkjan kemur foreldrunum til hjálpar bæði varðandi trúarlíf og þekkingar- miðlun. Guðsþjónustur, barna- guðsþjónustur, sunnudagaskól- ar, samkomur kristilegra félaga eru útrétt hönd kristinnar kirkju til foreldra sem taka hlutverk sitt alvarlea sem upp- alendur kristinna einstaklinga. Þekking vor er í molum, sagði postulinn. Barnið getur krafist svara við fleiri spurningum en við getum svarað. Enginn veit hvaðeina. Það er ærlegt að standa á gati og viðurkenna það. Við sumu er hægt að afla svara en við öðru eru engin algild svör til. Heiðarleiki er dyggð, ekki síst þegar um trúarleg efni er að ræða. Innræting „Eg ætla ekki að velja fyrir barnið mitt. Það getur valið sjálft þegar það vex upp og þroskast.“ Þannig hugsa margir og þannig telja ýmsir sig breyta. Ekkert barn vex upp í tóma- rúmi þar sem engin gildi ríkja. Foreldrar velja þau áhrif sem börn þeirra verða fyrir. Að láta ekki skíra barn sitt er einnig val fyrir þess hönd. Að hafa ekki áhrif á það í trúarlegum efnum er einnig afstaða, val. í því er meðal annars fólgin yfirlýsing um að kristin trú sé ekki fyrir börn. Jesús sagði hins vegar: Leyfið börnunum að koma til mín. Þeir sem telja sig ekki hafa áhrif á börn sín í trúarlegum efnum lifa oft í sjálfsblekkingu. Allir innræta börnum sínum fjölmargt sem þeir eru sann- færðir um að hafi gildi fyrir þau og varði heill þeirra. Kristnir foreldrar innræta börnum sínum „guðsótta og góða siði“, þ.e. leitast við að „kenna þeim að halda“ allt það sem Jesús bauð eins og skírnar- skipunin mælir fyrir um. Kristnir foreldrar gera það vegna þess að þeir eru sann- færðir um að það sé mikilvægt að „leyfa börnunum að koma til Jesú“. Þeir eru sannfærðir um að trúarhæfileikinn þurfi að þroskast við iðkun trúarinnar allt frá frumbernsku, rétt eins og málið, samhæfing hreyfinga o.s.frv. Þeir eru sannfærðir um að trúarlífið, einnig trúarlíf barnsins, sé, þrátt fyrir „þekkingu í molum", samfélag við upprisinn, lifandi Drottin Jesúm Krist. Enginn verður gerður að trúuðum manni með valdboði. Enginn verður trúaður nema honum sé boðuð trú. Það trúboð er hlutverk foreldra hins skírða barns, guðfeðgina og hins kristna safnaðar. Skólinn aðstoðar aðeins við öflun þekkingar. Jesús sagði: „Leyfið börnun- um að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðsríkið." m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.