Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 34. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 10. FEBRTJAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Hefnd guðs vof- ir yfir hernum — segir Bazargan byltingarráðherra Það fer lítið fyrir glæsibrag á Leicester-torgi í Lundúnum þessa dagana. Torgið er á kafi í úrgangi og sorpi, en við það standa mörg lcikhús og kvikmyndahús. Samkomulag i sjónmáli? Lundúnum — 9. febrúar — AP „ÞAÐ MIÐAR verulega í samkomulagsátt." sagði fulltrúi Callaghans forsætisráðherra í Downing-stræti 10 eftir fund ríkisstjórnarinnar og verkalýðs- leiðtoga í dag, en þrátt íyrir þessa bjartsýni er ekki útlit fyrir að verkfalli því, sem valdið hefur öngþveiti í Bretlandi að undan- förnu, ljúki á næstu dögum. Það verður ekki fyrr en á miðviku- daginn kemur, sem brezka alþýðusambandið fjallar um árangur af fundinum í dag, en því næst er ætlunin að verkalýðs- leiðtogar og ríkisstjórn beri sam- an bækur sínar að nýju, og þá fyrst ætti að gcta hyllt undir samkomulag. Alls er um ein milljón láglauna- fólks í verkfalli. Krafan er 60 sterlingspunda lágmarkslaun á viku, eða um 39 þúsund krónur íslenzkar. Verkfallið hefur fyrst og fremst áhrif á starfsemi sjúkra- húsa, skóla, sorphreinsun og sjúkraflutninga. Teheran — 9. febrúar — AP. HUNDRUÐ hermanna réðust scint í kvöld inn í æfingabúðir flughers- ins f Farabad á skriðdrekum og brynvögnum til að bæla niður upp- reisnaraðgerðir ungliða í flughern- um gegn stjórninni, að því er segir í áreiðanlegum heimildum. Vélbyssu- skothríð heyrðist meira en klukku- stund eftir að árásin var gerð, en af hálfu hersins og ríkisstjórnarinnar hefur þessi fregn ekki fengizt stað- fest „vegna skorts á upplýsingum". Mehdi Bazargan, sem Khoumeini trúarleiðtogi útnefndi forsætisráð- herra byltingarstjórnar í íran, brýndi í dag fyrir hernum að hafa hægt um sig. Kvað hann hefnd guðs vofa yfir hcrnum tæki hann ekki þann kostinn að snúast gegn stjórn Baktiars. Um hundrað þúsund manns hlýddu á ræðu Bazargans fyrir framan háskólamoskuna í Teheran, en á sama tíma fór fram fundur stuðningsmanna Baktiars, þar sem um tuttugu þúsund voru samankom- in. Bazargan, sem kveðst veita for- stöðu „bráðabirgðastjórn“ í Iran, gerði lítillega grein fyrir stefnu sinni. Hann krefst þess að Baktiar afsáli sér völdum þegar í stað og feli þau stjórnarandstöðunni svo hægt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarstjórnskipulag í land- inu. Kjósa þurfi nýtt þing, er fái það verkefni að semja drög að nýrri stjórnarskrá, en síðan verði efnt til lýðræðislegra kosninga til nýrrar löggjafarsamkomu og ríkisstjórnar múhammeðstrúarmanna, sem farið geti með völd í landinu til lang- frama. Stuðningsmenn Baktiars forsætisráðherra írans komu 1' gær saman á útifundi í Teheran og veifuðu þar mvndum af keisarafjölskyldunni, sem um þessar mundir dvelst í Marokkó. (AP- símamynd) Andreotti íhugar að bjóða kommúnistum aðild að nýrri stjóm Róm — 9. (ebrúar — AP ANDREOTTI forsætisráðherra Ítalíu íhugar nú að bjóða stjórn- málamönnum, sem „styðja kommúnista" aðild að nýrri ríkis- stjórn. Andreotti baðst iausnar Óhróður sem jafngild- ir stríðsyfirlýsingu — segir Kosygin Moskvu — 9. febrúar — AP. ALEXEI Kosygin, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hefur tjáð Bandan'kjastjórn, að óhróður Teng Hsiao Pings um Sovétríkin í Bandaríkjaheim- sókninni á dögunum jafngildi stríðsyfirlýsingu. Jafnframt gagnrýndi Kosygin Bandaríkja- stjórn harðlega fyrir að hafa látið Brésneff bidur Bhutto vægðar Rawalpindi — 9. fcbrúar — AP ALI BIIUTTO, fyrrum forseti Pakistans, ætlar ekki að fara fram á náðun, að því er verjandi hans skýrði frá í dag, „af þeirri ástæðu, að hann metur meira heiður sinn en líf sitt" Lögfræðingurinn kvaðst afar vondaufur um að takast mætti að bjarga Bhutto frá því að lenda í gálganum, en allt bendir til þess að aftakan sé ráðgerð um miðja na‘stu viku. Meðal þeirra, sem beðið hafa Bhutto vægðar, eru Jóhannes Páll páfi II og Leoníd Brésneff forseti Sovétríkjanna. Áður hafa sömu tilmæli borizt frá Carter Banda- ríkjaforseta, Callaghan forsætis- ráðherra Bretlands og Giscard d'Estaing Frakklandsforseta, en herforingjastjórnin, sem á sínum tíma velti Bhutto úr sessi, hefur til þessa látið þeim ósvarað. undir höfuð leggjast að svara þessum „óþolandi aðdróttunum" Tengs, en kínverska varaforsætis- ráðherranum varð tíðrætt um heimsvalda- og yfirgangsstefnu Sovétstjórnarinnar í Bandaríkja- heimsókninni sem kunnugt er. Á fundi sínum með erindreka Carters forseta í Moskvu í dag minntist Kosygin ekki á hvaða afleiðingar deyfð Bandaríkja- stjórnar vegna ummæla Tengs kynni að hafa á fund Carters og Brésneffs síðar á þessu ári, en á þeim fundi er stefnt að því að undirrita nýjan SALT-samning. Kosygin gaf fyllilega í skyn að Sovétstjórnin ætlaðist til þess að Bandaríkjastjórn léti hana ekki einungis njóta sömu fyrirgreiðslu og Kínverja, heldur að lögð yrði meiri áherzla á „samvinnu" við Sovétmenn. Fulltrúi Carters árétt- aði, að stefna stjórnar Carters væri sú að gera báðum þjóðunum jafn hátt undir höfði — láta hvorugri í té vopn, heldur veita þeim jafnan aðgang að tækni- legum upplýsingum og hjálpa þeim þannig til að efla almenna velmegun. Kosygin fyrir tíu dögum þegar kommún- istar og tveir smáflokkar hættu stuðningi við minnihlutastjórn kristilegra demókrata. Telja kunnugir að aðild kommúnista að nýrri stjórn sé eina leiðin til að binda enda á yfirstandandi stjórn- arkreppu. í dag lauk þriggja daga látlausum samningaviðræðum Andreottis við leiðtoga stjórnmálaflokka og mun hann gera Pertini forseta grein fyrir gangi þeirra á morgun. í næstu viku hefur Andreotti, sem þykir slyngur samningamaður, forgöngu um nýjar viðræður við þá stjórnmálaleiðtoga, sem líklegastir eru til að koma sér saman um stjórnarmyndun. Að sögn er ráð fyrir því gert að í nýrri stjórn Andreottis fengju kristilegir demó- kratar helming ráðuneyta, en hinn helmingurinn mundi síðan skiptast milli annarra flokka og óháðra þingmanna, sem buðu fram með kommúnistum í síðustu kosningum, en eru ekki flokks- bundnir. Þykir ólíklegt að kommún- istaflokkurinn muni sætta sig við slíka aðild að ríkisstjórn gegn því að þeir veiti henni stuðning, en í flokki sósíalista og innan ýmissa smá- flokka virðist slík málamiðlun eiga fylgi að fagna. Köttur í heimsreisu Lundúnum. 9. febrúar. AP KETTIR eru ekki vanir að telja eftir sér að skreppa í smáferða- lög, ef svo ber undir. Sjaidnast fara þeir þó langt frá heim- kynnum sínum, en ferðaþrá síamskattarins Bacons, sem heimilisfastur er á eynni Guam í Kyrrahafinu, bar hann yfir hálf- an hciminn. Ilann kom til Ileathrow-flugvallar viðkomu í Detroit. gær með Talsmaður Pan Am-flugfélags- ins í Lundúnum kvað ráðstafanir þegar hafa verið gerðar til að tryggja kisa flutning til baka með fyrstu ferð, með viðkomu í San Fransisco að þessu sinni, en hafði þó á þann fyrirvara að flugfélagið gæti ekki ábyrgzt að ævintýra- girni kattarins yrði ekki til þess að hann tæki þá ákvörðun að kynna sér heimsbyggðina betur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.