Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Einn umsvifamesti einka- aðili í verzlun í Keflavík í dag og er Árni Samúelsson forstjóri Víkurbæjar. Hann fluttist til Keflavíkur árið 1%4 og tók þremur árum síðar við rekstri Nýja Bíós, stofnaði síðan Víkurbæ 1973 og 1977 opnaði hann skemmtistaðinn Bergás, sem er í kjallara Nýja Bíós. Mbl. leit við á skrifstofunni hjá Árna í nýlegu stórhýsi við Hafnargötu mitt í önnum dags og við spurð- um hann fyrst hvert hefði verið upphafið að þessum mikla rekstri. — Samhliða því að reka Nýja Bíó, sem var í eigu tengdafólks míns, var ég einnig með heild- verzlun í Reykjavík og flutti inn plast frá Hong Kong. Þetta þýddi að ég varð að aka á milli sex daga vikunnar og gerði í nokkur ár. 2. marz 1973 opnaði ég svo verzlun- ina Víkurbæ að Hafnargötu 28, en það var hljómplötu-, ljós- myndavöru- og hljómflutnings- tækjaverzlun og síðar var þar einnig sett upp blómadeild. Ég hélt engu að síður áfram rekstrinum í Reykjavík en auð- vitað kom að því, að ég þreyttist á þeytinginum fram og aftur svo og að umsvifin uxu jafnt og þétt þannig að ég gat ekki sinnt öllu sem skyldi og seldi því heild- verzlunina. 1975 losnaði svo hús- næði að Hafnargötu 21, sem var í eigu tengdafólks míns og hafði verið í leigu, og þá fór ég að velta fyrir mér að setja upp vörumark- að með matvæli og nýlenduvörur, því að mér fundust alltof margir Suðurnesjamenn fara til Reykja- víkur til að gera innkaup um helgar. Við byrjuðum í 100 fermetra húsnæði, sem strax varð of lítið og þá var ákveðið að ráðast í byggingu húss á lóðinni. Átti það upphaflega að vera ein hæð, en varð á endanum 4 og var byggt á aðeins 8 mánuðum. Grunnflötur hússins er 200 fermetrar og er búið var að taka neðstu hæðina undir markaðinn var húsnæðið orðið 300 fermetrar auk lagers í kjallara. Fram til þess tíma höfðum við lagerinn í húsi handan götunnar og þurft- um að sækja allar vörur þangað. Á 2. hæð var síðan opnuð tízkufataverzlun og gjafavöru- deild í nóvember 1976 og skömmu síðar fluttum við blómadeildina þangað. Hins vegar varð raunin sú, að það er afar erfitt að verzla á 2. hæð, það virðist, sem fólkið þurfi að geta dottið inn í búðirnar af götunni, ef svo má að orði komast. Nú þróunin varð sú, að verzlunin jókst gífurlega og brátt Árni Samúelsson Rætt viÖ Arna Samúelsson i Víkurbœ var markaðurinn orðinn of lítill og ákveðið að ráðast í viðbygg- ingu bak við húsið upp á 200 fermetra og 17. nóv. var viðbótin opnuð og verzlunarrýmið því orðið 500 fermetrar og vona ég að það muni duga næstu ár. Sama dag opnuðum við einnig spari- markað í kjallaranum, þar sem fólk getur keypt stærri einingar beint af lagernum. í vöru- markaðinum erum við einnig búin að koma upp kjötvörudeild, ávaxtadeild og krydddeild og er greinilegt að fólk kann að meta þetta, en innréttingar allar eru ákaflega skemmtilegar og teikn- aðar af Jóni Kaldal í Arkó. — Nú var mikið af verzlunum fyrir í Keflavík, hverju þakkar þú þessi miklu umsvif? — Ég hef greinilega hitt á það sem vantaði hérna. Fólk vill geta, verzlað þar sem mikið úrval er á boðstólum. Þetta hefur sett mikla sprautu í verzlunarlífið hér og leitt til harðrar samkeppni með vörulækkun og aukna þjónustu og nú er svo komið að hér eru allar matvöruverzlanir opnar alla daga vikunnar til kl. 22.00 og ekkert selt gegnum lúgur. Ég hugsa líka að ég hafi byrjað á þessu á réttum tíma, hugsanlega hefði annar aðili, sem ráðist hefði út í svona, náð sama árangri. Við bjóðum upp á sambærilegt vöru- úrval og markaðirnir í Reykjavík og sama verð þótt við þurfum að keyra allar vörurnar hingað úr Reykjavík. — Er mest verzlað um helgar? — Já, það er verzlað jafnmikið á föstudögum og alla hina daga vikunnar. Fólk verzlar mest í mörkuðum um helgar, en síðan venjulegar daglegar þarfir hina dagana. Hins vegar erum við að reyna að fá fólk til að breyta verzlunarvenjum og hefur okkur þegar tekizt að auka verzlunina hina dagana töluvert, eftir að við byrjuðum um kjötdeildina. Þess ber líka að gæta að Keflavík er verzlunarmiðstöð fyrir öll Suður- nesin og á svæðinu eru nálægt 14000 manns. — Hvað er á döfinni hjá þér? — Nú það þarf að nýta þessar „Hef greinilega hitt á það sem vantaði hér” Þórarinn Eyjólfsson við vinnu. Alternator H/F Sjá íslenzkum bátum fyrir öllum rafölum og flutja að auki út Að öllum líkindum eru fá fyrirtæki hérlendis, sem hafa þá sérstöðu, sem Alternator H/F í Keflavík hefur, en það fyrirtæki er hið eina í Evrópu utan eins í Dan- mörku, sem framleiðir alternatora, rafala af þessari gerð, fyrir fiskibáta. Hefur hluti framleiðslunnar verið fluttur út, en aðeins 7 ár eru sfðan fyrsti rafallinn frá fyrir- tækinu var framleiddur og settur niður f bát hérlendis. Fyrirtækið var stofnað af Eyjólfi Þórarinssyni árið 1971 og þá strax fenginn hönnunaraðili í V-Þýzkalandi til að hanna frum- hugmynd að rafal eftir fyrirsö,';n Eyjólfs. Þetta kom mjög vel út og hægt að byrja framleiðslu fljótlega eftir að efni til fram- leiðsfunnar hafði verið útvegað erlendis frá. Skömmu síðar var byrjað að framleiða jafnstraumsmótora og í fram- haldi af því omformer, tæki, sem breytir jafnstraum í riðstraum. í samtali við son Eyjólfs, Þórarin, sem vinnur við fyrirtækið ásamt föður sínum, kom fram, að þessi framleiðsla fyrirtækisins þykir mjög góð og fyllilega sam- keppnisfær við erlenda fram- leiðslu bæði hvað verð og gæði snertir. Tækjabúnaður fyrir- tækisins er að sögn Þórarins orðinn mjög góður og verkfæri til framleiðslunnar mjög full- komin, einkum til omformers- framleiðslunnar, en riðin mega ekki breytast mjög mikið í sam- bandi við fiskleitartæki, siglingartæki og önnur rafeinda- tæki. Hafa þeir riðstýringu, sem aðeins gefur hálft rið í frávik frá fullu álagi í ekkert álag. Framleiðsla fyrirtækisins er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.