Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRUAR 1979 15 England er að sökkva í drasli. M. Tatcher Rammasamning- urinn frá 1975 í molum Sá launasamningarammi sem gerður var 1975 hefur vissulega oft átt í vök að verjast síðan hann var gerður, en þá var verðbólga í Bretlandi um þrjátíu prósent. Þessi launarammi er nú endanlega kominn í mola. Verkamenn segja að þeim sé nóg boðið nú; árangur í baráttu við verðbólguna hafi náðst án þess þeir hafi fengið nokkuð fyrir sinn snúð og sýniiega hafi stjórnvöld ekki hugsað sér af fyrra bragði að bæta þeim upp þær fórnir sem þeir færðu þá. Það var síðla sumars skömmu eftir aðalfund Verkamanna- flokksins, að boðuð var sú stefna ríkisstjórnarinnar að kaup- hækkanir mættu ekki fara fram úr fimm prósentum. Skömmu síðar fengu starfsmenn Ford- verksmiðjanna samt sem áður 17 prósent kauphækkun eftir níu vikna verkfall, olíubílstjórar fengu 15 prósent og sama var að segja um tæknimenn sjónvarps og blaðamenn landsbyggðar- blaða. Þetta gerðist þrátt fyrir hótanir talsmanna stjórnarinn- ar, en hleypti vissulega ólgu í allar umræður og þær náðu svo hámarki þegar vörubílstjórarnir náðu 22% eftir verkfall sitt. Brezka blaðið Economist birt- ir áreiðanlega skoðanir þorra manna er það fjallar um þessi mál í síðasta riti og segir að héðan af muni engin stétt i landinu láta sér detta í hug að sætta sig við minna en 20 pró- sent. Atvinnuleysi og aukin skatt- heimta mun fylgja, segir stjórnin Þrátt fyrir þetta virðist James Callaghan enn bíða. Hann hélt ræðu í Newcastle á dögunum og réðst þar harkalega á „verkfallsglaða aðila“ sem ynnu gegn þjóðarhagsmunum. Hann tók fram í ræðunni að unnt væri að fállast á allt upp tíu prósent launahækkun, en vildu vinnuveitendur bjóða bet- ur, yrðu þeir að gjöra svo vel og taka það úr eigin vasa. Callaghan sem hefur lengi getað hrósað sér af góðri samvinnu við verkalýðshreyfinguna var hinn versti í ræðu sinni og sagðist fordæma eindregið að verkföll væru notuð sem vopn á meðan samningaviðræður stæðu yfir og jafnvel farið í verkföll án þess að reynt hefði verið í neinni alvöru að semja. Stjórnin hefur þegar látið í ljós hvaða afleiðingar muni sigla í kjölfarið og til hvaða ráða verði gripið til að berjast gegn þeim verðbólgumyndandi áhrif- um sem af svo háum launa- samningum leiða. Denis Healy fjármálaráðherra segir að til verði að koma stóraukin skatt- heimta og hann spáir meira atvinnuleysi og stórkostlegum erfiðleikum hjá mörgum fyrir- tækjum í ótal framleiðslugrein- um. íhaldsflokkurinn hefur beitt sér klókindalega íhaldsflokkurinn hefur að sjálfsögðu notfært sér þetta ástand og að margra dómi klók- indalega. Margaret Thatcher hefur hvatt til að sameiginlegt átak verði gert til að draga úr þessu ofurveldi verkalýðsfélag- anna og hefur sá málflutningur orðið henni til framdráttar og þykir ábyrgur. Víst hafa tals- menn íhaldsflokksins einnig haft uppi gagnrýni á Callaghan og bent á að áður en hann varð forsætisráðherra hafi hann ver- ið andvígur tilraunum sem reynt var að gera til að koma skipulagi á þann frumskóg sem brezk verkalýðsfélög eru. Andúðin á verkalýðsfé- lögunum Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að manna á meðal er sterk andúð á verkalýðsfélögum. 85 prósent spurðra sögðu að þau væru of voldug og 70 prósent þeirra sem spurðir voru sögðu að verkalýðsfélögin gætu ekki haft hemil á félögum sínum, ef í brýnu slægi. Það var og athygl- isvert að almenn vantrú kom fram á því að nokkur stjórn- málaflokkur fengi hamið verka- lýðsfélögin og forustusveitir þeirra. Tuttugu og fjögur pró- sent töldu að Verkamannaflokk- urinn gæti það og 29 prósent að íhaldsflokknum ætti að takast það. Þrjátíu og átta prósent töldu hvorugan færan um það og vissu ekki hvernig að því ætti að standa. Er ástæða að leita í fram- leiðslutregðu Bretlands Vitanlega hafa verið færðar fram ýmsar hugmyndir um hverjar gætu verið ástæður fyr- ir þessari ógnarlegu stöðu. Sett- ar hafa verið fram kenningar sem ekki koma efnahagsmálum beinlínis við: að öfgaöfl til vinstri eigi hlut að máli og hafi kynt undir. Það eru ekki aðeins gallharðir íhaldsmenn sem full- yrða þetta heldur og ýmsir hópar verkamanna, sem ekki hafa verið þekktir fyrir sérstaka kommúnistahræðslu. Vera kann að þetta sé svar að nokkru, en sérfræðingar telja þó að kjarni málsins sé einfaldlega að Bretland framleiði ekki nægi- lega mikið. Framleiðslan hefur staðnað og fullnægir ekki þörf- um fólks á mörgum sviðum. Bretar hafa dregizt stórlega aftur úr tæknivæddum iðnaðar- þjóðum, en hins vegar hafa þeir krafizt batnandi lífskjara og lífskjarabreyting hefur orðið þar mjög mikil. En þeir vilja meira en tekst ekki að framleiða það. Sumir benda á að sú stétta- skipting sem enn er við lýði og seint gengur að uppræta eigi drjúgan hlut að máli ásamt almennri félagslegri stöðnun. Þetta ástand nú hefur kallað fram umræður um þessa hlið eftir að henni hefur lítt verið gaumur gefinn um hríð. Hver verður niðurstaða á því sem og stöðunni allri mun síðan fljót- lega koma í ljós. mættir nema Óttar Möller, en samt treysti einn af þremur for- stjórum Flugleiða sér ekki til að undirrita þessa fyrirlýsingu um sína eigin samþykkt. En til hvers þurfti þessa yfirlýsingu? Maður hefði haldið að málið væri komið í höfn, þegar þessi tillaga markaðs- deildar (sem ætla mætti að bezt hafi getað dæmt um gildi nafns félagsins), hafði hlotið samþykki allra mættra stjórnarmanna Flug- leiða. En nei, o, nei. Einhver kippir í spotta og ekkert verður af þessu. Manni dettur ósjálfrátt í hug þátturinn „Ég, Kládíus", þegar maður virðir fyrir sér vinnubrögð þessara manna. Þegar aumingja keisarinn og öldungaráðið höfðu loks komið sér saman um eitthvað, þá kom hin frábæra Livía til skjalanna og sá um að hlutirnir yrðu eins og hún vildi hafa þá, og vesalings gömlu mennirnir höfðu ekki roð við henni. Maður gæti haldið að einskonar „Livia" gengi laus meðal þeirra Flugleiðamanna. Nú skyldi enginn ætla, að mér (og mörgum fleirum) sé ekki sama hvað þetta fyrirtæki er kallað. Mér finnst það engu máli skipta. Aðal- atriðið er, að nafn þess verði sem þekktast, og er sjálfsagt að fara eftir því sem sú deild innan fyrir- tækisins, sem bezt getur um dæmt, leggur til. Hinsvegar get ég ekki neitað því að þetta nafn, sem svo loks var málað á nýjustu vél Flugleiða, finnst mér hálf-kjána- legt. „Icelandic" er lýsingarorð en ekki nafnorð. Það vantar seinni helminginn á nafnið svo að e-ð skiljanlegt megi fá út. Þetta er eins og ef e-ð flugfélag í t.d. Danmörku héti „Danish/Danair", bjánalegt nafn, ekki satt? En því er ég svo langorður um þetta mál, að ég er svo undrandi á því löglega kjörin stjórn stórs fyrirtækis skuli láta segja sér svona fyrir verkum af aðilum, sem virðast láta tilfinningar sínar ráða gerðum sínum frekar en skynsem- ina. En það sem mestu máli skiptir í þessu öllu saman, er það að ekki er lengur unnt að treysta yfirlýs- ingum stjórnar Flugleiða. Segjum sem svo, að nú myndi stjórn Flugleiða samþykkja með öllum greiddum atkvæðum að koma til móts við óskir okkar FÍ-flug- manna að svo og svo miklu leyti, hver getur þá vitað nema einhver „Livia“ komi og kippi í spottann? Mig furðar ekki ögn á því, þó að nú virðist eiga að afhenda helztu ráðamönnum þjóðarinnar það gíf- urlega vandamál, að eiga við þessa déskotans Flugfélagsflugmenn sem ómögulega geta hagað sér rétt/ Hvað eru þeir að heimta stöðuhækkanir og launajöfnuð, já, og atvinnuöryggi? Það er líklegast langbezt að setja þá bara alla í innanlandsflugið. Það hæfir þeim líka bezt, þessum innansveitar- mönnum, að fljúga á Raufarhöfn og Þórshöfn! Allavega þurfa FÍ-flugmenn ekki lengur að fara í neinar graf- götur um skoðanir stjórnar Flug- leiða á svonefndri launajöfnun. í nýjustu upplýsingum, sem aðalfor- stjóri Flugleiða lætur okkur í té í Morgbl. nú á miðvd. s.l., kemur fram að það sé grund- vallarsjónarmið þeirra í stjórninni, að menn eigi að fá misjöfn laun fyrir sömu vinnu og sama starfsaldur. Þá hefur maður það. Hver þessi grundvallarsjón- armið eru kemur ekki fram, en það er eins og mig minni að forstjórinn hafi sagt e-t að það væri eðlilegt, að þeir sem flygju stærri flugvél ættu að fá hærri laun. En þá mætti spyrja, af hverju aðrir (en flugmenn) fái ekki hærri laun þegar þeir vinni við stærri vél, einsog t.d. flugvirkjar, flugfreyjur, flugþjónar, hleðslumenn o.s.frv., af hverju bara þeir sem sitja fram í stjórnklefanum? Auðvitað viðurkennir hver ein- asti heilbrigður maður þá stað- reynd, að eðlilegast er að menn fái sömu laun fyrir sömu vinnu miðað við starfsaldur. Spurningin ætti ekki að vera um þetta heldur hitt, hvað menn geta komið sér saman um að teljist hæfilegur tími til að ná þessu markmiði. En þetta fer nú víst allt að skýrast betur senn hvað líður, því að nú á að bjarga stjórn Flugleiða úr þeim ógöngum, sem hún hefir komið sér í með ósanngirni sinni og undanlátssemi, og sjálf stjórn þjóðarinnar ætlar að taka við. Og það er alveg óhætt að spá því, að láti þeir menn sem þar ráða ferðinni stjórnast af réttsýni og óhlutdrægni, þá er enginn vafi á því, að sættir takast í þessari deilu sem ég vil nefna eirifaldlega „flug- deila“ en ekki „flugmannadeila", svo allri sanngirni sé fullnægt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.