Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Um síðustu áramót var gert ráð fyrir að hitaveita yrði komin í öll hús í Keflavík og Njarðvík og um þessar mund- ir er verið að tengja hús við hitaveitu í Sandgerði og Gerðum og gert ráð fyrir að því verði lokið fyrir mitt þetta ár. Að- veitukerfi og dreifikerfi í Vogum á ennfremur að verða lokið fyrrihluta árs 1979, tengingum þar lokið um mitt árið. Er þá næsta stig framkvæmdaáætlun- ar að hefja tengingar á Keflavík- urflugvelli, en það verður ekki gert fyrr en reist hefur verið annaö orkuver í Svartsengi, sem mun þrefalda framleiðsluna þar. Skv. áætlun á þeim framkvæmd- um að vera lokið í árslok 1981 og verða þá heildarafköst orkuvers- ins um 115 mw. Þetta kom fram í smtali, sem Morgunblaðið átti fyrir skömmu við Ingólf Aðal- steinsson hitaveitustjóra Suður- nesja. Við báðum Ingólf að segja okkur aðdraganda þessara miklu framkvæmda, en áætlað ér að heildarfjárfesting í þeim um næstu áramót verði um 10 millj- arðar króna og mun á næsta ári spara um 20 þúsund lestir af olíu að verðmæti á 2. milljarð kr. — Á Reykjanesskaga eru mikil hverasvæði og getum má að því leiða að víða sé þar jarðhita að finna. Verulegs áhuga manna á Suðurnesjum á nýtingu jarðhita til húsahitunar fór að gæta fyrir um tveimur áratugum. 1958 var grein í Njarðvíkingi, biaði sjálf- stæðismanna í Njarðvík, þar sem rætt var um þá möguleika, sem jarðhitinn gæfi Suðurnesjamönn- um. „Það sem nú á að gera er að öll byggðarlögin á Suðurnesjum sameinist í einu stóru átaki til að hrinda þessu nauðsynjamáli í framkvæmd, því að hér er ekki eftir neinu að bíða, því að við biðina streyma auðævi þjóðar og einstaklinga út um hina mörgu reykháfa, meðan hin eilífa orku- lind í heimahögum er ónytjuð." Allt frá árinu 1960 hafa starfað hitaveitunefndir í Keflavík og Njarðvík og hafa á vegum þessara aðila verið gerðar víðtækar áætl- anir. Þorbjörn Karlsson verk- fræðingur samdi árið 1961 grein- argerð á vegum hitaveitunefndar Keflavíkur og Njarðvíkur um hitaveitu fyrir Keflavík, Njarðvík og Keflavikurflugvöll. Varnarlið- ið samdi ennfremur við Vermi Ingólfur Aðalsteinsson hitaveitustjóri. Ingólfur Aðalsteins- son, hita- veitustjóri S/F árið 1963 um athugun á hitaveitu fyrir flugvallarsvæðið. — Hvenær fer þetta svo af stað fyrir alvöru? — Upphaf Hitaveitu Suður- nesja má án alls efa rekja til samþykktar hreppsnefndar Grindavíkur á árinu 1969 um að verja 1 milljón króna til reynslu- borunar eftir heitu vatni við Svartsengi. í framhaldi af þeirri ákvörðun ræddi oddviti Grinda- víkurhrepps við orkumálastjóra, Jakob Gíslason, sem taldi það vera á framkvæmdaáætlun Orku- stofnunar fyrir árið 1971 að rann- saka Svartsengissvæðið. I árs- byrjun kom þó í ljós að ekki var talið líklegt að Orkustofnun hefði yfir nægu fé að ráða til þess að fjármagna verulegar rannsóknir við Svartsengi. Hreppsnefnd Grindavíkur ákvað því að bora á eigin kostnað eina virkjanlega holu. Að undangengnum rann- sóknum sumarið 1971 var valinn borstaður og fengið til þess sam- þykki landeigenda að hefjast handa. — Hvenær hófst borun? — Það var þann 12. nóvember. Upphaflega var áætlað að bora iiriAVi;n.A siwrKivfcsjA Afstöðumynd af starfsvæði Hitaveitu Suðurnesja, eins og hún verður fullgerð. Tölur með stofnæðum sýna lengd þeirra í kílómetrum. Tölur undir nafni hvers staðar sýna orkuþörf í Mw nú og tölur í svigum áætlaða orkuþörf hvers byggðarlags á árinu 1987. Verkfræðistofan Fjarhit- un hf. gerði afstöðumyndina. Olíusparnaðurinn 1979 um 20 þúsund lestir Stofnæð hitaveitunnar frá Svartsengi til Njarðvíkur er 12 km löng og þvermál pípunnar 50 sm. 59- að er skoðun mín, að þær ríkisstjórnir, sem setið hafa við völd frá því að ólafur Thors lézt, hafi sýnt Suðurnesjum lítinn áhuga og meginástæðuna tel ég að þessir menn hafa ekki talið fiskverkun og fiskvinnslu á þessu svæði mjög þýðingar- mikinn atvinnuveg. Þess vegna höfum við ekki haft þann þrýst- ing, sem önnur byggðarlög hafa haft,“ sagði Jón Karlsson fram- kvæmdastjóri Brynjólfs H/F í Innri Njarðvík í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. „Það hefur ekkert fengist gert fyrir þær fiskverkunarstöðvar, sem eru á þessu svæði, því að allir sjóðir hafa verið okkur lokaðir. Þingmenn kjördæmisins hafa sýnt því mikið fálæti og virðast hafa talið sig svo örugga með fylgið, að þeim væri óhætt að vanrækja kjósendurna. Það hefur ekki einu sinni verið hægt að fá þá á fundi hingaú.“ — Er ástandið slæmt? — Við erum nú í svipaðri lægð og var fyrir norðan og austan er síldveiðarnar brugðust og fyrir vestan er línu- og neta- veiðar þar brugðust. Hér þarf að koma til svipuð atvinnuuppbygg- ing og var þar. Hér hefur aflinn minnkað stöðugt sl. 4—5 ár þannig að fastakostnaðurinn, sem fylgir fiskvinnslunni, hefur orðið tiltölulega miklu þyngri byrði, þvi að hann er samur hvort sem fiskast 1 tonn eða 1000 tonn. Þetta hefur orðið til þess að margar stöðvar hafa lokað. Á sama tíma og þessi aflaminnkun hefur átt sér stað hafa allir sjóðir verið okkur lokaðir og við ekki átt kost á neinu fjármagni til uppbygging- ar skipastól fyrir breyttar að- stæður né heldur til að búa frystihús undir breyttar aðstæð- ur. Aðeins fá þeirra eru undir það búin að taka við kassafiski úr nýju togurunum. — Þú ert að ljúka við gerð frystisalar? — Já, ég hef ekki enn leyfi til að frysta fisk og hef verið að burðast við að ljúka við frágang á 360 fermetra sal, þar sem gerl er ráð fyrir 10—15 borðum og vinnuaðstöðu fyrir 40—50 konur. Ég hef ekki haft aðgang að Byggðasjóði, bönkum eða Fisk- veiðasjóði, en fékk í haust óvænt fyrirgreiðslu, hagræðingarlán, sem ég vonast til að fari langt til að ljúka verkinu. Það hafa verið „Ef menn geta sýnt fratn á sjóklár skip eiga þau að fá að sigla>> Jón Karlsson Rætt við Jón Karlsson hjá Brynjólfi H/F okkur mikil vonbrigði hve sjóð- irnir hafa verið tregir að lána á þetta svæði og sum árin hafa engin lán fengist. 500 milljónirn- ar, sem lofað var, komu aldrei, það voru hrein svik. Þeir reyndu að klóra sig út úr því með því að segja að þetta fé hefði verið sett í Byggðasjóð, en þeir peningar komu aldrei hingað. — Hver eru brýnustu ráðin til úrbóta? — Það þarf að gefa mönnum kost á hagræðingarlánum með tiltölulega hagstæðum vöxtum, án vísitölu og gengistryggingar. Við bindum miklar vonir við að það verði gert. — Hvernig hefur þú getað haldið gangandi rekstrinum hjá þér? — Ég er ekki skuldum vafinn, því að ég hef lítil lán fengið. Ef ég hefði skuldað væri ég fyrir löngu farinn á hausinn. Skreið- ar- og saltfiskvinnslan er mjög léleg, t.d um 20% tap á saltfisk- verkuninni. Að vísu má að nokkru leyti kenna samstöðu- leysi um, því að hægt hefði verið að hækka viðmiðunarverðið, því við eigum peninga í verð- jöfnunarsjóði. Ég tel að það hefði verið sanngjarnt að þetta yrði lagað. Ég hefði fryst mínar afurðir, ef ég hefði getað verið búinn að koma frystisalnum í gagnið, en það verður vonandi á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Ég þarf hins vegar að kaupa flökunarvél svo eitthvert vit verði í vinnslunni og slíkt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.