Morgunblaðið - 10.02.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
37
Umsjóni Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson
Sigurbjörn Magnússon
Tryggvi Gunnarsson
Björn Jósef Arnviðarson, formaður Varðar:
Vörður, félagungra
s j álfstæðism anna
á Akureyri 50 ára
Hinn 10. íebrúar 1929
komu saman 15 ungir menn
á Akureyri og stofnuðu með
sér félag, er hlaut nafnið
„VÖRÐUR".
Það er óhætt að segja að á
50 ára ferli sínum hefur
VÖRÐUR átt töluverðan
þátt f þróun stjórnmálalífs
hér á Akureyri og hafa
ýmsir úr forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins stigið þar
sín fyrstu spor á félagsmála-
brautinni.
Hvort stofnendur félags-
ins fyrir fimmtíu árum hafi
gert sér grein fyrir því að
félagsskapur þeirra yrði svo
langlífur, sem raun ber
vitni, skal ósagt látið, en
með því að líta á fundargerð
fyrsta fundar, sést að lang-
lífi félagsins þarf engum að
vera undrunarefni.
Grundvallarhugmyndir
félagsmanna eru að standa
vörð um frelsi einstaklingsins,
berjast gegn hvers kyns öfga-
stefnum og vinna að sjálfstæði
landsins. Þetta eru enn í dag
hyrningarsteinar í stefnu
Sjálfstæðisflokksins og
Varðar, en Sjálfstæðisflokkur-
inn var stofnaður á árinu 1929
eins og Vörður.
Ef litið er á gamlar fundar-
gerðir Varðar, kemur í ljós að
starfsemi félagsins hefur verið
geysiöflug þegar í upphafi.
Margir fundir voru haldnir og
var þar rætt um hin margvís-
legustu málefni. Þá gekkst
félagið fyrir skemmtunum fyr-
ir félagsmenn og gesti þeirra
og þóttu þær hin besta til-
breyting.
Fjölbreytni í starfsemi
félagsins varð brátt mikil og
voru þá haldin námskeið og
Björn Jóseí Arnviðarson
fræðslufundir um hin margvís-
legustu málefni. Þá tók félagið
mjög virkan þátt í undirbún-
ingi kosninga bæði til bæjar-
stjórnar og Alþingis.
Allar götur frá upphafi hef-
ur starfsemi félagsins mótast
af þessum meginþáttum, sem
frumherjarnir lögðu grundvöll
að. Starfsemin hefur vitaskuld
verið misþróttmikil frá ári til
árs, eins og gengur í slíkum
félagsskap.
Fyrstu stjórn VARÐAR
skipuðu eftirtaldir menn: For-
maður var Árni Sigurðsson,
sem nú starfar hjá heild-
verzlun Tómasar Steingríms-
sonar h.f., ritari var Vigfús J.
Einarsson, sem nú er látinn og
gjaldkeri var Jón G. Sólnes,
alþingismaður.
Hér verður ekki farið nánar
út í að rekja sögu VARÐAR,
það yrði of langt mál, því saga
félagsins er litrík, þó þar skipt-
ist á skin og skúrir eins og
verða vill í slíkum félagsskap.
Það er oft um það rætt,
hvort pólitísk félög ungs fólks
eigi rétt á sér og eru færð fram
ýmis rök, með og á móti. Það
sem helst er talið mæla gegn
slíkum félögum ungra manna
er að hætta sé á að tengsl slitni
milli þessara hópa, þ.e. ungs
fólks annars vegar og fullorð-
inna hins vegar. Þegar allt
komi til alls sé enginn raun-
verulegur munur á þessum
hópum. Það er vissulega rétt,
að afskaplega lítill munur er á
þessum hópum, og þannig má
segja að skoðanir ungra sjálf-
stæðismanna falli saman við
skoðanir þeirra, sem eldri eru.
Þó er eitt atriði, sem skilur
milli þessara hópa og það er að
yngri menn eru gjarnan
óhræddari við breytingar, en
þeir sem eldri eru og í hópi
ungra manna eru meiri líkur á
að unnið sé að slíkum málum.
Enda hefur reyndin orðið sú
innan Sjálfstæðisflokksins að
undanförnu, að ungir menn
hafa í vaxandi mæli sett svip á
störf flokksins, sem m.a. má
marka af stefnuyfirlýsingum,
sem samþykktar hafa verið á
landsfundi. Enginn skilji orð
mín svo að það séu einungis
ungir menn, sem hafi áhuga
fyrir því að vinna að endurbót-
um. Fjarri fer því. En þeir eru
óbundnari af þeim aðstæðum
sem við búum við og sjá e.t.v.
fremur agnúana, sem af þarf
að sníða. Það er svo þeirra mál
að vinna skoðunum sínum
fylgi-
Það er þvi mín skoðun að
pólitísk félög ungra manna eigi
fullan rétt á sér og verður ekki
séð að þau glati hlutverki sínu
í náinni framtíð.
Vörður félag ungra sjálf-
stæðismanna á Akureyri hefur
með fimmtíu ára starfi sínu
sannað tilverurétt sinn. Enda
hygg ég að ætla megi honum
nokkurn þátt í öflugu fylgi
Sjálfstæðisflokksins á Akur-
eyri.
Það er von mín að næstu ár
og áratugir verði ekki síður
viðburðaríkir í sögu Varðar en
þau fimmtíu ár sem liðin eru.
Að lokum vil ég fyrir hönd
okkar, sem nú störfum í Verði,
flytja öllum þeim, er með
félaginu hafa starfað á undan-
förnum áratugum, alúðarþakk-
Gísli Baldvinsson:
Flokkurinn og
unga fólkið
Kveikjan af þessari grein er sú könnun sem vísindafélag
MR stóð að um fylgi stjórnmálaflokkanna og einnig
vangaveltur um það hvað geri ungt fólk að hægri og vinstri
mönnum. Ekki ber að líta þessa grein sem enn eitt innlegg í
þá naflaskoðun sem fram hefur farið vegna úrslita kosning-
anna í sumar.
Sögulegt yfirlit
Sjálfstæðisflokkurinn er
stofnaður upp úr tveimur
flokkum þ.e. Ihaldsflokknum
og Frjálslynda-flokknum.
Einnig stóð að stofnuninni
ýmis flokksbrot frá sjálfstæð-
isbaráttunni s.s. valtýinga og
heimastjórnarmenn. Stefna
flokksins grundvallaðist á
sætti mismunandi stétta þjóð-
félagsins en stéttarbarátta var
hörð á þessum tíma. Einnig
áhuga flokksmanna á almennri
velferð einstaklingsins og at-
vinnufrelsi. Einnig var lögð
áhersla á sjálfstæði þjóðarinn-
ar og ekki síst einstaklingsins
til athafna og af þessu er nafn
flokksins komið. Áhugi flokks-
manna var einnig á sviði heil-
brigðis og tryggingarmáa. Það
vill nefnilega oft gleymast að
flokkurinn er hlynntur opin-
berum afskiptum þar sem sam-
keppni er ekki komið við þó
viðhorfin séu önnur hvernig
skuli á málum haldið. Þessi
samantekt sýnir að þorri þjóð-
arinnar getur fallist á þessi
sjónarmið og sé uppruni
flokksins skoðaður er ekki að
undra hve almennt fylgi
flokksins er mikið.
Loforð og efndir
Það lögmál hefur nær und-
antekningalaust gilt í íslensk-
um stjórnmálum að sá stjórn-
málaflokkur sem tekur þátt í
stjórn á það á hættu að tapa
allt að 2—5% fylgi í næstu
kosningum. Þessi regla hefur
m.a. gert það að verkum að nú
gegnir Alþýðuflokkurinn hálf-
gerðu stjórnarandstöðuhlut-
verki vegna ótta um atkvæða-
missin. Þetta leiðir einnig til
yfirboða og ábyrgðaleysis
stjórnmálaflokkanna.
Þær undantekningar sem ég
þekki er fyrri hluti viðreisnar-
tímabilsins eða tímabilið frá
1959-1967. Eftir það er halla
tekur undir fæti í viðskipta-
jöfnuðinum og vísitala er tekin
til að skrúfa upp verðlag leiðir
það tí brúunar sem er verð-
bólgan. Menn brugðust ekki
nógu hart við í fyrstu en svo
skall sú ógæfa yfir þjóðina að
vinstristjórn var mynduð 1971
sem þjóðin er enn að súpa
seyðið af. Eftir það fá stjórn-
málamenn hvar í flokki sem
þeir standa ekki góða einkunn í
hagstjórnun. Kjósendur mana
það vel í kosningum hvernig
flokkar hafa staðið sig því á
þann eina hátt er hægt að
skýra þær hægri og vinstri-
sveiflur frá árinu 1971 til
dagsins í dag. Þess vegna tel ég
eðlilegt að skoða stefnu Sjálf-
stæðisflokksins og þau áhuga-
mál sem ungt fólk berst fyrir.
Flokkurinn og stefnan
Vinstrimaður sagði við mig
eftir síðustu kosningar að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
hættulega góða stefnu og Guð
hjálpi hinum flokkunum ef
hann framfylgdi henni. Ekki er
ætlunin að skoða það nákvæm-
lega hvar flokkurinn brást
stefnu sinni en athugum
áhugamál unga fólksins.
Húsnæðismál er stórt mál sem
höfðar til fólks sem er að taka
út þá íslensku herskyldu sem
húsbygging er. Þar leggur
t
flokkurinn áherslu á að hver
eignist sitt húsnæði og allt gert
til að svo verði. Aðrir flokkar
leggja áherslu á leiguhúsnæði
eða vandamálið sé leyst á
félagslegum grundvelli enda í
anda þeirra miðstýringac sem
þeir trúa á. Vaxtamál er ná-
tengt þessum málaflokki enda
augljóst að mikil vaxtabyrði
dregur úr möguleikum hús-
byggjandans. Þar verður flokk-
urinn að gera greinarmun á
frumraun eða endurnýjun hús-
næðis. Lánamál s.s. lánamál
nemenda er líka mikið áhuga-
mál ungs fólks og þar hefur
flokkurinn haft ákveðna stefnu
sem því miður sveigðist í sam-
vinnu við Framsóknarflokkinn.
Þessi málaflokkur er svo-
kölluð budduáhugamál þ.e.
hagsmunamál sem kemur
buddunni beint við.
Svo eru önnur áhugamál sem
kalla má hugsjónir og skal ég
nefna nokkur. Vegamál er eitt
áhugamál sem sjálfstæðis-
menn lögðu áherslu á á síðasta
kjörtímabili. Því miður tók
flokkurinn það mál ekki upp á
sína arma fyrr en í lok kosn-
ingarbaráttunnar og leit það út
sem örvæntingaróp um kosn-
ingarslagorð.
Utanríkis- og varnamál er
málaflokkur sem oft höfða til
yngri hlutans í flokknum. Þó
allir flokkar jafnvel Alþýðu-
bandalagið gerir þetta mál
ekki að ágreiningsatriði í ríkis-
stjórn hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn þarna nokkra sérstöðu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
einn flokka gert sér grein fyrir
mikilvægi þess fyrir sjálfstæði
þjóðarinnar.
Frjálst útvarp er mál sem
bundið er við ungt fólk. Áhugi
þess er mikill nú vegna þess
hve léttmeti er lítið í ríkisút-
varpinu. Einnig er það réttlæt-
ismál manna að fá að tjá sig á
prenti eða í útvarpi án ríkisaf-
skipta.
í sambandi við ríkisafskipti
hafa ungir sjálfstæðismenn
rætt mikið og sett fram slag-
orðið „húknið burt“. Ungt fólk
sem er að stíga sín fyrstu skref
í því völundarhúsi sem ríkis-
kerfið er hefur áhuga á að
stytta og einfalda þá leið.
Tengt því er sú frjálshyggju-
vika sem fyrirhuguð er og
staða einstaklingsins gegn rík-
isvaldinu. Það er byggt á þeirri
grundvallarhugmynd flokksins
að ríkið eigi að þjóna einstakl-
ingum en ekki öfugt.
Kjördæmamálið hefur verið
í brennidepli og verður vænt-
anlega. Þar hofa ungir sjálf-
stæðismenn rætt oft um og þá
valddreifinguna í téngslum
við það.
Skoðanakönnunin í MR
Það er athyglisvert hve
vinstrimenn eru hlutfallslega
fleiri í efri bekkjum skólans.
Til eu eflaust margar skýring-
ar á því en tvær koma helst til
greina. í fyrsta lagi gæti áhrif
umhverfis s.s. tísku i dægur-
lögum og klæðnaði gert eldri
hlutann róttækari. í öðru lagi
gætu óvinsældir fyrrverandi
ríkisstjórnar og óvinsældir
þessarar sem enn situr er þetta
er skrifað átt stóran þátt í
þessu. Almennt áhugaleysi
nemenda á sjtórnmálum er
'meira nú en fyrir t.d. tíu árum.
Ég tel að ástæðan sé sú að ekki
sé tekið nógu mikið mark á
ungliðahreyfingu stjórnmála-
flokkanna. Menn líta á þær
sem einhvers konar sandkassa,
upptökuheimili eða stutt-
buxnadeild. Þar séu eingöngu
sperrileggir eða þúfutittlingar
sem ekkert sé að marka. Ég tel
að þessu viðhorfi þurfi að
breyta og það hljóti að vera
auðvelt í flokki sem kennir sig
við frjálshyggju.
Framtíðin
Ég tel að flokkurinn þurfi
bæði að kynna og framfylgja
betur þeirri grundvallarstefnu
sem hann kennir sig við. Innan
málefnanefnda flokksins þarf
að fara fram virk umræða um
stefnu flokksins í einstökum
málum og nefndirnar séu gerð-
ar ábyrgar fyrir störfum sín-
um. Einnig þurfa nefndirnar
að fylgjast með því að þær
samþykktir sem landsfundur
samþykkir sé framfylgt. Þing-
menn og borgarfulltrúar þurfa
í ríkari mæli að kalla sér til
aðstoðar áhugamenn um viss
málefni og vera einnig í góðu
sambandi við málefnanefndir
flokksins. Það er sannast
sagna bagalegt að þeir trúnað-
armenn flokksins og þeir sem
ákvarðanir taka og teljast til
yngri hlutans skulu vera örfá-
ir.
Þeir fáu sem teljast til for-
ystunnar og ungir eru hafa náð
þangað annað hvort í gegnum
prófkjör eða ættartengsl. I
hreinskilni sagt er vafamál
hvort ráðherra flokksins í t.'ií.
menntámá'um ættum við þess
kost tæki sér 27 ára gamlan
mann sér til aðstoðar. Einnig
áhugavert hvernig að skoða
hvernig er valið í málefna-_
nefndir flokksins eða til ann-
arra trúnaðarstarfa. Þar er oft
farið eftir þeirri reglu að við-
komandi sé á lífi hafi setið
þarna í áratugi og ekki vitað að
hann hafi ekki áhuga að sitja
áfram. Hafi aðalmaður látist
þá beri að kjósa varamanninn
sem hefur reyndar beðið í
röðinni í fjölda ára. Svo er
kosinn einn kvenmaður einn
ungur maður eða kona svo allir
séu ánægðir.
Ég tel að það þurfi að breyta
þessum hugsunarhætti við val
í trúnaðarstöður. Það á að
velja hæfustu einstaklingana
og láta öll önnur sjónarmið
lönd og leið.
Með þessu tel ég að flokkur-
inn verði meir aðlaðandi og
áhugi ungs fólks aukist á hon-
um. Þar með er lögð inn sú
innstæða sem kemur flokknum
til góða í framtíðinni.